Vísir - 10.05.1934, Qupperneq 2
VlSIR
gömlu og nýju dansana, í K.R.-húsinu næsta laugar-
dag, 12. þ. m., ld. 9%, til ágóða fyrir Slysavarnafélag
íslands. — Áskriftalisti í K.R.-húsinu. Sími 2130.
Allur ágóðinn rennur í sjóð Slysavarnafélagsins.
4 harmonikur og Jass. -------
S t j ó r n i n.
Sfmskeyti
—o--
Saragossa, 9. maí. FB.
| Frá Spáni.
A)1 sherj arverkfallinu, sem hér
var lýst yfir fyrir 6 vikum, er nú
lokiS, þar e8 samkomulag hefir
r.áðst milli atvinnurekenda og
verkamanna. Leikhús og aSrir
skemtista'ðir hafa veriö lokaöir aö
undanförnu, en veröa opnaöir á
morgun, og fréttablööin, sem ekki
hafa komiö út meöan á verkfall-
inu stóð, koma út í fyrramálið.
Orsök verkfallsins var sú, að gefin
vár út tilskipun þess efnis, aö at-
vinnurekendum væri heimilt aö
segja upp verkamönnum, þegar
verkföll væri lýst ólögleg. (United
Press.).
London, 9. maí. FB.
Farþegaflugvél hrapar í sjó.
Sex menn drukkna.
Taliö er að farist hafi þrír far-
þegar og áhöfnin á frakkneskri
póstflugvél, sem hrapaði niður í
Ermarsund í dag, á leið frá Bourg-
et-flugstöðinni í Frakklandi til
Croydon í Englandi. Flak flugvél-
arinnar fanst 19 mílur norðvestur
af Boulogne. — Flugvélin hrepti
slæmt veður skömmu eftir að hún
lagði af stað frá Frakklandi og
sendi beiðni um miðun frá Croy-
don-stöðinni. Rétt á eftir sendi
flugvélin frá sér neyðarmerki.
Eftir það heyrðist ekki til hennar.
(United Press).
GrænlandsleiðaDgrar.
(Sendiherrafregnir).
Aætlun hefir verið lögð um hinn
fyrirhugaða leiðangur dr. Lauge
Kochs til Austur-Grænlands. Fær
hann skip Grænlandsverslunarinn-
ar, „Gustav Holm“, til umráða.
— Búist er við, að leiðangurinn
leggi af stað til Grænlands i lok
júnímánaðar.
Eimskútan „Godthaab“ á að
fara fyrir Grænlandsstjórn með
áhöld til marmaravinslu í námun-
um við Umanakfjörðinn. — Gal-
ster verkfræðingur, ráðunautur
Grænlandsstjórnar, á að hafa yfir-
umsjón með marmaravinslunni,
sem veðurskilyrða vegna getur
ekki hafist fyrr en snjóa leysir og
ekki staðið yfir lengur en 2—3
mánuði.
Stál' og jániinaðirlnn
breski.
Á IieimsstjTjaldarárunum
jókst gífurlega framleiðsla á
járni og stáli með öllum þeim
þjóðum, sem framleiða þessa
málma. Yoru það ógrynnin öll,
sem þurfti af þessum málmuin
öll ófriðarárin, til hernaðar-
þarfa, en svo minkaði eftir-
spurnin vitanlega mikið þegar
er heimsstyrjöldinni var lokið.
Og Bretar og aðrar miklar stál-
framleiðsluþjóðir fengu fyrstar
að kenna á kreppunni árið 1920.
Ýmsar þjóðir á meginlandinu
stóðu betur að vígi en Bretar
næstu árin, vegna verðfallsins á
gjaldmiðli þeirra. Verðfalliíí á
lionum varð í rauninni til þess
að örva útflutningsverslun
þeirra. Hinvegar, þegar Bretar
hurfu að gullinnlausn 1928,
varð afleiðingin m. a. sú, að út-
flutningur á stáli og járni minlc-
aði að miklum mun. Stálfram-
leiðendurnir á meginlandinu
höfðu betri samkepnisaðstöðu
vegna þess, að peningar þeirra
voru í lágu verði. Ofan á þetla
bættist, að með flestum þjóðuni
varð sú stefna ofan á, að minka
innflutning á afurðum og vör-
um frá öðrum þjóðum sem
allra mest, innflutningstollarn-
ir voru þvi liækkaðir gífurlega,
og segja mátti, að um skeið
væri ógerlegt að selja breskt
stál og járn í ýmsum löndum.
Hinsvegar voru engar slíkar
ráðstafanir gerðar á Bretlandi
til þess að koma í veg fyrir inn-
flutning á járni og stáli frá öðr-
um löndum. Járn og stáifram-
leiðslan hlaut því að fara mink- í
andi og svo var komið á öðru
ári heimskreppunnar (1931),
að framleiðslan á járni var að
eins % af því seni liún var fyrir
heimsstyrjöldina, en stálfram-
leiðlan var 1931 á mánuði að
eins 433.500 smál, eða helmingi
minni en íý rir tveimur áruni. —
1 september 1931 liurfu Bretar
frá gullinnlausn seðla í annað
skifti frá því styrjöldinni lauk.
Við þetta batnaði aðstaðan til
þess að keppa á mörkuðunum
í öðrum löndum. Ennfremur
var nú horfið að þvi ráði, til
þess að bæta gjaldmiðilsaðstöð-
una, að taka nýja stefnu í versi-
unarmálum, því að 1931—32
var l)\Tjað að leggja innflutn-
ingstolla á ýmsar vörur (vernd-
artolla) og voru þá m. a. sett á-
kvæði um innflutning á járni
og' stáli. Þetta orsakaði tímamót
í stál- og járniðnaðinum. Árang-
urinn kom brátt í ljós. Járn-
framleiðslan jókst ekki fyrst 1
stað, en stálframleiðslan Iiækk-
aði fljótt upp i 438.500 smál. á
mánuði. Á næsta ári var hins-
vegar járnframleiðslan (pig
iron) komin upp í 343.600 og
stálframleiðslan upp í 583.600
smái. á mánuði. í desember
1933 var járnframleiðslan
409.300 smál. og stálfram-
leiðslan 688.900 smál. — Á yf-
irstandandi ári liefir verið um
framliald á aukinni framleiðslu
að ræða. í janúarmánuði nam
járnframleiðslan 441,300 smál.,
414,400 smál. í febrúar og
503,600 smál. í mars, sem er
langsamlega hæsti járnfram-
leiðslumánuðurinn á undan-
förnum árum. — Stálfram-
ieiðslan i janúar nam 711.000
smál., i febrúar 707,500 smái.
og í mars 829,700 smál. — Þar
sem það er viðurkent, að þegar
stái- og járniðnaðurinn blómg-
ast, er sömu sögu að segja 1
öðrum iðngreinum, verður það,
sem að franian hefir verið gert
að umtalsefni að teljast aug-
ijóst merki þess, að kreppan sé
á förum. En jaínframt ber að
minna á, að samfara því, að
framleiðsian liefir aukist svo,
sem að framan greinir, hefir
stáliðnaðurinn verið skipulagð-
ur á ný, og fjölda margt gert,
sem til framfara horfir í þeim
greinum.
.......------------------
Bústaðaskifti.
Kaupendur Vísis, þeir er bú-
staðaskifti hafa nú um kross-
messuna, eru beðnir að tilkynna
afgreiðslu blaðsins (Austur-
stræti 12) hið nýja heimilis-
fang sem allra fyrst, helst
skriflega.
Kaupendur Vísis,
sem verða fyrir vanskilum á
blaðinu, eru beðnir að gera af-
greiðslunni (Austurstræti 12 —
Sími 3400) aðvart þegar í stað,
svo að hægt sé úr að bæta.
Leikhúsið.
Hinn skemtilegi og þjóðleg'i
leikur „Maður og kona“ verð-
ur sýndur í kvöld — í 35 sinn.
Aðgöngumiðar seldir við lækk-
uðu verði (alþýðusýning). —
Þetta er næstsíðasta sinn, seiri
leikurinn verður sýndur á þessu
vori. —
Meyjaskemman
verður sýnd annað kveld kl. 8.
(AlþýSusýning).
Kanpmenn
off kaupfélög I
Hafið ávalt
Gold Medal
í 5 kg. pokunum til í verslun yðar.
Jðknlfararnir.
—o---
Frá því var sagt i Visi i gær,
að fjórir menn hefði lagt af
stað frá Kálfafelli með vistir
handa jökulförunum. — Gekk
þeim ferðin greiðlega upp aö
jökli, enda veður gott, að sögn
marins þess, sem fór með þeim
þangað, en kom aftur að Kálfa-
felli í gær síðdegis með hesta
þá, er þcir notuðu á ferðalagi
sínu að jökulröndinni. Bjóst
hann jafnvel við, að þeir hefði
haldið áfram upp á Bláfjall í
gær. — Nánari fregnir eru
væntanlegar í dag eða á morg-
un. —
Vínstuldur.
í nótt var brotin upp víngeymsl-
an i Dettifossi og stolið nokkur-
um flöskum af léttum vínum. Lög-
reglan hefir tekiö málið til rann-
sóknar. ,
E.s. Gullfoss
fór hé'San í gærkveldi áleiSis til
Leith og Kaupmannahafnar. Á
meSal farþega voru : Pétur Ingi-
numdarson slökkvili'Sstjóri og frú,
Ásta Jónsdóttir, frú Theresía GuS-
mundsson, ungfrú Emilía Borg,,
síra GuSm. Einarsson, ungfrú
Lára Samúelsdóttir, GuSlaugur
GuSniundsson, Herluf Clausen,
Holger Clausen, MálfríSur Björns-
dóttir, Hulda Karlsdóttir, frú
Dorothea Stephensen, Hannes
Agústsson, Einar Kr. Einarsson,
LúSvik Sigmundsson og frú o.
m. fl.
E.s. Ðettifoss
fór héSan í gærkveldi áleiðis
vestur og norSur. Farþegar voru
40—50 talsins.
Sjálfsmorð.
MiSaldra maöur, Ólafur Elías-
son 'trésmi'Sur, Vesturvallagötu 5,
fyrirfór sér í gærmorgun. Fór
hann laust fyrir kl. 8 út á verk-
stæSi sit't, sem er í skúrViS húsiS.
Drakk hann ekki morgunkaffi áS-
ur en hann fór og bjóst því kona
hans viS honum inn von bráSar,
en er þaS dróst fór hún aS vitja
hans. Kom hún aS læstum dyrum,
er. hún hafSi lykil inni í húsinu,
sótti hann, og opnaSi. Lá þá maS-
ur hennar á gólfinu og var örend-
ur. ViS rannsókn kom í Ijós, aS
hann hafSi hengt sig. —■ Ólafur
Elíasson var f. 17. sept. 1889 og
fluttist hingaS til Reykjavikur áriS
1907. Hann var tvíkvæntur og átti
fyrir fjórum börnum aS sjá. Ólaf-
ur heitinn var maSur dulur og viS-
kvæmur, duglegur og samvisku-
■samur, og ágætlega kyntur. Heim-
ilisfaSir var hann ágætur og er
þungur harmur kveöinn a5 konu
hans 'og bömum við hiS sviplega
fráfall hans.
Rafmagnsveitan
auglýsir í blaSinu í dag. aSflutn-
Spegla
sporöskjuiagaða, 2 stærðir meö
tili). rósettum, til að festa á
veggi í bað- og snyrtiherbergj-
um, kaupa menn, eins og flest
annað, langódýrast i
VERSL. B. H. BJARNASON.
ingar óskist tilkyntir í síma 1222,
svo aS unt verSi aS lesa áf raf-
magnsmælunum í tæka tíS.
Kristján Kristjánsson
fornbóksali hefir flutt forn-
bókaverslun sína úr Lækjargötu
10 í Hafnarstræti 19 (hús Helga
Magnússonar & Co.).
Næturlæknir
er í nótt Gísli Fr. Petersen. —-
NæturvörSur í Reykjavíkur apó-
teki og LyfjabúSinni ISunni.
Skemtíferðir.
Nýlega hefir þess veriS getiS í
blöSunum, aS norræna félagiS
gangist fyrir ódýrum skólaferSum
í sumar til Noröurlanda og það
hefir víst gengist fyrir samskonar
ferðum í fyrra sumar. — Mörgum
finst, sérstaklega foreldrum og aS-
standendum skólabarnanna, þessi
aSferS mjög varhugaverS, og vafa-
samt, hvort heppilegt sé aS æsa
unglinga upp í þaS aS leggja út í
dýr ferSalög. Eins og kunnugt er,
halda skólasystkini mjög sainan,
eru félagsleg og samrýmd, sér-
■staklega bekkjarsystkini, og ef
eitthvert þeirra fer, langar hin
auSvitaS líka til aS fara og þrá-
biSja foreldra sína um aS lofa sér
aS vera meS ; þetta veldur óánægju
og leiSindum hjá þeim fjölskyld-
um, sem ekki hafa.efni á aS kosta
börn sín í dýr ferSalög. — Óskilj-
anlegt er líka, hvaS börnunum
liggur á aS fara aS álpast til út-
landa, fyr en þau eru orSin þaS
stálpuS, aS þau geta kostaS sig
sjálf til slíkra skemtiferSa. — Og
hvaS segir annars gjaldeyris-
nefndin viS þessu? Talsvert af
gjaldeyri þarf vist aS yfirfæra til
þessa óþarfa, og þegar þessi gjald-
eyrisvandræSi eru fyrir hendi,
virSist undarlegt, ef nefndin færi
aS stuSla aS því, aS þessir ungl-
ingar færu aS skemta sér í útlönd-
um, þegar peningar eru af skom-
uin skamti til innflutnings nauS-
synlegra hluta, enda er, sýnist
rnanni, meira en nóg af utanferS-
um og síst á þaS bætandi.
N.
Aðalklúbburinn
heldur dansleik í K. R.-húsinu
a laugardaginn kemur til ágóSa
fyrir SlysavarnafélagiS.
Valur III. flokkur.
Æfing í dag kl. 10 f. h. ÁríSandi
að sem flestir rnæti.
Áheit
\
á Hallgrímskirkju í Saurbæ, af-
hent Vísi: 2 kr. frá G. G., 5 kr.
frá H. J. og 5 kr. frá A. F. H.