Vísir - 05.07.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 05.07.1934, Blaðsíða 3
VlSIR KAUPH0LU W W» Hafnarstræti 10—12 (Edinborg). Sími: 3780. .JL m Opið kl. 4—6 (á laugardögum kl. 1—3). Þeir sem kynnu að vilja kaupa vel trygg verðbréf, geri svo vel að tala við oss sem fyrst. hafi verið á rökum byg'ð og hefir því ákveðið, að nú verfy lagt hér frá hafnarbakka stundvíslcga khikk- an sjö að morgni. Hver farmiði gildir að eins fyrir ákveðið skip, og til þess að forðast tafir og óþörf umsvif, eru mehn beðnir að athuga, að hvaða ski])i farmiði þeirra veit- ir aðgang, « Til uppskipunar í Saurbæ er gert ráð fyrir að hafðir verði tveir 20 tonna mótorbátar, sem fengnir verða á Akranesi, Er ])á von um, að upp- og útskipun geti gengið mjög greiðlega, enda er aðstaðan ólík því, sem var í fyrrá, því að nú er komin í Saurbæ ágæt bryggja, sem jafnvel stærstu mótorbátar geta lagst við, a. m. k. þegar hátt er í. Brýnt skal fyrir mönnum, að gæta vel farmiða sinna, því að ])á verður að afhenda i hryggjuhliði þegar farið er á skipsfjöl að kveldi. Útskipun fólks í Saurbæ hefst kl. 7 að kveldi, og má þá gera ráð fyrir að skipin létti nálægt kl. 7,30. Hátíðarmerkin kosta sania og í fyrra: 1 kr. fyrir fullorðna, en barnamerki 50 aura. Þau eru rauð, en jafnhliða ])eim bera og starfs- menn hátiðarinnar einnig blátt merki til auðkenningar. Hátiðar- merkin verða seld á sömu stöðum og farseðlarnir. en auk þess munu skátar og skátastúlkur selja þau á skipunum og í Saurbæ. Þau eiga menn að sjálfsögðu að bera á þann hátt, að eigi verði hjá því komist, að veita þeim athygli. Er þess að vænta, að enginn láti sér sæma að sækja hátíðina, að eigi sýni hann hátíðarmerkið, enda verður einskis annars aðgöngugjalds krafist. Þá er og von um, að unt verði að hafa á boðstólum nýja útgáfu af hinni snildarlegu ritgerð Matthíasar Joch- umssonar uni Hallgrím Pétursson. Hefir veglyndur aðdáandi þessara tveggja andans mikilmenna látið preritá ritgerðina á sinn kostnað og gefið upplagið Hallgrímskirkju. Það sem inn kemur fyrir söluna, rennur óskert í hyggingarsjóð lcirkjunnar. Vonandi sýna hátíðar- gestirnir alment hinum ónefnda vel- gerðarmanni þakklæti sitt með því, að kaupa kverið, sem ekki kostar nema eina krónu. Löggæslumenn verða hæði á skipunum og hátíðarstaðnum og má ætla, að starf þeirra verði fyr- ir allra hluta sakir létt. Þess mun lengi minst þeim til sóma, sem há- tíðina sóttu i fyrra, að þótt þann <lag væru samankomnar í Saurbæ eigi færri en þrjár þúsundir manna, sást þó eigi ölvun —á nokkrum marini, og vonandi fellur nú eng- inn blettur á þann skjöld, sem þá var skygður. í fyrra gafst lítið íráðrúm til undirbúnings undir hátíðina og þeir sem að honum unnu, höfðu óhæfi- lega litlum starfskröftuni á að skipa, enda er satt best aÖ segja, að það var eingöngu að þakka frá- ibærri hjálpsemi af hálfu rikis- stjórnarinnar, að ekki varð i því efni alt í molum. Nú er öðru máli að gegna, ])ví að bæði hefir verið timi til aðgerða löngu fyrirfram, ■enda eru nú líka á öðrum þræði Hallgrímsnefndirnar, bæði héj; og ■eiivs uppfrá, en þá voru þær engar til. Þannig hafa nú konur úr nefnd- unum i Saurbæjar-, Leirár- og Melasóknum tekið í sínar hendur, að sjá algerlega um allar veitingar í Saurbæ. Alt efni til veitinganna er gefið kirkjunni og vitaskuld öll vinna líka. Fólkið i soknum þess- um gefur kökur og mjólk, en ýms- ar verslanir hafa gefið kaffi, syk- ur, kex og fleira, sem á boðstólum verður haft, enda verður hvorki á samkomustaðnum né heldur á skip- unum leyfð nein verslun eða sala ■ önnur en sú, er nefndirnar hafa með höndum í þágu kirkjunnar. — ViÖ uppsprettulækinn, sem kemur ofan úr Fannahlíð fyrir ofan Saur- bæ, hefir verið reist gott eldhús og í sambandi við það verður allmik- ill tjaldskáli, sem einn af velunn- urum málsins, Vigfús Guðmunds- son gestgjafi í Borgarnesi, hefir góðfúslega lánað. í þeim skála fara veitingarnar fram. Rétt er að geta þess, að matur verður þarna ekki framreiddur annar en kökur, ávext- ir og þ.ess konar. Eins og í fyrra hefst hátíðin með guðsþjónustu i Saurbæ kl. 11. Má gera ráð fyrir, að nú geti allir gest- ir með hægu móti verið komnir þangað heim fyrir þann tíma, en svo var ekki í fyrra. Að lokinni guðsþjónustu verður hlé, sem menn geta þá notað til þess að matast. Annar þáttur dagskrárinnar fer fram i Fannahlið, í sama stað og í fyrra, og hefst kl. 2 e. h. Mun hann að þessu sinni hefjast á því, að formaður Landsnefndar minnist með fáeinum orðum Hallgrims- nefndanna, ])ví að það hefir Lands- nefndin talið best við eiga. Henni er eðlilega kunnugast um starf þess- ara nefnda, sem nú eru til i því nær öllum sóknum landsins. Það starf hefir verið með þeim hætti, að hún telur að ])að væri með öllu óviðurkvæmilegt, að láta þess óget- ið eða það óþakkað, við þetta tæki- færi. Siðan mun dagskráin verða með likum hætti og í fyrra, en verð- ur nánar auglýst næstu daga. Eins og menn vita, er hátíðar- svæðið í Fannahlíð vaxið mjög lágu birkikjarri. Þvi miður sýndi ])að sig i fyrra, að menn umgeng- ust ekki þetta lágvaxna kjarr með nægilegri varúð, svo að nokkuð bar á skemdum á þann hátt, að greinar höfðu brotnað, en ])ó enn fremur hitt, að stigið hafði verið á hríslu- leggina, svo að börkurinn hafði flysjast af. Slík óvarkárni verður nfeð engu móti réttlætt eða afsök- uð og má ekki eiga sér stað oftar. í því trausti, að gestir sýni nú í ])essu efni meiri menningarbrag, ])egar þeim hefir verið bent á hætt- una, hefir þó verið afráðið, að hafa samkomuna aftur i sama fagra og hlýlega hvamminum. En verði um- gengnin ekki betri í þetta sinn, mun ekki viðlit að gera ])að oftar, þvi að skógarleifarnar má með engu móti eyðileggja. Það væri þó illa farið, að verða að breyta um stað, því að þótt fleiri staðir séu sæmi- legir, er ])ó enginn, sem jafnist á við þenna. Vill ])ví Landsnefndin skora mjög alvarlega á gestina, að íhuga þetta efni. Það er og sjálfsagður hlutur, að fólk gæti þess, að troða eigi túnið nema sem allra minst, og að ganga alls eigi út á það, sem óslegið er. Þá bletti, sem nú troðast, þarf vart að liugsa til að slá aftur í sumar. En það er prestinum tilfinnanlegt tjón, ef mikið gengur ])annig und- an, því að hjá honum, eins og flest- um þar um slóðir, er heyfengurinn ’nú að heita má bundinn við túnið eitt, sem ávalt er tvíslegið. Þeir, sem hátíðahöklin ætla að sækja, eru beðnir að festa sér í minni þær bendingar og upplýsing- ar, sem hér hafa nú verið gefnar, til þess að sparaðar verði óþarfa fyrirspurnir og misgrip. Eftir því sem menn fylgjast betur með um alla tilhögun hátíðahaldanna, eftir ])vi er meiri von um, að afstýrt verði.töfum, óþægindum og árekstr- um, sem alt vill draga úr þeirri ánægju, sem annars má vænta. Sn. J. Hokada falin stjórnarmyndun í Japan. London í gær. FÚ. Keisarinn í Japan hefir heðið Hokada aðmírál að mynda nýja stjórn. Hokada hefir áður verið flotamálaráðherra. Landskjálflarnir. Mjög snarpur kippur í Hrísey í morgun. Hrísey 5. júní. FÚ. Undanfarið liafa verið litlar hræringar hér. Litlir kippir og smáliræringar liafa þó fund- ist öðru hverju allan júní, en stundum liðið heilir sólar- hringar á milli. í morgun klukkan 6)4 hyrj- aði jörðin að hristast á ný, með meira krafti en undanfarið, og duldist mönnum ekki, að nú væru stærri kippir á ferðinni en fundist liöfðu í langan tima. Rétt fyrir klukkan 7 kom svo snarpur kippur, að ekki hefir annar eins fundist siðan 2. júní. Óliugnanlegast er þó, að dunur og dynkir í jörðinni fvlgja þessu, og gerir það fólk oft liræddara en sjálfur lirist- ingurinn. Eigi er kunnugt um skemd- ir af völdum landskjálftans i morgun, enda er búið að sperra við og hinda saman þau húsin, sem mest voru skemd. Veðrið í morgun. Hitid Reykjavík 14 stig, ísafirði 13, Akureyri 13, Skálanesi 8, Vest- mannaeyjum 11, Sandi 12, Kvíg- indisdal 12, Hesteyri 13, Gjögri 7, Blönduósi 9, Siglunesi 8, Grímsey 8, Raufarhöfn 9, Skálum 10, Fagra- dal 8, Hólum í Hornafirði 12, Fag- urhólsmýri 11, Reykjanesvita 11, Færeyjum 13 stig. — Mestur hiti hér í gær 17 stig, minstur 10. — Sólskin í gær 4.7 stundir. Yfirlit: Grúnn lægð og kyrrstæð yfir haf- inu fyrir sunnan ísland. — Horfur: Suðvesturland: Hæg suðaustan átt. Skýjað og sumstaðar smáskúrir. Faxaflói, Bréiðafjörður, Vestfírð- ir: Hægviðri. Úrkomulaust, en skýjað. Norðurland, norðaustur- land, Austfirðir: Hægviðri. Þoka með ströndum fram, einkum að næturlagi. Suðausturland: Hæg- viðri. Þokuloft, en úrkomulaust að mestu. Þýsku sendinefndarmennirnir frá landbúnaðar-ráðuneytinu þýska, sem hér hafa verið á veg- um Búnaðarfélagsins, fóru heim- leiðis með Dettifossi síðast. Aður en þeir fóru, buðu þeir blaðamönn- um til viðtals við sig og skýrði þar Reichskommisar dr. Metzner frá hugmyndum þeim, sem þeir hefðu fengið um land og þjóð af þessari stuttu viðkynningu. Sagð- ist hann finna, að hér byggi há- mentuð, iðin og vinnusöm þjóð. Nefndin hafi nokkuð kynst lifnað- arháttum óg lífsskilyrðum íslenskra bænda og hlyti hún að dást að þeim fyrir ])á þraut-seigju, sem þeir sýndu í þeim miklu erfiðleikum, sem þeir ættu við að stríða, og fyr- ir það, hve vel þeim hefir tekist að varðveita sina sjálfstæðu og sér- kennilegu bændamenningu. Sagðist hann vona, að þessi ferð nefndar- innar gæti orðið til þess, að efla andlegt og viðskiftalegt samband milli íslands og Þýskalands, og ])á sérstaklega bændastétta beggja landanna. — Jóhann Jósefsson al- þm. hefir átt i samningum við þýsku stjórnina um sölu íslenskra hesta til Þýskalands og munu þeir vera komnir á góðan rekspöl. — Þýsku sendinefndinni leist mjög vel á íslensku hestana og álítur, að þeir muni flestum hestum betur fallnir til notkunar fyrir þýska smábænd- ur og nýbyggja. Kveldúlfstogararnir eru hér allir enn ])á, en þeir hafa á undanförnum árum farið á síld- veiðar í byrjun júlí og afli þeirra settur í bræðslu. Að þessu sinni hefir eigi náðst samkomulag við sjómannafélögin um kaupgjald. — Hefir Vísir frétt, að þau hafi far- ið fram á töluverða hækkun kaup- gjalds, og Kveldúlfur gengið eins langt í að verða við.þeim kröfum og hann sá sér fært. í morgun voru ])ó horfurnar þær, að sjómannafé- lögin vildi í engu slaká til á kröf- um sínum og má því búast við, að Kveldúlfstogararnir fari alls ekki á síldveiðar í sumar. Síldveiðarnar. Togararnir Sindri, Kópur, Rán og Surprise, munu fara á síldveið- ar, ef samkomulag næst um kaup- gjald, og verður aflinn saltaður. — Eigendur skipanna hafa boðið sömu kjör og í fyrra, en sjómanna- félögin hafa gert nýjar kröfur um kaupgjald o. fl. Um samkomulags- horfur verður eigi sagt að svo stöddu. Sendiherra Póllands i Kaupmannahöfn, Sokilnicki, lagði af stað í gær, 4. júlí, á eim- skipinu Kossiuszko, áleiðis til Reykjavíkur. (Sendiherrafregn). Leiðangur Lauge Koch leggur af stað i dag frá Kaup- mannahöfn, áleiðis til Grænlands, samkv. tilkynningu frá sendiherra Dana í gær. Leiðangursmenn eru 65 og fara á skipi Grænlandsversl- unarinnar, Gustav Holm. Auk danskra vísindamenna taka þátt í leiðangrinum sænskir, finskir og svissneskir vísindamenn. Höfuð- hlutverk leiðangursins er að rann- salca jarðfræðilega nýfundinn fjall- garð fyrir sunnan 'Scdresbysund. Gert er ráð fyrir, að leiðangur- inn verði á Grænlandi fram eftir sumri. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á útleið. Goðafoss kom til Hamborgar i gær. Brúar- foss er á leið til Vestmannaeyja frá Leith. Selfoss og Lagarfoss eru í Kaupmannahöfn. Dettifoss fór héð- an í gærkveldi, áleiðis vestur og norður. Gengið í dag. Sterlingspund .......... kr. 22.15 Dollar . . ........... — 4.38^ 100 ríkismörk............. — 167.71 — franskir frankar .. — 29.02 — belgur ............ -— 102.44 — svissn. frankar ... — 142.89 — lírur ................• 38.15 — finsk mörk .......... — 9.93 — pesetar ..............— 60.72 — gyllini...............— 297.64 — tékkósl. krónur ... — 18.53 — sænskar krónur ... — 114.31 — norskar krónur ... — 111.44 — danskar krónur ... — 100.00 Gullverð ísl. krónu er nú 50.38, miðað við frakkneskan franka. Óþokkabragð. Þegar tennisiðkendur úr í. R. komu á leikvöll sinn í gær, urðu þeir þess varir, að teknir höfðu verið vírstrengir þeir, sem hakla netunum uppi. Ilefir þetta verið talsverð fyrirhöfn og tilgangurinn getur aðeins hafa verið að svala skemdafýsn sinni. Verður reynt að hafa upp á þeim, sem hér hafa verið að verki. g. Farsóttir og manndauði i Reykjavík vikuna 17.—23. júní (i svigum tölur næstu viku á und- an): Hálsbólga 51 (46). Kvefsótt 30 (56). Kveflungnabólga 1 (1). Gigtsótt 1 (o). Iðrakvef 13 (9). Taksótt 1 (o). Skarlatssótt 5 (6). Munnangur 7 (6). Hlaupabóla 3 (11). Ivossageit o (1). Heima- koma 1 (1). —- Mannslát 11 (11). — Landlæknisskrifstofan. FB. Happdrættið. Menn eru ámintir um að endur- nýja happdrættismiða. Dráttur fer fram 10. júlí. Ný bók, Landnemar, eftir enska skáldið Fr. Marryat, er komin út i ís- lenskri þýðingu eftir Sigurð Skúla- son magister. Aðalútsala bókarinn- ar er hjá barnablaðinu ,,Æskan‘‘. Skemtiferð , K. F. U. M. og K. F. U. K. efna til skemtiferðar i Vatnaskóg næstk. sunnudag. Sjá augl. Valur. 1. flokkur, A- og B-lið., Æfing i kveld kl. 7)4—9. Næturlæknir er í nótt Guðm. Karl Pétursson. Sími 1774. Næturvörður í Reykja- vikur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unni. — Heimatrúboð leikmanna, yatnsstig 3. — Samkoma í kvöld kl. 8. — Allir velkomnir. Útvarpið í kveld. 19,00 Tónleikar. — 19,11 Veður- fregnir. Tilkynningar. Lesin dag- skrá næstu viku. ■—- 19,30 Grammó- fónsöngur (Sven Olof Sandberg). 19,50 Tónleikar. -— 20,00 Klukku- sláttur. Fréttir. — 20,30 Erindi: Um landskjálfta, II. (Jóhannes Ás- kelsson). — 21.00 Tónleikar. Utan af landí, Úr Suður-Múlasýslu. 4. júlí. — FÚ. Sláltur er byrjaður á nokk- urum stöðum í Suður-Múla- sýslu, en ekki alment. Spretta er mun lakari en á sama tíma í fyrra. Vornámskeiðinu við Hall- ormsstaðaskóla lauk 30. júní, og hafði þá staðið síðan 15. mai. Námskeiðin voru fjögur sam- timis: I matreiðslu, vefnaði, saumum og garðyrkju. Samtals voru 25 stúlkur á námskeiðun- um. Á vetrarskólanum voru 30 stúlkur og var ekki liægt að koma fleirum fyrir. Úr Norður-Þingeyjarsýslu. Kópaskeri, 4. júlí. FÚ. Norskt sildveiðaskip, Hvalen, kom í gær til Raufarhafnar með fyrstu bræðslusíldina þangað á þessu sumri, 160 mál. Fiskafli er góður á Raufarhöfn, Þórs- liöfn og Skálum. Skemtisamkoma var haldin í Ásbyrgi síðastliðinn sunnudag á vegum íþróttasambands Norður-Þingeyinga. Hófst hun á útiguðsþjónustu. Páll Þorleifs- son flutti ræðuna. Til skemtun- ar var iþróttir, ræðuliöld og dans. Samkomugestir voru um 600.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.