Vísir - 07.05.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 07.05.1934, Blaðsíða 2
VISIR Símskeyti —o--- Rómaborg 7. maí. FB. Aukin herskipasmíði. Tilskipun um aukafjárveitingu aS upphæð 480 milj. líra til smíða nýrra herskipa hefir veriö birt í hinu opinbera málgagni. Tilskipunin er í fimm liöum og gerir ráð fyrir að útgjöldin til her- skipasmiða aukist um 50 milj. lira 1935—36- 150 milj. 1936—37, 120 milj. 1937—38, 100 milj. 1938— 1939 og 1939—1940 60 rnilj. 1. og á smíði hinna nýju herskipa aö vera lokið 1940. í greinargerðinni segir, að ákvörö- un um hina auknu herskipasmíði hafi verið tekin vegna mikillar, aðkallandi nauðsynjar. Er nú til þess vitnað, er konungurinn sagði, er hann setti þingið sxðast: „Frið- urinn verður ekki betur trygður fyrir Ítalíu með öðru nxóti en því að gera landvarnirnar sem full- komnastar og þess vegna leggur ríkisstjómin áherslu á, að her og floti verði út búinn sem best má verða.“ (United Press). Utan af landL —o—• 6. mars. FÚ. Jökulfararnir voru ókomnir til bygða í gær. Útvarpið var hringt upp frá ICálfafelli í dag, og sagt að í gær hefðu nokkrir menn úr Fljóts- hverfi íarið upp undir jökulinn, til þess að svipast að fylgdarmönnum jökulfaranna. Komu Fljótshverf- ingar að tjaldi þeirra, og var það mannlaust og rifið í tætlur af und- anförnum illviðríun. Á tjaldstaðn- um fanstnxiði frá fylgdarmönnunum þremur, og var þar sagt, að þeir hefðu farið í annað sinn upp á jök- ulinn 30. f. m. með farangur. Þess var og getið, að ])eir vissu ekki hve lengi þeir mundu verða í þeirri för, en giskuðu á 3—5 daga. í fyrra skiftið fóru þeir upp á jök- ulinn þann 24. f. m. og þykir lík- legt að þeir hafi síðan verið send- ir eftir meiri farangri. Siglufirði 6. maí. FÚ. Útsvörin á Siglufirði. Niðurjöfnun útsvara hér á Siglufirði er nýlokið. Alls var jafn- að niður 165.200 kr. á 850 gjald- endur. Útsvarsskráin er nú prent- uð þar í fyrsta sinni. Hæst útsvar bera: Goos 15.000 kr., Thorarensen 6.100 kr., Shell 6000 kr., Oliuverslun íslands 6000 kr., Ásgeir Pétursson & Co. 3600 lci\, Ingvar Guðjónsson 3600 kr., Samvinnufélag ísfirðinga 3600 kr., Týnes 4500 kr., og Halldór Guð- mundsson 3500 kr. Þjóðmálaskraf á víð og dreif. —o— Fjárhagur bænda. Þegar kreppan komst i al- gleyming og íslenskar fram- leiðsluvörur hríðféllu í verði á erlendum markaði, skrifuðu Tíma-kommúnislar langar rit- gerðir um það, að nú væri urn að gera að framleiða sem allra mest. Hugsunin líklega sú, ef um nokkura hugsun hefir þá verið að ræða, að þegar íslenskt kjöt væri nálega óseljanlegt á erlend- um markaði,væriþaðhinn mesti búhnykkur, að leggja í aukinn kostnað, til þess að framleiðsla hins afar-verðlága eða óselj- anlega kjöts, gæti vaxið um aíl- an helming! Bjargráðið væri æfinlega það, þegar einhver vörutegund seldist tiltakanlega illa eða alls ekki, að auka þá framleiðslu hennar sem allra- allra mest! Menn áttu vísl nokkuð örð- ugt með að átta sig á þessum visdómi. En „kollupiltar“ lögðu undir flatt og drápu titliuga. Og þeir voru drýldnir að vanda og gáfu í skyn, að ekki væri við þvi að búast, að venjulegir „íhaldsmenn“ hotnuðu mikið í hinum hærri verslunar-vísind- um! Þeir hefði ekki samvinnu- mentunina og kynni ekki þá list, að vinna fyrir aðra! En kjölið héll áfram að falla í verði, ullin hrapaði niður úr öllu valdi og gærur urðu óselj- anlegar. En kollupiltar voru drýldnir eftir sem áður og laut- uðu fyrir munni sér: Um að gera að framleiða miklu-miklu meira! Kvartanir fóru smám saman að herast um það, að margir bændur væri að vcrða verulega illa stæðir. Þá brugðu þeir við, .Tónas og Tryggvi, og efndu lil „brynjugerðarinnar“ frægu. — Og skömmu síðar þóttust þeir vera búnir að gera hæmfum ein- hverskonar töfrabrynj u, sem mundi vernda þá og verja gegn ölluin áföllum! Nú væri búand- mönnum hvergi hætt, þó að í fangið blési. Og fleiri speki- menn, hagir á hendur og tungu, bællust í hópinn. Og sumir fóru að tala um „livarfbaug krepp- unnar“ og „blóð viðskiftanna“, en aðrir skeggræddu um „speg- ilgljáandi flöt velmegunarinn - ar“ vestur í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku. En ekkert dug'ði. Efnahag bænda fór linignandi, þrátt fyr- ir brynjugerð, vangaveltur og háfleyg orð. Og þar kom, að ekki þótti fært að slá þvi á frest, að kanna efnaliag þeirra og ráða bætur á sárustu vandræð- unum. Rannsóknin leiddi í ljós, að skuldir bænda mundu nema eitlhvað 33 miljónum króna, en eignir tvöfaldri þeirri uppliæð. Því er ekki að leyna, að marg- ir höfðu húist við því, að hag- ur bænda væri miklu bágborn- ari, en raun bar vitni. En hitt er líka víst, að ýmsir bændur cru gersamlega eignalausir, og er ilt til þess að vila, að þeir skuli líklega einna síst geta orð- ið aðnjótandi þeirrar hjálpar, sem til er stofnað af hálfu rík- isvaldsins. Kreppulánasjóði ðr ætlað að létla undir með bændum og hcf- ir hann til nmráða í þvi skyni eða á að liafa 11—12 miljónir króna. Þetla er all-álitleg hjálp. Ef gerl er ráð fyrir, að bændur sé alls um 7000 og að f járhæð- .iiiui væri skift jafnt milli þeirra allra, kæmi 1600—1700 krónur i lilut. En nú er að gætandi, að margir bændur ganga frá, svo að hjálpin verður hlutfalls- lega meiri á hvern. Landhúnaðurinn hefir verið styrktur all-myndarlega að und- anförnu. Árið 1930 er talið, að framlög ríkisins í þágu bænda og búaliðs liafi numið alls 1.- ,500.000 krónum. Þetta nemur 15 miljónum króna á 10 árum, að framlögunum óbreyMum, og verður ekki annað sagt, en að þvílíkar styrkveitingar sé alt- sómasamlegar, þegar litið er á efnihag þjóðarinnar i lieild sinni, og liliðsjón liöfð af frum- ferði rikisvaldsins gegn sjávar- útvegi og frjálsri verslun. Frá atvinnuvegunum verða allar tekjur þjóðarinnar að koma. Þegar einhver atvinnu- grein ber sig ekki og er styrkt í ríkum mæli, verður að gera ráð fyrir, að féð til þeirra lilula komi frá einhverri annari at- vinnugrein eða öðrum atvinnu- greinum, sem betur eru stæð- ar og bera sig í rekstri, því að annars kostar eyðast sjóðir eða skuldir vaxa, sem styrkveiting- unum nemur. Tíma-kommúnistar eða „kollupiltar“ hafa löngum liald- ið því fram, að sjávarútvegur- inn græddi á tá *og fingri og þyldi livers konar álögur. Og samkvæml þeim skoðunum hafa þeir rejuit að hlaða á út- gerðina tollum á tolla ofan. Sér- slaklega liafa þeir þó sýnt tog- ara-útgerðinni magnaðan fjand- skap og löngum setið um færi lil þess, að sliga hana með drápsklýfjum tolla og skalta. Síldarútveginn reyndu þeir að leggja í rústir með liinni heimskulegu og alræmdu ein- okun. Beint tjón ríkissjóðs af því fyrirtæki verður sennilcga ekki undir einni miljón króna, en óbeina tjónið verður ckki tölum talið. Það er ánægjulegt, að gela rétl landbúnaðinum hjálpar- hönd, þegar hann slendur Iiöll- um fæti. Landbúnaðurinn er vissulega svo mikilvægur fyrir lieill og framtíð þjóðarinnar, að aðrar atvinnugreinir vilja að sjálfsögðu mikið á sig leggja lionum til styrktar og eflingar. — En þegar engin atvinnugrein þjóðarinnar ber sig i rekstri ár eftir ár, er liætl við að óliægt verði um þess konar lijálp til lengdar. — Þegar allir eru í vandræðum og ríkissjóður hefir litlu að niiðla, verður að gæla þess, að hjálpin komi sem allra réttlát- legast niður. Þá getur verið varasamt, að veita fjárstraum- inum í eina átl, án allrar rann- sóknar á hag og afkomuliorfuin þcirra manna, sem undir byrð- unum eiga að standa. Það mun hafa verið á þing- inu 1932, sem einhver lielsti „fjárinálaspekingur“ Tíma- manna iýsti yfir því i ræðu, að um þær mundir væri allar at- vinnugreinir þjóðarinnar rekn- ar með tapi — „nemg ölgerðin“. ' Frh. Alþýðnblaðið og andstæðingar jafnaðarmanna. —o— , III. „Gáfnaljós“ socialista fer með þau ósannindi í grein sinni 3. maí, að Visir dásami „kommúnista og nazista“. Eng- in lilraun er gerð til þess að finna þessum orðum stað, enda er það ekki liægt. Er það ekki i fyrsta skifti, sem þeir, er i Alþbl. skrifa, bera fram órök- studdar ásakanir á liendur and- stæðingum sínum. Má af því nokkuð marka manngildi þeirra og menningu — og álit á lesendum blaðsins, að þeir telja óþarft að sanna það, sem þeir fara með, og oft og tiðum afsanna sínar eigin staðhæfing- ar með tilvitnunum úr greinum andstæðinganna, annaðhvort af einskærri grunnhygni eða þá því, að þeir telja Alþýðublaðs- lesendurna ekki dómbæra um, livað séu rök og livað ekki. Er lesendum blaðsins með þessn gerð óvirðing. Skoðun Vísis á kommún- isma og nazisma og yfirleitt hverskonar einræði er svo kunn, að það er óþarft að taka fram, að blaðið liefir alt af fylgt lýðræði og þingræði og 'gerir enn. Það er ennfremur alkunnugt, að Sjálfstæðisflokk- hrinn er mótfallinn einræði í hvaða mynd sem er. Um þetta segir svo m. a. í ávarpi því til kjósenda, er landsfundur Sjálf stæðismanna samþykti: „Stétta- flokkarnir liafa allir alræði ein- stakrar stéttar á stefnuskrá sinni, en slíkt einræði hlýtur að leiða til harðstjórnar og ofbeld- is. Og enn liefir íslenskt lýðræði fengið andstöðu úr nýrri átt, þar sem er liinn nýi flokkur eða hreyfing þjóðernissinna. Þó sú lireyfing sé vakin sem mót- alda gegn kúgunartilraúnum kommúnista, og sé að ]iví leyti skiljanleg og eðlileg innan vé- banda hins islenska þjóðfélags, þá er þess vel að gæta, að enn er hún í reifum erlendrar stefnu, sem ekki samrýmist hugmyndum Islendinga um lýðræði." Staðhæfing Alþýðublaðshöf- undarins um, að blöð sjálf- stæðismanna dásami „komm- únista og nazista“ eru órök- studd og sproltin af gremju út af þvi, að alþýðan vildi ekki rölta á eftir olíujarlinum H. V., Stefáni Jóhanni og slíkum herr- um þ. 1. maí, sem nú eru slegn- ir ótta af tilliugsuninni um, að hún fylgi þeim ekki að kjör- borðinu.“ * Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 6 stig, ísafirði 8, Akureyri 6, Skálanesi 4, Vest- mannaevjum 6, Sandi 6, Kvígindis- ctal 9, Hesteyri 3, Blöncluósi 7, Siglunesi 4. Grímsey 2, Raufar- höfn 2, Fagradal 3, Hólum í Hornafirði 6, Reykjanesvita 7. —• Yfirlit: Lægð viS Austurland á hraðri hreyfingu noi'ðvestur eftir. Onnur fyrir suðvestan land á hreyfingu noröaustur eftir. Horf- ur: SuBvesturland, Faxaflói, Breiöafjöröur: Suöaustan kaldi og skúrir i dag, en hvass með rign- ingu í nótt. Vestfirðir, Noi-ðurland: Norðanátt. Sumstaðar allhvass meö rigningu, eða slyddu í dag, en gengur í austur í nótt. Norð- austurland, Austfirðir: Bi-eytileg átt og rigning í dag, en vaxandi suðaustan átt í nótt. Suðaustur- land: Hægviðri fram eftir degin- um, en síðan vaxandi suðaustanátt og rigning. Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra og lrú hans voru meðal farþega hingað á Deltifossi i gærmorgun. Hjónaefni. Trúlofun sina liafa opinber- að ungfrú Lilja Sigurðardóttir, verslunarmær, Skólavörðustíg 14 og Runólfur Eiríksson frá Berghyl í Hrunamannahreppi. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss kom í gær að vestan og norðan. ,Goðafoss er í Ham- borg. Brúarfoss kom til Vest- mannaeyja í dag. Dettifoss kom frá útlöndum í gærmorgun. — Lagarfoss er á Hvammstanga. Selfoss er á útleið. Aukaskipið Bisp kom frá Kaupmannaliöfn í gærmorgun. „Sigrid“ er í Hull. Fer þaðan í kvöld, áleiðjs liing- að. — Pálmi Hannesson rektor lagði af stað héðan í gær, áleiðis austur í Skaftafells- sýslu. I för með honum var kona dr. Nielsens, sem kom hingað frá Danmörku ný- lega og hafði gerl ráð fyrir að biða eftir mgnni sínum hér. 200 ferðir á milli Islands og útlanda, sem skipstjóri, liefir Júlíus Júliníusson skipstjóri á Brúar- fossi farið. Brúarfoss ér vænt- anlegur hingað í fyrramálið. Af veiöum hafa komið Kári Söhmmdarson með 64 lifrarföt og Baldur með 58. Gengið í dag. Slerlingspund ...... kr. 22.15 Ðollar ............. — 4.34 100 ríkismörk.......— 171.61 — frakkn. frankar — 28.82 — belgur .......... — 101.70 — svissn. frankar . — 141.26 — lírur............ — 37.55 — mörlc finsk .... — 9.93 — pesetar ..........— 60.27 — gyllini ..........— 295.17 — tékkósí. lcr...— 18.43 — sænskarkr.......— 114.31 — norskar kr.....— 111.39 — danskar kr. ... — 100.00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.