Vísir - 16.06.1934, Blaðsíða 4

Vísir - 16.06.1934, Blaðsíða 4
 AUsherjarmöt ÍS.Í. Á morgun. --O-- Síðan á aldarafmæli Jóns Sig- urÖssonar, 17. júní 1911, —- að nokkrum striÖsárunum undanskild- um, — hefir jiaÖ veriÖ siÖur íþrótta- manna hér í Reykjavík — og raun- ar víÖar um land, — að halda þennan dag hátíðlegan með leik- mótum og íþróttasýningum. Verð- ur varla á betur viðeigandi hátt minst þess manns, sem mest og best vann að því, að vekja karlmensku- hug og jafnréttiskend þjóðarinnar til nýs lifs, eftir að hörmungar ó- stjórnar og náttúruhamfara höfðu mergsogið hana líkamlega og and- lega svo öldum skifti. Hann vildi kenna þjóð og einstaklingum, að þeir væru að engu ver að sér gervir eða ólifhæfari en aðrar þjóðir, þó að helsi íátæktar og erlendrar kúg- unar hefði næstum því tekist að telja henni trú mn hið gagnstæða. Hann vildi hleypa íslendingnum „kapp i kinn" og, eins og samtíðar- maður hans Grímur Thomsen, kenna honum að „táp og fjör og írískir menn finnast hér á landi enn“. Það er því mjög í samræmi við anda forsetans, að íslenskur æskulýður kannar lið sitt og reyn- ir krafta sína og karlmensku á þess- um minningardegi hans. Allsherjarmót í. S. í.„ það 8. í röðinni, hefst á morgun kl. 3, á íþröttavellinum. Mótið er háð um farandbikar, sem það félag fær, er flest stig vinnur á mótinu. Undan- farin ár hefir verið kept um bikar- inn annaðhvort ár, en ve'rður fram- vegis árlega. Síðast og næst-síðast vann Knattspyrnufélag Rvikur bik- arinn, 1928 og '32, en handhafar bikarsins hafa áður verið Glímu- félagið Ármann og íþróttafélag Rvíkur. Þátttakendur í mótinu nú eru frá 5 félögum, samtals 38, auk fimleikaflokks kvenna úr í. R., sem sýnir fimleika, áður en kappleik- arnir byrja. Stigin reiknast þannig, að X. maður i hverri íþróttagrein fær 7 stig, 2. maður 5., 3. 2 og 4. 1 st. Leikskráin á moigun er þessi: 100 m. lilanp (úrslit), — riðlar verða hlaupnir í kvöld. Hástökk. 5000 m. hlaup. (Þar fá Reykvíking- ar tækifæri til að sjá borgfirsku hlauparana, sem unnu víðavangs- hlaupið í vor; verður gaman að sjá, hvort þeir eru eins góðir á braut eins og víðavangi)-.* Spjótkast. (Þar keppir, meðal rnargra góðra kast- ara, Norðmaður einn, sem kastað hefir yfir íslenskt met á æfingum: verður gaman að sjá. hvort hann gerir það á morgun). 4 X 100 m. boðhlaup. Þar keppa 5 sveitir, og getur þar vel orðið nýtt mct. 800 m. hlaup. Ennfremur verður um kvöldið kl. 8þ) : Rcipdráttur, milli lögregluliðs Reykjavíkur og K. R., hncfleikasýning og karlakórssöng- ur (Karlakór Reykjavikur), og gilda sömu aðgöngumiðar og að mótinu áður .um daginn. Að síðustu verður dans á palli. Verður áreiðanlega skemtilegt að vera á Vellinum á morgun, eiiis og oftar, ef veður harnlar ekki. Messur á morgun. 1 dómkirkjunni kl. 11, sira Frið- rik Hallgrimsson. í fríkirkjunni kl. 5, sira Árni Sigurðsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2, síra Árni Sigurðsson. Landakotskirkja: Lágmessa kl. 6ýú árd. Hámessa kl. 9 árd. Guðs- þjónusta kl. 6 siðd. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavik 12 stfg, ísa- firði 11, Akureyri 10, Skálanesi 8, Vestmannaeyjum 9, Sandi 9, Kvígindisdal 11, Hesteyri 6, Gjögri 6, Blönduósi 9, Siglunesi 6, Grímsey 5, Raufarliöfn 5, Skálum 5, Fagradal 7, Hólum í Hornafirði 9,- Fagurhólsmýri 9, Færeyjum 14. Mestur hiti hér í gær 17 slig, minstur 10. Úr- koma 3.5 mm. Sólskin 1.8 st. Yfirlit: Kyrstæð lægð suður af Reykjanesi veldur suðaustan og austanátt hér á landi. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Aust- an og' suðaustan kaldi. Dálítil rigning öðru liverju. Breiða- fjörður, Vestfirðir, Norðurland: Stinningskaldi á austan og norð- austan. Viðast virkomulaust. Norðausturland, Austfirðir, suðausturland: Austan kaldi. Þykt loft og dálítil rigning. Landskjálftarnir. Afgreiðsla Vísis, Austur- stræti 12, tekur á móti sam- skotum til þeirra, sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum landskjálftanna nyrðra. Gjafir til fólksins á landskjálftasvæð- inu. afhentar Vísi: 2 kr. frá H. J., 3 kr. frá G. Á., 3 kr. frá Ó. ' L. E„ 5 kr. frá N. N. Gullbrúðkaupsdag eiga í dag frú Kristrún Eyjólfs- dóttir og Björn Bjarnarson hre]ip- stjóri, Grafarholtb Kjartan Gunnlaugsson, stórkaupmaður, er fimtugur í dag. Kappleikurinn i gær milli Vals og K. R. fór þannig, að K. R. vann með 3:2. Sigurður Eggerz, bæjarfógeti á ísafirði og sýslu- rnaður í Norður-ísafjarðarsýslu, var 11. j). m. skipaður bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyja- fjarðarsýslu frá 1. 11. m. að telja. Halldór Iíristinsson, héraðslæknir i Hólshéraði, var' 11. ji. m. skipaður héraðslæknir í Siglufjarðarhéraði frá 1. n. m. að telja. E-listinn er listi sjálfstæðismanna. Danska stúlkan, sem frá var sagt í Vísi í gær, fanst i gærkveldi á 11. tíman- um, eftir mikla leit, sem 22 lögregluþjónar og 12 skátar tóku þátt i. Stúlkan hafði lagst fyrir i grasi vaxinni laut í hrauninu skamt frá sumar- bústaðnum, sem hún var gestur í. Stúlkan kom liingað á g.s. ís- landi síðast, eins og fyr var sagt, og var eftir sig eftir ferðina. Var liún mjög máttfarin, er hún fanst. ' i Gistihúsið á Laugarvatni er nú tekið til starfa. „Yfirsýn“ 1 heitir bæklingur um lifsskoðanir og lifsviðhorf, sem hefir fengið á- gæt meðmæli, t. d. frá dr. Guðm. Finnbogasyni, og eiga þær skoðan- ir, sem þar koina frarn, erindi til almennitigs. Höfundurinn hefir gef- ið allmörg eintök af bæklingnum til jiess að selja til ágóða fyrir fólkið á landskjálftasvæðinu og verður hann boðinn almenningi næstu daga. — Bæklingurinn kostar 1 kr. og fæst hann einnig á afgr. Vísis. V ÍSIR TENNIS-spaðar, kr. 18,00 til 50,00. TENNIS-boltar. kr. 1,00 og 1,50. TENNIS-boltanet, TENNIS-leikreglur. Fótboltar, allar stærðir, kr. 4,50 til 36,00, fótboltapumpur og reimar. Sportvöruhús Reykjavíkur. Læstn benzínlokin eru komin aftur. Har. Sveinbjarnarson, Laugaveg 84, Nýja sjúkrabifreið fékk Rauði Kross íslands með Brúarfossi síðast. Er liún frá Chrysler-verksmiðj unni og bú- in allskonar nýtísku útbúnaði til aukinna þæginda fyrir sjúk- linga þá sem með henni verða fluttir. Sjúkraklefinn er upp- liitaður með lieitu lofti sem dælt er inn frá vélinni og fvrir ofan rúmið er bjalla sem sjúk- lingurinn getur gefið merki með til ökumannsins, ef eithvað aniar að honum. Á miðvikudag- inn var sótli bíllinn sjúkling austui' undir Eyjaf jöll og reynd- ist hann mjög vel, þó á mis- jöfnum vegum væri. E-listinn er Iisti sjálfstæðismanna. Mistök urðu á birtingu hjúskaparfregn- ar þeirrar, sem birt var í Vísi í gær, og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á. Rétt er hjúskapar- fjægnin þannig: Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband Hall- dóra Guðmundsdóttir frá Hnifs- dal og Guðm. Sigurgeirsson frá Baugsstöðum hjá Stokkseyri. Heim- ili þeirra er á Freyjugötu 4. Ný bók. Nýlega er komin á bókamark- aðinn einliver vinsælasta saga Jónasar Lie, „Den fremsynte“, í íslenskri þýðingu. Sagan heit- ir í þýðingunni „Davíð skygni“. Þýðandi er Guðm. Kamban, en útg'. Bókaversl. Sigfúsar Ey- mundssonar. Gullverð islenskrar krónu er í dag 50,21, miðað við frakkneskan franka. E.s. Goðafoss kom hingað í dag frá útlöndum. Sundlaugin á Álafossi er opin til afnota fyrir gesti kl. 4—10 daglega. fslandsglíman verður háð á íþróttavellinum mánudagskveld 25. þ. m. Núver- andi glimukonungur íslands er Lárus Salómonsson úr glímufél. Ármanni. Núverandi glímusnilling- ur íslands er Sigurður Thoraren- sen, einnig úr glimufél. Ármanni. Búist er við góðri þátttöku glímu- manna hér í bæ og nokkurri utan af landi. Hjúskapur. Á morgun verða gefin saman i hjónabánd ungfrú Bengta Ander- son, dóttir Reinholt Anderson klæð- skerameistara, og Kristján Grimsson læknir. Utanáskrift þeirra verður: Hotel Kong Frederik, Köbenhavn. E-li^tinn er Iisti sjálfstæðismanna. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðismanna er í Varð- arhúsinu. Opin kl. 10—12 og 1—7 daglega. Símar 2339 og 3760. Kjörskrá er þar til sýnis og allar upplýsingar gefnar við- víkjandi kosningunum. Af hverjn nota Jeir, sem besta þekk- ioga hafa á vöruni tll Mknnar ávalt Lilln-hðknnardropa? Af (vl að íeir reynast bestir og drýgstir. Aldrei hefir verið betra að versla en nú í Yersl. Brynja. Drapótaspil mjög lítið notað höfnm við verið beðnir nm að selja. Verðið mjög lágt. Bpplí singar gefnr herra Kristján Benediktsson, sfmi 1054, Kveldúifor. Blðm&Ávextir Hafnarstræti 5. Simi 2717. Daglega ný afsko.rin blóm: Rósir, Glathólur, Túlipanai*, Levkoj-, Ilmbaunir, Morgunfrú. Blómvendir á 1 kr. og á 75 aura. VOOÍXIOOÍXX 5COCÍXX ÍÍSCÍ iOtSOíXSOí Nýjar Yersl. Yisir. XXXSCÍÍÍXSCCtÍCÍJCCCÍXÍCCCÍXXJCÍ Eggert Claessen hæstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofa: Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10, austurdyr. Sími: 1171. Viðtalstími: 10—12 árd. P LEIGA | Lítill trillubátur óskast til leigu. Uppl. í síma 1410. (409 TILKYNNING 5 manna bill fer til Ólafsvik- ur á þriðjudaginn. Sæti laus. Sími 4051. 411 ^ KAUPSKAPUR | Veiðimenn! Góður ánainaðk- ur til sölu á Asvallagötu 16. — Simi 1888. (415 Harmónium og píanó til sölu, tækifærisverð. ísólfur Pálsson, Frakkast. 25. (414 Nýlegt kvenreiðhjól til sölu á Laugaveg 48. (413 001) 6 IS-IOIUIOH ? iddQ 'gJÍ3A -suæjixiæ} paiu n[os jij ‘jaxunu }jojs ‘BduxpxBxxms Áu SaAjy Bílskúrhurðir til sölu. Uppl. á Laugaveg 66. (418 Gott 2ja-mannáfar lil sölu. Uppl. Grettisgötu 54 B, uppi. — (427 VINNA Tek að mér að hóna bíla. —* Shellport, Lækjargötu. (408 Stúlka óskast til frammistöðu og ann- ara verka. Uppl. kl. 5—6 í: Trvggvagötu 6. (407 12—14 ára drengur óskast í sveit. Uppl. Bergstaðastíg 9 B, miðhæð. (425 Stúlku vantar í létta vist í grend við bæinn. Uppl. á Sölv- hólsgötu 10 (næsta hús við Sambandshúsið). (424 Stúlka óskast strax hálfan daginn. Uppl. rnilli 7 og 8 í kvöld. Ellen Sighvatssori, Amt- mannsstíg 2. (423; Innistúlka óskast á gott sveitaheimili. Uppl. á Bjarnar- stíg 3. . (422" Stúlka óskast í sveit. Uppl. Laugaveg 64 kl. 6—8. (419 Unglingsstúlka eða eldri kvenmaður óskast á Öldugötu 27. Blómkál og hvítkál til sölu á sama stað. (417 Duglegur unglingur 16—18 ára getur fengið atvinnu við franimistöðu nú þegar. Uppl. á afgiv Alafoss. (426 y HÚSNÆÐI | Sólrik stofa með húsgögnum óskast til leigu um tveggja mánaða tima. — Ábyggileg greiðsla. Upplýsingar í síma 2941 i dag til kl. 5 og í 2640 eftir kl. 6. (406> Stofa til leigu á Skólavörðu- stíg 12, nieð eða án húsgagna, fvrir lengri eða skemri tíma_ (420: Herbergi með sérinngangi til leigu Bankastræti 14 B. (416! TAPAÐ -FUNDIÐ Brún taska liefir tapast. Skil- ist Holtsgötu 12. (412 Poki með sængurfötum, sokkum og handklæðum er í óskilum hjá lögreglunni. (410 Lítið kvenarmbandsúr tap- aðist neðst á Túngötunni. Skil- ist á Túngötu 2, gegn fundai*- launum. (421 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.