Vísir - 01.05.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 01.05.1934, Blaðsíða 2
VlSIR BEHSDORP Bu5SUM*HCLUMD ^Biðjið kaupmann yðar um BUSSUM - HOLLAND Það er drýgst og best og því ódýrast. Fæst í pökkum með 1/8 og 1/4 kg. og pokum með 5 kg. Heildsölubirgðir. Siml 1234. Símskeyti —o--- Veröur afvopnunarráðstefnunni f restað ? Washington 30. apríl. FB. Fregtiir hafa borist uni það hingað, aö afvopnunarrá'ðstefnan komi ekki saman þ. 29. mai, eins og ráö hefir veriö gert fyrir. Að svo stöddu veröur ckki sagt meö áreiðanlegri vissu hvaö hæft er i þéssum fregtium, en ltreski sendi- herrann í Washington hefir látið svo-um mælt, aö Bretastjórn muni beita sér fyrir því eftir megni, aö hinum ráögeröa fundi 29. mai veröi ekki frestað. (United Press). Nýtt stjórnarfyrirkomulag í Austurríki. Vínarborg 30. apríl. FB. Þingið kom raman í dag kl. 10 árdegis og' samþykti 471 bráða- birgðarlög og tilskipanir, sem rík- isstjórnin hefir útgefið á undan- förnum mánuðum. Ennfremur félst þingið á ltina nýju stjórnarskrá, en frá heiíni hef.ir þó ekki enn verið gengið til fullnustu. I henni er gert ráð fyrir algerðu trúar- bragðafrelsi og að borgurunum sé heimilt að Iáta i ljós skoðanir sín- ar. innau þeirra takmarka, sem Jög ákveða. Stjórn landsins verð- ur skipuö fjórunt ráðurn, sent þvi næst kjósa fimta ráðið, er kallast sí'.mbandsráð, og getur þaö aöeins samjtj'kt eöa hafnaö lög'um stjórn- arinnar, en ekki gert á þeim breyt- ingar. Með hinni nýju stjórnarskrá er komiö á stjórnarfyrirkomulagi í Austurríki, sem mjög er í ýmsu sniðið eftir stjórnmálafyrirkomu- laginu í Ítalíu nú. (United Press). Spænska ríkisstjórnin og stefna hennar í innanríkismálum. Madrid, 1. maí. FB. Að afstöðnum ráðherrafundi til- kynti rikisstjórnin, að í innan- landsmálum mundi hún fylgja sönui stefnu og Lerroux-stjórnin, og um fram alt Ieggja áherslu á. aö varöveita friöinn í landintt. — (United Press.). Frá Þýskalandi. Nýtt ráðherraem- bætti stofnað 0. fl. Berlín, r. apríl. FB. Innanríkisráöherra Þýskalands hefir tilkynt, aö hann muni fram- vegis einnig hafa á hendi störf innanríkisráðherra Prússlands, en Göhring hefir aö undanförnu haft þaö með höndum. Er hér taliö, aö um sé aö ræöa nýtt, stórt skref í þá átt, að rýra vald hinna einstöku ríkja. — Stofnað hefir verið nýtt ráðuneyti þ. e. vísinda- og mentamálaráðuneyti Þýskalands. Rust, mentamálaráðherra Prúss- lr.nds, hefir verið skipaður vísinda- og mentamálaráðherra Þýskalands. (United Press.). Samningar milli Austurríkis og og Páfaríkisins. Vínarborg. 1. maí. F'B. Fullnaðarsamþj'kt á samningi þeim, sem gerður var milli Aust- urrikis og Páfaríkisins, hefir nú farið fram, bæði í Páfaríkinu og Austurríki. (United Press). Þjúðmálaskraf á víð og dreif. —o— Villimenska. Þegar stjórnarskiftin urðu árið 1924, mátti ríkissjóður teljasl fremur illa stæður. — Framsóknarmenn höfðu þá átt mikinn þátt i stjórn landsins síðustu árin, og einliver helsíi maður flokksins verið fjármála- ráðlieira um sinn. Hann treyst- ist þó ekki til þess, að gera nán- ari grein fyrir hag ríkissjóðs en svo, að munað gæti eitthvað tveim—þrem miljónum króna til eða frá, „eftir því hvaða töl- ur væri notaður“. Honiun var ómáttugt að koinasl nær liinu rétta. Það er athyglisvert og tii nokkurar upplýsingar, að ráð- lierra þessi var að sumra dómi merkasli og skilrikasti maður flokksins, en auk þess þaulvan- ur fjölbreyttum embættisstörf■ um. Samt tókst honum ekki að komast nær sanni en þetta um fjárhag ríkissjóðs. Hvernig lialda menn nú, að ástalt hafi verið um hina flokksmennina, þá er minna vissu og enga liöfðu reynsluna? — Framferði þeirra siðar, er þeir komust til valda, ber því nokkurt vitni. Jón héitinn Magnússon varð stjórnarforseti af nýju árið 1924 og gengu mcð honum í stjórn þeir Jón Þorláksson og Magnús Guðmundsson. .1. M. andaðist sumarið 1926 og varð þá J. Þ. forsætisráðherra. Manni ar ekki bætt í stjórnina við l'rá- fall J. M. og stjórnuðu þeir land- inu i rúmt ár tveir einir, .1. Þ. og M. G., eða fram yfir kosn- ingar 1927. Þá urðu stjórnar- skifti enn á ný og þá hefsl hin mesta raunasaga þjóðarinnar, síðan er hún hlaut fjárforræði. Tímabilið 1924—1927 var landinu stjórnað með þeim hætti, að höfuð-áherslan var lögð á það tvent, að grynna á skuldum og halda í horfinu um verklegar framkvæmdir. Og hvorttveggja tóksl svo vel, að á betra varð ekki kosið eflir at- vikum. Skuldagréiðsluruar munu hafa numið 7 til 8 mil- jónum króna og verklegar framkvæmdir fyrir rikisfé urðu með langmesta móti. Þetta tímabil reyndist því eitt iiið far- sælasta, sem þjóðin hefir átt við að búa. — Jón Þorláksson, núverandi borgarstjóri, var fjármálaráð- lierra alt þetta tímabil og iær stjórn lians á fjármálum lands- ins vitni um hin mestu búhygg- \ indi og glöggskygni. Það er og alment viðurkent, jafnvel af grimmustu fjandmönnum hans, að liann hafi stjórnað fjármál- um rikisins af mikilli prýði. Og margir eru þeirrar skoðunar, að jiað sé beinlínis þjóðarnauðsyn, að hanti verði f jármálaráðherra þegar á jiessu ári. Þegar hinn svo kallaði Fram- sóknarflokkur tók við stjórn landsins, siðast í ágúst 1927, skifti algerlega um. Þá hófst hið æðisgengna og brjálæðiskenda fjársukk, sem óhjákvæmilega hefði leitt til ríkisgjaldjirota, ef ekki hefði verið lekið í taumana. — .1. J. mátti heita einvaldur í stjórn- inni, sérstaklega eftir að Magn- ús iieitinn Kristjánsson féll i valinn. Hann braut forsætisráð- herrann undir sig og hafði al- gerlega á valdi sínu, uns flokk- urinn tók í taumana, er fjár- hagurinn var kominn í þvílíkl öngþveiti, að jafnvel staur- blindir framsóknarmenn sáu hrunið framundan. Þegar M. Kr. andaðist, kom J. J. jiví til leið- ar, að í stað liins látna fjármála- ráðherra var tekinn bóndi norð- an úr landi, þægðarmaður og meinleysingi, sem enginn vissi til, að gæddur væri neinum jieim hæfileikum, sem f jármála- ráðherra eru alveg nauðsvn- legir. Þóttisl .T. J. liafa sýslað liið besta, er jietta var afrekað, og bar jiá nú um skeið sinn í hvor- um vasanum, forsætisráðherra landsins og fjármálaráðherra. Og nú var eytt og sóað af kappi. Málalið af ýmsri gerð dreif að hinu skringilega flokks- ahnætti og allir fengu bita eða sopa eða vænl bein í ginið, þeir er líklegir þóttu til þess, að hlýða dómgreindarlaust og án tregðu, öllu því, er fyrir jiá væri lagt. Það er í frásögur færl, hversu villimenn heg'ði sér hið fyrsta sinn, er þeir komast í áfenga drykki. Þeir jiamba vínið, uns jieir vita ekki sitt rjúkandi ráð, og liegða sér eins og band-vit- lausir menn. — Framsóknar- stjórninni fór nokkuð svipað, er hún komst i ríkissjóðinn. Hún bruðlaði með fé alþjóðar, cins og hún væri hvergi nærri með fullu viti. Hún tók við ríkissjóðnum skuldlitlum, en skildi við hann í botnlausum skuldum. Þeg'ar J. ,1. var rekinn úr stjórninni fyrir fult og alt, voru skuldir ríkissjóðs orðnar meira en 40 miljónir króna. Og samt hafði sljórnin fengið eitthvað 16—17 (16.4) miljónir króna í góðær- istekjum, scm vitanlega hafði ekki verið gert ráð fyrir í fjár- lögum. Þær miljónir voru því eins og fundið fé. Stjórnin gerði sér hægt um vik og eyddi þeim öllum — hverri einustu krónu! Og hún tók erlendis ókjaralán um 15 miljónir samtals, og eyddi því lika! Hún kunni sér ekkert hóf, hruðlaði og brask- aði — „sleikti alt í botn“. Sam- tals mun eyðslan á eitthvað þremur árum hafa numið 65— 70 miljónum króna! — Það er hér um bil helmingi meiri eyðsla en fjárlög gerðu ráð fvrir. „Stjórn Jónasar“ hegðaði sér eins og hún hefði það ríkasl i liuga, að breyta eftir þessum al- kunnu orðum stórskáldsins: „Við nögum landið niður í grjól, meðan nokkur snöp er til á mosunum“. Frh. Verslunarskóla (slantls var sagt upp í gær og fór at- höfnin fratn i Oddíellowhúsinu. }>vi aö í húsi skólans er húsrúni altof lítiö fyrir alla ])á. sem viö- staddir eru Skólauppsögn, nemend- ur og aðstandendur jteirra. eldri nemendur, gesti ýmsa o. s. frv. —- Samkvæmt yfirliti skólastjóra hefir aðsókn aö skólanum aldrei verið meiri en nú og voru alls um 260 nemendur í honum í vetur. Kennarar eru 29, en starfs- nienn skólans alls 33. — 1 3. bekk voru í vetur 43 nemendur. — - I vetur var i fyrsta sinni starf- rækt framhaldsdeild í skólanum. í henni voru kendar ýmsar náms- greinir, svo sem enska, jtýska, hankafræöi, viöskiftafræöi o. fl. Er hér um rnerka nýung að ræða, sem stjórn skólans tehir sjálfsagt aö halda áfram. — Skólastjóri Verslunarskóla íslatids. Vilhjálm- ur Þ. Gíslason, hefir aö makleik- um hlotið lof fyrir stjórn sína á skólanum. VirÖist skólinn eiga fyr- ir sér aö stækka og eflast undir handleiöslu hans. — Aö skólaupp- sögn lokinni var sungiö kvæöi til skólans eftir Þorsteinn Gíslason skáld. meö nýju lagi eftir Sigurö Þóröarson. Ritfregn. Ársrit Skógræktarfélags íslands 1933—1934. Ritstjóri M. Júl. Magn- ús. — Ársrit Skógræktarfélagsins 1933—1934 er nýlega komið úl, vandað að frágangi og prýtt mörgum myndum. Ritið hefst á grein eftir M. Júl. Magnús lækni, sem hann kallar „A víð og dreif“. Ræðir hann í grein jtessari þörfina á að halda úti ársriti um starfsemi félagsins. í grein jiessari er m. a. um það getið, að tekjum félagsins sé varið á jirennan hátt: Til rekst- urs félaginu og til myndunár tveggja sjóða, stofnsjóðs og gróðurselningarsjóðs. — Stofn- sjóði, sem myndast af æfitillög- um og skilyrðislausum gjöfum, má verja „lil landkaupa og lil jiess að koma upp trjáræktar- stöðvum, að svo miklu levti sem talið verður til stofnkostnaðar þeirra“. — Þessi sjóður stend- ur allur í skógræktarstöð félags- ins í Fossvogi. Gróðursetningar- sjóður myndast hins vcgar. af gjöfum til sjóðsins og % af rík- isstyrk félagsins. Tilgangur jiessa sjóðs er að veita styrk til kau])a á trjáplöntum, svo að sem flestum gefist koslur á að fá j>ær gegn vægu verði og ennfremur má nola hann til leiðbeiningarstarfsemi. Sjóð- ur j)essi er enn smár — um 1000 kr. — en á væntanlega fyrir sér að verða til mikils stuðnings einstökum mönnum og félögum við skógrækt. — Næst er fróðleg grcin eftir Kofoed-Hansen skógræktar- stjóra: ,,Um stofnun skóglendis og trjágarða“. Eru i grein þess- ari mikilvægar leiðbeiningar. — Þá er grein um „framtiðartré islenskra skóga“, eftir Hákon Bjarnason, ungan og efniíegan skógfræðing, en hann er starfs- maður Skógræktarfélags Is- lands. í grein þessari er m. a. bent á, að Norðmenn liefði afl- að sér ýmislegs fræs frá Amer- íku, en það reyndist misjafn- lega. Til þess að ráða ból á þessu var núverandi forstöðu- Sjö-punkl reykjarpípan verndar heilsu vðar frá hinum skaðlegu áhrifum tóbaksins. Fæst víða. maður tilraunastöðvarinnar fyrir skógrækt í Bergen, Anton Smitt, sendur vestur um haf 1918. „Ferðaðist hann aðallega um þau héruð, er líkjast mest Noregi hvað veðurfar snertir eða frá syðri landmærum Can- ada til Sitka í Alaska. Kom hann heim með mikið af fræí og útvegaði Norðmönnum ör- ugg og ágæt fræsambönd.“ — „Nú er útlit fyrir, að Norð- menn hafi fengið trjátegundir, sem vaxið geta um alla vestur- strönd Noregs og klætt hana skógi á nýjan leik. Og Jiessar trjátegundir eru allar lirað- vaxnari en liinar innlendu. Þessi för til Ameriku hefir því revnst einhver sá mesti bú- hnykkur, sem Norðmenn hafa nokkuru sinni unnið i þágu skógræktarmála sinna.“ — Telur H. B., að íslendingar verði að sækja fræ til þeirra staða, sem liggja enn norðar en þeir, sem Norðmenn hafa sótt til. Bendir hann að lokum á, að rétt væri að senda mann vestur um haf þessara erinda og þótt það verði kostnaðarsaml að senda mann svo langa leið, mundu þó útgjöld af því verða lítií „í samanburði við jiað gagn, sem yrði af slíkri ferð“. Þá er grein eftir Sigurð Sigurðsson húnaðarmálastjóra um „trjá- rækt kringum hæi og liús“. Loks er starfsskýrsla Hákonar ý Bjamason, reikningar o. fl. Er þar aðallega skvrt frá stöð fé- lagsins í Fossvogi, undirbún- ingsstarfi j>ar, ferðalögum o. s. frv. — Myndirnar í ritinu eru hinar prýðilegustu. Sérstaka eft- irtekt veknr mynd af tré úr Vaglaskógi, 9,5 mtr. háu, mvnd úr Bæjarstaðaskógi og mynd af revniviði og birkitré við Skriðu i Hörgárdal. — Væntanlega verður slíkum trjálundum kom- ið upp við sem flesta bæi á landinu. Skógrælctarfélag Islands var stofnað 1930. Það er því ungt félag og á enn erfitt uppdráttar, en hefir þó komið talsverðu í verk. Framtíð félagsins er öll undir almennum stuðningi landsmanna komin, og hann fæst því meiri sem skilningur manna á skógræktarmálunum eykst. a. Studebaker-vörubillinn er eins ódýr og þeir ódýrustu, en samt er hann sterkari en flestir aðr- ir bílar. — Ivaupið Studebaker. — Greiðsluskilmálar góðir. Egiil Vilhjálmsson, Laugaveg 118. Sími 1717.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.