Vísir - 30.06.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 30.06.1934, Blaðsíða 3
VlSIR Selfellsskáll verður opnaður á morgun, sunnud. Þar er skemtilegasti stað- urinn hér nærlendis til þess að njóta náttúrunnar. Templarar, rnunið að f jölmenna að Selfellsskála á sunnudögum og í frí- stundum ykkar. Einnig allir velkomnir, sem ekki hafa vín um hönd. Dans á palli frá kl. 4 á liverjum sunnudegi, með aðstoð liljómsveitar O. Jj\ Bernburgs. St. Einingin fer skemtiferð þangað á morgun kl. 1. Allir templarar velkomnir. + Frn Helga Torfason kona Siggeirs kaupm. Torfa- sonar, andaðist i morgun að heimili sinu hér í bænum. Frú Ilefga var hin mesta mætiskona, vinföst og trvgg, ágæt eiginlcona og móðir. Jönas og foringjaleysið. Mér var bent á það í dag, að í annari dagblaðsnefnu Jónasar frá Hriflu, sem út kom kosn- ingadaginn, væri verið að harma það fyrir landsins liönd og bæjarins, að K. Zimsen, fyrv. borgarstjóri væri liættur að taka þátt i stjórnmálum og sinna opinberum störfum. Kall- ar nefnt blað Iv. Zimsen fofingja Sjálfstæðisflokksins og talar um hann mcð mikilli virðingu. Eg licfi nú ekki heyrt þess getið, að K. Zimsen, hinn mæti maður, hafi nokkuru sinni ver- ið í foringjasæti innan Sjálf- stæðisflokksins. Eg liefi yfir- leitt ekki orðið þess var, að liann hafi gefið sig við lands- málum siðustu áratugina. Hann hefir haft nóg að gera, að sinna málefnum Reykjavíkur. Borg- arstjörinn í Reykjavík er svo störfum hlaðinn, að hann getur illa sint því, að vera foringi eða mjög starfandi maður í Jandsmálaflokki. Það hefir K. Zimsen vafalaust verið ljóst, og því hefir hann ekki látið liin eiginlegu þjóðmál til sín taka mörg síðustu árin. En það er dálítið spaugilegt, að hlöð Jónasar frá Hriflu skuli liarma það, að K. Z. er ekki foringi í stjórnmálaflokki. Það er alkunnugt, að J. J. hefir látið hlöð sin hera það upp á Zimsen, að hann haí'i stolið eitt- hvað einni miljón króna af fé’ hæjarins. Hafa blöð Jónasar verið að japla á þessum lygum til skamms tíma, og Jónas var svo eða þóttist vera svo sann- færður um „þjófnað“ hins fyr- verandi borgarstjóra, að hann lét Iiefja sakamálsrannsókn á hendur honum, með fyrirskip- un um sakamálshöfðun, en það var siður Jónasar, að fyrirskipa sakamálshöfðun, hvað sem rannsókn kynni að leiða í ljós. Það er nú vitanlegt, að engin króna af fé bæjarins hafði misfarist af völdum K. Zimsen, fyrv. horgarstjóra. Sagan um miljónarþjófnaðinn var auðvit- að sótsvört lygi frá rótum, þó að Jónas hafi ekki viljað láta sér sldljast það enn þá. Verður því að gera ráð fyrir, að Jónas sé enn þeirrar skoðun- ar, að K. Zimsen hafi tekið miljónina og þess vegna þyki lionum hann sérstaklega vel til þess fallinn, að hafa á hendi forystu í stjórnmálaflokki. Má mikið vera, ef liann fer nú ekki að biðla til Zimsens um að taka að sér einliverskonar foringja- tign í Framsóknarflokkinúm. En hælt er við, að Zimsen tæki því fjarri og vilji þar livergi nærri koma. Það er sárt, ef Jónas hefir miklar áhyggjur af því, að Sjálfstæðisflokkinn skorti for- ingja. Hann hefir nóg að hera samt, maðurinn sá, þó að það bætist ekki ofan á. En hann ætti að láta af öllum áhyggjum í þeim efnum, og bíða rólegur, þar til er kvartað verður fyrir honum. Kjósandi. Hljöðritoa Hljöðfærahússins. Athyglisverð nýjung. Tíðindamanni Vísis var i gær L'oðiö að skoða og reyna ný tæki til hljóðritunar, sem Hljóðfæra- hús Reykjavíkur hefir aflað sér, — tæki sem gera almenningi mögulegt, að fá tekiS á grammó- fónplötu tal, söng og hverskonar hljóSfæraslátt, með ótrúlega litlum tilkostnaði. Til skamms tíma var ]jað svo, að ef menn þurftu af ein- hverjum ástæðum að fá tekna grammófónplötu, þá skifti kostn- aöurinn við það hundruðum króna. En með Jiessum nýju tækjum Hljóðfærahússins er unt að fram- leiða góða grammófónplötu fyrir fáeinar krónur. Stafar ]iað af því að fyrir skömmu hefir verið 'fund- iö upp áhald og efni til plötufram- leiðslu senr er mörgum sinnurn ó- dýrara en áður hefir ])ekst. Það skal játað, að það var með allmiklum efasemdum aö tíðinda- maður hlaðsins fór til þess að reyna ])essi tæki og bjóst hann helst við að .hér væri um hálfgert „humbug" að ræða. En tilraunirn- ar færðu heim sanninn um það gagnstæða. Var tíðindamanninum gefinn kostur á að reyna upptöku á tali, söng og ýmiskonar hljóð- færaslætti, og var árangurinn furðanlega góður. Mannsröddinni skila plöturnar með hreinum og eðlilegum raddblæ, söngnum hljómmiklum og skýrum, og meira segja pianóleikur, sem annars er eitt af því vandasamasta senr tek- ið er á grammófónplötur, naut sin furðanlega vel. Vegna þess hve plötur þessar eru ódýrar má búast viö að þær verði nokkuð alment notaðar. Til dærnis mun sjálfsagt marg-a fýsa '])ess, að senda fjarstöddum vinum sínum og kunningjum orðsendingu eða kveðjur með sinni eigin rödd í staðinn fyrir að skrifa hugsanir sinar niður á pappirinn upp á garnla mátann. — ElIjóðfærahúsiS hefir hitt á heppilegan tíma til þess aS koma fram með þessa nýj- ung sína, því að einmitt um þess- ar mundir er mesti fjöldi söng- manna utan af landi staddur hér i bænum, og er ekki ólíklegt.að ýmsum. þeirra muni þykja gaman að taka meS sér heim rödd sína á grammófónplötu. D. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. ii, síra Bjarni Jónsson. Dánarfregn. Frú Þóra Magnúsdóttir, kona Stefáns cand. jur. Stefánssonar, bónda og hreppstjóra í Fagraskógi viö Eyjafj., hefir nýlega orðið fyr- ir þeirri þungbáeru sorg og reynslu, að rnissa son sinn af fyrra hjóna- bandi, Vilhelm Magnús Behrens, efnilegan og góöan dreng, 14 ára gamlan. IJann andaðist úr skaflats- sótt. Höfðu fleiri á heimilinu tekið sóttina og komist tiltölulega létt út af, en Jífi drengsins varö ekki bjargaS. Veðrið í morgun: Hiti í Reykjavík 14 stig., ísa- firði 14, Akureyri 16, Skálanesi 10, Vestm.eyjum 11, Sandi 10, Ivvíg- indisdal 10, Hesteyri 12, Gjögri 10, Blönduósi 12, Siglunesi 12, Gríms- ey 10, Raufarhöfn 12, Skálmn II, Fagradal 12, Hólum í Hornafiröi 14, Fagurhólsmýri 13. Reykjanes- yita 10, Færeyjum 13 st. Mestur liiti hér í gær 14 st., minstur 7 st. Sólskin hér í gær 1,6 st. Yfirlit: IláþrýstisvæSi frá Bretlandseyjum og norSvestur um ísland. Grunn lægð yfir Grænlandi. Horfur: Suð- vesturland, Faxaflói, Breiðafjörð- ur, Vestfirðir: Hæg sunnjm 'og suðvestan átt. Skýjað og sumstað- ar rigning i nótt. Noröurland, norðausturland, AustfirSir: Hæg- viðri. Skýjað en úrkomulaust að mestu. Suðausturland: Hæg vest- anátt. Urkomulaust og léttskýjað. Austurvöllur hefir nú verið sleginn fyrir nokkuru, en síðan hefir verið vætusamt, svo að hcyið hefir ekki þornað. Það er nú farið að hrekjast nokkuð og gulna og er lítil prýði að því á vellinum. — Væri ekki réttara,,að flytja liey- ið burtu, áður en það skemmist meira ? Bæjarmaður. Sigurjón Sigurðsson trésmíðameistari, Vonarstræti 8, er sextiu og fimm ára í dag. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss var á ísafirði í morg- un á leið liingað. Goðafoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyj- um. Brúarfoss fer frá Kaup- mannahöfn í dag. Lagar- foss kom til Kaupmannahafnar í gær. Selfoss fór frá Færeyj- um í gær áleiðis til Kaupmanna- hafnar. Hekla fór til Suðurlanda i gær. Dettifoss kom hingaÖ i morgun frá útlönd- um (Hull og Hamborg). MeÖal farþega voru: Níels Dungal, pró- fessor, Höskuldur Dungal, Nanna Zoéga, Gunna Bernhöft, Klara Friðfinnsdóttir, frú K. Sandholt, Kristján Gislason. Ingólfur Esþhó- lín, Steinarr Guðmundsson, Hanna FriSfinnsdóttir, Gróa GuSjónsdótt- ir og fjöldi útlendinga. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Helene I. Schmidt, Ránargötu 10 og Sól- berg Þorsteinsson, Korpúlfs- stöðum. Sjúkrasamlag' Rvíkur biður nienn að áthuga augl. hér í blaðinu um skoðunar- lækna fyrir innsækjendur í samlagið. Næturlæknir er í nótt Kristinn Björnsson, Stýrimannastíg 7. Simi 4601. — Næturvörður er í Laugavegs Apóteki og Ingólfs Apóteki. Gengið í dag. Sterlingspund..... kr. 22.15 Dollar ................— 4.39 100 ríkismörk.......— 170.38 — frakkn. frankar — 29.07 — belgur ...........— 102.39 — svissn. frankar . — 142.69 — lírur..........— 38.10 — mörk finsk .... — 9.93 — pesetar ..........— 60.82 — gyllini ....... — 297.84 — tékkósl. kr.....— 18.58 — sænskar kr.....— 114.31 — norskar kr.....— 111.44 — danskar kr. ... — 100.00 Plógur. Mjólkurfélag Reykjavíkur hefir í nokkur ár gefið út sérstakt rit, sem nefnist Plógur, og er fyrsta hefti 4, árgangs nýkomið út. Flyt- ur meðal annars ritgerS um mjólk- urmáliS, eftir Eyjólf Jóhannsson, framkvæmdarstjóra. Grétar Fells flytur erindi á Voraldar-sam- komu í kvöld (laugard.) kl. 9, sem hann kallar: Kirkja og kristindóm- ur. Allir eru velkomnir. Forma'Sur félagsins, Pétur SigurSsson, sem nú er á förum úr bænum verÖur einn- ig á samkomunni. i Súlur! MuniS að FerSafélag íslands efnir til göngufarar á Súlur á morgun. TakiS ])átt í förinni! — Óvíða mun útsýni fegurra en af Súlum. Útvarpið í kveld. Kl. 18.45: Barnatími (Frið- rik Hjartar). — 19.10: Veð- urfregnir. Tilkynningar. — 19.25: Erindi Kennarasam- bandsins: Stefnubreyting í skólamálum. (Aaðalsteinn Sig- mundsson). — 19.50: Tónleik- ar. — 20.00: Klukkusláttur. Fréttir. — 20.30: Kórsöngur. (Karlakórinn Vísir, Siglufirði. Söngstj. Þ. Eyj. Karlakórinn Geysir, Akureyri. Söngstj. I. Árnas). — 21.00: Tónleikar: a( Útvarpsti'íóið. b) Grammó- fónn: Haydn: Sonata nr. 1 í Es-dúr (Horowitz). — Danslög til kl. 24. Hreinlætið ( bænnm. —o— Eftir nbkkra daga fara stóru feröamannaskipin aS koma til landsins. HundruS og jafnvel þús- undir erlendra manna koma þá til höfuSborgarinnar, til þess að sjá land vort og kynnast þjóSinni. Sú viðkynning er ekki mikil, þar sem skipin — og ferSafólkiö — standa ekki við nema einn til tvo daga — en samt sem áöur sannast það, að glögt er gestsaugaS. Erlendu gestimir verða ekki lengi að koma | auga á þann sóðaskap og hirSu- | leysi, sem er um alla umgengni rnanna hér í bænum, og þeir undr- ast þetta flestir hverjir. Það væri nú ekki úr vegi aS hreinsa dálítið til rétt áSur en all- ur ferðamannafjöldinn fer að koma til höfuSborgarinnar — enda þótt seint sé. ÞaS kostar ekki mikið að koma á ögn rneira hrein- læti og betri umgegni um göturn- ar — þaS vantar aðeins fram- kvæmdirnar. HeilbrigSisfulltrúi ætti aS geta látiS setja upp nokkr- ar körfur undiiJ bréfdrasl o. fl. viS helstu götur borgarinnar, svo aö menn þurfi ekki aS fleygja öllu slíku á göturnar. Hefir þetta ekki ennþá verið gert og gegnir mestu furðu —• þar sem slíkar körfur myndu verSa til þess, aS menn fleygöu bréfa og blaSadrasli, ávaxtahýSi o. fl. í þessar körfur, en ekki á götuna eins og nú er iKíSöíiíiíííXíossöoöOGííooooíioao; VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. iööööt Söt Sööt Sötiöööí SÖÖÖÖtStStSÖÍ gert. — VerSur gaman að sjá hversu lengi þessar sjálfsögSu körfur veröa á leiSinni. Símaskýlið á Lækjartorgi er mesta bæjarsmán — og ætti aS íífa það hiS bráðasta, ef ekki er hægt aS láta ganga þar sómasam- lega Um, og ef ekki er hægt aS hafa hurSl fyrir því. Er þetta slcýli mjög ósmekklegt og í 'alla- staöi ósamboSið höfuöborg lands- ins, enda er nú ekki veriö að hafa fvrir aS laga það til. — í fyrra sumar var skýli þetta einnig hurð- arlaust, en svo var hurS sett á það, en einhver hefir tekiö hana heim meS sér, og mun nú víst ætl- unin aö spara útgjöldin með hurð- ina. Er það náttúrlega sparnaður að sínu leyti, en sparar víst ekki „fallegar“ lýsingar erlendra manna, sem liingað koma, um um- gengni og hirSusemi á aðaltorginu í Reykjavík. — VerSur gaman að vita hvort þeir, sem á þessum mál- um bera ábyrgö, gera nokkuS í þessu, eSa hvort þeir gera það sama og áSur, en þaS er ekki neitt. G. S. Útvappsfréttip. Berlín 30. júní. FÚ. Nazistar og kaþólska kirkjan. Samningatilraunum milli fulltrúa þýsku stjórnarinnar og Nazista- flokksins annars vegar og katólskú kirkjunnar hinsvegar, er hætt í bilí, og hefir enginn árangur orðið áf umleitunum þessum, enn sem kom- ið er. Icröfur uppgjafahermanna. Örkumla uppgjafahermenn í Par- ís fóru enn i gær kröfugöngu til fjármálaráðuneytisins og var nefnd manna sendá fund f jármálaráSherra til þess að bera fram enn á ný mótmæli gegn styrklækkun. Síðar um daginn átti forsætisráðherra tal við fulltrúa hinna örkumla her- manna. Roosevelt ver stefnu sína. London, kl. 16, 29. júní. — FÚ. Roosevelt forseti varði „hina nýju stefnu“ sína síðustu 15 mánuðina i útvarpsræðu, sem hann hélt í gærkveldi. Meðal annars sagði hann, að kaupi hefði hækkað, vinna, aukist, landbúnaðarafurðir hækkað í verði, og hefði alt þetta fengist án nokkurrar rýrnunar á frelsi fólksins. Endurreisn trausts og velmegunar hefir orðið undir stjórn fólksins sjálfs. Hann lýsti tímunum á undan kreppunni svo, að þá hefði farið fram æð- isgengið kapp til þess að eignast auðæfi, án þess að vinna fyrir þeim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.