Vísir - 21.06.1934, Blaðsíða 6

Vísir - 21.06.1934, Blaðsíða 6
Fimtudaginn 21. júní 1934. VISIR REG.U.S.PAT.OFF. matta innanhúss málningin, sem flestir þektir málar- ar í Reykjavik kannast við, er nú fyrirliggjandi. V Þessi málning er svo framúrskarandi áferðarfögur og vel mött, að herbergi, m áluð úr henni, bera með sér finleika og hlýju. Biðjið málara yðar að nota Dupont málningu á lierbergin í húsi yðar. Dupont málningin er svo haldgóð, að hún endist árum saman og lætur sig ekki né tapar fagra, matta blænum, hvernig sem hún er þvegin og skrúhbuð úr sterkustu sápuvötnum. Jóli. Olafsson & €o. Hverfisgötu 18. Reykjavík. Aiisherjarmðt I. S. 1. —o— Síðustu kappleikar mótsins fóru fram í gærkveldi. Þá var kept í Stangarstökki: i. K'arl Vilmundsson, Á., 2.75 m.; 2. Georg L. Sveinsson, K. R., 2.57 m.; 3, Gísli Sigurðsson, Á., 2.48 m. — Karl fór auðveldlega yfir ])essa hæð í fyrsta stökki, en reyndi ekki hærra, af því að hann þurfti að keppa í fimtarþrautinni strax á eftir. Að líkindum hefði hann komist talsvert hærra. Kappganga 10.000 m.: 1. Haukur liinarsson, K. R., 55 mín. 28 sek.; 2. Oddgeir Sveins- son, K. R., 61 mín. 28. sek.; 3. Magnús Guðbjörnsson, K. R., 64 mín. 13.4 sek. —■ Mestur hluti vegal. var genginn á vegi — ofan frá Árbæ —; aðeins 5 hringir, eða um 2000 m. á Vellinum. Var veg- urinn mjög laus og mótvindur mestalla leiðina til bæjarins. Tími Hauks má því teljast, eftir atvik- um, mjög góður. — ísl. met var ekki til áður. Fimtarþraut: ]. Karl Vilmundsson, Á., 2504.- 71 stig. (Afrek: Langstökk 5.91 m., spjótkast 36.42 m., 200 m. hlaup 25.6 sek., kringlukast 33.23 m., 1500 m. hlaup 5 min. 21.8 sek.). — 2. Gísli Kærnested, Á., 1966.425 st. — 3. Georg L. Gveinsson, K. R., 1418.275 st. —• fsl. met er: 2641.- 685 st. — Þeir Georg og Gísli voru báðir varamenn, sem settir voru inn, til þess að gefa Karli tækifæri til að keppa, því að aðrir skráðir keppendur komu ekki til leiks. Ekki er óliklegt, að Karl hefði getað sett nýtt met í fimtarþrautinni, ef hlýrra hefði verið í veðri, því hann hefir öll skilyrði til þess, nema spjótið, sem er óþarflega lélegt, og langt á eftir öðrum afrekum hans. Sérstök aukaverðl. sem stighæsti maður mótsins, fær Karl Vilmunds- son, Á.; hann hefir unnið fern 1, verðl. og tvenn 3. verðl., samtals 34 stig. — Næsthæstur er Ingvar Olafsson, K. R., með 29 stig. — Þriðji Gísli Kærnested með 26 26 stig. Allsherjarmótinu er lokið með ])essum kappleikum, og liefir Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur unnið bik- ar þann, sem kept er um, með 143 stigum. Glímufélagið Árntann fékk T29 stig, íþróttafélag Borgarfjarð- ar 24 stig og Knattspyrnufélagið Víkingur 2 stig. Iiefir K. R. haft tvöfaldan heiður af mótinu, sem forstöðufélag og sigurvegari, því óvanalega vel hefir verið gengið frá ýmsu í sambandi við rnótið, eins og t. d.' kast- og stökkbrautum o. fl. Að vísu hefir það enn brunnið við, að nokkur bið yrði milli leikmóts- atriða, en sá annmarki verður æ viðloðandi, meðan keppendur sér- greina sig ekki meir en enn er orð- ið. Ekkert nnet hefir .verið sett á mótinu. WÍÖlLOVf. —o— Þegar staðið er á vegamótum, er ekkert eðlilegra en að líta í kring t um sig, bæði fram á leið og einnig yfir farinu veg. — Minnast þess, sem liðið ér, og læra af því, til undirbúnings fyrir hið ókomna. Það er engum vafa undirorpið, að þjóð vor stendur nú við þessar kosningar, á hinum merkilegustu tima- og vegamótum; þetta eru af- drifarikustu kosningar, sem hafa verið hér hin síðari árin. Árferði er ekki að öllu leyti eins gott og æskilegt væri, atvinnuleysi töluvert, ömurleg afkoma atvinnu- veganna, gjaldþol þegnanna reynt til þrautar og hagur ríkissjóðs bág- borinn. En öll þessi vandræði eru ekki tilviljun ein, þvi á þessum árum hafa auðlindir lands og sjávar ver- ið örlátari og stórgjöíulli en nokkru sinni fyr. Fiskurinn, síldin og aðr- ar sjávar-afurðir, hafa borist á land meira en dæmi eru til, grasspretta hefir verið góð, og bústofn lands- manna til þessa ekki orðið fyrir neinum verulegum áföllum. En þrátt fyrir þetta er fjárhagur ríkis- ins afleitur. Þegar maður hugsar út í það, að allar þessar ófarir eru ekki nein- uin náttúruhamförum að kenna, og ekki heldur vegna þess, að örlæti náttúrunnar hafi brugðist, verður hendi naist að spyrja, hvort orsök- in muni ekki vera okkar eigin sök? Og i raun og sannleika er það einmitt stjórnarfarslegri léttúð og ábyrgðarleysi að kenna, að fjár- hagur landsins og velliðan íbúanna er ekki sem vera væri og hægt hefði verið, með hagsýnni og ráðhollri ríkisstjórn. Því í stað þess að vera á verði um sæmd laiidsins og velferð íbúa þess, sem er höfuð skylda hverrar ríkisstjórnar, brást bitlinga- og beinastj órn „F ramsóknar-sócial- ista“ gjörsamlega þessari sjálfsögðu grundvallar skyldu. í staðinn fyr- ir að létta undir með atvinnuveg- unum, gerði stjórnin alt sem í henn- ar valdi stóð til að íþyngja og eyði- leggja alt heilbrigt og sjálfstætt at- vinnulif og sjálfsbjargarviðleitni, ýmist með lagafyrirmælum eða með því, að fara ránshendi i fjárpyngj- ur atvinnufyrirtækjanna. Á sama tíma sem auðlindirnar eru gjafmildari en fyr á verðmæti sín og gæði, bera útgerðarmenn og sjómenn, og jaðrir framleiðendur ekki úr býtum í samræmi við það, þar sem óeðlilega mikill hluti þess sem aflaðist, var notaður til meira og minna gagnslausrar eyðslu. Það er ekki vaíi, að á Islandi, hefir aldrei verið ríkisstjórn sem safnaði svo glóðum elds að höfði sér sökum fólsku- og glópskuverka, sem ,,Framsóknar-sósialista“ ráðu- neyti Tryggva og Jónasar gerði. — Þetta einstaka ráðuneyti, sem ekki virtist eiga önnur áhugamál, en þau að eyða og spenna og spilla fjár- hagslegri aðstöðu landsmanna, og svo hitt að ,,hanga“ við völdin með- an þess var nolckur kostur. Þessvegna ákærir þjóðin þá, sem áttu sök á því, að Jónas Jónsson fékk tækifæri til þess, að leiða bölvun spillingarinnar yfir þjóðina, ,þ. e. jafnaðarmennina, sem studdu hann og styðja enn í dag, 1 hvert skifti sem jafnaðarmerín koma með háværar blekkingar um bætt atvinnu- og launakjör, þá eru „foringjjarnir" að löðrunga sjálfa sig, vegna þess að þeir hafa sann- arlega gert sitt til að það kunni að dragast, að þessi mál komist í gott horf; því hefðu þeir ekki verið dáð- lausir, ósjálfstæðir og auðkeyptir bitlingarakkar, myndi atvinnulif og ástand alt vera annað og betra en nú er. Hefðu Sjálfstæðismenn stjórnað landinu þau ár, sem ríkissjóður afl- aði mestra tekna, árin sem „Fram- sóknar-sósialistarnir“ eyddu tugum miljóna í heimildarleysi, árin sem þeir þverbrutu mörg af lögum landsmanna, og allar siðgæðisregl- ur, árin sem hlutdrægnin og of- sóknir gagnvart andstæðingum voru sem mestar, væri öðruvísi umhorfs en er. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ráðið hér undanfarin ár, með ör- uggan þingmeirihluta að baki sér, myndi nú vera öðruvísi ástatt á þjóðarbúinu. Þá myndi atvinnu- leysi ekki vera hér neitt að mun, við myndum hafa allar þær fram- kvæmdir sem „Framsóknar-sósial- istar“ grobba sem mest af, þó með þeirn mun, að ítrustu hagsýni og ráðvendni hefði verið gætt. Góðir kjósendur! Jafnðarmönn- um er ekki treystandi, þeir eru reiðubúnir til að leggjast í hvaða óþrifnaðarflet sem býðst, aðeins ef hinir sjálf-útvöldu „foringjar" Hár. Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. Goöafoss, Laugaveg 5. Sími 3436. ÓrsmíðaviDDDstofa imn er 1 Austurstræti 3. Haraidup Hagan. Slmi: 3890. halda að þeir muni hafa af því stundarhagnað. Eina tryggingin fyrir vænlegri af- greiðslu vandamálanna, er að þing- fylgi Sjálfsæðisflokksins verði svo mikið, að hann hafi hreinan meiri- hluta á þingi eftir kosningarnar. Það tekur að vísu langan tima að græða öll þau spiltu fúasár, sem óstjórn „Framsóknar-sósialista" setti á þjóðarlíkamann. En með glæsilegum sigri Sjálfstæðisflokks- ins er þó að vona að það takist fyr en siðar. Maður og meyja! Hið rétta við- horf til landsmálanna er að upp- ræta hneykslið, hvar sem það finst og styðja að drengiiegri framfara- viðleitni. En það verður aðeins gert með því að stuðla að sigri Sjálfstæðis- manna. Stcinn K. Steindársson. Aldrei hefir verið betra að versla en nú í Versl. Brynja Rfiðugler ávalt fyrirliggjandi. Sérstaklega lágt verð ef um stærri kaup er að ræða. Járnvöruverslun JBjÖPn & Mapinó Laugavegi 44. — Sími: 4128. Biöm & Ávextir Hafnarstræti 5. Sími 2717. Daglega ný afskorin blóm: Rósir, Gladíólur, Túlipanar, Levkoy, Ilmbaunir, Morgunfrú. 1 Blómvendir á 1 kr. og á 75 aura. TENNIS-spaðar, kr. 18,00 til 50,00. TENNIS-boltar. kr. 1,00 og 1,50. TENNIS-boltanet, TENNIS-leiki-eglur. Fótboltar, allar stærðir, kr. 4,50 til 36,00, fótboltapumpur og reimar. Sportvörnliús Reyfcjavíkur. MUJNAÐARLEYSlNGi. i lagi. Eg krefst þess, að liver og einn Iiafi liægt um sig og fari i rúmið. Hún nær sér fljótlega, þegar alt er orðið kyrt og hljótt i húsinu. — Herr- ar minir! Eg vænti þess af yður, að þér gangið á undan konunum með góðu eftirdæmi og bverfið íil herbergja yðar.“ En fólkið var órólegt og blýddi ekki þegar. For- vitni kom upp í kvenfólkinu og karlmennirnir voru með allskonar skýringar og atbugasemdir. En smám saman fór það þó að tínast til lierbergja sinna og að lokum varð kyrt og bljótt um all liús- ið, eins og í dauðra manna gröfum. Eg lét sem minst á mér liera, og fór til ber- bergis míns, eins bljóðlega og eg var komin. En eg fór ekki í rúmið, lieldur klæddi inig að fullu. — Eg gerði ráð fyrir því, að fæstir eða jafnvel engir gestanna beí'ði lieyrt ólætin, eða á- flogin, beldur aðeins bljóðin. — Gestirnir voru svo fjarri, að eg taldi langlíklegast, að þeir liefði heyrt minna en eg. Og eg var alveg sannfærð um það, að engin ])crna befði verið þarna að verki. Ósköpin, sem á böfðu gengið, áttu ekki ról sína að rekja til draums eða martraðar. Mér þótti senni- legasl, að skýring herra Rocbesters væri algerlega röng, og einungis framborin í því skyni, að róa og lTiða gestina. Eg var nú alkædd. En eg fór ekki út úr lier- berginu, því að eg vildi að búsbóndinn gæti geng- ið að mér visri, ef bann þyrfti á mér að halda. Eg settist við gluggann og beið og vissi þó ekki gerla, eftir bverju eg væri að biða. — En mér fanst einbvern veginn eins og það lægi í loftinu, að bráðlega lilyti eiltlivað sögulegt að gerast. Hin ægilegu hljóö og stimpingarnar áttu ekkert skylt við martröð eða lijartveika þernu. En timinn leið og ekkert gerðist. Þögn og kyrð ríkti um alt búsið, og eg var liálft um hálft farin að ráðgera með sjálfri mér, að bíða nú ekki leng- ur og fara i rúmið. — En þá var drepið á dyr lvjá mér, undur liægt og varlega. „Hver er þar?“ spurði eg. „Eru þér á fótum?“ spurði röddin, sem eg bafði vonast eftir að beyra. ,,Tá.“ „Og klæddar.“ „Tá.“ „Það er ágætt. Komið hingað út til min og far- ið Idjóðlega.“ Eg blýddi. Herra Rochester stóð úli fyrir dyrunum með Ijós í bendi. „Eg þarf á aðstoð yðar að lialda,“ sagði liann þeg- ar, er eg kom út á ganginn. „Komið með mér. Við verðum að fara svo varlega, að enginn heyri til okkar.“ Skórnir mínir voru liælalausir og mér var leikur einn að fara svo gætilega og léttilega, að ekki heyrð- ist til mín. — Rochester fór fyrir upp stigann og nam staðar fyrir utan dyrnar á herbergi einu á þriðju bæð, beint uppi yfir mínu herbergi, en þaðan bafði mér beyrst hljóðið koma, það er áður er nefnt, og þar böfðu áflogin átt sér stað eða stimpingarnar. Og nú stóðum við þarna hlið við hlið úti fyrir dyrunum. „Ungfrú Jane,“ sagði herra Rochester svo lágt, að eg nam varla orð lians. „Eigi þér nokkurn svamp eða annað þess háttar?“ „Já,“ svaraði eg. — „Hann er í herberginu minu.“ „Eigi þér nokkur hressandi meðul — t. d. ein- liver ilmsölt?“ „Já — eitthvað á eg af þess háttar dóti.“ „Það er ágætt. Farið og sækið það.“ Eg hlýddi og kom aftur að vörmu spori. Rocliester stóð kyr í sömu sporum, er eg kom aftur. Hann tók lykil úr vasa sínum og stakk bonum í skráargatið. En áður en liann opnaði liurðina sneri hann sér að mér og spurði: „Búist þér við, að yður verði mikið um það, að sjá blóð?“ „Nei, eg geri ekki ráð fyrir því. Annars liefi eg enga reynslu í þeim efnum.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.