Vísir - 17.06.1934, Qupperneq 2
Ví SIR
Kosningapnar.
í dag er rétt vika til kosning-
anna. Kosningar hafa verið svo
tíðar, nú að undanförnu, að
mönnum finst það varla i frá-
sögur færandi. En þessar kosn-
ingar, sem fram eiga að fara á
sunnudaginn kemur, eru að
mörgu leyti merkilegri og'þýð-
ingarmeiri heldur en flestar
kosningar, sem fram hafa farið
liér á landi um langt skeið.
Um tvennar síðustu þing-
kosningarnar vissu menn það
fyrirfram, að segja mátti að
ekki væri tjaldað nema til einn-
ar nætur, eða að nýjar kosning-
ar mundu fara fram á næsta
eða öðru ári þar frá. Nú vita
menn, eða gera að minsta kosti
ráð fyrir því, að kosið verði til
fjögurra ára, eða heils kjör-
tímabils. En það er viðurkent,
að sérstaklega beri að vanda til
þess, „sem lengi á að standa“.
Og þó eru það að sjálfsögðu
aðrar ástæður, sem gera þessar
kosningar sérstaklega merki-
legar og afdrifarikar.
Nú er orðin sú breyting á
stjórnskipulögum landsins, að
kjósendur í hverju einstöku
kjördæmi liafa ekki að eins
áhrif á það hver úrslitin verða
í hverju kjördæmi fyrir sig,
heldur einnig á heildarúrslit
kosninganna, í sambandi við
skiftingu uppbótarþingsætanna
milli flokka. Áður var það svo,
að minni hluti í kjördæmi var
svo að segja réttlaus. í fjöl-
mörgum kjördæmum bafa
menn vitað það fyrirfram með
fullri vissu, hver mundu verða
úrslitin, hver eða hverjir mundu
ná kosningu af þeim, sem i
kjöri hafa verið, og liverjir
mundu falla. Fjöldi kjósanda
hefir þannig vitað það fyrir-
fram með fullri vissu, að at-
kvæði sín mundu falla ógild
með öllu. — Nú er það hins
vegar svo, að hvernig svo sem
flokkum er skipað í einstökum
kjördæmum, þá getur atkvæði
hvers kjósanda, hvaða flokki
sem hann fylgir, hvort sem
hann er i meiri hluta eða minni
hluta, haft fult gildi og full á-
hrif, til jafns við atkvæði þeirra,
sem eiga vísan sigurinn í kjör-
dæminu.
Þessi breyting er sérstaklega
mikilvæg fyrir kjósendur í
Reykjavík. Þó að Reykvíking-
um sé ekki skömtuð' nema 6
þingsæti, eða tæplega áttundi ;
hluti þingsætanna eins og þau I
geta orðið flest, þá geta áhrif
Reykvikinga á heildarúrslit j
kosninganna orðið fullkomlega .
sem svarar kjósandafjöldanum.
í stað þess að áður hafði hver
kjósandi utan Reykjavíkur til
jafnaðar þrefaldan rétt á við
hvern Reykviking, geta Reyk-
vikingar nú fengið fullkomið
jafnrétti til áhrifa á skipun
þingsins. En það getur því að
eins orðið, að kjósendur í
Reykjavík nötisérkosningarrétt
sinn eins alment og aðrir lands-
menn. Því almennari sem þátt-
taka Reykjavíkur verður í kosn-
ingunum, því meiri verða áhrif
bæjarins á skipun þingsins.
Á herðum Reykvíkinga livíl-
ir mestur „vegur og vandi“ af
því, livernig tekst til um stjórn
landsins, að minsta kosti mest-
ur vandi! Fjárhagsafkoma rík-
issjóðs hvílir að margfalt meira
leyti á Reykjavik, heldur en
sem svarar fólksf jöldanum. Ef
illa er haldið á fjármálastjórn
ríkisins, þá bitnar það á Reyk-
víkingum með margföldum
þunga á við aðra landsmenn.
Það hefir nú verið lialdið þann-
ig á fjármálastjórn landsins að
undanförnu, að fullkomin á-
stæða er til að óttast, að alveg
„keyri um þvert bak“, ef ekki
verður þegar í stað tekið föst-
um tökum til viðreisnar. Reyk-
víkingar vita hvers er að vænla
í þeim efnum, ef „rauðu“
flokkarnir, undir forustu Jón-
asar Jónssonar og socialista-
broddanna, ná aftur völdunum
í sínar hendur. Þeir vita það af
reynslunni árin 1928—31, þegar
óhófseyðsla ríkisstjórnarinnar
var svo mikil, að þrátt fyrir
afburða góðæri ár eftir ár, og
stórfelda hækkun allra skatta
og lolla, þá varð þó ekki kom-
ist hjá því meira en að tvöfalda
skuldir ríkissjóðs, og síðan enn
að liækka álögurnar á borgar-
ana. — Reykvíkingar þekkja
það líka, livernig komið er hag
þeirra bæjar- og sveitarfélaga,
þar sem jafnaðarmenn hafa
náð völdum. Hvert af öðru hafa
þau gefist upp og „sagt sig til
sveitar“, en önnur hanga á hor-
riminni og geta þó ekki hangið
lengi úr þessu.
Á fullvita og fullábyrgum
kjósendum Reykjavikurbæjar
hvílir nú liöfuðábyrgðin á þvi,
hverju fram vindur um hag
þjóðarbúsins á næstu fjórum
árunum. — Það var anðsætt, að
þessir kjósendur voru sér þess
fyllilega meðvitandi í vetur, ill-
viðrisdaginn þegar kosið var í
bæjarstjórn, hver áhyrgð hvildi
á þeim. Þrátt fyrir örðugleikana
varð þátttakan í þeirri kosningu
meiri en dæmi voru tH áður um
bæjarstjórnarkosningar. Nú
eiga fram að fara, á sunnudag-
inn kemur, jafnvel enn þá af-
drifaríkari kosningar, afdrifa-
ríkari fyrir alla þjóðina og þó
vafalaust afdrifaríkastar fyrir
Reykvíkinga. Það þarf ekki að
efast um það, að liver einasti
kjósandi i Reykjavík, sem fulla
ábyrgðartilfinningu hefir, gerir
skyldu sína á kosningadaginn
24. júní —- en skyldu sína gerir
enginn kjósandi með fullri á-
byrgðartilfinningu, nema liann
greiði Sjálfstæðisflokknum at-
kvæði og kjósi E-listann.
Snndhðllin.
—o---
Maðurinn frá Ilriflu, sjóð-
stofnandinn frægi, sá liinn sami,
er gaf fæðingarhreppnum skuld-
ir sínar í fyrra eða liitt eð fyrra,
hefir látið piltunga sína, tvo eða
fleiri, pára allskonar vitleysu
um sundliallarmálið að undan-
förnu. Tilgangurinn er sá,
að rægja meiri hluta bæjar-
stjórnar fyrir afskifti hans af
málinu, en vitanlega er það
„sjálfum“ Jónasi Jónssyni og
óþokkuni á hans reki að kenna,
að sundhöllin er ekki fullbúin
til notkunar fyrir löngu. Þess
þarf naumast að geta, að í skrif-
um Jónasar og félaga lians um
sundhallarmálið, hefir hvergi
vottað fyrir heilbrigðri skyn-
semi og engin heil brú verið í
neinu. Þar hafa þær haldist í
hendur systurnar, lieimskan og
ósvífnin, svo sem líklegt má
þykja.
Sundhöllin er ekki fullbúin til
afnota sakir þess eins, að ríkis-
stjórnin hefir ekki lagt fram til-
skilið fé til hennar. Ríkissjóður
hefir ekki lagt fram grænan
eyri til þessara hluta, en bæjar-
sjóður Reykjavíkur er búinn að
verja til sundhallarinnar 330
þúsund krónum.
Jónas Jónsson liefir spilt því
eftir föngum, að ríkið legði
fram sinn skerf til sundhallar-
innar. Og honum hefir lánast
að tefja málið hingað til.
Meiri hluti stjórnar í. S. í.
hefir beðið Vísi að birta eftir-
farandi
Y f i r 1 ý s i n g,u.
Vegna blaöagreina þeirra um
íþróttamál, sem birtar hafa veriS
i Nýja Dagblaðinu fyrir sí'Sustu
bæjarstjórnarkosningar og nú, og
undirritaSar eru af þeim GuSm. Kr'
Guðmundssyni og Magnúsi Stef-
ánssyni, en báðir þéssir menn eiga
sæti i stjórn íþrótttasambands ís-
lands, þykir okkur rétt, vegna mis-
skilnings manna á meðal í sam-
bandi við þessi mál, a'ö taka þetta
fram:
1. Að þessar blaðagreinar eru
stjórn í. S. í. algerlega óviðkom-
andi og veröa ]>ví greinarhöfunri-
arnir sjálfir a'S bera alla ábyrgS á
þeim.
2. AS það er algerlega gegn
vilja meiri hluta stjórnar í. S. I.,
aö birtar séu stjórnmálalega litaö-
ar greinar um íþróttamál. Allir
stjórnmálaflokkarnir hafa sýnt
íþróttamálunum skilning og vel-
Vilja, og ]dví álítum viS þaöíþrótta-
niálunum til hnekkis, þegar gerö-
ar eru tilraunir til, að draga þau
undir einn stjórnmálaflokk sér-
staklega.
3. Að þ.ví er viðkemur sund-
höllinni í Reykjavík, viljum við
taka það frani:
Að allir fulltrúar, sem sæti eiga
í bæjarráði Reykjavikur hafa
íerzlan Ben. S. Þðrarinssonar bfðr bezt kanp.
heitið því, að þegar verði hafist
handa um að ljúka viö byggingu
Sundhallarinnar er fjárstyrkur sá,
sem siðasta Alþingi ákvað að
greiða til hennar verður greiddur
bænum af stjórn ríkisins. Og hefir
borgarstjóri jafnvel talið nægilegt,
að ríkisstjórnin aðeins, ábyrgist
lántöku til byggingar Sundhallar-
innar, og virðist þá ekki til mikils
mælst eða freklega af hálfu bæj-
arins. Það er því áreiðanlegt, að
fáist annaðhvort, féð eða ábyrgðin,
hjá ríkinu, þá mun.ekki standa á
bæjarstjórn Reykjavíkur, enda á
hún enga sök á þeirri töf, sem orð-
iö hefir í þessu máli nú.
Að við teljum með öllu órétt--
mætt að veitast að bæjarstjórn
Reykjavíkur vegna sundhallar-
málsins, því að hún hefir, á mjög
erfiðum tímum, varið um 300 þús-
und krónum til byggingar Sund-
hallarinnar, og er það alt það fé,
sem varið hefir verið til þessarar
byggingar fram á þennan dag. —
Hafa því íþróttamenn þessa bæjar
enga ástæðu til að efast um, að
bæjarstjórn Reykjavíkur standi
við loforð sín í þessu efni.
Að við teljum það í hæsta máta
eðlilegt, að bæjarstjórn Reykjavík-
ur sleppi ekki ríkisstjórninni við
að standa við ákvörðun Alþingis
í Sundhallarmálinu, og bíði því
eftir fullnaðarsvari ríkisstjórnar-
innar, sem lofað hefir verið í næsta
mánuði. Ennfremur teljum við það
eðlilegt, eins og nú er komið þessu
máli og öll aðstaða er nú til, að
bæjarstjórnin taki ekki lán til þessa
verks fyr en endanlegt svar ríkis-
stjórnarinnar er fengið.
Við álítum íþróttamálin sameig-
inlegt menningarmál allra þegna
Jíjóðfélagsins og munum því gera
okkar ítrasta til að halda þeim fyr-
ir utan stjórnmáladeilurnar.
Reykjavík, 6. júní 1934.
Ben. G. Waage. Erlingur Pálsson.
Kjartan Þorvarðsson.
Næstu
]kapp.i*eidaF«
—o—
■ Eftir knappan mánuð (8. n. k.
m.) ætlar Hestamannafélagið Fák-
ur, að halda sinar aðrar kappreið-
ar ársins, og veita marga og all-
myndarlega vinninga. Metvinning-
ar verða í það sinn hækkaðir um
helming frá ]>ví. sem áður hefir
verið, eða með öðrum orðum, þeir
hestar sem ryðja eldri metum, fá
frá 75-—100 krónur en áður hafa
metlaun verið 50 kr.
Með þessari hækkun vakti fyr-
ir félagiftu, að fá hesteigendur til
að þjálfa svo vel hesta sina, að í
Ijós kæmi þau gæði, þol og flýtir,
sem vitanlegt er, að býr í góðum
ísl. hesti. Þeir rnenn, er vilja skara
fram úr i iþróttum verða að leggja
á sig mikiö erfiöi og sama gildir
um hest; eigi hann að skara fram
úr, þá verður hann um langan tíma
að vera æfður eftir settum reglum,
af manni með viti, þar verður heili
og hönd að starfa saman, ]>ví að
öðrum kosti má búast við, að hest-
urinn fái þær skráveifur,-sem hann
aldrei býðtir baétur af.
Síðustu kappreiðarnar hér báru
því miður, þess merki, að fíestir
liestarnir, er þar hlupu, höfðu ekki
fengið næga þjálfan, og stafaði
það mest af því, að tíð var slæm
og völlurinn þess vegna, framund-
ir kappreiðarnar, ófær til æfinga.
Nú horfir þetta öðru visi við,
því nú er völlurinn í góðu lagi, og
má því strax byrja á að æfa, og
Reiðbuxur.
Oxfordbuxur.
Sportskyrtur.
Sportsokkar.
Manchettskyrtur.
Vinnufatnaður
í miklu úrvali.
Austurstræti 1.
þótt tíminn til kappreiða sé ekki
langur, þá má með viturlegri þjálf-
an, stór auka hraða hests á þess-
um tíma, ekki síst þess hests, sem
búinn er að liggja úti og liðka
sig' eftir básstöðurnar.
Það verður að vera metnaður
Reykvíkinga, sem eiga góða hesta
og fara vel með þá, að hestarnir
ekki einungis bæti við sig holdurri
af hinu ríkulega fóðri, sem þeim
er gefið, heldur og einnig aö þeir
auki við sig gæðum og flýti.
Um sama leyti i vor og Fákur
hélt hér kappreiðar héldu Skag-
firðingar einnig kappreiðar, og eft-
ix þeim skýrslum, sem hingað
komu um flýti þeirra hesta, er þar
voru reyndir kom þar í ljós, að
Reykvíkingar mega hafa sig alla
við eigi hestar hér að halda götu
íyrir þeim skagfirsku. Folar þar
bafa þegar rutt folameti Fáks, og
eru á góðum vegi með að ryðja
meti „Móðnis“ á 300 metrum.
Á þessu fá menn séð, að sveita
hestarnir geta ef. rétt er á haldið,
orðið reykvísku gæðingunum
skeinuhættir ef vilji og vit þeirra
manna, sem með þá fara, er til
staðar. Þeir Reykvíkingar, sem
eiga góöa hesta og hafa í hyggju
að leggja þá fram við næstu kapp-
reiðar hér, ættu ekki að draga
lengi úr þessu að byrja á æfingum,
því svo best vinnast hin háu met-
laun, sem Fákur býður nú fram,
að fyrir þau sé eitthvað lagt í söl-
urnar.
Dan. Dan.
Bændnrnlr og
Sjálfstæðlsflo&karinn.
Þýðing bændastéttarinnar í þjóð-
félaginu.
Það hefir verið sagt um íslend-
inga, að þeir væru hrekklaus þjóð,
og þótt ýmsir atburðir síðustu ára
j opinberu lífi þjóðarinnar kunni
að benda á hið gagnstæða, þá mun
"áiit þetta þó mega skoðast sern
vottur göfugs og drengilegs hug-
arfars þjóðar vorrar.
Auðvitað hafa allar stéttir þjóð-
arinnar átt sinn þátt í því að skapa
þetta álit og þann heiður, sem það
er, jafnt þjóð sem einstaklingum,
að vera álitinn drengur góður. En
ef nefna ætti nokkra stétt, er ann-
ari fremur hefði að því unnið, þá
er það bændastétt landsins. Þetta
cr eðlilegt. Hún er elsta stéttin
í lándinu og hefir lengst af lif-
að af erfiði handa sinna, laus við
prjál og tildur, en einmitt slík lífs-
kjör virðast, á öllum tímum og hjá
öllum þjóðum, hafa verið öðrum
fremur vel til þess fallin að skapa
göfuga og hreinlynda menn og
hafa þeir þó að sjálfsögðu einn-
ig fæðst með oðrum stéttum þjóð-
arinnar. Bændastéttin hefir líka,
að langmestu leyti, lagt þjóð vorri
þá hina miklu gáfumenn, er á liðn-
um tíma hafa viðhaldið og' varð-
veitt tungu vora og andlega menn-