Vísir - 12.03.1934, Síða 4

Vísir - 12.03.1934, Síða 4
VlSIR BLACK & DECKER Rafmagnsborar og borvélar fyrir járn og trésmiöi af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Skrúfjárn, hamrar o. fl. o. fl. Einkar hentug verkfæri og vélar fyrir bilaviðgerðir. Black & Decker er í sinni grein eitthvert allra þekt- asta og stærsta verksmiðjufyrirtæki. Þægilegar sagir af mörgum stærðum fyrir hvers- konar trésmíði. Öll áhöldin frá þessum verksmiðjum eru sérlega vönduð og þægileg að vinna með. — Verðið mjög hóf- legt, fljót afgreiðsla. Umboðsmcnn Jóh. Ólafsson & CoM Reykjavik. Stíröar gæftir undanfarna daga, en | gott sjóveður í dag. Hæstur afli i dag 5 skpd. á bát, en ókunnugt uin afla allra bátanna. Úr Grindavik var hvorki róiö í gær eða fyrra- dag. (F.Ú.). Útvarpsfréttir. Frá Svisslandi. Berlín í morgun. — FÚ. Þjóðaratkvæði fór fram í Sviss- landi i gær um nýja löggjöf við- víkjandi opinberri reglu. Sam- kvæmt lögum þessum átti að fak- marka rétt pólitískra flokka til fundarhalda, banna vopnaburð og einkennisbúninga o. s. frv. A þingi voru allir flokkar fylgjandi þess- j um lögum, nema jafnaðarmenn, kommúnistar og hinn nýi flokkur þjóðernissinna, en við þjóðarat- kvæðið voru lögin feid með örlitl- rnn meirihluta. Tíu fylki voru fylgjandi lögunum, en firntán á móti. / Berlín í morgun. — FÚ. Járnbrautarslys. Járnbrautarslys varð nálægt Læningrad i gær. Hraðlest ók af teinunum og mölbrotnuðu vélar- vagninn og fimm farþegavagnar. Það er ekki kunnugt enn þá, hve j margir liafa farist og særst, því að Sovét-stjórnin hefir ekki enn gefið opinbera tilkynningu um slysið. Berlín í morgun. — FÚ. Kommúnistar handteknir. Lögreglan í Ung\rerjalandi hefir eftir margra vikna leit komist á snoðir um ólöglegan leynifélagsskap kommúnista, og handtekið stjórn hans. Eru það alt unglingar um tvitugt. Ný fjársvik í Frakklandi. Berlín í morgun. —■ FÚ. 1 franska nýlenduráðuneyt- inu hefir komist upp um megna óreiðu í fjármálum, og er sagt, að ríkisféhirsla Frakklands liafi þar verið prettuð um 22 miljón- ir franka. Berlín í morgun. — FÚ. Vígbúnaður Rúmena. Blaðið „Petit Parisen" skýrir trá því, aö von sé á hermálaráð- herra Rúmeníu til París innan skams, til þess að kynna sér nýj- ustu framfarir í vopnagerð. Mun rúmenska stjórnin síðar hafa í hyggju að koma sér upp vopna- verksmiðju með allra nýjasta sniði. Flotaæfingar Breta. Berlin í morgun. —• FÚ. 86 bresk herskip með 14.000 manna áhöfn lögðu út frá Gi- braltar í gær til þess að taka þátt í flotaæfingum í Atlants- liafinu. Æfingamar munu standa yfir i 5 daga. Ford og Tyrkir. Henry Ford setti fyrir nokk- urum árum á stofn verksmiðju í Konstantinopel og voru þar settar saman Ford-bifreiðar og dráttarvélar. Verksmiðja þessi er nú liætt að starfa, sökum á- greinings, sem risið hefir út af þvi, að Tyrkir halda þvi fram, að Ford hafi fengið leyfi tiJ þess að setja á stofn verksmiðj- una með þvi skilyrði, að það, sem til bifreiðanna þarf, væri smíðað að miklu leyti í Tyrk- landi. í stað þess hefir Ford flutt alla bifreiðahluti inn full- smíðaða og að eins látið setja Mest úrval — lægst verð. Sáon Sportvöruhús Reykjavíkur. | TAPAÐ-FUNDIÐ Sá sem hirti kvenúr, merkt: Dóra, í K. R. húsinu i gærkveldi, er vinsamlega beðinn að skila því á afgr. Vísis. (238 bifreiðar saraan i verksmiðj- unni. —- Verksmiðjan var sett á stofn fyrir tveimur árum. United Press. — FB. n HÚSNÆÐI 1 Vantar 1 herbergi og eldliús 14. maí helst i austurbænum. Þeir sem kynnu að hafa það á boðstólum, geri aðvart i síma 2285, milli, 5—6. (237 5—6 herbergja ihúð með öll- um þægindum, óskast 14. inaí næstk. Tilboð sendist á afgr. Vísis, merkt: „100“. (234 3 herbergi og eldliús til leigu 14. mai. Grundarstíg 4, uppi. — Símar: 1817 og 2946. (232 Mað'ur i i'astri vinnu óskar eftir 1 eða tveimur slofum og eldhúsi 14. maí. Mætti vera i kjallara. TiLboð leggist inn á afgreiðslu Vísis fjTÍr 14. mars, merkt: „Bíll“. (231 3 herbergi og eldhús óskast 14. mai. Góð umgengni. Ahyggi- leg greiðsla. Tilboð, merkt: „3 herbcrgi“, sendist afgr. Vísis. (230 3—4 herbergi og eldhús ósk- ast. Helst strax eða 1. apríl. — Tilboð, merkt: „10“, sendist Visi. (227 3 herbergi og' eldhús með öll- um þægindum óskast 14. maí. Tilboð, merkt: „404“, sendist Vísi, helst strax. (188 Góð stofa, helst á efstu hæð, óskast nú þegar til að lialda i miðilsfundi. — Tilboð, sendist í pósthólf 736. — Nikulás Frið- riksson. (243 Maður i fastri stöðu óskar eftir íbúð í vesturbænum frá 14. maí. Þurfa að vera 3 lierbergi og eldhús ásamt nýtisku þæg- indum. Aaberg. Sími 4345. (242 r LEIGA r KAUPSKAPUR 1 Ljóðmæli Sveins frá Eilvog- um, fástkeypt hjá Pétri Jakobs- syni, Kárastíg 12: (23T Haraldur Sveinbjarnarson selur vandað bifreiðagúmmi, dekk^ slöngur, viftureimar, mottur oe. bætur. (126 Tveggja manná rúm með ijaðramadressu, klæðaskápur, náttborð og servantur, með tækifærisverði. Uppl. á Njáls- götu 33, hakhúsið. (207 Þvottakör, góð og ódýi" (ýmsar stærðir). Eikarkútar, allar algengar stærðir, ódýr- astir. — Beykisvinnustofan.. Klapparstíg 26. (215 r VTNNA 1 Ráðskona óskast á gott sveitaheimih nú þegar. — UppL i á Óðinsgötu 20 A, hjá Sigurð* Ishólm, á miUi kl. 7%—9ya í kveld. (240 Stúlka óskast í visl til 14. mai. Gott kaup. — Uppl. Berg- staðastræti 34 B frá 7—9 síðd. (239 98Z) 'uoA uÍSuqi°!H •nUUTAlB I |SB7JSO JUgBUIBjpAS Ungur maður utan af landi, sem dvelur hér í bænum 2—3 mánuði, óskar eftir ódýru fæði og húsnæði á sama stað. Uppl. í síma 4725. (245 Frá 14. maí eru til leigu 3 ' eða 4 herbergi með öllum þæg- indum, Ágæt kjör. Tilboð merkt: „Sérstök hlunnindi“, leggist inn á afgreiðslu þessa blaðs í lokuðu umslagi fyrir 15. þessa mánaðar. (216 1 Geymsluherbergi óskast 14. maí, helst neðarlega á Skóla- vörðustígnum eða þar nálægt. Tilboð sendist afgr. Vísis, merkt: „Geymsla". (229 Kvenmaður óskast óákveðinn .tíma. Lítið heimili. Uppl. Njáls- götu 52. (235 Stúlka eða unglingur óskast í iétta vist 1. apríl. Ránargötu 30 A. (228 Stúlka óskar eftir léttri vist. A. v. á. (226 Hreinsa og geri við eldfæric og miðstöðvar. Sími 3183. (415 Fótaaðgerðir. Tek burtu lík- þorn og harða liúð, laga inn- grónar neglur. Hefi rafmagn og nudd við þreyttum fótum. Við- talstími 10—12, 3—5 og eftir umtali. Sigurbjörg Magnúsdótt- ir, Pósthússtræti 17. Sími 3016. (125 Unglingsstúlka óskast í vis! nú þegar. A. v. á. (214 Lipur óg stilt unglingsstúlka óskast til morgunverka í for- föllum annarar. 3 fullorðið í lieimili. Uppl. Bergstaðastræti 64, kjallaranum. (241 Unglingsstúlka, 14—16 ára. óskast á Bræðraborgarstíg 41. ________________________(244 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. HUNAÐARLEYSINGL Hann Iét koffortiö í vagninn og hjálpaði mér þvi næst upp í hann. Þegar eg var sest, spurði eg hann hversu löng væri leiöin til Thornfield. „Við verðum svona hálfa aðra klukkustund á leiðinni,“ sagði hann og vatt sér upp i ekilssætið. Og því næst ókum við af stað. En tíminn leið og klukkustundimar urðu tvær, áður en við kæmum auga á Thomfield. Og enn leið góð stund. Þá mælti ekillinn að lokum. „Nú förum við bráðum að sjá Thornfield." Eftir tíu mínútur ókum við upp að stóru húsi. Var hvergi ljós að sjá inni fyrir, nema í einum glugga. Vagn- inn nam staðar, húsdyrunum var lokið upp og þema nokkur kom út. „Gerið svo vel, ungfrú. — gerið svo veí, að fylgjast með mér.“ Hún leiddi mig gegnum anddyrið og inn i stóra stofu, sem var búin gamaldags húsgögnum með háu baki. Þegar eg gekk í stofuna, kom eg auga á roskna konu svartklædda. Hún stóð upp úr sæti sínu, og brosti við mér vingjarnlega, og mælti: „Gott kvöld, ungfrú. —“ „Þér eruð væntanlega frú Fairfax," spurði eg. ,Já,“ sagði hún og tók að hjálpa mér til að komast úr ferðafötunum. „Fáið yður nú sæti. Þér eruð vafalaust þreyttar. Eg skal undir eins koma með bolla af tei handa yður, svo að yður geti hlýnað. Það er töluverður spotti frá Millcote-kránni og hingað,“ sagði hún og flýtti sér út úr stofunni. „Veitist mér sú ánægja í kveld, að fá að sjá litlu ung- frú Fairfax," spurði eg er eg hafði dmkkiö teið. Frú Fairfax hafði sjálf helt í bollann minn og sat ,hjá mér. —• Eg varð að endurtaka spurninguna. „Litlu ungfrú Fairfax? — Já — nú skil eg. — Þér eigið við ungfrú Varens. Nemandinn yðar tilvonandi heitir Varens.“ „Hún er þá ekki dóttir yðar?“ „Nei og sussu — nei! Eg á engin börn.“ Það var alveg komið fram á varirnar á mér, að spyrja frú Fairfax hverskonar samband væri á inilli hennar og bamsins — hinnar litlu ungfrú Varens. En eg áttaði mig á því nógu snemma, hvílík ókurteisi það væri að spyrja ókunnugt íólk spjömnum úr um einkahagi þess. „Eg er því ákaflega fegin, að þér skuluð vera komnar hingað,“ hóf frú Fairfax máls. „Það er svo skemtilegt, að hafa einhvern til að umgangast daglega og tala við. Það er að vísu yndislegt hérna í Thornfield. Húsið hef- ir verið dálítið vanhirt á síðari árum, en er þó vistlegt og fallegt. En samt er hér fremur einmanalegt á vetrum — vetrarkveldin eru stundum lengi aö líða. Hjúin hérna eru besta fólk, — Lea er dugandi þerna og fær í starfi sínu og John og konan hans eru viðfeldin og þægileg i umgengni. En þau em ómentuð, og ekki hægt aö hafa ánægju af, að tala v?ö þau. Það er líka heppilegra a’ð gæta þess, að hafa ekki of náinn kunningsskap við þjóna sína. „Þér munið ef til vill eftir því hversu harður veturinn var í fyrrá? Þá kom ekki nokkur mannleg vera hingað,. frá því i nóvember og þangað til i febrúar. Eg segi það satt, að eg varð þunglynd af því að sitja hér alein kveltí eftir kveld og mánuð eftir mánuð. — Það er-alt öðru máli að gegna á vorin og um sumartímann. — Svo kon> Adele litla Varens hingað snemma í haust og þá birti á heimilinu og nú komið þér líka. —“ Eg varð því óumræðilega fegin, er írú Fairfax tók á móti mér svona vinsamlega. Og eg þakkaði henni inni- lega fyrir góðvild þá, er hún sýndi mér. Eg óskaði þess einlæglega, aö við gætum orðið hvor annari til ánægjn og dægrastyttingar, og sagði henni það hispurslaust. „En hvað er eg annars að hugsa!“ sagði frú Fairfax. „Eg masa og mala von úr viti, og gleymi því alveg, að þér hljótið að vera þreyttar eftir þessa löngu ferð. Komi þér nú með mér ; eg ætla að sýna yöur herbergið yðar. Eg hefi búið út stofu handa yöur við hliðina á minni stofu. Herlærgið yðar er ekki stórt, en eg liélt, að þér munduð heldur hafa kosið það, en einhverja af stófu 'stofunum í framhlið hússins. Þær eru áð vísu fallegri og' stærri, en óvistlegar að mínu áliti. Eg gæti ekki hugsað-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.