Vísir - 19.07.1934, Síða 3
VISIR
Dansk-íslenska ráðgjafarnefndin.
Dönsku nefndarmennirnir eru
væntanlegir hingað á Dronning Al-
exandrine seint í þessum mánuði.
Fundir ne'fndarinnar verða haldn-
ir hér í Reykjavík að þessu sinni.
Skip Eimskipafélagsins.
Gullfoss kom hingað i gærkveldi
frá Danmörku. Goðafoss vai‘ á
Patreksfirði í morgun. Brúarfoss
er á útleið. Dettifoss er í Ham-
horg. Lagarfoss er væntanlegur til
Vestmannaeyja á laugardag n.k.
Selfoss var á Húsavík í morgun.
Dr. G. Timmermann
hefir verið skipaður þýskur ræð-
ismaður í Reykjavík.
Iíappleikurinn
í gær milli K.R. og flokksins af
Atlantis fór þannig, að K.R. bar
sigur úr býtum með 2:1.
Á síldveiðar
fóru í gærkveldi þessir Kveld-
úlfstogarar: Þórólfur, Snorri goði,
Arinbjörn hersir og Skallagrímur.
E.s. Viator
fór héðan i gær, áleiðis til Spán-
ar, með fullfermi fiskjar.
Skemtiferðaskipin.
Atlantis fór héðan í morgun, en
Arandorra Star kl. 1, bæði áleiðis
til Akureyrar. Þýskt ferðamanna-
skip er væntanlegt hingað 23. þ. m.
60 ára
er í dag Steindór A. Ólafsson,
trésmiðameistari, Freyjugötu 5.
Hjónaefni.
S.l. laugardag opinberuðu trúlof-
un sína ungfrú Margrét Þórðar-
dóttir frá Þóroddsstöðum í Gríms-
nesi og Guðjón Jónsson, trésmíða-
meistari, Laugaveg it8.
Knattspyrnukappleikur
verður háður á íþróttavellinum
i kveld, milli H.I.Iv. og K.R., sem
bar sigur úr býturn á íslands-mót-
inu í vor og vann þá heitið „besta
knattspyrnufélag íslands". — Má
búast við fjörugum kappleik i
kveld og verður vafalaust fjölment
á vellinum. x.
Byggingafélag verkamanna
hefir sótt um leyfi til þess að
byggja 12 samstæð tvílyft íbúðar-
hús úr. steinsteypu, við Ásvallagötu,
Hofsvallagötu og Hringbraut. Á
fundi byggingarnefndar 12. júlí var
samþykt að veita leyfið.
Gengið í dag:
Sterlingspund ......... kr. 22.15
Dollar................. — 440JÍ
100 ríkismörk............ — 169.19
— franskir frankar — 29.17
— belgur ............... — 102.89
— svissn. frankar .. — 143-73
— lirur ................ — 38-29
— finsk mörk .......... — 9.93
— pesetar .............. — 61.07
— gylHni................ — 298.53
— tékkósl. krónur .. — 18.63
— sænskar krónur . . — 114.31
— norskar krónur .. — 111.44
— danskar krónur . . — 100.00
Gullverð
ísl. krónu er nú 50.12, miðað við
frakkneskan franka.
Heimatrúboð leikmanna,
Vatnsstíg 3. Samkoma í kveld kl.
8. — Allir velkomnir.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 10 kr. frá N. N.
Til Hallgrímskirkju
í Saurbæ, afhent Visi: 5 kr.,
gamalt áheit, frá gamalli konu, 5
kr. frá Ó. Ó.
Útvarpið í kveld.
19,10 Veðurfregnir. — 19,25
Lesin dagskrá næstu viku. •— 19,30
Grammófóntónleikar. -— 19,50 Tón-
leikar. -— 20,00 Klukkusláttur.
Tónleikar (Utvarpshljómsveitin).
—: 20,30 Ferðasaga, II. (Guðbr.
Jónsson). — 21,00 Fréttir. —
Grammófónn: a) Norðurlandalög.
b) Danslög.
Utan af landL
—o--
Frá Seyðisfirði.
Seyðisfirði, 18. júlí. FÚ.
Frá Seyðisfirði símar frétta-
ritari útvarpsins, að beitusíld
sé þar nægileg, og afli sæmi-
legur, en ágangur togara óþol-
andi. Segir hann, að þeir'spilli
daglega veiðarfærum bátanna,
og að sjómenn telji óhjá-
kvæmilegt að fá gæsluskip, ef
slíku fari fram sumar eftir
sumar.
Þurkleysi segir fréttaritari
þar austurfrá og talsverða úr-
komu siðustu daga.
Afvopnunar-
málin.
Umræður á afvopnunar-
ráðstefnum — fram-
kvæmdir í vopnaverk-
smiðjum.
í byrjun júnímánaðar lognaðist
út af í Genf ein afvopnunarráð-
stefnan af mörgum, sem þar hafa
verið haldnar síðustu 3 árin. Full-
trúar allra þjóða, sem eru í Þjóða-
bandalaginu, höfðu rætt afvopnun-
armálin dag eftir dag. Sérhver
þeirra fullyrti, að sitt land elskaði
friðinn framar öllu og myndi gera
•sitt ýtrasta til þess að forðast nýja
heimsstyrjöld, en því miður gæti
það ekki hætt við vígbúnað — sök-
um ófriðarhættu. Enginn þorði að
iiofa fyrir hönd þjóðar sinnar að
fækka hermönnunum og hætta við
’vopnaframleiðslu. Fundinum var
:slitið, án þess að nokkur ákvörð-
.1111 væri tekin. Málunum var frest-
að til næstu ráðstefnu. Nefndir
voru kosnar til að undirbúa hana.
Fulltrúarnir fóru heim til sín eða
í sumarleyfi, en munu mæta aftur
:á sama stað eftir 6 máhuði, til þess
nð ræða málið að nýju. Að öllum
líkindum mun sá fundur bera sama
árangur og allir hinir. Menn eru
orðnir vanir að lirosa, þegar lilöð
og útvarp tilkynna setningu nýrrar
afvopnunarráðstefnu.
Það voru Japanar, sem fyrstir
allra þjóða sýndu ]iað með fram-
ikomu sinni, að ráðstefnur á grund-
velli Þjóðabandalagsins myndu
:aldrei bera neinn árangur. Þeir
-gerðu sér lítið fyrir og sögðu sig
úr Þjóðabandalaginu. Nú voru þeir
•sjálfráðir og einir ábyrgir á gerð-
xun sínum. Þeir juku vígbúnað sinn
og skipulögðu her sinn að nýju.
Fallliyssuskotin i Mansjúríu voru
útfararhringingar allra friðarráð-
■stefna.
Rússland er ekki í Þjóðabanda-
laginu. Þegar Japanar hófu nýjan
vigbúnað, gátu Rússafnir ekki set-
íð aðgerðalausir og fóru að dæmi
þeirra. Nú er her og vígbúnaður
Sovétríkjanna kominn í það horf,
.sem best má vera. Her þeirra á að
verja Rússland. Það eru aðeins
Konimúnistal- um allan heim, sem
halda, að sovétherinn eigi að vera
sverð og skjöldur kommúnismans
og heimsfriðarins.
Bandaríkin eru ekki heldur i
Þjóðabandalaginu. Stjórnmálamenn
þeirra álitu nauðsynlegt að láta
byrja á smiöi fjölda nýrra her-
skipa, til þess að tryggja . öryggi
viðskifta Bandaríkja við Austur-
lönd.
Næst voru það Þjóðverjar, sem
•sögðu sig úr Þjóðabandalaginu,
bandalagi hinna mælsku friðarvina.
Alt frá því á dögum Stresemanns
böfðu fulltrúar þeirra reynt að
tryggja þýska rikinu jafnrétti á við
bin stórveldin, hina svokölluðu sig-
urvegara heimsstyrjaldarinnar. Með
,„jafnrétti“ meintu þeir ekki aukn-
ingu hers og flota, heldur afvopn-
-un allra þjóða, því að Þýskaland er
vopnlaust síðan 1921. Öll hergögn,
.sem höfðu verið notuð í ófriðnum
inikla, 'voru þá eyðilögð, m. a. 55
þús. fallbyssur og 14 þús. flugvél-
ar. Þýski herinn er, eins og allir
vita, aðeins 100 þús. menn. Þýska-
land má ekki eiga herskip. stærri
en 10 þús. smál., og ekki fleiri en
samtals 172 þús. smálestir. Það má
ekki eiga hernaðarflugvélar, bryn-
dreka og stórar fallbýssur, og það
.á ekkert þessara hernaðartækja.
Það myndi taka fjölda ára og kosta
ærið fé að smiða þau aftur. Þjóð-
verjar álíta, að það sé betra að
verja þessum upphæðum til þjóð-
nýtra framkvæmda. Þýski kanslar-
inn, Adolf Hitler, hefir í ræðu og
riti haldið því fram, að Þýskaland
æski miklu frekar afvopnunar hinna
þjóðanna, en aukningar síns eigin
liers. Vináttusamningurinn, sem ný-
lega var gerður milli Þýskalands og
Póllands, sannar, að alvara fylgir
orðum kanslarans.
Fremstir meðal þeirra þjóða^sem
undirrituðu V ersalasamningana,
standa Frakkar. í Versalasamning-
unum er grein, sem kallar afvopn-
un Þýskalands „upphaf að almennri
afvopnun allra jijóða". Því miður
hafa Frakkar og bandamenn þeirra
ekki efnt þetta loforð. Frakkar hafa
nú, á friðartímum, 600 þús. her-
menn undir vopnum, þeir hafa 3000
hernaðarflugvélar og 6500 bryn-
dreka. Austurlandamæri Frakk-
lands eru varin með víggirðingum,
sem frakkneslcir herforingjar telja
óvinnandi. Þar sem Frakkar hafa
í hyggju að auka flugher sinn og
flota innan skamms, munu menn
skilja, að Bretar, næstu nágrannar
þeirra, þori ekki að biða átekta.
Þeir vinna ötullega að því, að end-
urnýja flotann og srníða nýjar og
betri hernaðarflugvélar. Það er því
ekki aðeins vegna vígbúnaðar Jap-
ana og Rússa, að Bandaríkjastjórn
retlar að láta smíða 37 ný herskip,
sem nema samtals 250 þús. smál.!
Þannig mætti halda áfram.
Niðurstaðan verður sú, að víg-
búnaður heimsins hefir aldrei
nokkurn tíma verið eins mikill og
nú —- þrátt fyrir allar friðarræð-
urnar i Genf. Á síðustu krejijru-
árunum voru það oft einungis
vopnaverksmiðjurnar, sem gáfu arð
25, 30 og jafnvel úþp undir 60 at'
hundraði. Hlutabréf tjekknesku
vSkoda-verksmiðjunnar hafa verið
kölluð liestu hlutabréf heimsins. Og
nú á dögum, þegar millilandavið-
skifti eru lömuð á öllum sviðum,
eykst framleiðsla og útflutningur
á vopnum ár frá ári. Millilanda-
verslun á hergögnum er nú tvisvar
sinnum meiri en 1928. Allar landa-
mæraorustur og innanlandsdeilur
víðsvegar um heim, sem daglega er
getið um í blöðunum, bera vott um
vopnasölu og vopnainnflutning.
Hverjir hafa gagn af allri þess-
ari vopnaframleiðslu ? Ekki þjóð-
arheildir og ekki verkamenn, held-
ur einungis vopnaframleiðendur,
verksmiðjueigendur og hluthafar.
Þeir græða stórfé á framleiðslu og
útflutningi vopna og annara hern-
aðartækja. Þeir eiga dagblöð. Þeir
telja þjóðunum trú um, að ný styrj-
öld sé í aðsigi, að öryggi landsbúa
krefjist aukins vígbúnaðar, að
gömlu hernaðartækin séu úrelt og
þarfnist endurnýjunar. Fólkið verð-
ur hrætt og borgar skattana, sem
þing og stjórn greiða vopnaverk-
smiðjum fyrir aukinn vígbúnað.
Það er náttúiilega .ómögulegt að
hafa eftirlit með áhrifum þeim, er
vopnaframleiðendurnir geta haít á
stjórnmál og stjórnarfar, þar sem
fjármagn þeirra er nærri því ótak-
markað. T. d. ræður frakkneska
Schneider-Creuzot-félagið- ekki að-
eins yfir ótal hergagnaverksmiðj-
um, járn- og kolanámum í Erakk-
landi, heldur einnig fjölda mörgum
samskonar fyrirtækjum í Belgíu,
Póllandi, Tékkóslóvakíu og í suð-
austur Evrópu.
Frámtiðarhorfurnar eru því nú
mjög slæmar. Ráðstefnur eru
haldnar i Genf, en vopnaframleið-
endurnir virða ráðstafanir Þjóða-
bandalagsins að vettugi. Því meir
sem rætt er um frið, því fullkomn-
ari verða vopnin. Öll þáu hergögn,
sem nú eru ,,á markaðinum“ eru
mörgum sinnum skæðari en þau,
sem notuð voru í heimsstyrjöldinni
1914-—1918. Þá var hægt að skjóta
með venjulegum fallbyssum 15 km.
Nú draga þær 26 km. Stóru fall-
byssurnar, sem Þjóðverjar notuðu
þá, dróu rúml. 100 kílóm., en að-
eins með fremur litlum skothylkj-
um, og voru ónýtar eftir nokkur
skot. Nú eiga Ameríkumenn fall-
byssur, sem skjóta kúlum, 1632 kg.
að þyngd yfir 27 km„ og Englend-
ingar eiga fallliyssur, sem draga 120
km. Þar við bætist aukin notkun
bifreiða í þágu hernaðar, aukning
burðarmagns og hraða flugvéla.
notkun eiturgass, gerla o. fl.
Til eru menn, sem vona, að mörg-
’um þessara hernaðartækja, hinum
allra verstu, verði ekki beitt, þegar
til stríðs kemur. En slíkar vonir eru
tálvonir einar. Frægur japanskur
stjórnmálamaður, Yukio .Ozaki að
nafni, segir í bók sinni „Jajian á
vegamótum" 111. a.: „Sigurinn
vinnst á skemstum tíma, ef flug-
vélar eru notaðar, til þess að eyði-
leggja verksmiðjur og ojiinberar
byggingar í óvinalandinu. Loftárás-
ir gera auðveldara að drepa mil-
jónir borgarbúa í stórbæjum en
þúsundir hermanna í skotgröfum
.... Það er hlægilegt að tala um,
hvort það eigi að banna loftárásir
á sveitir og borgir og notkun eitur-
gasa og gerla. Á meðan strið eru
til, er enginn þess megnugur, að
hindra slíkt; auðvitaÖ verður lieitt
öllum vopnum, hvort sem þau eru
böniiuð eða ekki .... Fáa daga eft-
ir stríðsbyrjun munu borgirnar vera
|eyðilagðar og bæjarbúarnir drepn-
ir, ungir og gamlir, miskunnarlaust,
með eitri, eldi, gasi og banvænum
sýklum .... Evrópa verður máð
út úr sögu veraldarinnar og menn-
ing hennar gerð að engu“.
Þessi spádómur er ekki gripinn
úr lausu lofti. Japaninn horfist í
augu við veruleikann.
Hvað eiga Norðurálfuþjóðirnar
að gera? Er afvopnun sama sem
sjálfsmorð, eða mega menn treysta
gæzku nágrannaþjóða sinna og
leggja niður vopnin? En ef' svo
er ekki, er þá ekki óviðunandi með
öllu, að leyfa nokkrum þjóðum víg-
búnað til hins ýtrasta og svifta hin-
ar nauðsynlegusu varnartækjum?
Enginn vafi eraá því, að þær þjóð-
ir, sem þegar hafa lagt niður vopn-
in, og einnig þær, sem ekki liafa
tekið þátt í stríðum á síðustu ára-
tugum, eins og t. d. öll Norður-
löndin. vilja ekki byrja á vígbún-
aði að nýju. Fulltrúi hinna hlut-
lausu ]ijóða, Svíinn Sandler, gat
aftur á móti á síðustu ráðstefnu í
Genf ekki sagt annað, en að aðal-
markmiði ráðstefnunnar væri ekki
náð!
Þýðir þessi yfirlýsing þá, að
vojinaframleiðendurnir beri sigur
af hólmi og hinar hlutlausu þjóðir
neyðist til að grípa til þess óyndis-
úrræðis að vopnast að nýju, til að
varðveita frelsi sitt og sjálfstæði?
M. K.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 12 stig, ísa-
firði 15, Akureyri 10, Skálanesi 8.
Vestmannaeyjum 11, Sandi 11,
Kvígindisdal 9, Gjögri 9, Blöndu-
ósi 9, Siglunesi 9, Grímsey 7, Rauf-
arhöfn 8, Skálum 8, Fagradal 9,
Hólum í Hornafirði 12, Fagur-
hólsmýri 11, Reykjanesvita 11,
Færeyjum 13. Mestur hiti hér í
gæf 14 stig, minstur 10. Sólskin
10.5 stundir. — Yfirlit: Grunn
lægð fyrir austan og sunnan land-
ið. Horfur: Suðvesturland, Faxa-
flói: Breytileg átt, en víðast norð-
angola. Sumstaðar skúrir síðdegis.
Breiðafjörður, Vestfirðir: Hæg-
viðri. Úrkomulaust. Norðurland,
norðausturland, Austfirðir: Hæg-
viðri, þykt loft og dálítil rigning.
Suðausturland: Hægviðri. Sum-
staðar smáskúrir.
Ferðafélag fslands
lefnir til göngufarar á Skjald-
breið næstkomandi sunnudag. Af
Skjaldbreið er ákaflega fögur fjalla
og jöklasýn. Farið verður í bif-
reiðum kl. 8 á sunnudagsmorgun
og ekið að Gatfelli, en þaðan er
um 3ja stunda gangur upp á Skjald-
breið. — Farmiðar fást á afgf.
vikublaðsins „Fálkinn“, Bankastr. 3.
Farþegar á Gullfossi z
frá útlöndum: Frú Jórunn Norð-
mann, frvi Jórunn Geirsson, Magu-
ús Andrésson stórkaujimaður. Axel
Kristjánsson og frú, P. Mortensen
yfirkennari og frú, Kr. Arinbjarn-
ar læknir og frú, Ólafur Tryggva-
son, frú Ólöf Björnsdóttir, Fr.
Nathan stórkaupmaður, Sigurð-
ur Ólason, Ari Þorgilsson, frú
Marie Havsteen, Jónína Lindal,
Herb. Lager prófessor, Aðalsteinn
Jónsson, Einar Ólafsson, Stefán
Pétursson, Gunnl. Guðmundsson,
ungfrú Sigr. Björnsson, Guðrún
Björnsson, Ester Sigurðsson, Mag-
nea Ólafsdóttir, dr. Elise Dúcker,
Otis Hansen, Nielsen, Kai Hansen
o. fl.
Næturlæknir
er i nótt. Halldór Stefánsson,
Lækjargötu 4. Sími 2234. — Næt-
urvörður í Reykjavíkur apóteki og
Lyfjabúðinni Iðunni.
Hitt og þetta*
S—42.
Ameríska stjórnin liefir keypt
nýja risaflugvél, sem Cliarles
A. Lindbergh fór margar
reynsluflugferðir í fyrir
skömmu. Flugvél þessi, S—42,
getur flutt 32 farþega, og verð-
ur í förum milli Bandaríkja og
Suður-Ameriku. Þegar hún
byrjar farþega- og póstflutn-
inga suður þangað, verður liún
kölluð „Brazilian Clipper“. —
Lindhergli telur flugvél þessa
fullkomnari en nokkura aðra,
af svipaðri stærð, sem smíðuð
hefir verið í Bandarikjunum.
Hún vegur 19 smálestir og há-
marksliraði hennar á klst. er
250 ihílur enskar. í lienni eru 4
720 ha. hreyflar. Auk 32 far-
þega getur liún flutt eina smá-
lest af póstflutningi. Áhöfnin
er 6 menn. — Pan-American-
Airways lét smiða flugvélina.
Bandaríkamenn leggja nú meiri
áherslu á það en nokkuru sinni,
að auka viðskifti sín við Suður-
Ameríku. Eitt af meginskilyrð-
unum til þess að auka þau er
talið, að flugferðir milli Banda-
ríkjanna og helstu borga Suður-
Ameríku komist i gott liorf.