Vísir - 19.07.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 19.07.1934, Blaðsíða 2
VISIR )) ffeTÍH] m IÖLSEINI (( • • D,-1 Mj—* Uj Hj SÆTAR .1 Yerkföllin í San Francisco eru að fara út um þúfur. Mikil viðskifti fara nú fram í borginni og strandferðir, sem legið hafa niðri vegna verkfallsins, hefjast á ný næst- komandi laugardag. San Franciseo, 19. júlí. FB. Það kemur skýrara í ljós með hverri klukkustundinni sem líð- ur, að verkföllin, sem liafa lam- að alt atvinnu- og viðskiftalif hér að undanförnu, eru að fara út um þúfur. Allar bensínsölu- stöðvar borgarinnar voru opnar í gærkveldi. Verkfallsmenn hafa ekki rejmt að koma í veg fyrir það, að veitingastofur og slátr- arbúðir væri opnaðar g ný. — Heildsöluverslanir hafa nvi all- ar birgt sig upp á ný og voru mikil viðskifti gerð í borginni Hnattðug. Cbicago, 19. júlí. FB. Fimm ameriskir flugmenn eru lagðir af stað i hnattflug. Þeir fljúga í Sikorsky-flugvél og fara yfir Atlantsbáf til Azor- eyja, þaðan til Paris, Berbn, Moskwa o. s. frv. —• (United Press). Vaínavextii? í JPóllandi. Varsjá, 18. júlí. — FB. í suðurhluta Póllands eru nú meiri vatnvextir en nokkuru sinni i manna minnum. Hefir að undanförnu verið afar úr- komusamt í Karpatafjöllum og hlaupið feikna vöxtur i ána Wisla sem þar á upptök sín og ýmsar ár aðrar, sem eiga upp- tök sín þar í fjöllunum. Fólk hefir druknað í tugatali og er símað frá Krakow, að sjötíu lík liafi fundist, en talið, að um 15.000 manns að minsta kosti sé húsnæðislaust vegna flóð- anna. Sumstaðar hefir liúsum og útihúsum á bújörðum sópað alveg í burtu og fjöldi gripa druknað, en margvíslegt tjón orðið á vegum, brúm og öðrum mannvirkjum. Úrkomur halda áfram og í öllum ám hækkar stöðugt. í Wistula hækkar vatn- ið um 18 cm. á klst. í Krakow, sem er talin í allmikilli hættu stödd, liafa yfirvöldin lagt lög- hald á allar matvælabirgðir í borginni, þar eð búist er við, að allir flutningar þangað teppist, og að engum matvælum verði þvi komið þangað. (Krakow er 260 km. í súð-suðvestur frá Var- sjá og er borgarstæðið á breiðri sléttu, sem er 215 m. yfir sjáv- armál. íbúatalan er um 160.000) (United Press). i gær. Pacific Steamship Co. byrjar strandferðir á ný á laug- ardag’ næstkomandi. —< Þrjii hundruð og fimtíu kommúnist- ar sem liandteknir voru, báru fram kröfur um það, að mál livers einstaks þeirra yrði tekið fyrir út af fyrir sig, en dómar- inn úrskurðaði, að mál þeirra allra yrði tekin fyrir í einu. Ivvað dómarinn kröfu kommúnist- anna fjarstæðu, sem engri átt næði að taka til greina. (United Press). Grierson væntanlegnr fiá og þegar. Þess var gelið í Vísi fyrir skömmu, að Grierson flugmað- ur væri væntanlegur liingað í sumar, og að hann mundi leggja af stað eigi síðar en 20. þ. m. Geir Zoéga útgerðarmaður i Hafnarfirði, sem tekur á móti Grierson hér, eins og í fyrra, fékk skcyti frá lionum i gær, þess efnis, að hann væri lagð- ur af stað til írlands (senni- lega Londonderry í Norður-ír- landi) og mundi fljúga þaðan í einum áfanga liingað. Héðan flýgur Grierson um Grænland til Ameríku, eins og áður lief- ir verið frá sagt hér í blaðinu, og ætlar hann sér að fljúgá sömu leið til baka. í fyrra flaug Grierson hingað í smá- flugvél (Mothplane) og hlekt-- ist á, sem kunnugt er, er hann var að leggja af stað til Græn- lands, og eyðilagðist flugvélin að miklu leyti. Nú hefir Grier- son stærri flugvél, sem er út- búin loftskeytatækjum, bæði til þess að senda og' taka á móti skeytum. Hefir Grierson nú loftskeytamann með sér. Tekst nú væntanlega giftusam- legar en 1 fyrra. Þýsku leiðangursmennirnir taldir af. Oslo, 18. júlí. — FB. Samkvæmt fregnum frá Ind- landi hefir ekkert frést til þýska Himalaya-leiðangursins. Ætla menn nú, að allir leiðangurs- mennirnir, og hinir innfæddu burðarmenn hafi farist. Grált leikinn foringi. Það er altalað hér í bæn- um, að Jónas Jónsson frá Hriflu, foringi framsókn- armanna og formaður Framsóknarflokksins, komi ekki til álita sem ráð- herra í hinni væntanlegu rauðálfastjórn. Jónas Jónsson frá Hriflu hef- ir löngum verið talinn valda- mesti maðurinn í Framsóknar- flokkinum. Sumir, þeir er kunn- ugir eru starfsemi flokksins frá fornu fari, segja fullum fetum, að liann liafi verið nálega ein- ráður þar i sveit um margra ára skeið. — J. J. var kosinn formaður Framsóknarflokksins á siðasta vetri ofanverðum, og virtist það kjör óneitanlega benda til þess, að hugsun flokksins væri sú, að beita honum enn fyrir sig og láta hann lialda áfram að vera „mikinn mann“ innan hjarðar- innar. Sjálfur mun og; Jónas að vonum hafa skilið það sv.o, sem formannskjörið á flokksþinginu væri bein yfirlýsing um það, að flokkurinn treysti honum í hvívetna — treysti honum allra manna best til forystunnar. Því verður ekki neitað, að J. J. hefir öllum mönnum fremur markað stefnu Framsóknar- flokksins frá upphafi. Og sú stefna er einhver hin versta og þjóðhætlulegasla, sem upp liefir komið hér á landi. Það er hin eigingjarna ófrelsis og grimdar stefna kommúnista, klædd fölskum brókum. Andinn er all- ur frá Moskva, þó að ekki sé við það kannast opinberlega. — Hugmynd Jónasar er og hefir án alls efa verið sú, að koma liér á fót sameignarríki að rúss- neskri fyrirmynd. En hann hef- ir siglt undir fölsku flaggi og ekki viljað kannast við þessa fyrirætlan sína, er hann hefir jiredikað boðskapinn fyrir bændum landsius. Þá liefir liann jafnan steypt yfir sig úlfgrárri fjúk-úlpu bænda-ástarinnar og reynt að telja sveitafólkinu trú um, að liann væri ástvinur þess og andvigur kommúnistum. En verkin hafa talað gegn fullyrð- ingunum. Hann lagði mikla al- úð við það, er hann fór með völd, að troða kommúnistum i embætti og opinberar stöður. Og hann tók þá fram yfir alla aðra menn, að því er viríist, en sérstaklega þótti honum mikil- vægt og vænlegt til árangurs síðar, að gera þá að skólamönn- um. Framsóknarflokkurinn tclur sig hafa unnið nokkurn sigur í nýafstöðnum kosningum til Al- þingis. — Það er nú að vísu rangt, að þar sé um nokkurn raunverulegan sigur að ræða, því að flokkurinn er bersýnilega á fallanda fæti. En livað sem um það er, þá verður ekki um hitt deilt, að kosningasigur flokksins, ef um sigur væri að ræða, er unninn undir merkjum Jónasar. — „Sigur“ Framsókn- arflokksins er verk J. J, frem- ur en nokkurs manns annars. Orustan var háð undir merkj- um hans og með þeim vopn- um, sem hann fékk liðsmönn- um sínum í hendur. Þetta er svo augljóst mál, að ekki verður um deilt. Og þegar þar við bætist, að J. .1. er for- maður Framsóknarflokksins, kjörinn í einu liljóði á fjöl- mennu flokksþingi, þá liggur í augum uppi, að liann hefði að sjálfsögðu átt að vera ráðherra- cfni flokksins — meira að segja forsælisráðlierra-efni. — Sjálf- ur mun hann og — svo sem cðlilegt er — liafa talið alveg efalaust, að flokksmennirnir mundu skipa sér um hann sem fastast og krefjast þess einum rómi af viðsemjöndum sínum, jafnaðarmönnunum, að liann yrði gerður að stjórnarforseta. En þetta fór á annan veg, að því cr nú er talið. Áhrifamiklir valdstreitupúk- ar í herbúðum jafnaðarmanna munu hafa aftekið með öllu, að nokkur maður af þeirra hálfu gengi í sljórn með Jónasi Jóns- syni. Það kæmi ekki til mála. Þetta er í sjálfu sér dálítið kyn- leg't, því að ekki vantar Jónas stjórnmála-roðann, sem jafnað- armannaleiðtogarnir telja bráð- nauðsynlegan hverjumráðherra. J. J. er að minsta kosti eins „rauður" og jafnaðarmennirnir sjálfir, svo að þeir hefði ekki liaft upp<á neitt að „klaga“ í þeim efnum. Það er ónotalegt að verða fyrir öðru eins og þessu — ekki síst þegar til þess er lilið, að búið Iiafðiverið að semjaum það fyrir löngu, að liinn þraut- reyndi „Framsóknar-rauður“ skyldi gerður að stjórnarforseta, ef „litaða lijörðin“ sigraði í kosningunum. — Hitt er þó enn þá átakanlegra og óbærilegra, að framsóknarmennirnir sjálf- ir, sumir að minsta kosti, skuh nú Ijregðast foringja sínum og aftaka með öllu, að lionum verði hleypt í ráðherrasæti eða fengin nokkur völd í hendur. Hvernig víkur þessu við? Hversu má það vera, að flokks- menn J. J. — meniiirnir, sem barisl bafa undir merkjum lians árum saman, þegið vopn úr Iiendi hans og litið upp til hans sem lnisbónda sins og lierra, skuli nú sýna honum þá fágætu óvirðing og traustleysi, að fleygja honum á hauginn eða í sorpið, eins og brotnum torfljá eða löskuðu liripi, sem ekki er talið þess virði, að við það sé gert? Menn skilja þetta naumast. En mikið er um það talað. Og allir virðast nokkurnveginn á einu máli um ])að, að eitthvað meira en lítið hljóti að vera bogið við þann foringja, sem flokksmennirnir sjálfir Icika svo grátt. Deila Breta og Norðmanna. Oslo', 18. júli. — FB. Blaðið Morning Post liefir birl þá fregn, að berskip verði bráðlega sent til Noregs, til þess að vera breskum botnvörpung- um við Noreg til aðstoðar. Norska flotamálaráðuneytið telur sennilegt, að fregn blaðs- ins hafi ekki við rök að styðjast, sumpart vegna þess að breskir botnvörpungar séu alls ekki að veiðum við Noreg á þessum tima árs. Norski sendiherrann í London hefir fengið þær upp- lýsingar í breska utanríkismála- ráðuheytinu, að greinin i Mor- ning Post sé villandi og upplýs- ingarnar í henni séu ekki frá stjórninni komnar. Ennfremur er það rangt, sem í grein blaðs- ins stendur, að Bretasljórn á- i liti svar Noregsstjórnar út af j landhelgisdeilunni ófullnægj- andi. Byggingameistarar! Rúðugler, 3 og 4 m.m. nýkomið. Verðið hvergi lægra. Leitið tilboða. Seljum einnig gler í heilum kössum beinl frá verksmiðju. VERSL. B. H. BJARNASON. Styrjöldin um Cliaeo-svædiö hefir leitt af sér margvíslegt erfiðleikaástand, einlcanlega viðskiflalegs og fjárhagslegs eðlis, bæði í Paraguay og Boli- viu. Þeir einu, sem hafa hagn- ast á þessari styrjöld Boliviu- manna og Paraguaybúa, eru er- lendir hergagnaframleiðendur. Aðala tvinnuvegur Paraguay- manna er landbúnaður, en Boliviumanna málmvinsla. — Hvorugt ríkið hefir getað kom- ið sér upp vopna- og skotfæra- verksiniðjum og flest, sem þær þurfa lil hernaðar, er aðkeypt. Afleiðingin af styrjöldinni hefir orðið sú í báðum löndunum, að framleiðslan liefir minkað, vegna þess að allir ungir, verk- færir karlar gegna nú lierþjón- ustuskyldum. Á sveitabýlunum í Paraguay eru nú flest verk unnin af gamalmennum, kon- um og börnum, en i Boliviu liefir málmvinslan sumstaðar stöðvasl algerlega vegna skorts á vinnuafli. Einskis atvinnu- og viðskifla- lífsbata hefir orðið vart í Para- guay á vfirstandandi ári, en 1933 var meiri atvinnu- og við- skiftadeyfð en 1932. Iðnaðar- framleiðslan hefir minkað í öll- um greinum, bæði vegna styrj- aldarinnar og óhagstæðs gengis. Árið 1933 nam innflutningurinn 5.561.000 gullpesos eða 12% niinna en 1932 og útflutningur- inn 8.586.000 gullpesos eða 33% minni en 1932. Uppskeruhorfur eru laldar sæmilegar í ár, en samt verður að flytja inn mat- væli, t. d. kjöt frá Argentínu, til þess að fullnægja þörfum hersins. Að undanförnu liefir verð á tini liækkað og mundi það hafa komið Boliviu að miklu gagni, ef nægur mannafli væri til þess að starfrækja námurnar í land- inu, en því er ekki að heilsp. Þar í landi eru menn farnir að nota ertur og baunir til mjöl- gerðar, til þess að nota í stað korns, sem skortur er á. Gengiserfiðleikar eru farnir að gera báðum þjóðunum erfitt fyrir um öll kaup erlendis, einnig til liernaðarþarfa. Breskir blaðamenn og’ bylting- artilraunin í Þýskalandi. London, 18. júlí. — FÚ. Sir John Simon var spurður þess í þinginu í dag, livort liann ætlaði ekki að gera íleinar ráð- stafanir til þess, að fyrirspurn yrði gerð til þýsku stjórnarinn- ar út af þeim ummælum Göbb- els í nýlegri ræðu, að breskir blaðamenn væri ósannsöghr. Þingmaðurinn, sem gerði þessa fvrirspurn, sagði að enskir fréttaritarar hefðu sagt bæði rétt og skýrt frá atburðum beggja börmungardaganna um mánaðamótin. Sir Jolm Simon sagði, að enska stjórnin teldi það ekki nauðsynlegt, að mót- mæla ummælum þessum, þar sem álit enskra blaðamanna væri svo gott, að slíkar athuga- semdir væru óþarfar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.