Vísir - 16.06.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1934, Blaðsíða 2
VISIR )) Qlsem ((! T ÖFR AMADURInN »OPAL« býður vður hjálp sína til HitewÍlÉ þess að lita alskonar vefn- WWMm að og prjón úr ull, bómull og silki. Biðjið því kaupmann vðar ávalt um „Opal“-liti. ylllB Stadreyndip gegn skáldskap. Nýlega hefir birst i Tíman- um og sem sérprentun, ritsmíö að nafni „Ðómsmál og réttar- far“ eftir Hermann lögreglu- stjóra Jónasson. Fyrir alla þá, sem telja brevtingu á skip- un lögreglustjóraembættisins í Reykjavík vera óhjákvæmilega nauðsyn, hlýtur birfing áam- setnings þessa að vera hinn mesti hvalreki. Með útgáfu rit- smíðarinnar hefir lögreglu- stjórinn sem sé fengið andstæð- ingum sínum í hendur enn eina sönnun fyrir því, að réttarör- yggið í landinu og virðing dómsvaldsins þolir það eigi, að hann sé látinn gegna einu á- byrgðarmesta dómaraembætti landsins. Mega því andstæðing- arnir óska þess lieitast, að rit- smíðin fari sem víðast um landið og verði lesin af sem flestum. Nær allur þessi samsetning- ur lögreglustjóra er beinar eða óbeinar árásir á hæstarétt, sem hann þjónar undir sem hér- aðsdómari. Mikið af þessum árásum hafa itarlega verið hraktar áður, t. d. ásakanir Timamanna út af Behren'smál- inu. Það eitt er nýtt i þeim, að nú setur lögreglustjórinn sjálfur nafn sitt undir. Mun gildi árásanna lítið vaxa við það, en álit Hermanns væntan- lega minka að mun. Þarf vænt- anlega ekki að evða orðum að þvilíkrirökfærslu sem þeirri, að' af því að hæstiréttur og lands- yfirréttur liafi dæmt 6 menn fyrir afbrot, sem sannað var, að þeir höfðu framið, ])á hefði hæstiréttur einnig átt að dæma- þann sjöunda, sem sannað er að var saklaus. Tekur því ekki að hrekja níð þetta nú ennþá einu sinni, enda missir lög- reglustjóri víða svo hroðalega marks, t. d. í róginum um einn hinn lærðasta og mikilhæfasta lögfræðing landsins, Einar Arn- órsson, að jafnvel hinum sauð- spökustu Tímamönnum ofbýð- ur. Að því er snertir ákærur lög- reglustjóra á dómsmálaráðu- neytið um misbeiting náðunar- valdsins, þá er þar efni i lang- ar umræður. Mun það sanni nær, að stundum hafi náðan- ir átt sér stað, sem erfitt er að verja, en vitanlega nefnir lögreglustjóri ekki gleggstu dæmin, sem sé, er Jónas Jóns- son lét náða vipi Hermanns og félaga, þá mannorðsskemmina Gísla Guðmundsson og Björn Haraldsson. Um mál þau, er liann ræðst á dómsmálaráðuneytið fyrit, að liafa látið undanfallast málshöfðun í, þá eru þau einn- ig þaulrædd áður, svo sem ís- landsbankamálið og „borgar- stjóramálið“. Skal einungis ennþá einu sinni á það bent, að tilefnið til þessara mála er svo gamalt, að ef um van- rækslu á má’lshöfðun er að ræða, þá lendir hún fvrst og fremst á Jónasi Jónssyni, sem frá þvi í febrúar 1930 og fram á síðustu valdadaga sína 1932 dró að fyrirskipa máls- höfðun í „íslandsbankamál- inu“, og Hermanni sjálfum, sem skv. 15. gr. iilslcipunar 24. jan. 1838 hefir skýlausa heim- ild til aö höfða mál í þessum tilfellum, án þess að þurfa að berá það áður undir dóms- málaráðuneytið. Þetta siðasta er einnig að segja .um ávísana- málið í Útvegsbankanum. Ann- ars sýnir lögreglustjóri það í ummælum sínum um þessi á- visanamál frá því í vetur og íslandsbankamálið, að hann liefir alis ekki átlað sig á hvað það er, sem virðist sérstaldega vítavert í ávísanamálun um, sem sé að undirmenn i bönkunum vörðu bankans fé án vitundar yfirmanna sinna til kaupa á miður góðum tékk-ávisunum. En ekkert slíkt átti sér stað um ávísanir þær, er Hermann lalar um í sambandi við fyr- verandi bankastjóra íslands- banka, og er þess vegna fjar- stætt, að telja þessi mál al- veg samskonar, eins og H. J. gerir. Þar sem lögreglustjóri hefir nú í Alþýðublaðinu látið það boð út ganga, að hann ætli „sjálfur“ að kveða upp dóm í ávísanamálunum frá því í vet- ur, er ekki alveg ófróðlegt að taka eftir þessari fyrirfram yf- irlýsingu hans um lagahlið málanna. Svo sem menn sjá þegar af þessu, er ærið margt athuga- vert í þessari ritsmíð lögreglu- stjóra. En enn hefur ekki ver- ið minst á það málið, sem hann leggur mest upp úr, og hefir enda orðið honum síst til háð- ungar af hinum meiri háttar embættisverkum lians, en það er mál Björns Gíslasonar. Þar sem telja má, að Hermann standi best að vígi i þessu máli, af öllum þeim, sem hann nefn- Verzlnn Ben. S. Þðrarinssnnar býðr liezt kaup. ir, er einmitt sérstaklega æski- legt að taka það og ásakanir hans út af því til meðfer Takist að sýna fram á, að Her- mann standi einnig höllum fæti í því máli, þá mega menn þar af ráða, hversu ástatt • sé um liann i öðrum málum. Lögreglustjórinn her fram ýhisar ásakanir í þessu máli, sem í stuttu mál ganga út á, að hæstiréttur, dómsmálaráðu- neytið og „íhaldsflokkurinn“ liafi liér lagst á eitt um það, að draga málið á langinn og helst kæfa það. H. J. segir, að málið liafi haf- ist 24. ág. 1929 með gjaldþroti Hansínu Ingu Pétursdóttur, verslunarfélaga Björns Gísla- sonar. I sambandi við þetta gjaldþrot liafi lögregluréttar- rannsókn farið fram, en máls- skjöl hennar hafi verið send dómsmálaráðuneytinu, til þess að það tækiákvörðun um.hvort mál skyldi liöfðað. En dóms- málaráðuneytið liafi fvrirskip- að, að hiða skyldi með máls- höfðun, þangað til dómur hefði verið kveðinn upp um það i hæstarétti, livort gjaldþrotsúr- skurðurinn fengi staðist. Fvrsta ásökun Hermanns er því sú, að með því að setja þetta tvennt i samband, Iiafi dómsmála- ráðuneytið revnt að koma í veg fyrir og tefja liina sjálfsögðu málshöfðun. gegn Birni Gísla- syni. En hver ber ábyrgð á drættinum? Gjaldþrotalögin frá 14. júní 1929 gengu í gildi 1. júli sama ár. Þau höfðu því tekið gildi, er umrætt gjaldþrot átti sér stað. En skv. 8. gr. 3. málsgr. þessara laga er það beint tek- ið fram, að ef dómari telur ein- hvern hafa gerst sekan um sviksamlegt athæfi í sambandi við gjaldþrot, „þá skal dóm- ari, án þess að hann þurfi að leita til dómsmálaráðuneytis- ins, að undangenginni frekari rannsókn, ef áslæða þykir til, höfða mál til refsingar“ o. s. frv. Um þetta ákvæði segir Jón- as Jónsson i atli. við frum- varpið, sbr. Alþt. 1928 A, bls. 371: „. . . . er það skylda dóm- ara, að lwfða þegar að rann- sókn lokinni mál á hendur þeim, er grunur féll á“! Með þessu er það þá þannig ber- sýnilega sannað, að sá, sem fyrst og fremst verður vald- andi tafarinnar í máli Björns Gíslasónar, er Hermann Jónas- son sjálfur, sem að dómi Jón- asar Jónssonar þverhrýtur em- bættisskyldu sína, lil að tefja málið. En setjum nú svo, að for- svaranlegt hefði verið af H. J., að skjóta málinu«til dómsmála- ráðunevtisins, liver ber þá á- lívrgðina á þeim drætti, sem það fékk áorkað, að sögn H. .T.? Á þessum tíma, 1929—1930, var Jónas Jónsson dómsmálaráð- herra. Hafi þvi úrskurðir ráðu- nevtisins i þessu máli, að ein- hverju levti verið óforsvaran- legir, þái er það á ábyrgð Jón- asar Jónssonar. Næsta ásökunin er sú, að hæstiréttur liafi frestað að taka fyrir þenna gjaldþrotaúrskurð, og er það beinlínis gefið í skyn, að ■ tilgangurinn með þeirri frestun hafi verið sá, að svæfa sakamálið gegn Birni. Um ])etta er það að segja, að slík mál sem þessi, getur hæsti- réttur alls ekki neytt aðilana til að flytja. Ef aðilarnir sjálf- ir framfylgja þeim ekki með löglegu móti, verður það til þess, að málinu verður frávis- að eða málssóknin fellur niður. Samkvæmt dómasafni hæsta- réttar þá hefir áfrýjunarmálið fallið niður i hæstarétti 28. fe- brúar 1930, sakir þess, að áfrýj- andi mætti ekki, sbr. hindi III, s. 59. Hér liafði rétturinn því enga heimild til að taka mál- ið fyrir. En afleiðingin af því, að málssóknin féll niður, hlaut að verða sú, að gjaldþrotsúr- skurður undirdómarans stæði óhaggaður, þar sem áfrýjunar- frestur uar liðinn. Var því skil- yrði það, sem Jónas .Tónsson setti áður fyrir málsliöfðun- inni fallið niður og sjálfsagt fyrir Hermann að halda áfram lögregluréttarrannsókninni. En það er enn dregið. Hermann lætur raunar lita svo út. sem það hafi varnað framhaldi málsins, að áfn’junarlevfi á úr- skurðinum liafi þegar i stað verið gefið, er hæstiréttur trevsti sér ekki til að draga málið lengur án þess! En á- frýjunarmálið féll niður 28./ febrúar 1930, og ])að er ekki fyrr en 6. júní sama ár, að leyfið er veitt, sbr. dómasafn hæstaréttar III. bindi, bls. 422. Nógur tími var því fyrir H. J., lil að ljúka málinu, ef hann vildi. í stað þess biður hann eftir þvi, að B. G. fær með sérstöku áfrýjunarleyfi á gjakl- þrotsúrskurðinum, ])etta ein- kennilega skilyrði Jónasar Jónssonar fvrir sakamálsliöfð- uninni endurvakið. Hermann gefur fvllilega í skyn, að það hafi verið hæstiréttur, sem þetta áfrýjunarleyfi gáf. En það er dómsmálaráðherra einn, sem þvílík leyfi má gefa, shr. 28. gr. hæstaréttarlaganna frá 1919. Hafi þetta áfrýjunar- leyfi því verið gefið í þeim til- gangi, sem H. ,T. segir, sem sé, til að koma í veg fyrir saka- málshöfðunina gegn B. G., þá er ])að því enn flokksforingi H. .T., Jónas Jónsson, sem verð- ur þessari töf valdandi. Þegar hér var komið, segist Hermann liafa séð, að á þess- um drætti hafi enginn endir ætlað að verða, „tók eg saka- málið fyrir, rannsakaði það og dæmdi í því“. Sá dómur var uppkveðinn 12. des. 1930. H. J. lætur, sem liann liafi þurft á öllu afli að taka, til að ná mál- inu frá dómsmálaráðuneytinu og litur því úl fyrir, að .Tóhas liafi enn lialdið fast í. Þetta er að vísu ekki rétt hjú H. J., því að skv. ummælum hans sjálfs í héraðsdóminum, sbr. dóma- safn liæstaréttar, bindi V., bls. 278, vap það dóinsmálaráðu- neytið, sem með bréfi 12. sept. 1930 „lagði fyrir dómarann . . að halda máli þessu áfram“. En livað sem um það er, þá er hér að framan sýnt ólmekkj- anlegum rökum, að það eru þeir Ilermann Jónasson og Jónas Jónsson, ásamt Birni Gislasvni sjálfum, sem hafa tafið málið þennan tíraa, frá 24. ágúsl 1929 til 12. des. 193ð, og ef hér er um ó- hæfilegan drátt að ræða, lend- ir hann á baki þcirra þremenn- inga. Hermann Jónasson revnir með ýmsum hætti að gera með- ferð hæstaréttar á sakamálinu tortryggilega. Sumt er svo af- slept, að ill er að festa hendur á. Þannig hafa ókunnugir menn þessum efnum fulla á- slæðu til að halda, af um- mælum H. .T„ að hæstirétt- ur hafi stefnt Herinanni til ábyrgðar og refsingar, þar sem það vitanlega voru liin ákærðu i málinu, sem þetta gerðu, en til þess liöfðu þau fullan rétt. Hæstiréttur taldi hins vegar IL J. vítalausan, svo að þessar dylgjur koma úr hörðustu átt. Þá þykir H. .]. það í frásög- ur færaiuli, að hæstiréttur liafi orðið við heiðni B. G., um að ákveðinn liæstaréttarmála- flutningsmaður, Eggert Claes- sen, væri skipaður verjandi í málinu. Undrun H. .1. yl’ir þessu getur þó naumast átt sér mjög djúpar rætur, því að þekkja lilýtur hann 2. mgr. 17. gr. hæstaréttarlaganna frá 1919. Þar segir: „Nú óskar sökunaut- ur í opinberu máli . . sér skip- aðan ákveðinn hæstaréttar- málaflutningsmann og skal lionum þá sá maður skipaður, nema einhverjar sérstakar á- stæður mæli gegn því“. Er ekki sýnt, af hverjum ásfceðum hefði átt að svifta B. G. þess- um sjálfsagða rétti sakborinna maiina. Mikil firn þykja H. J. það, að hæstiréttur skyl'di fvrir- skipa framhaldsrannsókn í máli þessu, og þar með fresta málinu nokkuð. Sjálfur upp- lýsir hann þó, að í réttinum liafi verið lögð fram 46 ný skjöl, sem efni sínu samkvæmt áttu að sanna, að ýms atriði í prófum málsins væru röng. Nú lilýtur jafnvel H. J. að vera kunnugt um, að liæstiréttur hafði éngin tök á þvi, að sann- reyna sjálfur livað á skjölum þessum væri byggjandi. Til þess þurfti nýjar vitnaleiðslur og yfirleitt nýja rannsókn, sem ekki varð fram komið, nema með því, að úrskurða fram- haldsrannsókn. Til hins getur lögreglustjórinn væntanlega ekki ætlast, að hæstiréttur dæmi menn í þungar refsingar áður fullrej-nt er, hvað upp úr varnargögnum þeirra er leggj- andi. Telji lögreglustjórinn slíkt sæmilegt, þá er það sorg- legt vitni þess, að hann skort- ir fullkomlega þekkingu á frumatriðum sakamálaréttar- farsins. H. .1. segir, að er málið kom fyrir hæstarétt á ný, að lokinni framhaldsrannsókninni. „mátti af einliverjum ástæðum, ekki flytja málið opinberlega á ný, heldur ákvað dómstjór- irin, eftir beiðni Eggerts Claes- sen, að málið skvldi þá flutt skriflega“. (Leturbreytingar hér). Hvað er það sanna í þessu? Það sést i hæstaréttar- dóminum, bindi V., s. 237, en þar segir: „Var m(dið nú i ann- að sinn flutt skriflega, sam- kvæmt sameiginlegri ósk sækj- anda og verjanda.... “.* Þegar þess er gætt, að skv. 2. mgr. 2. tl. 38. gr. liæstaréttarlaganna 1919 nægir óslc annars hvors aðilans, til að leyfa megi skrif- legan málflutning, en liér var mjög umfangsmikið mál og báðir aðilar óskuðu hans, fer því fjarri, að þessi undanþága hafi verið óvenjuleg eða var- hugaverð. A. m. k. geta Fram- sóknarmenn ekki látið mikið um þetta, því að foringi þeirra, •Tónas Jónsson, vildi í frv. um liæstarétt, er hann har fram á Alþingi 1923, láta það verða skilorðslausa skyldu, að flytjá öll mál skriflega í hæstarétti, ef einungis annar aðilinn ósk- aði þess, sbr. Alþt. 1923 A,bls. Leturbreýting hér. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.