Vísir - 23.08.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 23.08.1934, Blaðsíða 3
VlSIR AfkomnmOgnleikar reykvískra bænða og verðjöfnunarskatturinn. Þar sem ríkisstjórnin num hafa í hyggju a‘S koma í framkvæmd meS bráSabirg'Salögum, verð- jöfnunarskatti þeim á mjólkursölu er þingmenn haf'a ekki enn feng- Ist til aö samþykkja, tel eg nauö- synlegt a‘8 sem flestir meSal mjólk- urframleiöanda Reykjavíkur, er •skattur ]>essi mundi koma þyngst niður á, sýni stjórn og þingi fram á ])aö meö rökum, hversu órétt- látur þessi skattur yröi gagnvart reykvískum mjólkurframléiöend- xnn, þegar litiö er nieÖ sanngirni á aöstoöu og afkoinumöguleika þessara manna. Þess er þá fyrst aö gæta. aö meiri hluti ])eirra manna er stofn- aö hafa nýbýli i landi Reykjavíkur- bæjar, eru fátækir barnamenn, sem lagt hafa eignir sínar. alt fáan- legt lánsfé og vinnu sína árum sarnan í byggingar og ræktun þess- ara smábýla, meö ])aö fyrir augum aö skapa sér framtíöaratvinnu, knúöir til þess af yfirvofandi at- vinnuleysi annars vegar, en sjálfs- ’bjargarþrá' hinsvegar.. Þegar litið er á lönd ])essi, sem fiest eru æöi smá, þegar þess er -gætt aö hvergi et beitiland aö fá fyrir g;ripi bæjarmanna, sýnir þaö sig, aö jarðvegurinn er ekki glæsi- legur til ræktunar. Valllendismóar þekkjast ])ar tæplega, heldur fúa- mýrar, grjóturöir og leirmelar, en af þessu þrennu eru þó mýrarnar lang skárstar.en ræktunarfrestur sá er i)æjarstjórn veitir emsvo naum- ur, að mýrarnar þyrftu að standa framræstar en óunnar allan þann tíma, er menn hafa til ræktunar. Þá fyrst væri hugsanlegt að gera þær aö viöunandi túni. Ræktun :grjóturöanna mun varla þurfa að lýsa fyrir neinum. Þar eru þaö ekki tugir dagsverka, heldur bundruö, sem fara í vinslu á hverri dagsláttu, og hvað leirmelana snertir. mun mönnum þykja gott borgi þeir áburöinn fyrsta áratug- inn eftir aö sáð er i ])á. Það ætti því hver maður að geta séö, aö varla getur veriö þar um upp- gripagróða aö ræöa. Eg efast ekki um að hæstvirtur forsætisráðherra, er þessi mál lieyra undir, þekkir það af eigin reynslu aö þaö kostar æriö fé aö rækta, þó hann væri svo heppinn að fá einn af þeim bestu blettum til ræktunar, sem Reykjavíkurbær hefir getaö látiö i té á síðari árum. ITann mun því geta gert sér grein fyrir hversu dýrt er að rækta þau lönd, sem raunverulega er tvöfalt ])refalt dýrara að rækta, en hans eigið land. En eitt er ])að sem öllum þeim, er ætiö lofa nægtir reykvískra bænda, hefir skotist yfir, en ])aö eru hin miklu árlegu vanhöld á kúm hér i bæ, sem hvergi eru slik á öllu landinu. En þó árlegar skýrslur liggi fyrir um þetta efni, hefi eg ekki oröiö þess var að nokkur maöur sem einhvers væri megnugur i því efni, hafi hreyft hönd né tungu, til þess aö hrinda aí stað vísindalegri rannsókn í þessu efni, eins og gert hefir ver- iö um sauðfjár sjúkdóma út um land. Mér viröist þó ekki vera um neina smámuni að ræöa, þar sem skýrslurnar l)era með sér, að sem svarar rúmlega áttunda hver kýr fer í vanhöld árlega hér i Reykja- vík, og kæmu þar öll kurl til graf- ar, mundi vanhalda tölurnar veröa enn þá ískyggilegri, því sumt er alls ekki tekiö meö á vanhalda- skýrslur, sem miklu máli skiftir hvern bónda. Sem dæmi um hversu róttæk vanhöld veröa hér stundum, ætla eg að taka tvö dæmi um vanhöld á yfirstandandi ári: Annar maöur- inn mun hafa byrjað meö io kýr i ársbyrjún, þar af hafa fjórar drepist eöa oröið áö drepa, aðrar fjórar eru kálflausar, og því eigi setjandi á vetur. Þessum manni mundi hafa veriö ætlaö að greiða Soo krónur í verðjöfnunarskatt. ■Hinn maðurinn er einn af þeim smáu, hann átti fjórar kýr í árs- byrjun. Ein þeirra heltist úr lest- inni strax í vetur, tvær eru kálí- lausar, en aðeins ein sem setjandi er á vetur. Þessum manni mundi hafa verið ætlað að greiöa 200 kr. í verðjöfnunarskatt eða sem svar- ar þessari einu belju sem setjandi er á. Slíkt endurtekur sig ár eftir ár, hjá einum ])etta áriö.öðrumhitt. En þetta er ærið þungur skattur, þó ekki bætist an'nar viö enn þyngri. Mér virðist þetta vera það al- vörumál, aö þing og stjórn geti varla setiö lengur hjá, án þess aö aðhafast eitthvað í þá átt er leitt gæti í ljós af hverju þessi miklu vanhöld stafa, og hvað hægt værÞ aö gera til þess aö draga úr þeirn. Aö ])essu öllu athuguðu mun heildarútkoman verða sú, aö aðeins sárfáir ])essara bænda lifa viö sæmileg kjör, ílestir berjast í bökkum, þó allrar sparsemi sé gætt, og sumir lifa viö sultarkjör. Þetta býst' eg viö að framtals- skýrslur sýni, séu þær athugaðar tortryggnislaust. - Nokkuð margir þessara manna hafa hvorki haft nægilegt land, né fé, til þess að koma sér upp því búi, er veitt gæti fjölskyldu ])eirra sæmileg lífskjör, og efni hefir oft skort til þess aö afla sér sæmilega góöra gripa. Menn hafa þvi orðið aö sitja meö lélegar kýr, máske árum saman. Sumir eru aö byrja aö rækta, aðrir eiga töluvert órækt- aö. Ýmsir höföu ætlað sér að stunda aöra vinnu jafnframt bú- skapnum, en ])etta mun flestum bafa brugðist, því ekki er um auð- ugan garð aö gresja hvaö atvinnu snertir, enda flest vinna ósamrým- anleg heimilisstörfunum, og meir en nóg að gera meðan veriö er aö rækta ])ó búin séu smá. Afkoma alls þorra reykviskra bænda er því þannig að komist þessi verðjöfnunarskattur á, er at- vinna þeirra í rústum, og lönd þau er þeir hafa lagt aleigu, lánstraust og vinnu sina í, lítils eöa einskis virði. Mér virtist því aö sú ríkis- stjórn er telur sig málsvara verka- nianna og smábænda, verði aö gæta allrar varúðar, þar sem eignir og afkoma svo margra fjölskyldu- manna er í veöi. Þorst. Finnbogason. Knattspyrnnmðtið. Úrslitakappleikur Revkja- víkurmólsins fer fram á íþrótta- vellinum í kveld milli Fram og Vals. Átti kappleikur þessi að fara fram í fyrrakveld, en var frestað vegna þess hve völlur- inn var blautur. — Leikur þessi verSur án efa mjög skemtileg- ur og bíSa knattspyrnuvinir þess meS óþreyju aö sjá hvort félagiS ber sigur úr býtum. — Ivappleikurinn hefst kl. 6.30. Veðrið í morgun: Hiti í Reykjavík 10 stig, ísa- firSi 7, Akureyri 8, Skálanesi 9, Vestmannaeyjum 9, Sáiidi 8, Kvígindisdal 7, Hesteyri 7, Gjögri 6, Blönduósi 10, Siglu- nesi 6, Grímsey 7, Raufarhöfn 7, Skálum 6, Fagradal 7, Papey 9, Hólum í Hornafirði 9, Fagur- liólsmýri 8, Reykjanesi 9. Mest- ur hiti hér í gær 12, minstur 9 stig. Úrkoma 7.6 mm. Yfirlit: Ivyrstæð lægð milli Færeyja og Noregs. Smálægð við suðvestm*- strönd íslands. Horfur: Suð- vesturland, Faxaflói: Suðaustan og austan kaldi. Rigning öðru liverju. Breiðafjörður, Vestfirð- ir: Austan og norðaustan kaldi, rigning öðru hverju. Norður- land: Austan goía, víðast úr- komulaust. Norðausturland, Austfirðir: Norðaustan kaldi, dálítil rigning. Suðausturland: Norðaustan gola, víðast úr- komulaust. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á Akureyri. Goöa- foss fór héöan í gærkveldi áleið- is til útlanda. Brúarfoss er í Kaup- mannahöfn. Dettifoss er á leiö til landsins. Lagarfoss fór héöan i gær áleiðis vestur og noröur. Sel- foss kom til Leith i fyrrakveld. Skriftarnámskeið liefst á morgun (föstud.) og verður lokið 1. okt. Guðrún Geirsdóttir. simi 3680. Saumur allai' stærðir fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann. Bankastræti 11. Sími 1280. Timarit iðnaðarmanna, VIII. árg. 2. hefti, er nýlega komiö út. Efni: Hlutverk iðnaö- arins i þjóðarbúskapnum, eftir Pétur G. Guömundsson. Málmhúö- un (P. G. G.) — Timbur sem byggingarefni, eftir Þorlák Ófeigs- son. — „Köbenhavns Bagerlaug“, eftir Björn Björnsson. Gullverð ísl. krónu er nú 49.87, miðað við l'rakkneskan franka. flannes ráöherra hefir selt ísfiskafla i Þýska- landi, 107 smál., fvrir 11.900 ríkismörk. Farþegar á Goðafossi í gær: Mrs. Wall og dóttir henn- ar, ungfrúrnar Esther Poulsen og Guöriöur Gísladóttir, hollensku slúdentarnir, sem hér hafa verið í sumar o. m. fl. Þrír ungir og efnilegir lista- menn. — Listmálararnir Jón Engilberts, Þorvaldur Skúlason og_ Sigurjón Ólafsson mynd- liöggvari munu sýna nokkuð af verkmn sínum á sýningu, sem haldinn verður i sambandi við Cliarlottenborgsýninguna í Kaupmannahöfn í haust. — Er það ávalt gleðiefni ]>egar listamemi vorir vinna sér frægð og frama, í öðrum löndum. Þeir kynna land vort og þjóð betur en flestir aðrir og þeir eru útverðir vorir um menningar- mál. Sigurjón Ólafsson er þegar F R Á NOREGI. einhverju blámannaþorpi inni í Afríku og hann átti auö- vitaö aö þjálfa liöiö og skipa ])vi fyrir á því blámanna- máli, sem þar var. talað. En Joleik var heldur ónæmur á svertingjámálið eða nenti ekki að læra' það, og tók því þaö upp, að fara að skipa liðinu fyrir á nýnorsku. ‘Svertingjarnir reyndust vera miklu næmari á nýnorskuna en Joleik haföi verði á blámenskuna, og gekk alt eins og i sögu, aö þeir hlýddu skipunum hans á því máli. Eitt rsjnn bar svo til að belgiskur hershöföingi kom i þorpið til Joleiks i eftirlitsferö og til þess aö kanna liðið. Hafði Joleik þá uppi mikla hersýningu og skipaði svertingjun- um fyrir á nýnorsku svo að brakaöi í hverju tré, en þeir brúgöu viö þeini skipunum sem leiftur væri. Að lokinni liöskönnuninni sagöi hershöfðinginn við Jóleik: ,,Eg get .ekki annað en dáðst að þvi, hvaö þér hafiö lært þetta svertingjamál fljótt og vel, eins og það er lika herfilega ljótt“. Svo er ekki sú saga lengri, en auövitaö sel eg hana ekki dýrara en eg- keypti liana. Næsta dag fór eg suöur yfir Harðangursfjöröinn og eg hefi sjaldan séð blíðari og' mildari náttúru en þar, og þó er á einu hægt að sjá aö hér er ekki nema um sýndar- blíðu aö tefla, því að fólkið er hart á svipinn ög ber- sýnilega markaö af skannndegismyrkri og snjóþyng-slum. í firðinum er hvaö blíðastur og ísmeygilegastur staöur, sem heitir Lofthus, hann er angurblíöur, hann er róman- tískur, enda er staðurinn orðinn viöa frægur af málverki íftir norska málarann Gude, sem heitir „Brúðför i Harð- angri" og af kvæði og lagi meö sama nafni, sem eg held að hvert mannsbarn hér á landi þekki. ■ i * . > Enginn kann að meta það sem hann á. Fyrir fjaröarbotninum liggur staöúr, sem Oddi heitir. Þaöan lögðum við upp yfir fjalliö niður í Röldal, þar sem við ætluðum aö ná háttum. Liggur vegurinn upp yf- ir skógarmörkin og fram með litlum jökli, sem heitir Folgefonn. Fyrir ofan skógarmörkin tók við"heiði, sem var svo svipuö íslenskum heiðum, að eg hefði vel getaö haldiö að eg væri heima hjá mér, til dæmis uppi á Mos- fellsheiöi. Nú er mér ekkert í nöp viö íslensk heiöalönd alment eöa viö Mosfellsheiði sérstaklega, en eg get þó ekki neitað því, aö eg myndi ekki fara í lang-ferðir til þess aö fara að sjá svona heiöarvegi. Skaflarnir voru og hvergi þiðnaöir enn, og yfir þveran veginn lá tveggja mannhæöa há fönn. Það haföi veriö rudd braut í gegn um hana og risu skaflbrúnirnar hátt yfir höföi manni til beggja handa meðan ekiö ,var gegnu.m þessa fönn. Þaö blés ískaldur gustur ofan af jpklinum, og eg vafði kápunni minni aö únér og lét mér fátt um finnast, en hlakkaöi til þess aÖ komast niöur í skógi vaxnar breklc- urnar. Viö hliðina á mér sat Svíi, sem var úr Norður- Svíþjóö, þar sem alt er þakið ilmandi greniskógum. Hann leit hrifinn vit yfir móana og fönnina og beygði sig svo að mér og sagði: „Er þetta ekki hrífandi, er þetta ekki yndislegt". „Oh, jaja, svona“ ansaði eg og vafði betur að mér kápunni. „Þetta er alveg dásamlegt" hélt Sviinn áfram, honum hefur vist ekki þótt eg kunna að meta þetta senv skyldi. „Oh, jaja, svona'í, ansaði eg aftur, „eg kynni nii samt betur viö að vera kominn í greniskógana i hlíöinni hérna fyrir neöan“. Þá svaraði Sviinn hálf- önugur: „Æ, blessaðir minnist þér eltki á bölfaöa greni- skógana, þegar maðúr horfir á þá svona dag eftir dag, eins og eg- verð að gera, þá er maður orðinn svo leiður á þeim, aö maður getur ekki séð þá“. Svo horföumst viö í augu dálitla stund og skeltum loks upp úr, og okk- ur kom þá saman um að svona væri nvi mannfólkið, aö það lcærði sig kolTótt vvm það sem það gæti alla daga séö, hann vinv greniskógana en eg unv nvóana, en að því þætti mikið til þess korna sem það sjaldan eða aldrei ætti kost á, mér til greniskóganna, en honum til móanna. Náttúrufegurð og öfund. Bifreiðin rennur niður hlíðina og angandi bjarkir og ilmandi greniskógar eru aftur á báöar hendur ogllækjar- sprænurnar steypast nvi á ný niður klettana. Á leiðinni ofan í Röldal er heldur vatnslítill foss en hár, og er hann nafntogaöur unv Noreg og vúðar fyrir fegurðar sakir. Hann heitir Laatefoss og fellur í þremur lotum ofan klett- inn, stall af stalli. Hann er ekki meiri en þaö, aö. rnest af vatninu verður að úða við hvert fall, og þegar maður stendur á þjóðveginum er eins og maður standi í ýrings- rigningu. En jafnskjótt og viöinn kemur á stallinn, renn- ur hann aftur saman í straum og spýtist i háurn boga upp yfir hann og niður á næsta stall. Það er sólskin, altaf sólskin og geislarnir brotna í úðanurn þrátt og sarnt í alla liti friðarbogans, og þetta endurtekur sig viö hvert fall. Eg lvefi aldrei séð jafn dýrölegan litarauð, jafn óendanlega síkvika breytni, og mér flaug- í hug Gullfoss okkar heima, litskrúö hans og vatnsmagn, og eg hélt dauðahakli : vatnsmagniö, því aö þar hafði hann vissu- lega vinninginn, en eg gat ekki neitaö því aö litauður þessarar lækjarsprænu var rikari og fegurri en í hon- um. Mér datt þá í hug saga. af nvér og' einum Berlínar- búa, .sem var kunningi nvinn. Viö vorum á gangi saman í borginni Hannover í linditrjáagöngunv, sem kölluö eru Herrenhauseralléé. Eg var aö dásama fegurö trjánna, enda var þar ekki hægt aö bera of mikið í. En hann svár- ■ aöi mér því viðstöðulaust, að þetta væri ekkert hjá lindi- göngunum á Uiiter den Linden í Berlin. Eg nenti ekki að vera aö karpa viö hann um þetta, en um trén á þessari nafntoguðu götu er þaö að segja, að þau standa slap-, andi og lválfdauð meöfram stéttunum, því að þau þola ekki gasið, senv vir jaröpípunum kemur, og bæjarstjórn- in í Berlín verður árlega aö kosta ærnu fé til þess að lvalda þeim á lífi, ekki burðugri en þau þó verða. Nokkru síðar mættumst við þessi maður og eg á Unter den Linden, og eg spuröi lvann þá livort hann héldj þvi fram i al- vöru að þessar lindikreistur þyldu nokkurn samanburö við hin fallegu bráðlifandi tré í Herrenhauser Allée. Og þá svaraði hann: „Við skulum eldki vera að tala um þetta. Eg þoli það ekki þegar.einhversstaðar er eitthvað, sem er skárra en við höfum hér í Berlín. Þá fyllist eg öfund“. Þegar eg stóö í úðanum af Laatefoss og var að hugsa um Gullfoss, fór líkt fyrir mér og Berlínarmann- invvm. Eg fyltist öfund. „

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.