Vísir - 01.03.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 01.03.1934, Blaðsíða 2
V í S I R OPALS-OPACOL kaldir litir eru fallegir og tærir sem litir náttúrunnar. — Þola sólskin og þvott, án þess að upplitast. — OPALS-OPACOL litir eru einu litirnir, sem fullnægja al- gjörlega kröfum tískunnar og liinna vand- látu. — Kaupið þvi OPALS-OPACOL liti, ef þér viljið vera viss um að fá það besta. I DAG, 1. mars hefst útsala hjá okkur, og verða margar vörur seldar fyrir mjög lágt verð, t. d. mörg sett af karlm. og unglinga fötum 14 verð. Nokkurir karlrn. og unglinga rykfrakkar 80% . Manchettskyrtur verð. Ullarkjólatau og Georgette 25%. Kvenpeysur úr ull og silki 25%, 50% og 75%, og ýmsar aðrar vörur mjög niðursettar. 10% afsláttur af öllum öðrum vörum meðan útsalan stendur yl'ir. — Þetta miðast við staðgreiðslu. Ekkert lánað lieim. Engú fæst skilað aftur. Ásg. Q. Qnnnlaugsson & Co. Austurstræti 1. Vatnsveitan. Áskorun. Fyrst þegar byrjað var á vatnslokun i Skólavörðu- holtinu um áramótin, revndist þetta svo, að lítill varð vatnsskortur í liálioltinu. Síðan lieí'ir árangur af þessu farið jafnt minkandi og liorfir til stórvandræða nú. Fyrir þessu er ein og að eins ein ástæða. Fólk i neðri hluta austurbæjarins tekur of mikið vatn frá vegna lokunarinnar milli kl. 2 og 5. — Er hér með skorað á alla er hlut eiga að máli, að stilla vatnsnotkun og vatns- söfnun svo í hóf sem unt er og minnasfþess livaða óþægindi mörgum eru gerð með mikilli vatnsnotkun. Reykjavík, 28. febrúar 1934. Bæjarverkfræðingnr. Kenslu- iianda börnum, nýkomin. Kensluleikföng hjálpa börnun- um til aö starfa og luigsa, lesa, skrifa, reikna, jafnframt því, sem þau gleðja börnin. Gefið börnum yðar því kensluleikfang frá K. Einarsson & Björnsson, Bankastræti 11. ítemisb f&t mitteuu og íihtti 34 t$í* , 1300 MtykÍAttik Reynslan hefir sýnt, að þrátt fyrir alt er best að láta okkur hreinsa eða lita og pressa allan þann fatnað, er þarf þessarar meðhöndlunar við. — Sótt og sent eftir óskum. Sitt á hvað. —o--- Menn minnast þess, að á fyrsta bæjarstjórnarfundinum, sem hér var haldinn eftir kosn- ingarnar, lýstu bæjarfulltrúar alþýðuflokksins því yfir, að „ekkert vif væri í því, að stofna til bæjarútgerðar á togurum með þeim hætti, að aðallega eða eingöngu væri bygt á saltfisks- framleiðslu. Þess vegna sögðu þeir lika, að þeir hefðu ætlast til þess, að keyptir yrði eingöngu togarar af nýjustu gerð, með fullkomnustu tækjum til þess að gera sem úlgengilegasta markaðsvöru úr fiskinum. — Það voru nú bornar brigður á það, að þeir hefðu ætlast nokk- uð annað fyrir, en að gera út togara með svipuðum liætli og hér hefir verið gert að undan- fömu. Og þrátt fyrir stóryrði jafnaðarmanna, um úrræðaleysi útgerðarmanna til þess að gera framleiðsluna fjölbreyttari, virðist nú fengin ný sönnun fyrir því, að þeir liafi aldrei lál- ið sér til hugar koma að leita nokkurra nýrra úrræða i því efni i sambandi við bæjarút- gerðina. Jafnaðarmenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa nú ákveðið að auka bæjarútgerðina þar og bæta við sig einum togara. Þeir hafa samþykt að kaupa gamlan togara, sem bæði að aldri og gerð er á borð við elstu togar- ana, sem hér eru, þ. e. togarann „Ingólf Arnarson", sem seldur var héðan lil Færeyja fyrir nokkurum árum. — Jafnaðar- menn í Hafnarfirði virðast þannig liafa að engu kröfur fé- laga sinna í Reykjavík um „ný- tisku“ togara með fullkömnasta útbúnaði“og ummælí þeirra um úrræðaleysi útgerðarmanna og að „ekkerl vit“ sé í slikri útgerð sem liér hefir verið rekin. — En það má fullyrða, að jafn- aðarmcnnirnir í Hafnarfirði geri sér alls ekki grein fvrir því, að þeir séu í þessu efni í nokk- uru ósamræmi við kenningar félaga sinna i Reykjavík. Þeir inunu þykjast þess fullvissir, að þeir séu nú, með kaupum á þessum gamla og „úrelta“ tog- ara, að framkvæma djörfustu hugsjónir jafnaðarstefnunnar. Og það verður ekki annað séð, en að jafnaðarmennirnir i Reykjavík séu harðánægðir með þessar framkvæmdir. Þeir virð- ast alveg vera búnir að gieyma skrifum „Alþýðublaðsins“ um „manndráps-fleyturnar“, En svo voru íslensku togararnir nefndir i þeim skrifum fyrir kosningarnar. Fyrir kosningarnar töldu skriffinnar Alþýðublaðsins ís- lenska togaraflotann algerlega úrellan og ósamboðinn öðrum en skrælingjum, og jafnvel slórhættulegan sjómönnum þeim, sem á lionum væru. Nú láta þessir sömu menn sér það vel líka, að bæjarútgerð Hafn- arfjarðar bæti við sig skipi, sem líklega er ekki betra en í meðallagi, samanborið við þau, sem fyrir eru. Fyrir kosning- arnar vittu þessir menn íslenska útgerðarmenn fyrir úrræða- leysi og skeýtingarleysi um það, að gera afurðir útgerðar- innar fjölbreyttari og útgengi- légri. — Sjálfir treysta forustu- menn þeirra sér þó' ekki til þess, að brjóta upp á nokkur- um nýungum í þeim efnum, en þvkjast öllum meiri fyrir það eitt, að feta í fótspor þeirra sem þeir hafa verið að niða, en þó með þeim hætti, að eiga ekk- ert á hættunni sjálfir. Símskeyti —o— París, 28. íebr. Uiiited Press. — FB. Frá Frakklandi. Fullnaðar af- greiðsla f járlaganna í vændum. Fjárlögin hafa náð samþykki fulltrúadeildarinnar og fara nú til umræðu í öldungadeildinni. I’arís 1. mars. Unitcd Press. — FB. Mikil áhersla er nú lögð á þaö aö koma íjárlögunum frá og voru þau enn til umræðu í morguu snemma. Ágreiningsatriöi milli deildanna voru a'Scins 5, sem ekki hafði náSst samkomulag um. Full- trúadeildin féll frá kröfu sinni um, aö leggja 10% skatt á vinnulaun útlendinga í landinu. Deildin heim- ilaöi stjórninni aö breyta tollastig- anum eftir þörfum, meö bráöa- birgöalögum, en heimildin gildir til j. nóv. n. k. \ Madrid, 28. febr. United Prcss. —- FB. Stjórnmálahorfur á Spáni. Ostaðfest fregn hermir, aö ráö- hen-arnir Barrios og Para hafi af- hent Lerroux lausnarbeiönir sinar. — I viötali viö United Press færö- ist Barrios undan aö skýra frá því hvort fregnin væri sönn. Síðari fregn: Lerroux hefir lýst ]>vi yfir. aö fyrrnefudir ráðhérrar hafi ekki beðist lausnar. Mádrid 1. mars. United Press. — FB. A flokksþingi ka])ólska flokks- ins var leiötogi hans, Gil Röbles í íorsæti. —- Samþykt var einróma, aö flokkurinn hætti aö veita rik- isstjórnjmii stuöning sinn. —o— Allílarlega lieí'ir verið sagl frá Staviski-hneykslisinálunum i Frakklandi í skeytum og úl- varpsfregnum og virðist enn fjarri, að öll kurl séu komin iil grafar. Eins og kunuugt er, urðu miklar æsingar i Frakk- landi út af þessum málum. -— Vegna sviksemi og fjárbralls Staviski töpuðu frakkneskir liluthafar á þriðja hundrað mil- jónum franka. Ðalimer ráð- herra varð að segja af sér út af þessum málum og siðar öll sljórnin. Staviski framdi sjálfs- morð, og fyrir sköinmu barst fregn um ]iað, að einn dómar- anna í þessu hneykslismáli hafi verið myrtur. P. .1. Philip, frétlaritari New York Times, telur það liafa vak- ið mesla gremju manna, hve hneykslismál þetta leiddi í ljós mikla spillingu meðal ýniissa leiðandi manna, sem liefði átt að gæla þess, að annað eins og þetta gæti ekki komið fyrir, einkanlega þar sem það liefir verið á allra vitorði árum sam- an, að Slaviski var fjárglæfra- maður og áhættuspilari Tvisvar var hann dæmdur í fangelsi og hafði setið lengi í fangelsi og fengið fleiri fangelsisdóma, ef hann hefði ekki notið að vernd- ar frá „bærri stöðum“. Hann Alnminiam pottar seldir fyrir hálfvfrðl. 3 bollpör, postulín .... i.OO 3 vatnsglös ........... 1.00 Þvottabretti, gler ..... 2.50 Email. fötur ............. 2.00 50 fjaðraklemmur .... 1.00 5 herðatré................ 1.00 3 gólfklútar........... 1.00 4 búnt eldspýtur (40 stokkar) ............... 1.00 3 klósettrúllur........... 1.00 Teppabankarar.......... 1.00 3 sápustykki (kassi) . . 1.00 Bóndósir .............. 1 «00 Enn þá cru til nokkur 12 manna kaffistell fvrir að eins 25 krónur. Signrðnr Kjartansson Lauavegi 41. — Sími: 3830. Rakvélablöð liinna vel rökuðu, óviðjafuan- leg að gæðuin. liafði verið gerður „útlægur“ frá öllum kunnum spilavitun* i Frakklandi, fyrir að skjóta sér undan að greiða spilaskuldii'. Blaðamaðurinn segir, að ekl» einvörðungu liafi lögreglunni, lieldur einnig blöðunum og öU- um ahnenningi verið kunnug't um svikabrögð lians. Árið 192S birtist mynd af lionum í a. m. k. sex stórblöðum Frakklands, þar sem liann var leiddur í jámum af lögreglunni frá landsetri sínu nálægt París. Þá ætlaði liann sér að fara frá Frakklandi og hafði efnt iil kvéðjuveislu. En han* var ckki lengi í hakli. Nú tók liann sér nafnið Alexandre um tíma og var um stund í París. óáreittur af lögreglunni, og tók mikimi ])ált í skemtanalífinu. Blöðin birtu myndir af Mr. Serge Alexandre, glæsilega klæddri konu hans og börnum þeirra, og almenningur vissi ekki, að þessi maður var stór- svindlarinn Staviski. Hann bau$ ýmsum stórmennum í veislur og ]>að cr ekki líklegl, segi*' P. J. Philip, að hinir voldugu vinir hans hafi ekki vitað liver hann var, þegar annar hver þjónn i París vissi það. Honum liefði heldur ekki telcist að fá öll nauðsynleg skjöl og komast á kjörskrá, ef hann hefði ekki átt menn að, sem máttu sín mikils. Og alla tíð hafði han* allskonar svikarastarfsemi með höndum, sölu falsaðra hluta- bréfa o. s. frv. Það er greinja almennings í garð þeirra, sen* með völdin fara, sem á sinm mikla þátt i þeirri ókyrð, seim nú er i Frakklandi. Og það er ekki enn séð fyrir endann á af- leiðingiun þess, að Staviski fékk að leika lausum hala, féfletté almenning i F'rakklandi, án þes** að yfirvöldin léti nokkuð til sim talca út af svikastarfsemi hans, árum saman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.