Vísir - 06.09.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 06.09.1934, Blaðsíða 2
v I 5 I H te) Narom s Oilseini í llM Afreksverkin miklu! Vinnodeilnrnar í Bandaríkjonnm. Roosevelt forseti beitir áhrifum sínum til þess að leiða deilumálin til Iykta. Washington 5. sept. FB. Roosevelt forseti tók skyndilega þá ákvörðun í dag að Ijeita áhrif- um sínurn til þess aS leysa deiluna, sem leidcli til verkfallsins í vefn- a'SarverksmiSjunum. Hefir h'ann tilkynt, aS skijiaS verSi þriggja ntanna ráS, er fái þaS sérstaka hlutverk í hendur aS koma á sátt- um i deilumálunum. Eigendur verksmiSjanna og stjórnir verka- mannafélaganna hafa heitiS aS vinna meS ráSinu aS því aS leysa deilumálin. — Sem stendur eru verkfallsmenn 300.000 talsins, þar. af 50.000 í Nýja Englandsríkjun- um og New Jersey. Tala verkfalls- rnanna hefir í dag aukist um 50.- 000. (United Préss). Washington 6. sept. — FB. Roosevelt forseti hefir útnefnt John Winant, ríkisstjóra í New Hampshire, Marion Smith, Atlan- ta Georgia og Raymoncl Ingersoell, New York, til ]>ess að miSla mál- um i verkfallsdeilunni. — Frá Tri- on í Georgia er símaS, aS tveir vnenn hafi beSiS bana i verkfalls- óeirSum, lögreglumaSur og einn af vörSum verkfallsmanna. Var ákaft barist um skeiS og meiddust marg- ir menn. (United Press). Blað Mnssolini ávítar Þjóöverja. Milano 6. sept. — FB. í grein, sem birst hefir í Popolo d'Italia og taliS er, að skrifuS sé af Mussolini eSa aS hans undirlagi, ‘segir m. a., aS ef nokkur þjóS hafi sýnt þaS berlega, aS hún vildi ekki halda gerSa samninga þá séu þaS ÞjóSverjar. — Gremja ÞjóSverja i garS ítala, segir ígreininni,byggist á því, aS leiStogar ÞjóSverja hafa mist trúna á, aS ítalir rnuni nokkru sinni verSa bandalagsþjóS ÞjóS- verja. (Unitecl Press). Námnrnar í Saar-héraði. Frakkar vilja fá tjón sitt bætt, ef Saar verður sameinað Þýskalandi. — París 5. sept. FB. Frakkneska stjórnin hefir sent allhai-SorSa orSsendingu til ríkis- stjórna þeirra landa, sem eiga full- trúa í ráSi ÞjóSabandalagsins, þess efnis aS Frakkland geri ákveSnar kröfur um aS tjón þess af aS missa kolanámurnar i SaarhéraSi, ef til þess kæmi aS þaS 'yrSi sameinaS Þýskalandi á ný, yrSi aS greiðast í gulli. United Press). Flokkshing nasista. Núrnberg 5. sept. FB. Fíokksþing nasista hófst hér i dag. í ávarpi Hitlers til flokks- þingsins, segir, að umbylting sú, scm orSiS Hafi í Þýskalandi frá því nasistar koniust til valda muni móta lif þýsku þjóSarinnar um næstu þúsund ár. (United Press). De Valera ræðir við breska stjórn- málamenn. Dublin 5. sept. FB. Stjórnmálamenn hér liúast viS ])vi aS De Valera muni nota tæki- færiS meSan hann clvelst í Genf, til þess'aS ræSa viS breska stjórn- málamenn um sambúS Bretlands og fríríkisins. (United Press). Vlðskiftasamningnr. Berlin 6. sept. — FO. Fundir hafa veriS haldnir um alllangt skeið í Berlin um viSskifta- samning milli Þýskalands og Belg- iu. í gær komst á samkomulag um samning þenna, og var uppkast að honum, sem siSar á aS leggja fyrir stjórnir ríkjanna, undirritaS í ut- anrikisráSuneytinu í Berlin í gær. í samningnum eru settar ákveSn- ar reglur um gjaldeyrisyfirfærslu, ennfremur um vaxtagreiSsIu af lánum þeim, er ÞjóSverjar hafa tekiS í Belgíu og takmörkun á kol- aútflutningi frá Þýskalandi til Belgíu. Samningurinn gildir frá 10. sept. n. k. og nær einnig til Congo, og annara belgiskra nýlenda. Oslo 5. sept. FB. Útflutningur ferskfiskjar frá Noregi. Starfsemi ríkisjárnbrautanna, að því er snertir útflutning og sölu á ferskfiski erlendis, verSur mjög aukin í nánustu framtíS. ASalskrif- stofan erlendis verSur flutt frá Berlin til Hamborgar. en auka- skrifstofa verSur sett á stofn í Milano. Á fiskútflutnirigsskrifstof- um ríkisjárnbrautanna i Bergen, Álasundi, Trondheim og Narvik verSa framvegis járnbrautarfull- trúar aS staSaldri, sem hafa yfir- umsjón meS útflutningi ferskfiskj- ar til útlanda. Oslo 5. sept. FB. Samvinna Norðurlandaþjóða í ut- anríkismálum. Mowinckel forsætisráSherra fer i dag til Stokkhólms og tekur þátt í fundi norrænna utanríkisráSherra um samvinnú NorSurlanda])jó8a. Frá Stokkhólmi fer forsætisráS- herrann til Genf til þess aS taka þátt i fundi ÞjóSabandalagsins, sem hefst á mánudag. Þeir vita sem er, ráðlierrar Tímaliðsins, að enginn sæmileg- ur maður fæst til þess að leggja þeim liðsvrði. En þeir eru montnir, eins og litl er um menn á þeirra reki, og kunna því illa, að fá ekki lof úr neinni átt. Þeir liafa því tekið þann kosl- inn, að liæla sér sjálfir og her kosningasnepill þeirra 2. þ. m. (og oflar) liégómaskap þeirx-a og innræti lieldur þokkalegt vitni. — Segjast piltar þessir ekki hafa „rikt“ nema mánað- artima, en þó sé nú öðruvisi um að litast á þjóðarbúinu en verið Iiafi, cr þeir liófusl til valda. Þá hafi flest farið aflaga og margt vcrið í kaldakoli, en nú blómg- ist alt og blessist! Kjötinu bafi þeir komið í gæðaverð á svip- stundu — að minsta kosti á pappírnum. Og mjólkurskút- unni sé þeir nú að róa í Iiöfn, en við henni liafi þeir tekið hriplekri úti í hafsauga óreið- unnar. Kreppulánasjóð þykjast þeir vcra búnir að laga til mik- illa muna! Þá er það eitt afreksverkið, að hafa lagt niður varalögreglu ríkisins. Télja þeir það með hin- um mestu slórvirkjum, en haft er eftir ýmsum Tímapiltum, að það geli verið „nógu þénugt“ fyrir ríkisstjórnina og liennar .fólk, að lögreglan sé sem allra veikust. Síldarútvegi landsmanna segjast raupskjóður þessar hafa hjálpað svo, að um muni. Stjórnin liafi hara hlátt áfram komið „skipulagi“ á þann at- vinnuveg! — Það mátti ekki minna kosta! -— Þykir ekki úr vegi að láta þess getið, að stjórnin hefir vitanlega ekkert gert af sjálfsdáðum í því máli. Nefnda- vitleysan. Það cr segin saga, þegar ó- j starfhæfir menn komast til valda i einhverju þjóðfélagi, að þá spretla upp allskonar nefnd- ir, eins og mý á mykjuskán. Það hefir nú orðið svo hér, að tveir af þremur ráðherrum landsins, eru gersamlega óhæf- ir til þeirra starfa, sem þeir hafa lekist á hendur. Þriðji maðurinn, Haraldur Guðmunds- son, er að vísu óvanur öllum stjórnarstörfum og lítt til þess fær, að fara með völd, en hann er sagður sæmilega greindur maður og kunnugir vita, að liann er engin bulla. — Hinir nýju ráðlierrar munu bráðlega hafa rekið sig á ]>að, er þeir voru teknir við stjórn, að þeir botnuðu ekki lifandi vitund i því, sem þeir höfðu lek- ið að sér að gera, og slóðu því uppi cins og þvörur. Og þá var gripið til þess, að fara að skipa hinar og aðrar nefndir til þess að vinna skyldustörf ráðherr- anna. — Þetta cr alkunnugt fyrirbrigði, cins og áður er sagt, þar sem tiltakanlegir fáráðar slysast í ráðherrastöður. Stjórnin hefir nú hrúgað upp allskonar óþörfum nefndum og lagt allan kostnaðinn af þvi braski á rikissjóðinn. Er ekki ósennilegt að sá kostnaður skifti bundruðum þúsunda á ári, og yrði ])að ósmá fúlga, ef þessir óstarfbæfu náungar skyldi hanga við völd nokkuð að ráði. Kjósandi. Margt l'leira lofsvert segjast þeir hafa gert og ætla að gera, piltarnir. Meðal annars það, að lijálpa lil þess, að lokið verði við hyggingu sundhallarinnar. Fynir kosningarnar i sumar voru ])eir ákaflega hreyknir af þvi, hversu vel gengi að mölva rúðurnar í sundhöllinni. Og einn daginn tilkyntu þcir með mikl- um fjálgleik, að þá væri brotnu rúðurnar orðnar 699! — Eitt af því „væntanlega“ er ])að, að sögn piltanna sjálfra, að hefja árás á frjálsa verslun nieð kartöflur. Er svo að sjá, sem ])að þyki ákaflega mikils- vert, að ríkisstjórniri hafi nefið í liverjum karlöflugarði á land- inu. -— Má því gera ráð fyrir, að innan stundar verði öllum bannað að selja kartöflupund eða poka án íhlutunar rikis- valdsins! Þetta, sem liér hefir verið talið, er ekki nema örlítið brot af „afreksverkum“ þeim, sem bleðillinn segir að stjórnin hafi unnið og ætli sér að vinna. Þeir segja að lokum, Tima- ])iltar, að nú sé stjórnin að basla við fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. —- En 'það sé nú einhvernveginn svona, að þeim gangi hálf-mæðulega að koma því saman. -— Þetta sé sá ótta- legur regin-vandi! —En ráð- herrarnir sýni „mikinn dugnað“ og vonandi liafisl ])að nú af með tímanum! Og i því sambandi fara þeir að tala um örðugan fjárliag rík- isins. — Skuldir hafi aukist um 1.1 milj. á tveim árum. — En það sé alveg mátulegt handa fyrverandi stjórn, að staðhæft sé bara hreint og beint, að sú aukning nemi að minsta kosti 2.8 miljónum! Japanar og flotamálin Japanska stjórnin hefir á- kveðið að segja upp Wash- ington-flo'tamálasamningn- um. Eins og kunnugt er hefir á- gengni Japana í Austur-Asíu stöS- ugt aukist. Þeir hafa raunverulega lagt undir sig Mansjúríu, ])vi aS þeir hafa öll ráS Mansjúkóríkis- ins, er þar var stofnað aS undir- lagi þeirra, í hendi sér. í Kína vilja þeir öllu ráða og i raun og veru er áforni þeirra, aS koma i veg fyrir afskifti EvrópuþjóSa af málum þjóSanna i Austur-Asíu. Þar er vitanlega við raman reip aS draga, því að EvrópuþjóSir eiga mikilla hagsmuna að gæta þar eystra, ekki síst i Kína. Rússar hyggjast og ætla aS koma i veg j ívrir frekari ágengni af hálfu Japana og eina ástæðan fyrir þvi, aS þeir hafa ekki haft sig meira i frammi enn sem komið er, er sú, aS þeir hafa ekki taliS sig nóg'u öfluga hernaðarlega, en þeir vigbúast af kappi ogRússland er nú eitt mesta herveldi jarSar. Japan- ar hafa fyrir löngu gert sér Ijóst, aS áform þeirra geta því aðeins hepnast, aS þeir eignist öflugri flota. Þeir eiga fjölda mörg her- skip, ný og vönduS mörg þeirra, og eru á þessu sviði jafningjar sumra stórveldanna. Nú vakir fyrir Japönum aS efla svo herskipaflota sinn, aS hann verði eins öflugur og nokkurs hinna stórveldanna, og þess vegna var það samþykt á ráSuneytisfundi í Tokio í ágústlok að segja upp Washingtönflota- málasamningnum, scm gerSur var 1921, og tilkynna; hinum' stórveld- unum, sem aS samningnunr standa, fyrir áramót. í Washingtonsamn- ingnum var svo ákveSiS, aS hlut- föllin milli Bretlands, Bandaríkj- anna og Japan, að því er flota- styrkleikann snerti, skyldi vera 5- 5-3, en nú ætla Japanar sér aS bera fram auknar kröfur á flotamála- ráSstefnunni. sem ráSgert er aS halda aS ári, ]>ví aS ])eir telja nú rrSiS, aS þeir þurfi öflugri flota en áSur, auk þess sem þeim finst þaS fyrir neSan virðingu sína, aS hafa ekki jafnan rétt á viS hin stórveldin í þessum efnum.. ÁSur en ráSuneytisfundurinn var haldinn í Tokio fór Osumi flotamálaráS- herra á fund Okadá forsætisráS-. herra og lýsti því yfir, aS þaS væri einróma álit flotaforingjanna, aö flotamálasamnirignum bæri aS segja upp. — í símskeyti frá Washiugton um þetta er þess get- iS, aS Japanar telji sig þurfa aS auka viö flota. sinn. mcSfram vegna ])ess, aS sú hætta vofir stöSugt yf- ir, aS styrjöld brjótist út milli þeirra og Rússa. Ef svo; færi yröi Japanar að nota mörg herskip til ])ess aS vera á veröi viS strendur Kína, ])ví aS Japanar gera sér ljóst, að Kinverjar muni veita Rússum allan þann stuSning, sem þeir mega. Einnig er þess getiö i skeyti ])essu, aS Japanar hafi nú sterkari hug á að efla flota sinn, vegna þess aS Bandaríkjamenn eru búnir aS gera ráöstafanir til mik- illar flotaaukningar. Japanskir ilotamálasérfræSingar búast ekki viS, segir i skeytinu, aS samkomu- lag náist á flotamálaráSstefnunni aS ári. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 10 stig, Bol- ungarvík 8, Akureyri 12, Skála- nesi 12, Vestmannaeyjum 10, Kvíg- indisdal 9, Hesteyri 8. Blönduósi 10, Siglunesi 11, Grímsey 10, Raufarhöfn 10, Skálum 10, Fagra- dal 10, Hólum í Hornafiröi 11, Fagurhólsmýri 10, Reykjanesvita 12 stig. — Mestur hiti hér í gær 11 stig, minstur 8 stig. Úrkoma 1.0 mm. Yfirlit: Grunn lægö fyr- ir vestan land og norSan. Háþrýsti- svæöi um Bretland og Noröurlönd. Horfur: SuSvesturland, Faxaflói: Sunnan gola. Smá skúrir. Breiöa- fjöröur, VestfirSir, Norðurland: Hæg sunnanátt. Léttir til. Norð- austurland, AustfirSir': Sunnan og suövestan gola. Úrkomulaust og víSa létt skýjaS. Suðausturland: Hæg sunnan átt. Skýjaö en úr- komulítiS. Aflasölur. Karlsefni hefir selt bátafisk af VestfjörSum, 1141 vætt fyrir 1606 stpd. Otur hefir selt 905 vættir ísfiskjar fyrir 1565 stpd.. Andri hefir selt bátafisk frá EyjafirSi, 1435 vættir, -iyrir 1467 stpd. Allar sölurnar fóru fram í Grimsby. Knattspyrnan i 2 fl. i gærkveldi fór svo, aS Valur vann Víking meS 2 gegn 1. Veröur nú Valur aö kcppa viö Fram aftur til úrslita n. k. sunnud. G.s. Island kom til Vestmannaeyja um há- dégisbil í dag. Væntanlegt hingaS i nótt. Kynsjúkdómar. Þaö hefir orSið aS samkomulagi milli stjórnarinnar og Hannesar GuSmundssonar læknis, sérfræS- ings í kynsjúkdómum, aö hann veiti ókeypis læknishjálp þeim

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.