Vísir - 06.06.1934, Qupperneq 4
VISIR
Ú tvarpsfr éttir.
—o—
Berlín i morgun. FÚ.
Námuslys.
Námusprenging varð í gær-
morgun í Buckingen í Þýska-
landi, og er lalið, að allir þeir,
sem i námunni voru, muni hafa
farist. Björgunartilraunir stóðu
yfir i allan gærdag, og höfðu í
gærkveidi náðst lík tuttugu
námumanna. — • Rannsókn
leiddi i Ijós, að gaseitrun hafði
orðið þeim öllum að bana.
Önnur námusprenging varð
siðari hluta dagsins í gær, ná-
lægl Pilsen i Tékkó-slóvakíu. —
Sprengingin varð þremur
mönnum að bana, en allir aðr-
ir hafa bjargast úr námunni.
Berlin i morgun. FÚ.
Fellibylur.
Fellibylur hefir gengið yfir
Kóreuskagann og valdið miklu
tjóni á lífi og eignum. Allir
fiskibátar voru á sjó, þegar byl-
urinn skall á, og fórust 350 sjó-
menn, en 1800 öðrum tókst að
eins að hjarga lífinu með naum-
indum. Hér um bil 200 bátar og
smáskip fórust, og brotnuðu
flest þeirra i spón af veðurofs-
anum.
London, 5. júní. FÚ.
Finnland stendur enn við skuld-
bindingar sínar.
Finnland virðist enn einu
sinni ætla að verða eina ríkið,
sem greiðir skuldaafborgun
sina lil Bandaríkjanna. Tilkynti
stjórnin í dag, að hún myndi,
15. júní, greiða alla upphæðina.
Hitt og þetta.
—o—
ítalir hafa mist trúna á alþjóða-
málaráðstefnum. /
Rómaborg í maí. FB.
Komiö hefir til orða að kveðja
saman viðskifta og peningamála-
stefnu og yrði hún þá framhald á
starfsemi samskonar alþjóðaráð-
stefnu, sem haldin var í London.
—- Erlendir stjórnmálamenn hafa
leitaö hófanna í Ítalíu um það,
hvort ítalska stjórnin mundi vilja
senda fulltrúa á s’íka ráðstefnu á
þessu ári, en fengíð daufar undir-
tektir. — Kunnur italskur stjórn-
málamaður hefir íátið þess getið í
viðtali, að alþjóðaráðstefnur hafi
yfirleitt alls ekki náð tilgangi sín-
um og þátttakendurnir eigi alls
ekki góðar minningar frá slíkum
ráðstefnum, þvi að árangurinn sé
Saltkjöt
frá Hólmavík.
Kæfu, Rúllupylsur, Tólg
og ísl. smjör,
verður best að kaupa hjá
Páli Hallbjöpns.
Laugaveg 55. Sími 3448.
tOOQCXXÍMOOOQOOOQMOOOOMOOW
Skógarmenn I
Fundur í kvöld kl. 8Látið
ekkert lefja ykkur frá að fjöl-
menna.
aldrei neinn að ráði, en öll mál
dreginn á langinn eða svæfð með
stöðugu þófi og vafningum. Kostn-
aður af þessum ráðstefnum sé hins-
vegar afskaplega mikill. Stjórn-
málamaður þessi, sem ekki óskar |
að nafns síns. sé getið, segir að |
mjög sé fariö að bera á óþolin-
mæði yfir því í Ítaiíu, hversu til
gangi á ráðstefnunum, og Italir
séu alment að hallast á þá sveif,
að réttast væri að aðeins fáar þjóð-
ir kæmi saman, til þess að ræða
vandamál sín, þ. e. að ítalir t. d.
ástundi fyrst og fremst sam-
vinnu við nágrannaríki sín. enda
er þetta í samræmi við stefnu
stjórnarinnar að undanförnu. —
ítaískir stjórnmálamenn eru svo
vondaufir um árangur af annari
viðskifta og fjármálaráðstefnu, að
þeir efast um, að einróma sam-
komulag næðist um nokkurt deilu-
atriöi, hversu smávægilegt sem
]jað væri. Þegar þannig er i
.pottinn búið, væri best að leggja
ekki í mikinn kostnað við að boða
'til nýrrar alþjóðastefnu. „Von-
brigðin af ráðstefnunni 1933 eru
mönnum elcki úr minni liðin“,
sagði stjórnmálamaðurinn að lok-
um. (United Press).
U'tanríkisverslun Austurríkis-
manna
fer stöðugt batnandi, segir í sím-
fregn frá Vínarborg, en byltingin
i febrúar s. I. og ókyrðarástandið
í landinu að undanförnu hefir þó
seinkað viðskiftabatanum. A fyrsta
fjórðungi árs 1933 var óhagstæður
viðskiftajöfnuður 81.057.000 schill-
ingar, en 64.071.000 á fyrsta fjórð-
ungi yfirstandandi árs.
Rotbart-
Snperfine
er næfurþunt blað, fok-
hart, flugbítur, þohr mikla
sveigju og brotnar ekki i
vélinni. Passar i allar eldri
gerðir Gillette-rakvéla. —
Fæst í flestum búðum.
mxxxxmxxmiOKmiCðO'
Hár.
Hefi altaf fyirliggjandi hár við
íslenskan búning.
Verð við allra hæfi.
Versl. Goöafoss,
Laugaveg 5. Simi 3436.
r
TAPAÐ-FUNDIÐ
1
Lítill, grænn fugl tapaðist i
gær; Ef einliver hefir náð hon-
um, vinsaml. tilkynni það í sima
2509. (153
Sjálfblekungur tapaðist á
mánudag í miðbænum. Skilist í
Húsgagnaverslun Kristjáns Sig-
geirssonar, Laugaveg 13. (149
Armbandsúr hefir tapast. —
Finnandi vinsamlega beðinn að
gera aðvart i síma 2319. (163
F
HUSNÆÐI
1
Stór og góð stofa til leigu á
Bragagötu 21: Uppl. í dag og á
morgun. (151
Herbergi til leigu með að-
gangi að baði. — Hverfisgötu
102A, miðhæð. (148
Herbergi og eldhús til leigu
nú þegar. Uppl. í sima 4035, kl.
5—9. (168
Ein góð forstofustofa til leigu.
Uppl. hjá Guðjóni Jónssyni,
Hverfisgötu 50. (170
Stofa til leigu á Grettisgötu
22D. (155
2 lierbergi og aðgangur að
eldhúsi lil leigu á Laufásveg 27,
uppi. (127
Hefi nokkur einbýlisherbergi
til leigu nú þegar. G. Eyjólfs-
son, Laugaveg 34. Simi 4301.
(114
p VINNA |
2 stúlkur óskast upp í Borg-
arfjörð, önnur strax. — Uppl. á
Hverfisgötu 76. (145
Stúlka óskast i visl nú þegar
um óákveðinn tima. Emil Thor-
oddsen. Túngötu 12. (143
KAUPSKAPUR I
Hvítt sjal með frönskum
bekk, til sölu. Bergstaðastræti
12. (146
M°ld
óskast á Barónsstíg 65.
Simi 2322.
Til sölu: 3 ljósakrónur, 1
pianó, 1 rúm með madressu,
náttborð og klæðaskápur, 1
grammófónn. Til sýnis í dag og
næstu daga frá kl. 6—8 síðd. í
Aðalstræti 16. (144
Barnavagn til sölu á Rauðar-
árstig 5. (142
Stúlka óskast á sumarliótel.
Einnig unglingur. Uppl. Þing-
holtsstræti 15, hakliús. (141
Unglingsstúlka óskast til að
gæta 2ja barna. Ólga Árnason,
Sellandsstíg 20. Sími 2850. (162
Stúlka óskast liálfan eða all-
an daginn, lil Trausta Ólafsson-
ar, Eiríksgötu 6. Sími 4117. (161
Rösk stúlka óskast strax á
barnlaust heimili. — Uppl. á
Ivlapparstíg 37, eftir kl: 7 (mið-
hæð). (159
Ungur maður, sem unnið hef-
ir við einn fjölbreyttan vara-
hlutalager (bifreiða), óskar eft-
ir þess konar atvinnu. A. v. á.
(157
Kaupakona óskast á gott heim-
ili. Uppl. á Sólvallagötu 12, eft-
ir kl. 7. (156
Saumakona óskast strax. Ein-
ara Jónsdóttir, saumakennari,
Skólavörðustíg 21. (154
Snúningadrengur óskasl. —
Björn Vigfússon, lögregluþjónn.
(152
Tökum að okkur að setja i
stand lóðir kringum hús. Einn-
ig að grafa fyrir húsum. ódýr
vinna. Uppl. i sínia 4013. (150
HÚSMÆÐURll
Farið i „Brýnslu“, I
Hverfisgötu 4. I
Alt brýnt. Sími 1987.B
Bílstjóri óskar eftir atvinnu
við keyrslu, — helst með vöru-
bíl — nú þegar. A. v. á. (101
Saumastúlku lil að sauma
vesti og buxur vantar mig nú.
Guðm. Sigurðsson klæðskeri,
Vesturgötu 3. Simi 3377. (166
Góður barnavagn lil sölu með
tækifærisverði á Laugaveg 93,
3. hæð. (160
Mjög vönduð og góð bifreið
— Buick — til sölu mjög ódýrt,
gegn staðgreiðslu. Magnús Sch.
Thorsteinsson. Símar 2093 og
3362. (158
Mótorhjól, lítið cða stórt, í
sæmilegu standi. óskast. Sími
2406. (147
Blómstrandi stjúpmæður og
hellisar, og margar tegundir af
sumarblómaplöntum, frá 2 au.
stykkið. Plöntusalan í Suður-
götu 12. (109
Mold fæst á Vesturgötu 37,
góð i garða eða ofaníburð. Sími
4051. (167
Sumarbústaður með heit-
vatnslögn úr hver til gufubaðs,
kerbaðs, suðu og upphitunar til
sölu. Uppl. í sima 3693 og 4693.
(165
Barnavagn, vel útlítandi, til
sölu. Skifti á stólkerru gætu
komið til greina. Uppl. á Vatns-
stig 8. (164
5-föld harmonika til sölu með;
tækifærisverði og barnavagn og
körfuvagga, á Bræðraborgar-
stig 14. (130
TILKYNNING
Uppod
verður haldið að Norður-Gröf á
Ivjalarnesi, föstudaginn 8. þ. m.
og hefst kl. 1 e. h. Verða þar
seldar margar og góðar kýr,
búsáhöld o. fl. Greiðslufrestur
til 20. sept.
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN..
MUNAÐARLEYSINGI.
spákerlinguna. — Eftir litla slund hætti liún að rýna
i bókina og leit upp.
„Þér óskið þess, að fá að heyra eitthvað um ó-
komna ævi vðar?“ — Málrómurinn var óþjáll og
harður.
„Nei, því fer fjarri,“ svaraði eg. „Þér eruð alveg
sjálfráðar um það, hvort þér viljið segja mér eitt-
hvað um framtiðina eða ekki. Annars er rétt að eg
taki það fram nú þegar, að eg trúi ekki á þessháttar
spásagnir.“
„Eg bjóst við slíku svari,“ sagði kerlingin. „Eg
fann það á mér, þegar jiér koniuð inn í stofuna, að
þér munduð vera ein af því tæinu.“
„Skoðum til!“
„Eg heyrði það líka á göngulaginu. Það segir til
sin, eitl með öðru.“
„Þér hafið hærilega lieyrn, eftir því að dæma.“
„O-já. — Eg kvarta ekki. Og augun eru lika i bcsta
lagi. Og skilningurinn slíkt hið sama.“
„Þess mun líka þörf í yðar starfsgrein, að skiln-
ingarvitin sé í góðu lagi“.
„Ekki er því að leyna, Ijósið mitt. — Eg tala nú
ekki um, þegar viðskiftamennirnir eru svijiaðir yð-
ur! — Iivers vegna titrið þér ekki eða skjálfið ?“
„Mér er ekki kall“.
„Hvers vegna fölnið þér ekki? Hvers vegna verð-
ið þér ekki hvítar i andliti — snjóhvítar, eins og
pappírsblað?"
„Eg er ekki veik“.
„Hvers vegna leggið þér ekki trúnað á spádóms-
gáfu mína?“
„Eg er ekki heimskingi“.
Þegar hér var komið, tók kerlingarvargurinn að
hrista höfuðið og tauta eitthvað fyrir munni sér.
Þvi næst tók hún svarta reykjarpipu, tróð hana fulla,
kveikti í tóhakinu og svældi í ákafa. Þessu fór fram
stundarkorn, en þá hætti hún alt i einu að reykja
og sagði með mikilli áherslu á hverju orði:
„Yður er kait. Þér eruð veikar. Og þér eruð
heimskingi!“
„Sannið jiessi orð yðar“, sagði eg.
„Það er mér leilcur einn“, sagði sú gamla. — „Yð-
ur er kalt, sakir þess, að þér eruð einstæðingur. Eng-
inn maður hefir kveikt eldinn, sem liggur falinn í
Jirjósli yðar. — Þér eruð sjúkar vegna þess, að þér
eigið ekki enn sem komið er dásamlegustu tilfinn-
ingar konulijartans. — Þér eruð heimskingi sakir
þess, að hversu mjög sem þér þjáist, þá viljið þér
ekki gera neitt til þess, að mæta á miðri leið þeim
manni, sem vakið getur hinar dýrlegustu tilfinning-
ar i hjarta yðar“.
Hún þagnaði, tók pípuna og reykli i ákafa. —
„Það er hægur vandi, að dæma mig“, svaraði eg-
— „Þér vitið þó sjálfsagt, að eg er öðrum háð, sak-
ir atvinnu minnar, og ekki sjálfri mér ráðandi.“
„Gelið þér bent mér á nokkurn, sem býr við svip-
aða aðstöðu og þér?“, spurði kerlingin.
„Eg gæti bent á þúsundir manna og kvenna, ef
eg kærði mig um.“
„Nei, segi eg. Þér getið ekki bent á eina einustu
manneskju. Staða yðar er nefnilega öldungis óvenju-
leg. Þér standið við hlið hamingjunnar — eða mjög
nærri því að minsta kosti. Þar inni fyrir er alt,
sem þér þráið —■ all sem þér þarfnist. Vandinn eng-
inn annar en sá, að ojma liliðið. Og lykilhnn liggur
i lófanum á yður —- eða gelur legið þar, hvenær sém
þér óskið þess. En þér ln'rist úti fyrir — i kuldan-
um. — Væri þér skynsöm stúlka, en ekki lieimskur
þrákálfur, munduð þér ljúka upp hliðinu og ganga
inn fyrir. Og þar mundi hamingjan breiða faðm-
inn á móti yður“.
„Eg skil ekki dularfullar ræður. Og eg liefi aldrei
lagt það fyrir mig, að ráða gátur.“
„Ef þér óskið þess, að eg tali Ijósara, ]iá réttið
mér hönd yðar.“
„Eg geri ráð fyi'ir, að ]xér ætlist til þess, að eitt-
hvað liggi í lófanum?“