Vísir - 20.06.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 20.06.1934, Blaðsíða 3
VlSIR KAUPH0LL1W Hafnárstræti 10—12 (Edinborg). Sími: 3780. JL. ■ Opið kl. 4—6 (á laugardögum kl. 1—3). Kreppulánasjóðsbréf. Önnumst kaup og sölu á Kreppulánasjóðsbréfum. Heiðroða viðskiftamean! Um leið og eg leyfi mér að vekja athygli yðar á þvi, að . cg hefi einkaumboð á íslandi fyrir stærstu og elstu st.imlpaverksmiðjurnar á Norðurlöndum get eg útvegað yður allar þær vörutegundir, sem verksmiðjur þessar framleiða. Vöruvöndun og öllum frágangi á þvi sem verk- smiðjurnar búa til þarf ekki að lýsa, þar eð þær liafa í mörg und- anfarin ár selt vörur sinar hingað til lands og hlotið einróma við- urkenningu sinna viðskiftamanna fyrir vandaðar, lialdgóðar og smekklegar vörur í sinni grein, en þó ódýrar. (Það eru fleiri dæmi til að stimplar er pantaðir voru til landsins fyr- ir 20 árum frá þessum verksmiðjum, eru enn i notkun og eru mjög greinilegir). Fer hér á eftir upptalning á nokkru af því er verksmiðjurnar hafa á boðstólum: Gúmmí-handstimpla, allsk. gerðir og letur. Eiginhandar-Nafn- stimpla. Tölusetningarvélar (Numeratorer). Mánaðardagastimpla, einnig með firmanafni. Sjálffarfandi-Handstimpla. Vasastimpla. Númerastimpla. Stóra firmastimpla til að stimpla með pappirspoka og aðrar um- búðir. Stimpla er nota má sem bréfhausa og á umslög af livaða gerð sem er. Endurskoðunar-stimpla, Bókhalds- og skrifstofustimpla. Málmstimpla. Auglýs- ingaletur í kössum, stórir og smáir bókstafir (alt ísl. stafrófið) meðmerkjumog tölustöfum, hentugt til gluggaauglýsinga og fyrir skóla. Slagpressur er þrykkja nafninu inn í pappírinn. Signet. Brennimerki. Stálstimpla til að merkja með járn og ýms verkfæri. Merkiplötur til að setja saman i orð,einnig i einni heild. Hefti- vélar. Gatavélar (Perforér-Maskiner). Tangir fyrir blýinnsigli. Stimplahaldara til að festa á vegg og hafa á borði. „Garderobe“-Hengimerki, úr látúni, mism. stærðir. Stimpla búna til eftir hvaða teikningu sem er. Merkiblek á glösum og brúsum, til-að merkja með lín og allskonar umbúðir.— Kjötstimpla. Stimpilblek og Púða af mismunandi stærðum og litum. Fyrirliggjandi frá vepksmiðjunum: Tölusetningarvélar (Numeratorer). Mánaðardaga- stimplar. Filt fyrir tölusetningarvélar og sjálffarfandi stimpla. Stimpíahaldara á vegg og borð. Stimplapúða og Stimpilblek. Merkiblek fyrir lín og allsk. umbúðir. Blek í tölusetningarvélar og fleira. Annast viðgerðir á tölusetningarvélum og mánaðar- dagastimplum. Dyranafnspjöld mismunandi stærðir og gerðir, úr látúni, postulíni og emalje, til utan- og inn- anhússnotkunar. — Einnig Númera- og Götunafna- skilti. Sýnishorn af stimplum, leturtegundum og öðru því er verksmiðjurnar framleiða lvefi eg til sýnis liér á staðnum. — Allar pantanir afgreiða verksmiðjurnar á mjög stuttum tíma (3—4 vikum) og nákvæmlega eftir beiðni og fyrirmælum pantenda. Komi misfellur fyrir frá verksmiðjanna liendi, verður það leiðrétt kaupanda að kostnaðarlausu. Ef að þér þarfnist einlivers af þvi sem verksmiðjur þessar búa til, þá komið pöntun- um yðar til mín og mun eg sjá um, að senda þær með fyrstu ferð héðan. Öllum fvrirspurn- um svarað greiðlega. — Pantanir utan af landi sendar gegn póstkröfu. HJÖRTUH HANSSON SÍMNEFNI: „ORDER“. LAUGAVEG 28. PÓSTHÓLF 566. Sím 4361. REYKJAVÍK. Hermann kominn í leitírnar. Svo sem líklegt má þykja reyndist það ekki svo, að lög- reglustjórinn hefði loks lært að skammast sin og væri hættur að skrifa um réttarfarsmálin. í kosningableðli Hriflu-Jónas- ar í morgun, reynir liann að svara grein Bjarna Benedikts- sonar, en tekst svo, að sjálfur mun liann heitast mega óska, að hann hefði heldur tekið skömm sinni þegjandi. Svar við þessum síðasta þvættingi mannsins mun birtist hér í Llaðinu á morgun. Minning Boalfls Amnndsen. Minnismerki um Roald Amundsen var afhjiipað í Tromsö í gær og var athöfnin hin hátíðlegasta. Á minnis- merkinu er skjöldur úr málmi, gefinn af frakkneska blaðinu Le Temps. Aðalritstjóri hlaðs- ins var viðstaddur og afhenli gjöfina. Frakkneskt herskip kom til Tromsö í tilefni af af- hjúpun minnismerkisins og stóðu franskir sjóliðsmenn á verði í heiðurs skyni i kringum minnismerkið meðan athöfnin lór fram. (FB). Ankin hernaðarntgjölfl i Tékkoslovakfn. Prag 20. júní. FB. Rikisstjórnin hefir farið fram ó það við þjóðþing'ið, að fá heimild til þcss að auka hernaðarútgjöld um 4 miljarða króna. Frumvarp til laga um þetta verður nú rætt i þinginu. Vekur þetta að vonum mikla eftirtekt, því að alkunna er, að Tékkóslóvakar vilja lifa í sátt og samlyndi við aðrar þjóðir. Skilja menn þetta því svo, sem ríkisstjórnin álíti friðinum hættu búna, og telji sér skylt að aulca landvarnirnar sem mest þess vegna. (United Pr.). Snarpir landskj álftakippir I Hrísey. Akureyri 19. júní. FÚ. í morgun kl. 8/ hafði fund- ist hai'ður landslcjálftakippur í Hrisey. Annar enn meiri kipp- ur kom síðastliðið sunnudags- kvöld, og þótti liann ganga næsl landskjálftanum 2. þ. m. Flúði alt fólk á eynni út úr húsum.’ Sprungur i steinveggj- um hafa énn gliðnað. Annars liafa smákippir fundist þar öðru hverju síðustu daga. Ilríseyingum hefir altaf virst stefna landskjálftanna vera fró suðaustri, og skemdir hafa orð- ið mestar suðauslan megin á húsum þar. Síðustu kippi telja þeir liafa verið meiri þar en á Dalvik. Mentaskölinn. Skólauppsögn fór fram kl. i í dag. Þessir luku stúdentsprófi: Máladeild. Skólanemendur: i. Dagný Elling- sen 7,33, 2. Elín Davíðsdóttir 5,84, 3. Katrín Ólafsdóttir 7,32, 4. Kjart- an Guðmundsson 6,11, 5. Kristján Jóhannesson 6,13, 6. Lárus Pálsson 6,26, 7. Magnús Geirsson 6,33, 8. Páll Levi 6,17, 9. Páll Þorgeirs- son 5,74, 10. Thor Guðmundsson 6,19, 11. Unnur Jónsdóttir 7,09, 12. Vagn Jónsson 6,57, 13. Þórarinn Guðnason 6,56, 14. Þorst. Sveinsson 4^4- Utanskólanemcndur: 1. Bjarn- þór Þórðarson 4,56, 2. Helgi Bergsson 5,53, 3. Nanna Ólafsd. 6.87, 4. Othar Proppé 5,89, 5. Sig- rún Briem 6,63. Stærðfræðideild. Skólanemendur: 1. Eiríkur Briem 6.40, 2. Friðjón Sigurðsson 7,09, 3. Friðrik Hjálmarsson 4,26, 4. Gunnar Böðvarsson 6,21, 5- Her- mann Einarsson 6,63, 6. Hermann Þórarinsson 5,77, 7. Hörður Jóns- son 6,25, 8. lngi H. Bjarnason 6,21. 9. Jón Björnsson 6,18, 10. Matthías Hreiðarsson 5.48. 11. Oddur Ólafsson 5,18, 12. Ólafur Siggeirsson 5,12, 13. Ólafur Sig- urðsson 6,91, 14. Pétur Kristins- son 5,76, 15. Sig. Guðmundsson 5,90, 16. Sig. Ingimundarson 5,56, 17. Zophonias Pálsson 5,60. Utanskólancmandi: Kaj Jessen 5.01. Gagnfræðaprófi luku 32 nemendur, þar af 7 utan- skóla. H'lutu 17 I. einkunn og 15 II. 7 nemendur náðu hærri einkunn en 7,00. 25 náðu hærra prófinu (5,67), sem þarf til þess að geta sest t 4. bekk. 10 nemendur luku ekki prófi að fullu, en munu gera það í haust. Allsherjirmðt Í.S.Í. Allsherjarmótið hélt áfram í gærkvöldi. Á undan kapþleikunum sýndu nokkrir drengir frá Vestmanna- eyjum leikfimi, undir stjórn Lofts Guðmundssonar. Tókst drengj- unum vel sýningin og var ánægju- legt að horfa á fimi þeirra í stökk- um á dýnu. Úrslit í þeim greinum, sem kept var í i gærkveldi, urðu þessi: 110 m. grindahlaup: Undanrás var hlaupin i tveimur riðlum og tveir þáttt. í hverjum — brautir eru ekki fleiri. — Fyrra riðil vann Karl Vilmundsson, Á., á 20.6 sek., en hínn síðari Ingvar Ólafsson, K. R., á 19,9 sek. Ú r s 1 i t: 1. Karl Vilmundsson, Á., 19.Ö sek.; 2. Ingvar Ólafsson, K. R., 20.5 sek.; 3. Ólafur Guð- mundsson, Iv. R., 21.4 sek. — I úrslitahlaupinu feldur þeir Karl og Ingvar báðir síðustu grind á braut- unum. Ingvar var þá aðeins á und-. an, en féll og taíðist þá svo, að hann varð á eftir. -— ísl. met er 18 sek. 400 m. hlaup: 1. Gísli Kjærnested, Á., 56.1 sek.: 2. Ólafur Guðmundsson, K. R., 36.8 sek.: 3. Stefán Guðmundsson, K. R., 57.0- sek. — ísl. met er 54,6 sek. 10.000 m. hlaup: i. Gísli Albertsson, í. B., 34 min. 46.6 sek.; 2. Bjarni Bjarnason, í. B., 35 mín. 48.0 sek.; 3. Magnús Guðbjörnsson, K. R., 38 mín. 2,6 sek. — ísl. met er 34 mín. 6.1 sek. Langstökk: 1. Karl Vilmundsson, Á., 6.10 m.; 2. Georg L. Sveinsson, K. R., 6.05 m.: 3. Ingvar Ólafsson, K. R., 6.O1 m. — íslenskt inet er 6.53 m. 1000 m. hoðhlaup (400—300—200—100 m.) : 1. Glímufél. Ármann 2 mín. 16 sek.; 2. Knattspyrnufél. Rvíkur 2 mín. 17 sek.; 3. K. R. (önnur sveit) 2 mín. 22.8 sek. Einni iþróttagrein (stángar- | stökki) var frestað. Stigin um Allsherjarmótsbikar- inn standa nú svo: K. R. 119 st. Glímufél. Árm. 107, í. B. 24 og Víkingur 2 st. í kvöld fara fram síðustu kapp- leikar mótsins, þ. e.: Stangarstökk, fimtarþraut og 10.000 m, kappganga, Kappgangan fer fram á vegi, en endar á íþróttavellinum. N o r s k a r loftskeytafregnir. —o— Veikindi Mowinckels. Osló, 10. júní. — FB. Mowinckel forsætisráðherra er nú hitalaus, en litlar líkur til, að hann geti komið á þingfund í yfirstandandi viku. Vinnudeilulögin norsku. Óðalsþingið hafði í gær til meðferðar breytingarnar á lög- um um vinnudeilur. Samþykt var að hreyta reglunum um at- kvæðagreiðslur í verkalýðsfé- lögunum og málamiðlunartil- raunir með 57 atkvæðum gegn 53. Jafnaðarmenn og Dybwad Broclimann greiddu atkvæði á móti þeim. Því næst voru lögin með áorðnum breytingum sam- þykt og afgreidd til lögþingsins. Greiddu jafnaðarmenn atkvæði á móti. Búist er við, að þing- fundum verði lokið 25. eða 26. júní, ef ekki verða stjórnar- skifti. Bann við notkun einkennisbún- inga í pólitískum tilgangi, Óðalsþingið hefir fallist á breytingartillögur rikisstjórnar- innar á lögunum um einkennis- búninga. Tillögurnar ganga út á það, að bann er einnig lagt á notkun einkennisbúninga i pólitískum tilgangi á innífund- um. Hallgrímshátíðin í Saurbæ er áformað að verði að þessu sinni haldin sunnudaginn 15. júlí. Biskup prédikar, en aðalræðumenn | úti er talið að verði dr. Sigurður j Nordal og Guðbrandur Jónsson rit- | höfundur. Viðbúnaður er nú mik- ill i Saurbæ og hefir t. d. verið gerð þar bryggja, sem er í alla staði hið prý'ðilegasta mannvirki. Hafa sóknarmenn sýnt mikla rausn með dagsverkagjöfum í bryggjuna, svo að þar hafa engir skorist úr leik, þrátt fyrir mannfæð á flest- um heimilum. Nú er verið að reisa eldaskála á samkomustaðnum og verður í sambandi við hann annað- hvort skáli eða tjald til veitinga. Konur úr Saurbæjar-, Leirár- og Melasóknum ætla að annast allar veitingar á hátíðinni til ágóða fyrir kirkjuna. Akurnesingar eru eigi heldur aðgerðalausir, og svo er sagt af kunnugum mönnum, að svo megi heita, að allar hendur séu á lofti til liðsinnis, í suðurhluta Borgar- fjarðarsýslu. (Landsnefnd Hall- grímskirkju. — LB.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.