Vísir - 31.08.1934, Page 2

Vísir - 31.08.1934, Page 2
VISIR ÍD) INIm mn 1 Olmm 11 1 SÍMI 1-2-3-4 1 | ank nr Alt stefnir þetta því í sömu átt, að auknu atvinnuleysi. En þetta er aðeins litil mynd af því, sem ver'ða mundi, ef þjóðnýtingaróramir væru fram- kvæmdir í fullri alvöru. Þá mundi fyrst keyra um þverbak. Þegar hin smáu opinberu fyrir- tæki eru svo þunglamaleg og seinvirk, að engu tali tekur, er augljóst hvernig fara mundi, ef alt athafnalífið væri lagt í hlekki þjóðnýtingar. Það er óþarfi að lýsa nánari þeirri mvnd fyrir mönnum. Hún hlýtur að standa svo skýr fvrir hugskotssjónum þeirra. Atvinnuleysio og socialisminn. Atvinnuleysið er mesta böl vorra tíma. Það mergsýgur þjóðfélögin og lamar líkamlega, andlega og siðferðilega krafta margra þeirra manna, sem við það eiga að búa. Þetta er öllum ljóst. Og allir eru sannnála um það, að úr þessu böli verði að bæta. Socialistar hafa um öll lönd reynt. að nota atvinnuleysið sjálfum sér og stefnum sínum til framdráttar. Þeir kenna þjóðskipulaginu um þessi vand- ræði sem önnur og staðhæfa að þjóðnýting og ekkert annað geti bætt úr þeim. Þessar fullyrðingar eru svo fjarri réltu lagi, að vart verður íengra komist í vitleysunni. Socialisminn er aðalorsök at- vinnuleysisins. Og framkvæmd þjóðnýtingarhöfuðóranna væri beinn vegur til efnahagslegrar glötunar. — Reynslan, sem menn hafa fengið af þjóðnýt- ingardlraunum, sýnir það, og íhugun þessara mála sannar það Aðferðir socialista eru alslað- ar svipaðar. — Þeir berjast hvarvetna fyrir kaupliækkun, en liirða lítið eða jafnvel ekkert um það, að menn liafi sæmileg- ar heildartekjur. — Þó að þeim hljóti að vera það vitanlegt, eins og öllum öðrum, að hækkun dagkaups hlýtur i mörgum til- fellum að hafa í för með sér stórfelda fækkun vinnudaga, Iáta þeir það engan veginn hefta sig á kauphækkunarbrautinni. — Ef þeir hefðu tekið upp þá virðingarverðu stefnu, að berj- ast fyrir því, að menn gætu fengið trygga vinnu og sæmi- legt árskaup henni samfara, þá mundi betra ásland ríkja í lönd- unum en nú er. — En það liafa þeir ekki gert. Þeir hafa star-. blínt á dagkaupið og ekk- ert anuað séð. Á þann bátt eru þeir valdir að atvinnuleysinu. Hvar sem þeir ná áhrifum á löggjöf landanna, beita þeir sér fyrir háum sköttum og aukn- um opinberum fyrirtækjum. En það lier bvorttveggja að hinum sama brunni: auknu atvinnu- leysi. , ' Ajjf Framleiðsla á hráefnum og\ vörum verður að siðustu að greiða alla skatta eins og öll önnur útgjöld þjóðarbúskapar- ins. — Þegar skattarnir eru orðnir tilfinnanlega háir, neyð- ast atvinnurekendur til þess að draga saman seglin. — Fyrst verka of háu skattarnir á þann hátt, að atvinnurekendur skort- ir fé til þess að fjölga fram- leiðslutækjunum og skapa þannig skilyrði fyrir aukinni framleiðslu og aukinni vinnu. Það veldur atvinnuleysi, því að fólkinu fjölgar viðast livar, en það skapar þörf fyrir ný og auk- in verkefni. Þegar meira berðir að, verka hinir of þungu skattar þannig, að atvinnurekendur hætla að geta Iialdið framleiðslutækjun- um við. Þau ganga úr sér, án þess, að ný komi í skarðið. Af því leiðir minna öryggi, minni framleiðsla og aukið atvinnu- leysi. Þriðjá stig skattkúgunar verkar á þá leið, að atvinnurek- endur neyðast lil þess að draga úr starfsmannahaldi. En það.er sama og gera menn atvinnu- lausa, hópum saman. Álirifin af.opinberum rekstri eru mjög svipuð. Þegar bið op- inbera einokar einhver þau svið atliafnalífsins, sem einstakling- ar hafa ráðið yfir, athafnalega séð, þá fækkar skattgreiðend- um. Það lxefir í för með sér skatthækkun á þeim, sem greiða skatta. Og það ber upp á sama skerið, slcer atvinnuleysisins. Socialistar halda því fram, að opinberu fyrirtækin komi í stað þeirra, sem kyrkt eru á þennan liátt, og að þau geri meira en að bæta það upp, sem tapast við. niðurlagning einstaklingsfyrir- tækja. En þáð eru aðeins socia- listiskar firrur. Opinber fyrirtæki greiða sjaldnast skatta. Þau fáu, sem gera það, eru undantekningar- laust miklu minna skatllögð en einstaklingsfyrirtæki. Og þó að reksturinn hvcrfi úr höndum einstaklinga, minkar ekki teknaþörf hins opinbera. Hún vex. Það opinbera þarf fé til að koma fyrirtækjum sínum á Iaggirnar og verður þar að auki oftast að gefa með þeim. En við það vex skattþunginn á framleiðslu einstaklinganna. — Um leið og socialisminn fækkar atvinnurekendum, leggur hann svo auknar byrðar á herðar þeim, sem eftir eru, að þeir hljóta að sligast undan þungan- um. Hinn hægfara socialismi er því seigdrepandi eiturlyfjan á athafnalífið, og ekkert annað. Þegar þessi opinberu fyrir- læki starfa að framleiðslu, fer flest i súginn, sem í súginn get- ur farið. Þau geta ekki kept við einstaklingsfyrirtækin ef skil- yrðin eru liin sömu, og þess- vegna verða þau ómagar. Þau geta þvi ekki veitt jafmnikla vinnu og einstaklingsfyrirtæki. Þau eru þunglamaleg, laga sig ekki eftir breyttum viðhorfum fyr en seint eða um seinan og geta því að sjúlfsögðu ekki tek- ið við því fólki, sem þarfnast vinnu vegna fólksfjölgunar. Röskur drengur. Tíu ára drenghnokki vill- ist, liggur úti, og kemst hjálparlaust til bæja. 30. ágúst. — Ftl. Tíu ára drengur, Hannes Hall- dórsson úr Reykjavík, sem í sum- ar hefir veriö vikadrengur á Fossá í Kjós, var á íöstudaginn var send- ur meti þrjá hesta til móts við húsbóndann á Fossá, a'S svonefnd- um vegamótum, en er hann kom þangað ekki, og eigi heldur heini um kvöldi'S, var fariö aS leita hans. Flúsbóndinn leitaöi alla nóttina á- samt kaupamanni sínum, og mönn- um frá Valdastöðum, en arangurs- laust, og voru þvi fleiri kvaddir til leitarinnar um morguninn. Fóru um 20—30 nianns af stað til þess aö leita piltsins, og var haldið austur í Þingvallasveit, því líkleg- ast var talið að hann hef'öi komist þangað. Drengurinn kom fram aÖ Svartagili um morgunin. HafÖi hann legið í túninu í Stíflisdal um nóttina, milli, þúfna, og tjóðra'S hestana, en ekki gert vart við sig á bænum, og haldi'S þa'ðan snemma um morguninn. Hann hafði dag- inn áður tekið skakkar götur of- an af hálsinum, en hann var ó- kunnugur að heita mátti á þessum slóðum, og hafði a'ðeins einu sinni áður farið leiðina sem honum var ætlað að fara, en hugði að hann myndi rata. Ekki var vitað til þess, að drengnum hefði or'ðið rneint af því, að liggja úti um nóttina. AtTmnnmálin í Þýskalandi. Berlín 30. ágúst. — FB. Dr. Syrup, forseti endur-ráðn- ingarskrifstofu ríkisins, hefir gef- ið út tilskipun, sem gengur í gildi 1. okt., og er þess efnís, að starfs- fólk undir 25 ára aldri skuli vílcja frá störfum fyrir eldri verka- mönnum og starfsmönnum. Eink- anlega verða þeir, sem kvæntir eru og eiga fyrir mörgum að sjá, látn- ir sitja fyrir atvinnu. (United Press). Nasistar og Gyðingar. Berlín 30. ágúst. — FB. Samkvæmt áréiðanlegum heim- ildum hefir Hess verið látinn 'und- irbúa tilskipun, sem bannar með- limum nasistaflokksins að hafa nokkuð saman við Gyðinga að sælda. Mun þetta vera ein ráð- stöfun Jieirra, sem gerðar verða vegna aukinnar starfsemi Gyð- inga erlendis í þá átt.'að fá menu til þess að kaupa ekki þýskar vörur. (United PresS). ÚTSALA í nokkra daga á kápum, kjólum og fl. Einnig ódýrir íaubútar. Signrðnr Gnðmnndsson, Laugaveg 35. Sími -4278. FramtUaratvinna. Ungur maður sem vill læra nýjustu og fullkomnustu aðferð í fatasaumi getur fengið atvinnu á saumastofu liér í bænurn. — Umsóknir með afriti af meðmælum og kaupkröfu sendist til afgr. þessa blaðs, merkt: „Framtíðaratvinna“. V erðlækkun. í nokkra daga verða gefinn 20% af öllum vörum versl- unarinnár, nema leikföngum. Notið tækifærið og' g'jörið góð kaup á postulíns og gler- vörum, borðbúnaði o. fl. ¥eM. Jóns B. Helgasonai* Laugaveg 12. Berlín 31. ágúst. FB. Frést hefir, að tilskipun Hess u.m nasista og Gyðinga, sú sem um var símað í gær, hafi verið prent- uð og send til úthlutunar i öllum félögum nasista. Tilskipunin mun verða prentuð í öllum blöðum flokksins. (United Press). Þjððverjar gramir Itölnm. Berlín, 31. ágúst. — FB. Mikil og vaxandi óánægja er i Þýskalandi yfir árásum þeim á Þýskaland, sem nú eru dag- lega gerðar í ítölskum blöðum. Ráðgert er aö gefa ítölslcu blöð- unum 3—4 daga frest a'ð liætta árásunum og verði þeim ekki hætt er í ráði, að vísa öllum ít- ölskum blaðamönnum úr Þýskalandi. Ennfremur er mælt, að stjórnin liafi skipað þýsku blöðunum a'ð svara ítölum fullum hálsi. (United Press). Maxim Qoi?k:ie Þýska stjórnin bannar að selja þýðingar á ritum Maxim Gorkis. Berlín, 31. ágúst. FB. Bannað hefir verið að selja rií Maxim Gorkis í Prússlandi. Bannið nær til allra þýðinga sem gerðar liafa verið á þýsku af ritum Gorkis. (United Press). Uppþot í fangeisi. Varsjá 31. ágúst. Fangar í' Petrokow-fangelsi í Mið-Póllandi gerðu tilraun til þess að brjótast út úr fangelsinu í nótt. Tilraunin hepnaðist ekki, en fanga- vörðunum tókst ekki að koma á ró í fangelsinu. Var þá herlið og slökkvilið kvatt á vettvang og tókst að lokum að koma föng- unum í klefana á ný, en ólætin hófust í mótmælaskyni gegn slæm- um mat. Kyrð komst eigi á í íangelsinu fyr en í dögun í morg- un. Yfirvöldin kenna kommúnist- um meðal fanganna um uppþotið. (United Press). Grierson lenti í OtLawa, höfuðborg Can- ada', í gærkvöldi, að því er út- varpsfregn frá Kalundborg liermir. Veðrið í morgun. ITiti í Reykjavík 14 st., ísafirði n, Akureyri 12, Skálanesi 9, Vest- mannaeyjum 11, Sandi 11, Kvíg- indisdal 11, Hesteyri 8, Gjög'ri 8, Blönduósi 12, Siglunesi 7, Gríms- eý 9, Raufarhöfn 9, Skálum 9, Fagradal 9, Papey 8, Hólum í Hornafirði 12, Fagurhólsmýri 10, Reykjanesi 13, Færeyjum 9. Mest- ur hiti hér í gær 16, minstur 9 st. —• Úrkoma 2,0 mm. — Yfirlit: Lægð fyrir suðaustan ísland, en háþrýstisvæði yfir . norðaustur- Grænlandi. — Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói: Norðaustan-átt, sumstaðar allhvast. Víðast bjart- viðri. Breiðafjörður: Stinnings- kaldi á norðaustan, úrkomulaust að mestu. Vestfirðir: Norðaustan- átt, allhvast og rigning norðan til, en lygnir í kvöld. Norðurland: Austan og norðaustan kaldi, suin- staðar dálítil rigning. Norðaustur- land, Austfirðir: Austan kaldi, þokusúld. Suðausturland: Stinn- ingskaldi á austan, rigning austan til. 50 ára verður 3. september frú Ágústa Jónsdóttir kona Þorbjörns Kle- menssonar, húsasmíðameistara, Lækjargötu 10, Hafnarfirði. 50 ára er í dag Kristján Sveinsson múrari, Laugavegi 128. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á útleið. Goðafoss er í Hamborg'. Brúarfoss kom til Vestmannaeyja um hádegi í dag. Væntanlegur hingað í nótt. Detti- foss kom til ísafjarðar í dag á norðurleið. Lagarfoss var í Stykk- ishólmi í morgun. Væntanlegur hingað í nótt eða snemma í fyrra- málið. Selfoss var á Vopnafirði í morgun. B.v. Baldur kom hingað í gær með Kára Sölmundarson í eftirdragi. Var Kári tekinn upp í Slippinn og sett á hann ný skrúfa. Var því verki lokið í morgun og leggur botn- vörpungurinn af stað áleiðis til út- landa í dag. G.s. Botnía kom til Leith kl. 11 í gæt’- kvekli.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.