Vísir - 13.09.1934, Síða 2

Vísir - 13.09.1934, Síða 2
V I s I R ))Mm« kaupmann yðar um fá&ítteltwp C,0CQ4 BEM5D0RP Bussuh-Hoiubd BUSSUM - HOLLAND Það er drýgst og best og því ódýrast. Fæst í pökkum með 1/8 og 1/4 kg. og pokum með 5 kg. Heildsölubirgðir. Siml 1234. I. Lögin um eí'lirlil með bönk- itm og' sparisjóðum voru sett á Alþingi 1923. Áður liafði vérið rætt um það, að lögskipa eftir- lit með sparisjóðum, en ekkert orðið úr því. Tildrögin til þess, að málið var svo tekið upp á þinginu 1923, voru þau, að á þvi þingi var borin fram tillaga um að skipa sérstaka þingnefnd, til að rannsaka liag Islands- banka, eða meta hann á ný. Mat liafði þá farið fram á bank- anum alveg nýlega, en það mat var véfengt, og voru það forvig- ismenn framsólcnarmanna og socialista á Alþingi, sem beittu sér fýrir því, að ný rannsókn yrði gerð á liag bankans. .Sterk- ur grunur lék nú á því, að þessi krafa uin rannsókn- á bankan- um stafaði fyrst og fremst af óvild til lians og livöt til þess að spilla trausti almennings á hon- um, bæði utanlands og innan, og af ótta við það, að ný rannsókn kynni að liafa slíkar afleiðing- ar, var rannsóknarlillagan feld i þinginu, en þáverandi forsæl- isráðherra lofaði að leggja fyrir sama þing frumvarp um eftirlit með bönkum og sparisjpðum. Voru svo lögin um eftirlitið samþykt með miklum meiri liluta alkvæða, en skipun eftir- litsmannsins dróst þó fram á næsta þing. Það var Klemens Jónsson, þáverandi fjármálaráðherra, sem átti að skipa bankaeftirlits- manninn. Það var þannig á valdi framsóknarflokksins, hve- nær skipað yrði i stöðuna og liver skipaður yrði. Skipunin var dregin í því nær heilt ár, og má af því ráða, bve bráða nauð- syn framsóknarflokkurinn lief- ir lalið á þvi, að rannsóknin á Islandsbanka yrði látin fara fram. Flokkurinn virðist alger- lega bafa mist áliugann fyrir rannsókninni, þegar svo var komið, að iiana álli að fram- kvæma einslakur, opinber starfsmaður, með embættis- ábyrgð og bundinn þagnar- skyldu, en ekki nefnd, sem vel gat-farið svo að skipuð yrði að einhverju leyti ábyrgðarlausum, pólitiskum stigamönnum, með það fyrir augum, að fá einskon- ar opinbera staðfestingu á róg- inum, sem þá var iiafinn gegn bankanum. Eins og áður er sagt, leið nú þvi nær heilt ár, áður en banka- eftirlitsmaður var skipaður. Mér er ókunnugt um, liverjir liafa sótt um stöðuna. Sjálfur sótti eg ekki um hana, lieldur var eg beðinn að taka að mér starfið og varð eg við þeim til- mælum. Eg er sannfærður um það, hvað sem líður ýmsum flokksmönnum þess ráðherra, sem skipaði mig í þessa stöðu, að liann hefir ekki ætlast til annars af mér en að eg rækti starf mitt eftir bestu samvisku og eftir því sem eg befði vit og getu til. Honum vanst liinsvegar ekki tími til ]iess að setja nein- ar reglur um það, hvernig starf- ið skyldi unnið, og við það situr enn, að engar slíkar reglur liafa verið settar. En eg geri ráð fyrir, að það hafi vakað fyrir ráðherrunum, hverjum eftir annan, að bankaeftirlitsmaður- inn gæti unnið starf sitt i sam- ráði við ráðlierra, án erindis- bréfs eða reglugerðar, enda liafa þeir, hver um sig, lagt fyr- ir mig að vinna ýms verk, eftir þvi sem þeim liefir fundist þörf kalla að á hverjum tíma. Eg tók við þessu starfi i júní- byrjun 1924. Það sumarið skoð- aði eg nokkra sparisjóði, en fór utan um haustið, til að kynna mér starfsaðferðir eftirlits- manna í nálægum löndum, og hef síðan liagað störfum mínum samkvæmt þeim. Á næstu 5 ár- um 1925—29, lauk eg rannsókn á um 40 sparisjóðum og báðum bönkunum, Landsbankanum og íslandsbanka, ásamt útibúum þeiira, auk þess sem eg tók þátt í mati þvi á Landsbankanum, sem fram fór á árunum 1927—- 28, ásamt nefnd þeirri, sem skipuð var til að framkvæma það mat. 011 þessi ár, sem og síðan, þar til nú eftir stjórnarskiftin, hefir samvinna mín við ríkisstjórn- ina, eða viðkomandi ráðherra, verið hin besla. Hins vegar verð- ur sú breyting á aðstöðu minni með árinu 1929, að úr því má heita að lialdið liafi verið uppi stöðug'um ársásum gegn mér, i blöðum framsóknarmanna og sócialista og af einstökum flokksmönnum þeirra. Á ár- inu 1929 gerðist tvent, sem eðli- legt virðist að setja í samband við þetta. Snemma á árinu sam- einuðust „frjálslyndi flokkur- inn“ (gamli sjálfstæðisflokkur- inn) og ihaldsflokkurinn, og mynduðu einn flokk, sem tók upp nafnið „sjálfstæðisflokkur- inn“. Eg gerðist flokksmaður þessa nýja flokks. Um sumarið veiktist eg allalvarlega á ferða- lagi erlendis, og Iiafa þau veilc- indi dregið nokkuð úr starfs- þreki mínu. Það er þó augljóst, að það er ekki þessi heilsubilun mín, heldur hin pólitiska af- slaða, sem verður þess valdandi að berferðin er hafin gegn mér. Þegar í árslokin 1929 og í árs- byrjun 1930, er byrjað á því í blöðum framsóknarflokksins, i sambandi við bæjarstjórnar- kosningar í Reykjavik, að brigsla mér um sviksemi í starfi minu, gersamlega órökstutt og út í loftið. Seinna á árinu 1930 er svo meirihluti bankaráðs a/b. B. A. Hj orth & Co. Stockliolm. Prímnsar. Skrúflyklar og tengnr. Lngtír. Aðalumboð fyrip fsland Þörðar Sveinsson & Co. Reykjavíii. Þj óðabandalagið og RússaPu AdStup- Evpópu sáttmálixm. Fulltrúar bandalagsþjóðanna sitja nú á þingi í Genf. Erfiðleikar á að ganga frá inngöngu Rússa í bandalagið. Ummæli De Valera vekja athygli. Pólverjar og Þjóðverjar fráhverfir Austur-Evrópusátímálanum. Berlín, 11. sept. — FB. Þýska ríkisstjórnin befir sent orðsendingu til ríkisstjórnanna í Frakklandi, Bretlandi og ítal- íu, þess efnis, að liún geti ekki séð að liverjum notum Austur- Evrópusáttmálinn gæti komið til þess að varðveita friðinn i álfunni. Telur þýska stjórnin lieppilegra, að einstök ríki semji sín á milli heldur en að gerðir séu sáttmálar um þessi efni, sem fjöldi ríkja standi að. Hinsvegar hefir þýska ríkis- stjórnin ekki með öllu neitað að fallast á slíkan sáttmála. (United Press). Gefn 12. sept. FB, ÞaS hefir vakiö feikna mikla at- hygli meöal fulltrúanna á ■ þingi bandalagsins, aö De Valera hefir mælt á móti því hvernig tilhögun- in er á inngöngu Rússa í Þjóöa- bandalagiö. Telur hann, aö meö því aö bæta einu stórveldinu til i ráð bandalagsins sé komið í veg íyrir, aö smáþjóöirnar geti notið sin innan bandalagsins. Einnig hef- ir hann lagt til, aö Ru'ssar undir- gangist aö veita öllum trúar- lu'agðafrelsi í ráðstjórnarríkjasam- bandinu, þegar þeir gangi í banda- l^gið. (United Press). • London 13. sept. FB. Samkvæmt áreiöanlegum heim- iljdurn hefir Beck, pólski sendiherr- ann, gefið í skyn, í viðtali viö Anthony Eden, aö Pólland hafi tekiö fullnaöarákvörðun um, aö taka ekki þátt í Austur-Evrópu- sáttmálanum, sem Barthou utan- ríkismálaráöherra Frakklands hef- ir lagt mikla áherslu á aö fá þjóö- irnar í Austur-Evrópu til þess að sameinast um. (United Press). Genf 13. sept. FB. Fulltrúar ýmissa þjóða hafa lát- ið í ljós þá skoðún, aö það kunni að hafa illar afleiðingar hve lengi dregst að leiða til lykta að ganga frá inngöngu Rússa í Þjóðabanda- lagið. — Eru ýms-ir smeykir um, aö ekki geti orðið af því aö Rússar gangi í bandalagið, ef ekki verði undinn bráður liugur að því, að ganga frá málinu til fullnustu. (United Press). Genf 13. sept. FB. Eystrasaltsríkin Lettland og Eistland hafa fallist á Eystrasalts- ríkja-sáttmálann og undirskrifuðu utanríkismálaráðherrar þessara ríkja hann í dag. Sáttmálinn gild- ir fyrst um sinn emn áratug, en framlengist af sjálfu sér, ef enginn aðila segir honum upp. Samkvæmt sáttmálanum verður stefna Eystra- saltsríkjanna, tveggja liinna fyrr- nefndu og Lithaugalands, sameig- inleg, en í sáttmálanum eru þó ekki ákvæði um Vilna- og Memel- ceilumálin, sem finna verður lausn á sérstaklega. (United Press). Landsbankans, framsóknar- og socialistalilutinn, látinn sam- þvkkja tilmæli til ríkissljórnar- innar um það, að Landsbankinn verði losáður við eftirlit af minni bálfu, vegna þess að nú sé endurskoðun bankans kom- in í það liorf, að slíkt eftirlit sé óþarft! Ber þessi samþykl bankaráðsins, eða meiri hluta þess, skýrl vitni um fákænsku þcirra manna, sem þann meiri blula skipuðu, og um fullkomið þekkingarlej'si þeirra á því, sem þeir áttu um að fjalla. Af mönnum, sem slcipa bankaráð þjóðbanka, ætti þó að mega krefjast þess, að þeir gætu gert greinarmun á venjulegri reikn- ingsendurskoðun og störfum bankaeflirlitsmanna. -— Þá var socialisla- og framsóknarmeiri- blutinn í bankaráði Útvegs- bankans látinn flónska sig á sama hátt, en liann varð síðar að þola þá liáðung, að verða að leita til mín til þess að fá mat á bag bankans, lil að leggja fyr- ir Alþingi! — En hvorki fyrr né síðar var að nokkuru fundið við mig af ráðberrum, sem yfir mér áttu að segja, fyrr en nú. Með ]iví sem hér hefir verið sagt, þvkist eg liafa sýnt fram á, að lierferðin gegn mér er liafin ekki vegna þess að eg hafi ekki rækt starf mitt, heldur fyrst og fremst af pólitískum ástæðum, eða ef til vill þó meðfram af því, að ýmsir ráðamenn núverandi sljórnarflokka liafi gert sér vonir um annan árangur af eft- irlitinu með bönkum og spari- sjóðum en orðið liefir, eða ætl- að mér annað hlutverk heldur en eg hef tekið að mér og; mun eg síðar víkja að því. Enn er það augljóst, að mér hefir ekki verið vikið frá fyrsl og fremst vegna þess að eg liafi ekki rækt slarfið, því að ]iað er sannan- legt, að mér var vikið frá ein- mitt vegna þess að eg var að starfa. Þ. 3. sept. s. 1. var sagt frá því í einu sorpblaði stjórn- arinnar, að það befði frésl, að eg væri á eftirlitsferð norður í landi, og var þess jafnframt krafist,-að mér væri ekki lálið haldast slíkL uppi. Daginn eftir fór svo frávikningin fram! Jakob Möller. Enskn flngbátarnir lagðir af stað. Plymouth 12. sept. FB, Tveir ílugbátar úr breska loft- flotanum eru lagðir af stað héð- an áléiðis til Færeyja, en koina sennilega við i Oban til þess að taka bensín. Ráðgert er að halda áfram frá Færeyjum til Islánds og þaðan til Grænlands, til þess að at- huga flugskilyrði á nörður-flug- Ieiðinni milli Bretlandseyja og Canada. (United Press). Tinnudeiinrnar í Bandaríkjnnnm. Allar málamiðlunartil- raunir árangurslausar. Washington 13 sept. FB. Ráð það, sem Roosevelt forseti skipaði, til þess að leiða vefnaðar- iðnaðardeiluna til lykta, hefir gefið út tilkynningu Jiess efnis, að allar tdraunir til þess að miðla málum hafi orðið árangurslausar. — Ráð- ið er ekki hætt störfum. (United Press). Leikfélag Rey kj avíkup. Leikárið 1934—35. FB. 12. sept. Á þessu hausti hefst 38. starfs- ár Leikfélags Reykjavíkur. Hefj- ast sjónleikasýningar 23. septi með sýningu á sjónleiknum „Maður og kona“, sem félagiö sýndi 36 sinn- uni á fyrra vetri. Eftir sýningar hér verða leikbúningarnir lánaðir til Akureyrar, en þar ætlar Leik- félag Akureyrar að sýna sjónleik- inn undir stjórn Ágústs Kvarán leikara. Hin eiginlega vetrarstarfsemi L.eikfélags Reykjavíkur hefst með sýningu á gamanleiknum „Jeppi á Fjalli" eftir Ludvig Holberg. Á * þessu ári eru 250 ár liðin frá fæð- ingu Holbergs og verður hans minst víða um heim en hér með þessari sýningu á „Jeppa á Fjalli“. Leikstjórnina ,hefir á hendi Gunn- ar Hansen leikstjóri frá Kaup- mannahöfn, en hann hefir verið ráðinu leikstjóri hjá félaginu í vet- ur. Aðalhlutverkin í leiknum leika þau Þorsteinn Ö. Stephensen og ungfrú Gunnþórunn Halldórsdótt- ir. Önnur leikrit, sem sýnd verða, en ekki fullákveðið um röð þeirra, eru þessi: „Piltur og stúlka“ eftir Eniil Thoroddsen, samið eftir sam- nefndri skáldsögu Jóns Thorodd- sen sýslumanns, „Straumrof“ eftir Halldór Iviljan Laxness 0g „S\ð- asti víkingurinn" eftir Indriða Ein- arsson, en sá leikur er um Jörund hundadagakonung. Þá lcoma er- lendu leikritin: „Ferð á nóttu“ eft- ir Sigurd Christiansen, norskt skáld, „Freistarinn" eftir ung- verska skáldið Molnar, „Vélin“ eftir danskan rithöfund, Andres Olsen, og snýst sá leikur um póli- tísk átök stjórnmálaflokka nú á 1 tímum, loks er gamanleikurinn „Nýmálað“ eftir Rene Fauchon, franskan höfund. Eins og undan- farin ár mun félagið halda uppi barnaleiksýning'um og verða sýnd leikritin „Hrekkir Scapins" eftir Moliere og „Þyrnirósa konungs- dóttir“ eftir Zacharias Topelius.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.