Vísir - 21.06.1934, Blaðsíða 5

Vísir - 21.06.1934, Blaðsíða 5
VtSIR Fimtudaginn 21. júní 1934. Út af ummælum Alþýðu- blaðsins þ. 18. þ. m. hefir Jó- hann P. Jónsson skipherra á Óðni beðið „Vísi“ að flytja eft- irfarandi yfirlýsingar frá Pálma Loftssyni forstjóra Skipaút- gerðar ríkisins og skipshöfn- inni á Óðni: „AÖ gefnu tilefni vottast hér- með aö skipherra Jóhann P- Jónsson er með öllu skuldlaus viö Skipaútgerð ríkisins. Rej'kjavík, 20. júni 1934. Pálmi Loftsson“. Að gefnu tilefni vottum við undirritaðir skipVerjar á varð- skipinu Óðni, að skipherrann Jóhann P. Jónsson, er algerlega skuldlaus við okkur. Varðskipinu ó'öni, ao.,.júni 1934. Þ. Björ.nsson I. stýrim. G. Bjari1gs01i. il. stýrim. Har. Björnsson III. stýrim. Lýður ■ Guðmundsson loftskeytam. Sigurður Guðbjartsson bryti. Seindór Guðmundsson íiiatsv. A. Jónsson vikadr. Magnús Björnsson háseti. Pétur Jónasson háseti. Þ. M. Pétursson háseti. Guðm. Kr. Sigurðsson háseti. Magnús H. Bjarnason óvaningur. Ól. Björnsson óvaningur. Eyjólfur Hafstein viðvaningur. Gu'ðbj. Guðbjartsson I. vélstjóri. Ferdinand Eyfell II. vélstjóri. Ásgeir Árnason III. vélstjóri. Magnús Helgason I. kyndari. Snorri JónsSon kyndari. Sigurður Egilsson kyndari. Þorgils Bjarnason kyndari. Óskar Jónsson kafari. Jón Jónsson háseti. Mnssolini og Hitler. Múnchen 21. júní. FB. Samkvæmt áreiðanlegum héimildum ætlar Mussolini að endurgjalda Hitler Þýskalands- kanslara heimsókn hans, þegar flokksþing nazista verða háð i Nurnberg í nóvembermánuði næstkomandi. (United Press). Stefonskrá Belgínstjórnar. Brússel, 20. júní — FB. Eins og nýlega^var getið í skeytum, myndaði De Brouque- ville stjórn á ný í Belgíu og styðja liana sömu flokkar og þeir, er studdu gömlu stjórnina. Nýja stjórnin hefir nú birt stefnuskrá sina. Meðal höfuð- atriða hennar má telja, að eigi verði liorfið frá gullinnlausn og að lialdið verði áfram að full- konma landvarnakerfið. Rikis- stjórnin liefir og lýst þvi yfir, að hún muni fara fram á það, að þingið gefi lienni víðtæld vald til úrlausnar ýmsum mál- um. (United Press). Viðræðnr Barthon og Bollfnss. Vinarborg, 20. júni. — FB. D.ollfuss, kanslari Austurrílc- is, hefir átt viðtal við frakk- neslca ráðherrann Barthou, sem liefir hér viðdvöl á leið sinni til Bukarest. Mælt er, að Bartliou hafi notað tækifærið til þess að stuðla að því, að samvinna geti lialdið áfram milli Frakklands, Ítalíu og Bretlands til þess að vernda sjálfstæði Austurrikis og stuðla að viðreisninni í landinu. (United Press). Samkomnlagshorfnr versna i Noregi. ,Osló, 20 júní. — FB. Blöðin i Osló eru nú yfirleitt þeirrar skoðunar, að það verði miklum erfiðleikum bundið að ná samkomulagi, sem komi i veg fyrir að stjórnin segi af sér. — Samkomulag hefir ekki náðst milli Five ráðherra og bændaflokksins viðvikjandi tillögum þeim, sem fulltrúar bændaflokksins í landbúnaðar- nefnd Stórþingsins liafa lagt fram. Samkvæmt Tidens Tegn hefir þingfloklcur bændaflokks- ins einróma samþykt að standa að fyrirspurn Hundseids. Geti forsætisráðherra ekld mætt á þingfundi i yfirstandandi viku vegna veikinda sinna mun flokkurinn fara fram á, að ein- liver annar ráðherranna svari fyrirspurninni fyrir liönd ríkis- stjórnarinnar. „Hrygðarmpðm". --O-- Bleðilsmenn eru nú daglega að bisa við að slcrifa uin kosn- ingarnar og fer mikið af erfið- inu í það, að gylla „liflækni“ flokksins, efsta manninn á framboðslista þeirra hér, í bæn- urn. Mun og ekki af því veita, þvi að hann nýtur ekki trausts nokkurs sæmilegs kjósanda, svo að vitað sé. En svo er að sjá, sem þeim hafi skilist það,bleðilspiltum,að staglið um „hflækninn“ kynni að þyk ja nokkuð þreytandi til lengdar, og því er það, að stund- um reyna þeir að breyta til. Og ein tilbreytingin er sú, að birta stórar myndir („brygðarmynd- ir“ svo nefndar) af húsum hér i bænum. Það liefir meðal ann- ars þann kost, að þá þarf minna að skrifa og þykja slikar mynd- ir því tilvalinn eyðufyllir. — Það mun liafa verið i gær, sem tvær þessara húsamynda birtust. Var tahð að önnur væri af hinum svo nefndu „pólum“ hér suður með Laufásveginum, ærið lirörlegum húsum og illa gerðum, en hin var vist af húsi Hermanns Jónassonar, lög- reglustjóra, einhverju mesta skrauthýsi bæjarins. Sumir vilja nú reyndar lialda þvi fram, myndin hafi verið af „hölhnni “ lians Héðins“, og má vera, að ! það sé réltara. — Þeir eiga sitt skrauthýsið hvor, Hermann og Héðinn, þarna suður við nýju göturnar, og er talið að þau sé nauða-lik myndinni, sem bleð- j illinn flutti. Og einhvernveginn hefir þeim tekist að koma þeim ' upp og gera þau sæmilega úr garði, blessuðum alþýðuvinun- um, þó að þeir sé náttúrlega allslausir, eins og „aðrir verka- | menn!“ Þ. (Jtan af tandi Frá Þórshöfn. 20. júní. FÚ. j Frá Þórshöfn skrifar fréttarit- j ari útvarpsins 15. þ. m„ að gróður : sé nú or'Ö.in þar meira en í maðal- lagi um þetta leyti árs, þótt tíð : væri köld til loka maímánaðar. ■— j Óvenjulega mikið fiskileysi segir I hann hafa verið vi'S Langanes og ; á Raufárhöfn. Síðustu daga hafSi þó glæðst afli á Skálum. Fleiri báta segir hann að muni sækja til íiskjar í sumar en í fyrrasumar, írá Skálum, Heiðarhöfn og Gunn- ólfsvik, enda nokkuð af Færeying- um á þéssum stöðum, en með færra móti á Þórshöfn. Nýlega sást rostungur fyrir utan Skála, og er það sjaldgæft. Þá hef- ir nokkuð af fullorðnum hákarli veiðst inn við höfn á Þórshöfn undanfarið, og er það einnig fá- títt. L. v. . ■ r |4 "'ióú1’;V' , Samskotin. Á Fáskrúðsfirði stendur yfir fjársöfnun handa þeim, sem tjón biðu í landskjálftunum, og gengst hreppstjórinn, Sveinn Benediktsson, fyrir henni. Nýlega var i því skyni haldin dansskemtun á Fáskrúðs- firði að tilhlutun ungra manna með aðstoð kvenfélagsins, er stóð fyrir kaffiveitingum, og gáfu verslanir i bænum það er til þeirra þurfti. FÚ. Landskj álftarnir. í gær, miðvikudag, fundust í Hrísey þrir landskjálftakippir, mjög snarpir, með um 5 mín- útna millibih. Byrjuðu þeir klukkan 16.35. Fólk flúði hús- in, gripið ógurlegri liræðslu. Ilríseyingar óska eflir sér- fróðum mönnum, til rannsókn- ar á upptökum og orsökum landskjálftanna. — (FÚ.). Sameiginlegt mál. Eitt er þeim saineiginlegt á- hugamál framsóknarmönnum, sósialistum, kommúnistum og þjóðernissinnum — eg héh að þjóðernissinnar hefði ekkert sameiginlegt með þessum floltk- uni — þeim er öllum Ijúft að senda eiturörvar sínar til frú Guðrúnar Lárusdóttur i Ási. Hún ræðst aldrei á nokkurn mann með persónulegum ill- yrðum eða litilsvirðingarorðum. Þvi undarlegra er það, að þessi fylking skuh aldrei geta séð hana í friði. 1 „lslandi“, blaði þjóðernis- sinna, sem út kom 17. júní, er fréttapistill frá stjórnmálafundi í Keflavík. Þar þarf að koma frú Guðrúnu að, brigsla henni um vænma lielgislepju. Slettur þess- ar sýna liug þessara manna -til frú Guðrúnar. Og hvers geld- ur liún? Jú, hennar þunga sök er sú, að hún er kristin kona, befir aldrei farið leynt með það, að hún elskar málefni Jesú Krists. — Hún geldur þess einn- ig, að hún liefir staðið og stend- ur enn framarlega í fylkingar- broddi þeirra, sem vernda vilja þjóð vora frá áfengisbölinu. Lífsreynslusnauðir angur- gapar geta lcastað steinum til frú Guðrúnar fyrir hennar margþætta og blessunarrika starf í þágu velferðarmála þjóð- ar vorrar. Sagan mun geyma nafn hennar löngu, löngu eftir að nöfn þeirra manna eru glcymd, sem eru að æpa að henni. íslenskar konur! Munið eftir því 24. júní að frú Guðrún Lárusdóttir er í kjöri. Það er heiður yður að liafa liana sem fulltrúa yðar á þingi. Yinur. Rústir og viöreisn, Það er ákaflega skemtilegt að heyra og sjá hinar drengilegu und- irtektir landsmanna til hjálpar fólk- inu á landskjálftasvæðinu á Norð- urlandi. Það er gleðilegt að enn sannast það, sem Þorsteinn Erlings- son sagði um landið og þjóðina, að hún ætti „marga örfa hönd, sem að i nauð má leita“. Má svo heita að þar eigi þjóðin öll sama vitnis- burðinn nú, svo fúsar og almenn- ar sýnast undirtektirnar vera, þótt Reykvíkingar, eins og oftar, skari fram úr bæði að örlæti og höfð- ingskap. Væri þá vel, ef með þetta fé yrði skynsamlega farið og því úthlutað nú þegar, eins og vitan- lega er ætlun þeirra, sem leggja það fram, en verði ekki notað til þess að káka við sjóðsmyndun eins og stundum hefir átt sér stað þegar líkt hefir staðið á og nú. Eg liefi átt tal við ýmsa mæta menn um úthlutun þessa fjár og kemur þeim öllum saman um að sjálfsagt sé, að ráðstafa því nú þegar til þeirra, sem hafa brýnasta þörf fyrir hjálp. Hinsvegar |er það alveg augljóst mál, að jafnvel þótt vel gangi með fjársöfnun um land alt, þá verður það aldrei nema lítill hluti þess f jár, er þarf til þess að reisa við aftur það sem hrunið hefir. Verður því að gera þá kröfu til stjórnar og þings, að veitt verði sú fjárhagsleg hjálp, er nægi til þess að allir, sem beðið hafa tjón af landskjálftunum, fái að fullu bætt- an skaða. Minna en það er varla sæmandi. Og það mun sannast, að sú upphæð verður aldrei talin eft- ir, af neinum skattþegni ríkisins. Þvi næst vil eg benda þingmanna- efnum vorum á það, að undirbúa nú þegar löggjöf um innlenda tryggingu gegn tjóni af landskjálft- um. Mundu það verða miklu nota- drýgri úrræði, að hafa þannig all- ar byggingar landsmanna trygðar, heldur en þurfa að biðja almennr- ar hjálpar í hvert sinn er slíkan voða ber að höndum, eins ög nú hefir átt sér stað. Hver yðar þingmanna verður nú fyrstur til þess að bera fram slíkt viðreisnarfrumvarp? Eftir þvi mun verða tekið um land alt. ’ 1 Sunnlendingur. Áskorun. —o— Öllunx eru þau vandræði ljós, er risið liafa vegna landskjálf- anna norðanlands nú að undan- förnu, þar sem fjöldi manns befir mist hús sín að meiru eða minna leyti og þannig beðið geysilegt tjón, og sömuleiðis er öllum ljós sú nauðsyn sem það er, að sem flestir, er einliverju geta miðlað, bregðist vel við með hjálp til þeirra, sem fyrir tjóninu hafa orðið. „Margt smátt gerir eitt stórt“, segir máltækið — og það munar um hverja krónuna, sem inn kemur, ef allir sýna góðan vilja og viðleitni í að lijálpa. Góðtemplarreglan er mann- úðar félagsskapur, og það eitt útaf fyrir sig ætti að vera nóg til þess, að okkur, sem í Regl- unni erum, væri það ekki síður ljúft en öðrum, ef við gætum lagt eitthvað fram til lijálpar fólki á landskjálftasvæðinu. Við viljum því minna alla Templara liér i bænum og grendinni á, að næstkomandi laugardag 23: þ. 111. kl. 8% síðd. verður haldin samkoma i Templarahúsinu hér, og alt það, sem inn kann að koma þar, á að renna til hjálpar þeim, er beðið hafa tjón af landskjálft- unum. Hér með er því skorað á alla Templara, er þetta lesa, að f jöl- menna á samkomuna á laugar- daginn og leggja þannig fram lítinn skerf í þessu skyni. Friðrik Ásmundsson Brekkan, stórtemplar. Felix Guðmundsson, umdæmistemplar. ;l Bæjarfréttir | Heiiuatrúbuð leikmanna, Vatnsstíg 3. Samkoma i kveld ld. 8. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Hljómleikasamkoma i kveld kl. 8j4. Nokkrir menn frá herskipinu „Nelson“ talca þátt i samkomunni. Mikill söngur og hljóðfærasláttur. Allir velkomnir!, Útisámkoma við Steinbryggjuna kl. 7^2- Næturlæknir er í nótt Gísli Fr. Petersen. Simi 2675. — Næturvörður er i nótt í Reykjavíkur apoteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Ný hárgeiðslustofa var opnuð i dag í Aðalstræti 6, uppi. Sjá augl. Útvarpið í kveld. i9,ooTónleikar. 19,10 Veðurfr. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Grammófóntónleikar. Schu- bert: Ófullgerða symphonían. 19,50 Tónleilcar. 20,00 Klukkusláttur. — Fréttir. 20,30 Erindi: Um land- skjálfta (Jóhannes Askelsson). — 21,00 Tónleikar. Gengið í dag. Sterlingspund ......Kr. 22.15 Dollar ............. — 4.40þ4 100 ríkismörk.......— 167.61 — frakkn. frankar — 29.17 — belgur ............— 102.74 — svissn. frankar . — 143.09 — lírur............. — 38.40 — mörk finsk .... — 9.93 — pesetar ...........— 61.02 — gyllini ...........— 298.33 — tékkósl. kr.....— x 18.58 — sænskar kr......— 114.31 — norskar kr......— 111.39 — danskar kr. ... — 100.00 Alejandre Lerroux fyrrverandi forsætisráðherra á Spáni. er í jafnmildu áliti og fyrr, þótt stjórn hans yrði að fara frá völdum. Sú er að minsta kosti skoðun Diege Martinez Barrios, fyrverandi forsætisráðherra. „Lerroux er í jafnmiklu áliti og áður,“ sagði liann í viðtali við blaðamenn, „og þótt skoðanirn- ar innan flokks hans kunni að vera skiftari en áður, nýtur hann sjálfur sömu virðingar og álits og áður. — Það var óhjá- kvæmilegt, að Lerroux-stjórnin færi frá, því að menn liafa ekki enn öðlast skilning á því hve mikilvægt það er, að láta eltki sundrung og óþolinmæði verða þeim ríkisstjórnum að falli, sem vilja vel og geta komið fram áhugamálum sínum, ef þær fá frið til þess að vinna að þeim. En væntanlega tekst svo góð sámvinna milli þeirra flokka, sem vinna að öryggi lýðveldis- ins, að vonir þjóðarinnar um framtíð þess rætist.“ ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.