Vísir - 09.07.1934, Page 2

Vísir - 09.07.1934, Page 2
VISIR IKRAFA neytenda er að kjötið sé flutt í kjötpokum til kaupmannsins. KJ0TPOKANA fáið þið hjá okkur. I Sími 1-2-3-4 Ílfllllllllllllllllllllllllllll Styrjöidin í Suíur-Ameríkn. Paraguayherinn gerir árás á sterkustu vígi Boliviumanna. Loftorusta. — Mikið mannfall. London 9. júlí. FB. Frá Asuncióri er símað, að her Paraguay hafi tekið út- jaðra sterkustu vígja Boliviu- raanna. Samkvæmt upplýsing- um frá Estigarribia hersliöfð- ingja var loftorusta háð um leið og fótgöngulið tók vígin. Hröktu Paraguaymenn fjórar Boliviuflugvélar á flótta, en skutu eina niður. Hrapaði hún til jarðar í ljósum loga. Talið er, að mannfall Boliviumanna sé yfir 1000 í þessari seinustu orustu, en um mannfall Para- guaymanna er ekki símað, enn sem komið er. (United Press). Frá Cnba. Uppþot á haðslað. Skotið á mannfjöldann. London 9. júlí. FB. Á Mariano baðstaðnum í Havaua (á Cuba) hrutust út óeirðir í gær, af pólitískum toga spunnar. Hermenn, sem kvaddir voru á vettvang, til þess að dreifa útifundi, voru þess ekki megnugir, og liófu þá skotliríð á mannfjöldann, drápu unga stúlku og einn mann, en særðu nokkra. (Uni- ted Press). Lá viö slysi. 8. júlí. FÚ. Erlingi Sveinssyni, bónda á Víðivöllum i Fljótsdal, varð með naumindum bjargað frá druknun, er ferja á Jökulsá söklc í miðri ánni með full- fermi, þegar verið var að ferja afréttarfé yfir ána síðastliðinn þriðjudag. Á ferjunni voru þeir Erlingur og Þórarinn Hall- grímsson á Víðivöllum. En þar sem hún sökk var eyri, og tók vatnið þeim Þórarni undir hendur. Stóðu þeir fvrst á ferj- unni, en kólnaði mjög, og ætl- aði Þórarinn þá að synda til lands með Erling, en sökum kulda dapraðist honum sund- ið og misti hann. Jörgen Sig- urðsson á Víðivöllum, er til þeirra sá, reyndi að sundríða til þeirra, og stóð það heima, að honum tókst að komast til þeirra í því augnabliki, er Þór- arinn misti Erling. Náði Jör- gen Erlingi, en Þórarinn synti til lands. Erlingur lá einn dag. Tveim dögum eftir þennan at- burð áttu þeir Jörgen og Þór- arinn háðir hrúðkaup. Aflðvaldsjálknr. — Sfóar kommnnisti. —o— Það getur verið fróðlegt, að lita eftir því, livernig sumir menn brevtasl með aldrinum — breytast í all aðra átt, en hú- ast liefði mátt við. Eg ætla nú að segja frá ferli eins sveitapilts, sem eg hefi haft mciri og minni kynni af, síðan er hann var drengur. Hann var ekki greindari cn rétt í meðallagi, að því cr mér virtist. En eg hefi trauðla þekt öllu áhugasamari ungling — áhugasamari í þá átt, að vilja eignast eitthvað og verða sjálf- bjarga maður. Þau voru tvö systkinin, liann og stúlka nokkuru vngri. For- eldrar þeirra voru iðjusamar manneskjur, en þeini liélst ekki vel á fé. — Þau voru einstak- lega greiðvikin og góðviljuð, tóku fátæk hörn á heimili sitt og höfðu árum saman. Hjá þeim átti og athvarf gamalt fólk, er flosnað liafði upp eða rekist á verðgang af ýmsum sökum. Syni þeirra, piltinum, sem eg ælla nú að segja frá að nokk- uru, líkaði þetta ekki allskost- ar. Hanu sagði sem svo, að þetta gamla fólk gæti farið á sveitina, er það væri orðið ,svo lirumt, að það gæti ekki unn- ið fyrir sér. Þar ælti það heima. Foreldrum hans væri að minsta kosti óskydt, að sjá því far- borða. Húsfreyjan, mamma drengsins, svaraði oftast á þá leið, að óvíst væri „hvort leng- ur entist lif eða litlir aurar“. Hitt væri og efalaust, að bless- an guðs livíldi yfir þeim heim- ilum, sem sýndi snauðu fólki örlæti og kærleika. Húsbóndinn var að öllu sams hugar og kona hans. En sonur þeirra kváðst ekki mundu láta ölmusufólk eta sig út á gaddinn, þegar hann væri tekinn við stjórn heimilisins. Þá skyldi verða „hreinir reikn- ingar“ í öllum greinum. Drengurinn, sonur hjónanna, hinn fégjarni unglingur, fór þegar eftir fermingu að „hleypa upp fé“, sem kallað er. — Og næstu árin, eða fram yfir tvi- tugsaldur, græddi hann á tá og fingri, en kvikfjáreign for- eldranna dróst saman. — Vitanlega þurfti snáðinn litlu til áð kosta lieiina fyrir, því að foreldrarnir studdu Jiann i öllu og létu honum alt til reiðu, það er þau máttu. Og svona liðu áriu. Bóndasonur gerðist fjáður, að þeirrar tiðar liætti, cn eignir foreldranna gengu rnjög til þurðar. Harðdrægur ])ótti hann í skiftum, hinn ungi maður, fé- fastur og aösjáll. Kvaðst vilja „hreina reikninga“ og ekki hafa í huga, að fleygja reytum sinum i gin fátæklinga, let- ingja og ölmusulýðs. Væri og sjálfsagt, að hver og einn sæi sér og sínum 1‘arborða, en legð- ist ekki öðrum til þyngsla. Foreldrarnir brugðu búi og fóru „í horuið“ til sonar síns. Hann var þá kvæntur fyrir sköinmu og var lalið, að liann hefði lent á óvalinni könu. En dugleg var hún sögð og kallað að liún stjórnaði bónda sínum — stjórnaði öllu utan stokks og innan. Á þessum árum var „Heima- stjórnarflokkurinn“ upp á sitt hið besta, og liinn ungi bóndi fvlgdi þar 1‘ast að málum. Hann bar mikla lotningu fyrir auð- legð og eignarrétti og strengdi þess heit, að verða ríkur. Þá er hann var tekinn við jörðinni, hóf liann tilkall til beitartolls og slægnagjalds á liendur föður sínum. Gamla manninum þótti þetta býsna ósanngjarnt, sem von var, og minti son sinn á, að ekki liefði hann verið krafinn um þvílilc gjöld, áður en hann hóf bú- skapinn. Þá hefði alt verið til reiðu, endurgjaldslaust, og kynni hann betur við, að svo vrði um sína daga, þó að skií't væri um lilutverk, gömlu lijú- in komin í húsmensku þar „í horninu“, en sonurinn tekinn við kotinu. En hóndinn ungi kvaðst ekki fara að slíku. Milli þeirra yrði að vcra „hreinir reikningar“. —- Hann sæi það líka sjálfur, gamli maðurinn, að ekkert vil væri í þessu. Systir sín mundi og græða á slíkum gjöfum frá sinni hálfu, því að ekki væri víst, að lekið j'rði tillit til gjaf- anna við arfaskiftin síðar. En hann væri nú svoleiðis gerður, að hann vildi hafa „lireina reikninga“ við hana, eins og' alla aðra. — Og svo varð að vera, sem bóndinn ungi vildi. Faðir hans greiddi honum beitartoll og venjulegt gjald fyrir slægnaleyfi Fór svo fram nokkur ár. — Og bóndinn lifði og lirærðist í iniklum gróðavonum. Iiann gaf engum neitt og krafðist altaf „hreinna reikninga“. En búskapurinn gekk ekki allskoslar slysalaust. Og því var líkast, sem einhver óhless- an væri yfir lieimilinu. Bráða- fárið kom og drap ærnar, hrossin fóru i fönn, tvö eða þrjú í senn, að minsta kosti tvívegis, og kýrnar voru nvt- litlar. Og ofan á þetta hæltist' svo það, að ómegð hlóðst á lijónin. Konan var vanfær á hverju ári og einu sinni færði liún bónda sinum tvíbura i jólagjöf. Það fanst honum ó- þörf rausn, enda voru börnin þá orðin níu. Eg liafði nokkur kynni af bóndanum um þessar mundir. Hann var enn gallharður eign- arréttarmaður, en kvartaði sáran undan því, að nú væri óðum að ganga af sér. Hann yrði að hafa vinnukonu allan ársins hring, og kaupakonu að sumrinu. Þær væri rándýrar, en auk þess ónýtar og latar, sumar hverjar. Og kaupamann vrði hann að liafa, hvað sem tautaði. Og allir þekti óbilgirni þeirra í kaupkröfum. — Þetta verkafólk kynni sér ekkert hóf og líklega yrði niðurstaðan sú, að það gleypti alla bændur með húð og hári. Heilsa konunnar tók að bila. Eg þenti manni hennar á, að íerzlun Ben. S. Þörarlnssonar ifír bezt kaup. það væri óverjandi, að lcgg'ja á liana svona tiðar barneignir. Hann héll að það skifti engu máli, enda yrði guð að ráða slíku. Konurnar vðeri líka til þess gerðar, að ciga börn. Nei, lasleikinn væri ekki því að kenna. Hitt mundi heldur, að einhver leynd bölvun liefði verið á henni frá upphafi. Enn liðu nokkur ár. — Þá var það eitl sinn, að ég fékk hréf frá bóndanum. Hann kvað þá foreldra sína gengna veg allr- ar veraldar. Og liann lét þess gelið, að þau liefði verið orð- in eignalaus, svo að þar hefði ekkert verið að hafa. — Hann skýrði enn fremur frá því, að nú væri börnin orðin tólf. Þar á væri bvorki þrot né endir. Og altaf væri lieilsufari kon- unnar að lmigna. — Svo hætti hann því við, að nú væri liann orðinn félaus með öllu. Hann kvaðst líka vera kominn á þá skoðun, að þessi svo kallaði eignarréttur væri ekkert annað en vitleysa. — En erindið væri það, að giðja mig að útvega sér peningalán með einhverj- um ráðum. Hann þyrfti að fá mikla peninga, mörg þúsund, og liann ætti heimtingu á að fá þá, eins og liver annar. Eg skrifaði honum aftur og sagði, að hann yrði að útvega einhverja tryggingu fyrir lán- inu, ef nokkur von ætti um það að vera, að það fengisl. — Þá sendi hann mér mergjað skanunabréf, kallaði mig auð- valdsbullu, þræl eignarréttar- vitleysunnar og annað þess háttar. Eg væri náttúrlega einn þessára andstyggilegu mann- hunda, sem „dýrkuðu“ eignar- réttinn og settu upp hrókaræð- ur um það, að hann ætti að vera friðhelgur! Eg svaraði og minti hann á Iiina „hreinu reikninga“, sem hann bafði talað um við for- eldra sína og aðra. Á þeim ár- um hefði hann talið eignarrétt- inn friðhelgan og lagt óvenju- legt kapp á, að eignast sem allra mest. Hann hefði þráð mikinn auð, borið mikla lotn- ingu fyrir’fjármunum, hrakyrt þá, sem minni máttar voru og borið þeim á brýn leti og ó- mensku. — Hann hefði verið allra manna harðastur og ó- sanngjarnastur við fátæklinga og prédikað þau ósannindi, að öll fátækl væri sjálfskaparvíti. Ef honum liefði lánast auð- safnið, mundi hann hafa orðið allra fépúka harðsvíraðastur og verstur i garð lítilmagnans. En nú hefði alt mistekist fyr- ir honum, meðal annars vegna sjálfskaparvíta og ómannlegr- ar breytni við foreldra sina, gamla og lúna. Og þá ryki liann upp fokvondur, bölsótaðist eins og naut í flagi, þættist vilja byltingu og afnám eignarrétt- arins — þess eina, sem eg vissi til, að hann hefði liaft veruleg- ar mætur á um dagaua, auk peninganna. Bóndi þessi hefir nú flosnað upp af jörð sinni, fluttst að sjónum og gerst ofsafenginn kommúnisti. Beri stjórnmál á góma í ná- vist hans, segir hann ávalt hið sama: — „Eg er með Jónasi mínum elskulegum, því að hann ætlar að drepa andskotans auðvald- ið ■—• í sveitum og við sjó!“ P- Þorsteinn Jönsson, járnsmiður sjötugur. Þennan dag fvrir sjötíu áriun fæddist Þorsteinn Jónsson,á Seli liér fyrir vestan bæ. Hann átti erfitt uppdráttar í æsku, eins og raunar margur í þá daga, eu þó voru erfiðleikar Þorsteins meiri en margra annara. Sex ára gamall misti hann föður sinn og lá þá ekki annað fyrir en sveitin — uppi í Hvítársíðu — og er Þorsteini minnisstæð vistin þar. Tiu ára gamall flutt- ist hann þó suður aftur og liefir verið hér síðan. Það má með sanni segja um Þorstein, að hann liafi verið „sinnar eigin gæfu smiður“. Járnsmíði lærði liann hjá Gísla Finnssyni; að námi loknu byrj- aði liann járnsmíði á eigin spýlur. Ekki voru efnin meiri en það, að hann fékk að láni sleðja hjá Jónasi Helgasyni, sem þá vár hættur járnsmíði; hamar smiðaði hann sér sjálf- ur og þá auðvitað annaii útbún- að til smiðjunnar. Þó réðst liann i að kaupa .gamalt hússkrifli, „fyrir vestan allan bæ“, eins og sagt var i þá tíð, þ. e. vestur á Bræðraborgarstíg sem nú er. Smiðju gerði hann i kjallaran- s um, en hjó sjálfur uppi yfir. Þarna byrjaði Þorsteinn starf- semi sína sem járnsmiður og farnaðist vel, þó að smátt væri byrjað, og varð, eins og áður er sagt, sinnar eigin gæfu smið- ur. En það er þó raunar of mik- ið sagt, að hann liafi verið einn um það, þvi um sama leyti gekk hann að eiga unga og öt- ula fríðleikskonu, Guðrúnu Bjarnadóttur, og mun hún hafa ált sinn drjúga þátt í gæfu þeirra lijóna. Síst mundi Þor- steinn sjálfur bera á móti þvi, svo miltíð ann hann konu sinni og metur hana. Seinna keypti hann gamalt hús /t Vesturgötu 33, bygði þar nýtt hús árið 1903 og var það þá^itt af stærstu íbúðarhúsuíh í bænum. Ósvikinn kjarni hefir verið í sveinstaulanum, þvi þrátt fyrir skort, sem hann varð oft að líða á uppvaxtarárunum, varð liann karlmenni hið mesta, enda hefir iðn hans þroskað Iiann i ]iá átt. Þorsteinn var um langt skeið einhver athafna- mesti járnsmiður í bænum og liefir fjöldi nemenda lært lijá lionum. Á síðari árum liafa i*is- ið upp nýjar vinnustofur með fullkonmari vélum og liefir Þorsteinn þá dregið sig í hlé. Það var á orði hér í hænum áður fyrri, að járnsmiðir væru músikalskari en aðrir menn, og var það þakkað iðn þeirra. Hvemig sem því er varið, þá er það víst, að Þorsteini er sú gáfa

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.