Vísir - 18.07.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 18.07.1934, Blaðsíða 2
VISIR AllsherJ arverkfallid í San Francisco. Veröur deilan útkijáð í gerðardómi ? San Francisco, 18. júlí. FB. Fulltrúafundur verkamanna hefir með 200 gegn 180 atkvæð- um samþykt, að gerðardómur skeri úr verkfallsdeilunni. Fund- urinn var haldinn með leynd. Hafnarverkamenn og sjómenn, sem taka þátt í verkfallinu, neita því mjög eindregið, þrátt fyrir samþykt fulllrúanna, að gerðardómur skeri úr deilunni. Eru verkfallsmenn ekki trúaðir á, að sættir geti tekist, eins og stendur. — Blöðin í landinu eru þess mjög hvetjandi — og hafa almenning á bak við sig í þvi máli, — að Roosevelt forseti fresli liinni ráðgerðu för sinni til Hawaii, til þess að miðla mál- um sjálfur í deilunni og fari til San Francisco þeirra erinda. (United Press). Þýskaland og Daweslánið. Kröfur lioroar fram um löghaid á tolltekjam Þýskaiands. Bei'lín, 17. júli. FB. Þrír af Dawesláns-fulltrúun- um (trustees), McGarragh, Jay og Maulen, fóru í Ríkisbankann í dag og kröfðust löghalds á inneign rikisins af bjór-, sykur-, tóbaks- og brennivínstekjum, vegna þess, að Ríkishankinn í vikunni sem leið inti af liendi greiðslur af Dawes-láninu í rik- ismörkum, en ekki í erlendum * gjaldmiðli, og var það afleiðing skuldagreiðslufrestsins, sem áð- ur hefir verið frá sagl. Árið 1930 komu Dawesláns-f ulltrúarnir því svo fvrir, að samkomulag varð um, að tolltekjurnar voru settar til tryggingar skuldbind- ingurn vegna Daweslánsins og að Ríkisbankinn væri ábyrgur fyrir þessum greiðslum. Fram- annefndar kröfur báru fulltrú- arnir frarn vegna þess, að liorf- ið var frá þessu samkomulagi. (United Press). Heppilegasta leiðin. —so-- Eftir því sem frá Var skýrt í kosningableðli Jónasar fyrir skömmu, er það skoðun lians, að lögreglan í Revkjavík eigi að vera einskonar „Rauðakross- systir“, sem liafi einkum það hlutverk með höndum, að hjúkra særðunx mönnum. Sam- kvæml því hefði hún þá ekki átt að gera annað „hlóðdaginn" 9. nóv. 1932, en að ganga í val- inn og hirða þá föllnu og sæi'ðu, koma þeim undir þak og hjúkra þeim þar! Segir Jónas að lögreglan sé „i einu“ of veik lil þess að geta ráðið úrslitum, þar sem uin „á- tök“ sé að ræða, og þess vegna sé alveg fráleitt að vera að styrkja hana!! Það leynir sér ekki, að J. J. mundi kunna því vel, að æstur manngrúinn fengi óáreiltur að lumbra á saklausum borgurum. Og ríkisvaldið ætti ekkert að gera annað en það, að láta lög- regluna tíiia upp þá, sem barð- ir hefði vei'ið til óbóta, og lilvnna eittbvað að þeim, ef á- verkarnir hefði ekki þegar ensl þeim til bana! J. J. var dómsmálaráðherra þegar hann tilkynti Hermanni Jxessar allrahæstu skoðanir sín- ar um verksvið lögreglmmar, bg er „með þessu“, segir hann, „rnörkuð yður til handa, lir. lögreglustjóri, sú leið, sem stjórnin lelur heppilegasta“. Og „heppilegasta leiðin“ er sú, að biða átekta og gera ekk- ert, meðan lumbrað er á Ixoi’gui'- unurn, en ganga svo í valinn og Iiirða þá særðu og föllnu! Sitt livað þykir benda til þess, að lögreglustjóri liafi munað eftir „heppilegustu leiðinni“ 9. nóv. 1932. — En lögreglusveit bæjai'ins virti þá „leið“ að vettugi, gekk rösklega fram, og hegðaði sér i öllu að Iiætti góðra lögreglu- manna. Og það gerði gæfumun- inn. Mordid á dr. Beck. Þýski Himalaya-leið angnrinn. Hefir leiðangursmönnum hlekst á? London, 17. júlí. FÚ. Það er nú orðið nokkurnveg- inn vist, að þýski liáfjallaleið- angurinn til Himalaya liefir orðið fyrir slysum. Með fregn sem borist liefir frá Simla í dag hefir fyrri orðrómur verið staðfestur um það, að 3 af með- limum leiðangursins hafi feng- ið ægilega stórhrið, og þeirra hafi verið saknað i nokkura daga. Þeir voru á ákaflega hættulegum stað í fjöllunum, þar sem oft er von snjóflóða og skyndilegra storma, einmitt á sömu stöðvunum, sem nokk- urir meðlimir hins breska leið- angurs fórust fyrir nokkurum árum. Ungversku nasistafélögin leyst upp. London, 17. júlí. — FÚ. Frá Budapest kemur sú fregn, að innanríkisráðherrann hafi boðið að leysa skuh upp og gera ólögleg öll félög National-Soci- alista í landinu. Fyrir nokkuru hafði þýski Nasistaflokkurinn verið úrskurðaður ólöglegur, og orsökin til þess, að félögin eru nú leyst upp er sögð vera sú, að stjórnin hafi fengið vilneskju um, að þessi félög væru að skipuleggja sig á hernaðarlega vísu, en það er á móti landslög- um. Mersey-jarðgöngin. Á morgun ojniar Bretakon- ungur til umferðar jarðgöng undir Mersey fljót hjá Liver- pool. Ræðu konungsins verður útvarpað frá öllum enskum út- varpsstöðvum og Iiefst kl. 10,55 árd. eftir enskum líma, (9,55 eftir íslenskum tíma). Þýski landvarnaráðherrann í Norðurlandaheimsókn. Oslo, FB. 18. júlí. Þýski landvarnarráðlierrann, von Blomberg, er kominn til Kaupmannahafnar. Fór hann þangað á þýsku herskipi, sem notað er til þess. að leggja tund- urduflum. Ráðherrann ætlar einnig í heiinsókn til Svíþjóðar og Noregs. —o—• I grein, sem birtist í Vísi fyrir skömmu, var drepið á það, a'S kunnur Þjóðverji, dr. Frick Beck, hefði verið myrtur á hrottalegan hátt í Múnchen um mánaðamótin síðustu, þegar verið var að kæfa niður byltingartilraunina. Fyrstu fregnir, sem gengu út á það, að dr. Beck, sem var forstöðumaður stúdentaheimilisins i Múnchen. hefði verið skotinn við skrifborð sitt, reyndust ósannar. Hann var myrtur á hroðalegri hátt. Dr. Beck var fatlaður maður og hafði ekki getað farið ferða sinna hjálparlaust undanfarna 8 mánuði. Dr. Beck var miðaldra maður og hafði ekki getaÖ farið ferða sinna hjálparlaust um margra mánaða skeið, eða 8—g mánaða. „Á laug- ardagskveld“, segir í skeytinu, sem er dagsett í Múnchen 5. júlí, „konnt þrir ungir menn, íklæddir svörtum einkennisbúningum, á heimili hans og skipuðu honum að fara með sér. Þeir óku á brott með hann og ekk- ert fréttist um hann eða afdrif hans í bili. Morðingjarnir gáfu enga skýringu á þvi á heimili dr. Becks, hvers vegna hann yrði að fara með þeim“. Lík dr. Becks finst með sex skotsárum. Líkur benda til, að morðingjarnir hafi yfirgefið hann, er liann var enn á lífi, og honum hafi blætt út á skammri stundu, þar sem hann var skilinn eftir. „Lík dr. Becks fanst viÖ þjóð- veginn til Daschau, á afviknum stað, en skamt frá þessu þorpi, eru alræmdar fangabúðir. Á líkama dr. Becks voru sex skotsár og bendir alt til, að skotið bafi verið á hann úr fleiri átt en einni og úr mis- munandi fjarlægð og að morðingj- arnir hafi farið frá honum, er hann var enn á lífi. — Blaðið Chicago Tribune, útlxreiddasta blað Banda- ríkjanna, birtir það eftir fréttarit- ara sínurn í Múnchen, samkvæmt viðtali hans við tvo stúdenta, er þektu dr. Beck og höfðu skoðað lik hans, að honum hefði að líkindum vcrið misþyrmt áður en hann var drepinn. Annar fótleggurinn á lik- inu var þannig útleikinn, að ber- sýnilegt var, að sparkað hafði ver- ið í hann óþyrmilega. Gullúri dr. Becks, seðlaveski hans og hringum stálu morðingjariúr. Lögreglan neitar að gefa upp- lýsingar. Grunur hvílir á, að hér hafi ekki verið um aftöku að ræða, sem fyr- irskipuð var á „æðri stöðum“, held- ur hafi hér verið S. S.-menn á ferð- inni, að hefna sin á dr. Beck, ein- hverra orsaka vegna. Hins vegar •segir í skeytinu, að yfirvöldin lmfi cnga rannsókn látið fram fara út af morðinu og að þau virðist halda verndarhendi sinni yfir morðingj- unum. Stjórn stúdentaheimilisins og fjölskyldu dr. Becks var skipað að skýra ekki frá fráfalli hans. — Hins vegar birtu blöðin þá fregn, að „ónefndur forstjóri, 46 ára gamall hefði framið sjálfsmorð með því að skjóta sig og að lík lians hefði fundist í nánd við þjóð- veg nokkurn." Hvers vegna hötuðu nazistar dr. Beck? Ameríski blaðamaðurinn Ed- mund Taylor, sem hefir birt það, sem að framan greinir, undir fullu nafni i blöðum þeim, sem hann starfar fyrir í. Ameríku, skýrir enn frenutr frá því, hvers vegna nazist- ar hafi hatað dr. Beck. Það var vegna þess, að fratn að byltingunni liafði hann stöðugt neitað að verða við kröfum nazistiskra stúdenta, um að leyfa ekki Gyðingastúdent- um sömu réttiudi og þeint á stú- clentaheimilinu. M. a. vildu þeir, að hann banuaði Gyðingastúdentum aðgöngu að veitingastofu heimilis- ins. Vafalaust hefði dr. Beck mist stöðu sína, er Hitler komst til valda, ef Röhm, sem var gerður að heiðursforseta félags, sem hefir með höndum stúdentaskifti við aðr- ar þjóðir, hefði ekki verndað hann. Benda því líkur til, að morðingj- arnir hafi verið fyrverandi nazista- stúdentar, sem notuðu tækifærið til þess að hefna sin jafn grinrmilega og raún varð á. Þrír aðrir starfsmenn stú- dentaheimilisins hverfa — all- ir óvinsælir af nazistum. Þrir aðrir af æðri starfsmönnum stúdentaheimilisins — allir óvinsæl- ir af nazistum — hafa horfið. Hef- ir ekkert til þeirra spurst síðan 30. júní. -— Taylor segir, að svo kúg- aðir séu yfirmenn stúdentaheimilis- ins og allir, sem þar séu, að að eins einn þeirra hafi þorað að senda blóm í samúðar skyni til aldraðs foður dr. Becks, daginn, sem lík sonar hans var greftrað í þorpinu, sem hann býr í. Og Taylor telur þetta eitt af því hörmulegasta í sambandi við þetta hroðalega mál. ittíitií iíiíiíiíií ÍÍ5Í iíií ÍOí ÍOÍ« iíit lOÍÍSÍÍÍ Verkfæri allskonar, j). á. 111. afbragðs teg. af Skar- öxum, 2 stærðir, 3|4” á kr. 4,50, 31/2” á kr. 5,00. — Spear & Jackson sagirnar þjóðkunnu, fjölda teg., allar stærðir. Verð frá kr. 2,00—12,50. Verslnn B. H. Bjarnason. VfVrt>riirsrknfSMriirhrvr%rvnrsriinrvrhrtiNrhriirkr ««rsrs isrsfsrsis rsisivsisisisisis is« isisisisis — Hann bætir j)ví við, að jxví fari fjarri, að jietta mál sé undantekn- ing. Hann segir, að marga menn vanti — um örlög sumra viti eng- inn, en þegar sé kunnugt um suma, að þeir hafi verið drepnir eða að jxeir hafi framið sjálfsmorð í fang- elsi. — Nýtt útvarpsráð 9 Gott tækifæri. Eflausl hefir íslenska útvarp- ið tekið það eftir Dönum og jieir eftir Þjóðverjum, að telja klukkuna 1—24 í sólarliring í stað 12 stunda dægra, sem Is- lendingar liafa látið sér nægja að undanförnu. Ekkert gagn getur verið að þessu nýmæli, livorki útvarp- inu sjálfu né lilustöndum. Það kann að vísu að vera rétt, að tíminn sé sumstaðar erlendis talinn kl. 1—24 í sólarliring í ferðaáætlunum járnbrautar- lesta, en J)ar sem svo er gert, þá stafar það eingöngu af jiví, að um tíðar ferðir er að ræða, sem endurteknar eru ef til vill livað eftir annað allan sólar- liringinn, og má þá vera að létt- ara kunni að vera þeim, sem járnbrautirnar nota mikið, að aðgreina tímann á þenna liátt lieldur en að taka frani í hvert skifti, hvort við sé átt árdegis eða síðdegis. Eins er í póst og simaviðskiftum, að nú orðið er tekið að stimpja bréf og skeyti með þessum 24 tíma klukku- stimpli, en jiað er að eins af „tekniskum“ ástæðuin og að eins gert fyrir J)á menn, sem að verkinu vinna, en ekki lianda almenningi. Reynslan er sú erlendis og ekld síður liér á landi, að fólk íæsl ekki lil að nola þelta tíma- tal i daglegu máli. Úlvarps- hlustendur verða beinlínis að reikna tímann út i huganum, Jægar sagt er t. d. að nú hefjist fréttir kl. 21. Til þess að átta sig á tímanum dregur maður 12 frá 21 og fær ])á út 9, sem er liinn rétti timi. Með öðrum orðum, fólk hefir J)etta tímatal ekki á tilfinningunni. Aðrir skilja ekki einu sinni við livað er átt. Maður kemur inn á bif- reiðastöð og spyr livenær ferð falli næst til Þingvalla. Af- greiðslumaðurinn vill sýna kunnáttu sína og segir 19.35. „Þá verð eg að fara annað; til næsla árs get eg ekki beðið.“ Helst virðist svo sem útvarp- ið sjálft sé heldur að missa trúna á þessu tímatali sínu, Jiótt J>að burðist enn við að ota því

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.