Vísir - 07.05.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 07.05.1934, Blaðsíða 3
VISIR „6d1I1oss“ fer á miðvikudagskveld (9. mai) um Vestmannaeyjar tií Leilh og Kaupmannahafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. „Dettifoss" fer á miðvikudagskveld í hrað- ferð vestur og norður. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir liádegi sama dag. Verða annars seldir öðrum. cmi^nzo G.s. Esja fer héðan á föstudaginn 11. þ. m. auslur um land. Tekið verð- ur á móti vörum á morgun og til hádegis á miðvikudag. Pantaða farseðla verður einn- ig að sækja ekki síðar en á mið- vikudag. Edvarð Helgason, bróðir Hafliða Helgasonar prentsmiðjustjóra og þeirra systkina, var ineðal farþega frá útlöndum á Dettifossi í gær- morgun. Hann hefir dvalist er- lendis langdvölum, og síðast átti hann heima í San Francisco Gullverð ísl. krónu er nú 50,73, mitiað við frakkneskan franka. Strandf erðaskipin: Esja kom á laugardagskveld frá AustfjörSum. SúSin var á leið til SeySisfjarSar í morgun. Farþegar á Dettifossi frá útlöndum: Ásgeir Bjarna- son, Hekla Jósefsson, Finnur Jónsson, frú A. Thorsteinsson, ungfrú Guðr. Gunnsteinsdóttir, Mrs. J. Jónsson, Mrs. W. S. P. Sigurjónsson o. fl. K. R. I. fl. liefir æfingu í kvöld kl. ‘9. Mætið stundvíslega. I hádegisútvarpin í dag var vakin athygli á augl., sem birtast átti i Vísi í dag. undir fyrirsögninni ,.Lesi‘S úr rithönd.“ —Augl. Jiessa var ekki hægt aS hirta aS svo stöddu, sökum þess aS blaöih vildi hafa tal af auglýs- andanum áöur en augl. væri birt, cn í hann náöist ekki áöur en blað- iö fór í pressuna. „Til Færeyja“ heitir ný bók, sem félagið Færeyjafarar gaf út. Er þetta ferðasaga íslenskra skóla- drengja vorið 1933, eftir dreng- Ina sjálfa. Frágangur bókarinn- ar er vandaður. Hún er 70 bls. í Skírnisþroti, prentuð á góðan pappír og prýdd fjölda mynda. Kápumynd hefir teiknað Bene- dikt Hafliðason, 14 ára dreng- ur. — I inngangskafla, sem nefnist Færeyjaförin, gerir Áð- Bifreið 5 manna (OhandleF) í géðu standi til söIul xiii þegap. Eggert Claessen. MILDAR OG ILMAND TEOfANI iaarettur alsteinn Sigmundsson kennari grein fyrir tildrögunum að ferð skóladrengjanna, en það voru 23 drengir úr 8. bekk A (allur bekkurinn) úr Austurbæjar- skólanum, sem ferðina fóru, og 3 drengir úr öðrum hekkjum. Fararstjórar voru þeir Aðal- steinn Sigmundsson og Stefán Jónsson kennari. — A. S. kveð- ur drengina liafa samið greinir sínar hjálparlaust og eru þær prentaðar eins og þeir gengu frá þeim, nema ritvillurnar voru leiðréttar. Bók þessi er fyrsta bókin, sem íslenskir barnaskólanem- endur gefa út og liún á skilið að fá góðar viðtökur. Hún ber vott um áhuga drengjanna og þeir hafa levst verkefni sín furðu vel af bendi. — Ágóðan- um af sölu bókarinnar verður varið upp i kostnað við móttöku færeyskra skólabarna, sem væntanleg eru hingað til lands i júlímánuði næstkomandi. a. Útvarpið í kveld: 19,10 Veöurfregnir. — Tilkynn- ingar. 19,25 Erindi Iönsambands- ins: Húsamálning, I. (Þorbjörn Lórðarson málarameistari). 19,50 Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Frá útlönd- um: Kapphlaupið um olíuna (síra Sigurður Einarsson). 21,00 Tón- leikar: — a) Alþýðulög (Útvarps- hljómsveitin). — b) Einsöngur (Einar Markan). — c) Grammó- fónn : Luigini: Egipzk Suite. Ökuhpaði. —o-- London i april. FB. Fyrir fjórum árum voru feld úr gildi ákvæöi í breskum lögum um hámarksökuhraöa bifreiöa og bif- lijóla á þjóðvegum (20 m. enskar á klst.). Hinsvegar voni þá setr ýms ný ákvæöi og fyrirmæli, sem öll miðuðu að ]iví, aö draga úr umferðaslysum. Eigi verður annað sagt, en að hin nýju fyrirmæli hafi gert allmikið gagn, en um- feröaslysin eru enn afar mikih.Nú hefir verið lagt fram nýtt fru'm- varp (Road Traffic Bill), sem miðar að sama marki, þ. e. að koma í veg fyrir umferðarslys. — Þegar flutningamálaráðherrann, Mr. Oliver Stanley, lagði fram frumvarpið,. komst hann svo aö orði, að frv. væriborið framtilþess að reyna að leysa eitthvert rnesta vandamál þjóðarinnar. Til þess að sýna skýrt hversu mikið alvörumál hér er um að ræða, benti hann á, að á hverjum 7—8 klst. meidd- ist að meðaltali 180 manns í Bret- landi af völdum umferðarslysa. — I hinu nýja frumvarpi er gert ráð' fyrir, að hámarkshraði verði 30 m. enskar á klst., þar sem þétt- býlt er, og búast má við, að mikið af börnum og unglingum sé á ferð. Þá er og gert ráð fyrir, að úthlutun ökuskírteina verði miklu strangari en verið hefir, svo að komið verði í veg' fyrir, að þeir, sem á hefir sannast ógætileg- ur akstur, geti ekki fengið öku- skírteini, og ennfremur, að allir r. ýir umsækjendur um ökuskír- teini verði að ganga undir strangt próf til þess að geta komið til greina. Þá er gert ráð fyrir, þar scm umferð er mikil, að aðeins sé leyft að fara þvert yfir götu, þar sem sérstök auðkenni eru, o. s. frv. (tJr blaðatilk. Bretastjórnar). Hitt og þeíta. —o— Njósnir í Finnlandi. Frá því hefir áður verið skýrt hér í blaðinu, að komist hefði upp um víðtækar hernaðarlegar njósn- ir i Finnlandi, og að amerískur maður, Arvid Jacobsson, fyrrum skólakennari í Michigan, hefði ver- ið rnjög við þær riðinn. Samkvæmt símfregnum frá Helsingfors í apríl var Jacobson þessi dæmdur i und- irrétti í Aaby til fimm ára fang- elsisvistar, en Maria Schultz, stúlka, er við njósnir þessar var riðin, var dæmd í 8 ára fangelsi. Aðrir, sem njósnir sönnuðust á, fengu 2—5 ára fangelsisdóm. — Njósnarar þessir voru handteknir i okt. s. 1. og voru þeir 28 tals- ins. Samband höfðu þeir við „stétt- arbræður“ sína í Frakklandi. Auk framannefndra tveggja njósnara var einnig kona að nafni Marie L.ouise Martin, sem hafði í fórum sínum kanadiskt vegabréf, er hún var handtekin. — Jacobson var i Rússlandi 1932. Njósnararnir störfuðu fyrir Rússa. — Réttar- höldin fóru fram fyrir luktum dyr- um. Norma Talmadge. N. T. var um langt skeið meðal vinsælustu kvikmyndaleikkvenna heims, en þegar talmyndirnar NINON - KJÓLAR Nýkomnir kjólar úr Flannsol o. fl. efnum, einnig blússur, hvítar, pastel og munstraðar Nýtísku dag- og kveld-pils. Peysur, afar fjölbreytt úrval. Verð frá kr. 3.50. Hálsklútar, hnappar, clips, blóm og belti. NINON Austurgötu 12, uppi Opið 2—7. Tilkynnins. Það lilkynnist hér með mínum heiðruðum viðskifta- vinum, að á morgun (þriðjudag) flyt eg verslun mína á Veslurgötu 21 A (þar sem áður var Sveinn Þorkels- son). Verslun mín á Bragagötu 29 verður því lokuð frá kl. 3 e. h. á þriðjudag, en á miðvikudag opna eg Kjöt- & nýlenduvöruverslun á Vesturgötu 21 A, undir nafn- inu Jón & Geiri. Virðingarfylst Jón Guðlaugsson Bragagötu 29. Að nota ÁlafosS'iöt op bestl Pokabuxur á konur og kai*la eru bestar og ódýpastap fpá Alafoss, Þinghioltsstpæti 2. komu til sögunnar, var frægðar- ferill hennar á enda. Hún skildi eigi alls fyrir löngu við mann sinn, Joseþh Schenk kvikmyndaleikstj., og er nýlega gift aftur skopleik- ara, sem George Jessel heitir. — Norma og fyrverandi eiginmaður hennar höfðu ekki búið saman í sex ár undanfarin. Stærsta flugvél í heimi. Frá Moskwa er símað þ. 22. apríl, að lokið sé smíði á flugvél- inni Maxim Gorki, sem kvað vera stærsta flugvél, sem enn hefir ver- ið smíðuð. Gert er ráð fyrir 27 xnanna áhöfn, en alls getur flug- vél þessi flutt 60 manns. Hún er 90 fet á lengd og 207 fet ensk milli vængjabrodda. — í flugvél þessari eru fullkomin útvarpstæki, prentsmiðja, kvikmyndatæki q. m. fl. Ráðgert er að nota hana til Jtess að flytja blaðamenn, ræðumenn, leikara o. s. frv., til hinna ýmsu horga Rússlands en þar eiga þeir að vinna að þvi, að þeir sem hafa tekið hina „kommúnistisku trú,“ hverfi ekki frá henni. Pólitískir fangar eru nú 3.500.000 talsins í Mið- Evrópu og Suður-Evrópulönd- um, að því er liollenskur mað- ur, van Gheel Gildermeister segir, en hann hefir gefið sig einvörðungu að atliugunum og skýrslusöfnun um þetta úndan- farna 12 mánuði. Árásir á fyrv. innanríkisráð- herra Frakka. Leon Daudet, foringi kon- ungssinna í Frakklandi, birtir enn á ný í blaði sinu „Action Francaise“ árásir á hendur Frot, fyrverandi innanríkisráð- lierra í síðasta ráðuneyti Cliau- temps. Ivveðst Daudet liafa sannanir fyrir því, að Frot liafi haft undirbúning til þess, að taka stjórn landsins í sínar | hendur með valdi, eftir óeirð- | irnar í París 7. febrúar í vetur, j og hafi hann þá gert ráðstafanir til þess að láta fangelsa um 200 helstu stjórnmálaandstæðinga sina úr liægri flokknum, en það hafi farist fyrir, er ráðuneyti Chautemps neyddist til að segja af sér. Hafi hann þegar verið búinn að láta hneppa nokkura menn af liægri flokkunum í varðliald, þegar liann fór frá. Blaðið krefst þess, að Frot verði tekinn fastur. (FÚ). Kynnisför þýskra stúdenta. Eitt þúsund karl- og kven- stúdentar frá Berlín lögðu af stað í morgun til Danzig og Austur-Prússlands í kynnisför. Er það þýska stjórnin sem kostar ferðalagið. (FÚ).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.