Vísir - 16.06.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 16.06.1934, Blaðsíða 3
VISIR Konan mín og móðir okkar, Guðrún Magnúsdóttir, verðnr jarðsungin frá Elliheimilinu, mánudaginn þ. 18. þ. m. kl. 3 síödegis. Jón Jónsson og börn. Innilega þökkum við alla auðsýnda liluttekningu við and- lát og jarðarior föður okkar og tengdaföður, Árna Helgason- ar, skósmiðs. Júlíus Árnason. Margrét Þorvarðardóttir. Guðlaug R. Árnadóttir. Sigurjón Jónsson. Guðmundur E. Árnason. Sigríður Guðmundsdóttir. Ásmundur Árnason. Sigríður Gústafsdóttir. 325. Enda er það svo, að til þess að g'erá þetta atriði tor- tryg'gileg't, gefur H. J. ranglega í skyn, að einungis verjandi liafi óskað skriflegs málflutn- ings. Þá er það eftir af ásökunum H. J. á hæslarétt í máli þessu, að nokkur dráttur hafi orðið á því hjá hæstarétti. Skv. framansögðu kemur það nú úr hörðustu átt, að sá, er ber liöf- uðábyrgð á töf mál'sins, frá 24. ágúst 1929 til 12. des. 1930, skuli ásaka aðra fyrir síðari drátl á málinu, einkum sakir ])ess, að þessi dráttur varð helst vegna hinnar nauðsyn- legu framhaldsrannsóknar. — Hæstiréttur sjálfur segir um þenna drátt: „Á rekstri máls- ins fyrir hæstarétti hefir einn- ig orðið allmikill dráttur, er sækjandi á þó enga sök á, en þar sem drátturinn af hálfu verjanda á, að miklu leyti, rót sína að rekja til þess, að mál- ið er mjög umfangsmikið, að mikill fimi hefir farið til þess, að útvega ný gögn, svo og til þess, að hann var um tima er- lendis, þá þykir eigi ástæða til, að láta hann sæta vítum“, sbr. dómasafn bindi V., bls. 258. —- Hér við má svo bæta því, að skriflegur málflutningur tekur ætíð óhjákvæmilega lengri tíma en munnlegur. En hvað sem um það er, þá er bersýni- legt, að það eru ekki dómarar hæstaréttar, sem ábvrgð iiera ' i á þessum drætti. En livor var nú betri Birni Gíslasyni, Ilermann Jónasson éða hæstiréttur? Um það segja dómarnir til. H. J. tekur uþp í ritsmíð sína niðurstöðu síns dóms, sem sé, að Björn Gísla- son var dæmdur í fangelsi við venjulegt fangaviðurværi i 5 mánuði. Um dóm hæstaréttar segir H. J.: „Það var, eins og óhjákvæmilegt var, fangelsis- dómur“. Þetta er ekki rétt. í gildandi hegningarlögum er stranglega greint á milli hegningarvdnnu annarsvegar og fangelsis hins vegar, sbr. 10., 12. og 18. gr. hegningarlaganna 1869. Ein tegund fangelsis er fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi, sbr. 18. gr. hegning- árlaganna, sbr. einnig 1. 51 1928 2. og 3. gr. í þá tegund fang- elsis má eklci dæma menn í lengri tíma en 6 mánuði, sbr. 20. gr. hegn.laganna. Hegning- arvinna greinist hinsvegar skv. 12. gr. liegn.laganna, í tvent, typtunarhúsvinnu og' betrunar- liúsvinnu. í betrunarliúsvinnu má ekki dæma menn skemur en 8 mánuði, og' ekki Íengur en 6 ár. Af þessu má sjá, að i lagamáli merkja „fangelsi“ og „b etr u n ar 11 ú s v in n a “ sitl livað, og betrunarhúsvinna er þyngri refsing, svo sem einnig beinlinis segir í 32. gr. hegn.l. En af hverju er liér rakinn þessi munur? Það er vegna þess, að hæstiréttur dæmdi Björn Gíslason alls ekki í „fangelsi", eins og H. .1. segir, heldur í betrunarhúsvinnu. Og þar sem Hermann lét sér nægja að dæma B. G. í fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 5 mánuði, þát dæmdi hæstiréttur hann í 12 mánaða betrunar- húsvinnu. Nú kunna menn að deila um það, bvort þetta vill- andi orðalag' hjá H. J. sé vis- vitandi eða ekki. Um það geta þó ekki orðið langar deilur, þegar af því, að alt mál Her- manns hvilir hér á því, að lion- um takist að sýna fram á, að hæstiréttur liafi tekið vægar á Birni en hann sjálfur hafði gert. Þegar það sanna hins veg- ar kemur fram, að hæstiréttur tók miklu strangar á afbrotum Björns en Hermann hafði gert, þá er öll ákæra Hermanns á réttinn um of mikla linkind Birni til handa þar með fallin til grunna. Það er þess vegna, sem Hermann grípur liér til þessara blekkinga, sem al- menningur vitanlega á erfitt með að vara sig á. í stuttu máli er gangur máls- ins þessi: Hermann Jónasson og Jónas Jónsson, ásamt Birni Gíslasyni sjálfum, tefja málið langa-lengi í undirréttinum, og er Hermann loksins kveður upp dóm vfir Birni, þá er hann tiltölulega vægur, einungis 5 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. í hæstarétti tefst málið, mest vegna nauð- svnjar á framhaldsrannsókn, þess hve málið var umfangs- mikið og að nokkru hjá verj- anda. En liæstiréttur dæmir Björn í 12 mánaða betrunar- húsvinnu, þ. e. miklu þyngra en Hermann hafði gert. Síðan kemur þessi sami Hermann og ásakar hæstarétt og „íhaldsöfl- in _ í dómsmálaráðunegtinu“ fyrir drált á málinu og of mikla linkind við Björn Gísla- son! Ýmsu eru menn vanir hér á landi, en þó mun þvílíkur ger- samlegur umsnúningur sann- leikans vera nær óþeklur. — Hvernig má það ske, að mað- ur, er situr í einu ábytgðar- mesta dómaraembætti landsins geri sig sekan um slíkt? í raun og veru er þelta óskýranlegt. Rétt er þó að minnast þess, að er hæstiréttur hafði i fyrra lirundið svívirðudómi Her- manns Jónassonar, er hann dæmdi dómsmálaráðherra landsins í fangelsi alsaklausan, ])á birfi Tíminn ýmsar róg- greinar um réttinn, þar sem því iðulega var lialdið fram, að úr því dómsmálaráðherr- ann hefði verið sýknaður, þá hlvti Rjörn Gislason einnig að verða sýknaður!! Árásirnar á réttinn út af þessari væ*ntan- legu sýknun voru þegar í full- um gangi, er dómurinn á Björn kom.Þá liefðu venjulegir menn skammast sin og a. m. k. hætt að skrifa um inálið, en Tler- mann .Tónasson, sem var vitan- legur höfundur þessara róg- Linuveiðapinn Fáinip til sölu í rikisslcoðunar ástandi. Uppl. lijá Hafsteini Bergþórssyni. Sími 4198. Bjarni Björnsson. Kvöldskemtun annað kvöld kl. 9 í Iðnó. Til ágóða fyrir fólkið á landskjálftasvæðinu. Aðgöngumiðar á 1,50 og 2,00 kr. seldir frá kl. 4 til 7 á morgun í Iðnó Fjölmennið, njótið góðrar skemtunar. Styðjið þarft málefni. i| Gistihúsið á Laugarvatni er nú opnað. — Tekið á móti gestum til lengri og skemmri dvalar. Þar eru fleiri og betri skilyrði en á nokkrum öðrum g'ististað til að gera dvölina sem þægilegasta. Leitið upplýsinga í síma á Laugarvatni. verður haldin að Víðistöðum (Háfnarfirði) næstkom- andi sunnudag, 17. þ. m., og hefst kl. 4 siðdegis. SKEMTISKRÁ : I. Skemtunin sett: Magnús Jónsson bæjarfógeti. II. Söngur: Karlakór Iv. F. U. M. og K. F. (um 70 manns) söngstj.: J. Halldórsson. III. Ræða: Jóhannes Askelsson, jarðfræðingur. IV. Söngur: Karlakór K. F. U. M. V. Dans á palli. — 2 harmonikur og Jazz (Guðni, Marteinn og Pétmj). Hornaflokkur leikur öðru hvoru allan daginn. Veitingar á staðnum. Alt fé, sem inn kemur, gengur til nauðstadda lblksins á jarðskjálftasvæðinu. Fjársöfnunarnefndin. Sjðmanoafélas Heykjavíkur lieldur dansskemtun í Alþýðuhúsinu Iðnó laugardaginn 16. n. k. kl. 10 e. m. Ágóðanum verður varið iil fólksins á jarðskjálftasvæðinu. Félagar, sýnið samúð ykkar með þvi að sækja skemtunina. Aðgöngumiðar seldir eftir ld. 4 í Iðnó og á skrifstofu félags- ins og kostar kr. 2.50. Skemtinenfdin. greina, virðist flestum öðrum ólíkur. Hann lætur það ekkert á sig fá, þótt staðreyndirnar sé þvért ofan i það, scm hann spáði. Hann heldur áfram að skamma réttinn fyrir að gera ])að, sem hann ekki gerði. Hugsun lögreglustjórans virð- ist því vera þessi: Ef hæstirétt- ur sýknar Björn Gíslason, sem ahnenningur hefir miður gott álit á, þá veúður þvi frekar trúað, að rétturinn liafi rang- lega sýknað Magnús Guð- mundsson. — Þess vegna var þvi logið upp, að liæstiréttur ætlaði að sýkna Björn, og' þess vegna er þvi enn lialdið fram, þrátt fyrir gagnstæðar stað- reyndir, að rétturinn hafi liald- ið lilífiskildi vfir Birni! En guð hjálpi þeim, sem á æru sína og vélferð undir þeim dómara, sem lætur slik skrif frá sér fara. ' Bjarni Benediktsson. Símskeyti --0— Olíulindir finnast á Ítalíu að afstöðnum landskjálftum. Rómaborg, 15. júni. FB. Frá Parma er símað: Land- skjálftahræringar voru hér um slóðir fyrir nokkuru. Þegar þær voru afstaðnar tóku menn eft- ir því, að bláleitur logi gaus upp úr jarðsprungum í nánd við Smaetino di Romagna. Frekari rannsóknir bafa leitt í ljós, að á þessum slóðum muni vera olía i jörð, sem að öllum líkindum svarar kostnaði að vinna. (Uni- ted Press). Aukakosning- í Bretlandi. London, 15. júní. FB. ' Aukakosning hefir fram far- ið í Monmouth og bar sigur úr bítum J. A. Herbert, íhaldsmað- ur. Hlaut hann 20.640 atkvæði, en frambjóðandi verkalýðs- flokksins, Daniel Huglies, 11.- 094. Hefir ekki orðið veruleg breyting á í þessu kjördæmi, að því er fvlgi flokkanna snertir. Aukakosningin fór fram vegna andláts þingmannsins, Sir L. Forester Walker. — (United Press.). Hersýning í Feneyjum. Feneyjum, 15. júní. FB. Mussolini lét fram fara mikla hersýningu i dag, í tilefni af komu Hitlers, kanslara Þýska- lands. Fremstir gengu flokkar úr æskulýðsfélögum fasista. Hyltu fasislar Hiller og Musso- Iíhí á St. Marks íorgi, er þeir gengu fram hjá þeim þar. — (United Press). Hernaðarútgjöld Frakka. París, 15. júní. FB. Umræður slanda nú yfir i fulltrúadeild Frakklandsþings um lög, sem lieimila að varið verði 3.120.000.000 franka til landvarna. (United Press). Innanríkisráðherra Póllands myrtur. Varsjá, 16. júní. FB. Pieracki innanrilcisráðherra Póllands var myrtur í gær- lcvöldi. Réðist á hann maður með skammbyssu i hendi og skaut á hann. Morðinginn hefir ekki náðst. — Þegar eftir að kunnugt var um morðið kunn- gerði stjórnin, að viðtækar ráð- stafanir yrði gerðar til þess að halda uppi reglu í landinu. Fjölda margir leiðtogar róttæku flolckanna liafa verið liand- teknir. (United Press). \ Frá Kktaloníu. Barcelona, 16. júni. FB. Ríkisstjórnin liefir látið birta lögin um rælctað land, scm dómstóllinn í Madrid úrskurð- aði ógild. — Company liefir til- kynt að alt sé með kyrrum lcjör- um hvarvetna i Kataloniu. Sé því engin ástæða til ]>ess að lýsa yfir hernaðarástandi. (United Press.). Landskjálftakippir á Dalvík. Fjársöfnunin á Akureyri og Isafirði. Enn fundust 2 landskjálftakippir á Dalvik í gærniorgur. Samskota- nefndin hér á Akureyri hefir nú, samkv. hráðabirgðaskýrslu gjald- kera nefndarinnar fengið inn um 5200 krónur. Aulc þess hefir nefnd- in móttekiÖ frá ísafirði fjársöfn- un Jónasar Tómassonar 1500 krón- ur. Fjársöfnun skáta á Akureyri stendur enn yfir og gengur mjög vel. —- (Akureyri 15. júní FÚ.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.