Vísir - 14.09.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 14.09.1934, Blaðsíða 2
VISIR v BENSDORP Bussum-Holuhd ^iiðjið kaupmann yðar um BUSSUM - HOLLAND Það er drýgst og best og því ódýrast. Fæst í pökkum með 1/8 og 1/4 kg. og pokum með 5 kg. Heildsölubirgðir. Sími 1234. Washington í ágúst. — FB. Þjóðverjar leggja nú mikla á- lierslu á a‘ð fá aítur sömu a'östööu og þeir áöur höföu til þess aö selja iíSnaöarframleiöslu sína á mörkuöum Suöur-Ameríku. Þjóö- verjar eiga viö mikla erfiöleika aö stríða heima fyrir sem kunnugt er, gjaldeyrisvandræöi og harövítuga samkepni ýmissa þjóöa. Takist Þjóöverjum aö auka sölu á afurö- um sínum aö mun í Suöur-Amer- Frá [lioBi Þjððabandalagsins. Beck, utanríkismálaráðherra Póllands, flytur ræðu og hafnar samvinnu alþjóðastofnana um vernd þjóðernislegra minnihluta. Sir John Simon og Barthou svara honum í dag. — Mass- igli og Litvinov. — Búist við, að Rússar verði komnir í bandalagið á mánudag eða fyr. Genf, 13. sept. FB. Ræða Becks, pólska utanríkis- málaráðherrans, á fundi banda- lagsþingsins, vakti fádæma at- hygli, þar sem hann tilkynti, að frá og með deginum í dag neit- aði Pólland samvinnu livers- konar alþjóðastofnana, að því er snertir tilhögun Pólverja á vernd þjóðernislegra minni- hluta. Lýsti liann því yfir, að pólska stjórnin myndi halda áfram að vernda þjóðernislega minnihluta í Póllandi. Krafðist hann þess, að endurskoðaðir væri samningar um þessi efni og yrði hoðað til sérstakrar ráð- stefnu til þess að samræma þá og fella burtu ósanngjörn á- kvæði, sem Pólverjar liefði áð- ur mótmælt árangurslaust. — (United Prcss). M.b. Njáll á leið til Reykjavíkur. Osló, 13. sept. FB. Grænlandsstjórn tilkynnir, að Njáll sé kominn út úr ísbeltinu og sé á leið til Reykjavíkur. Itölsku leiðangursmennirnir eru á Njáli og líður þeim og öllum iskipsmönnum vel. Bre$kn flogbðtarnir Oban, 13. sept. FB. Bresku flugbátarnir, sem lögðu af stað héðan áleiðis lil Færeyja, sneru aftur vegna ó- liagstæðs veðurs. — (United Press). Seinustu fregnir herma, að flugbátarnir hafi komið til Fær- eyja í dag. von Nenrath heldnr ræðn. Stuttgart 14. sept. FB. von Neurath hélt hér ræöu í gær og gerði að umtalsefni ástand- iö í álfunni og kvaö þjóöverja mótfallna því hvernig sumar þjóö- ir ynnu aö því að tryggja friðinn í álfunni, sáttmálar þeir, sem gerö- ir heföi verið og fyrirhugaðir væri, eins og Austur-Evrópusátt- málinn, næöi ekki tilgangi sínunx og gæti á engan hátt dregiö úr ófriöarótta manna. (United Press). Genf 14. sept. FB. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ijdum munu þeir Sir John Simon, utanrikismálaráðherra Bretlands, og Barthou, utanríkismálaráöherra Frakklands, halda ræöur á þingi bandalagsins í dag, til þess aö svara pólska ráðherranum Beck, sem í gær flutti haröoröa ræöu um gildandi ákvæði um verndun þjóð- ernislegra minnihluta. (United Press). Genf 14. sept. FB. Fullyrt er, aö ítalski fulltrúinn Massigli fari í dag til frakkneskrar borg'ar, sem er skamt frá landa- mærum Sviss til þess að ræða við Litvinov, fulltrúa Sovét-Rússlands um hvernig endanlega veröur gengið frá upptöku Rússa í Þjóða- bandalagiö. Búist er viö, að form- leg upptaka Rússa í bandalagið fari fram á mánudag, eða ef til vill fyr. (United Press). Gpierson. Geir Zoéga, útgeröarmaður í Hafnarfirði, hefir fengið skeyti frá Grierson, sent frá New York. — Kveöst Grierson hættur við að fljúga norðurleiðina heim, sökum þess hve áliöið er sumars. Fer Grierson sjóleiðis til Bretlands. Flugvélina tekur hann með sér þangað. Osló, 13. sept. FB. Skip sekkur í rúmsjó. Þegar e.s. Nyborg frá Skud- enesliavn var 80 kvartmílur vestur af Utsire kom svo mikill leki að skipinu, að skipsmenn yfirgáfu skipið. Eru þeir komn- ir til Hull heilu og höldnu. Osló, 13. sept. FB. Yerkamaður dæmdur í fangelsi fyrir að kveikja í hakakross- fána. Ungur maður fráSandefjordvar í undirrétti í Skien dæmdur í 21 dags fangelsi fyrir að liafa kveikt í hakakrossfána þýska Osló, 13. sept. FB. Randsfjord-deilan leyst. Randsfjord-deilan var leyst á fundi lijá Claussen, sáttasemj- ara ríkisins, þar eð tillögur hans voru samþyktar af lilutaðeig- endum. Vinnufriður kemst því á og vinna hefst á ný við skóg- arliögg og viðarflutninga og sú liætta, að samúðarverkfall verði gert í pappírsiðnaðinum, lijá lið- in. — Randsfjord-deilan hefir staðið yfir um fimm ár. íku yrði þaö þeim ómetanlegur hagur. Áriö 1933 nam útflutningur þeirra til 6 Suður-Ameríkuríkja aöeins meira en innflutningnum trá þeim nam. Alls seldu þeir á árinu til Suöur-Ameríkuríkja fyrir 286.100.000 ríkismörk, en innflutn- ingur þeirra frá þessum sömu löndum nam 384 miljónum rikis- marka. Ýmsir viðskiftasérfræðing- ar eru þeirrar skoöunar, að Þjóð- verjar standi allvel að vigi til þess aö auka sölu á afuröum sínum í Suður- og Mið-Ameríku, vegna þess að þeir selja til flestra þess- ara rikja meira en þau kaupa af þeim. Hinsvegar eru erfiöleikarnir margir, sem fyrr var sagt. Þjóö- verjar eiga erfitt meö aö veita vörulán til langs tíma, og auk þess er hin haröa samkepni Breta, Bandaríkjamanna og Japana í þess- um löndum, sem gerir þeim eríitt fyrir. Hinsvegar er víst, samkvæmt fregnum sem hingað hafa borist frá Suður-Ameriku 0g Miö-Amer- íku, aö Þjóöverjar leggja mjög aö þjóðunum þar syðra, að kaupa þýskar vörur fyrif eigi minna en 'Þjóöverjar kaupa af þeim. Árið J933 keyptu Þjóöverjar af Guate- malabúum fyrir 25.000.000 rm., en seldu þeim vörur fyrir 2.400.000 rm., Costa Rica fyrir 9.700.000, en seldu þangað vörur fyrir 1.500.000 rm., keyptu frá San Salvador fyrir 13.100.000 rm., cn seldu þeim vörur fyrir 1.300.000 rm. o. s. frv. (Uni- tecl Press). Ossietzky. Frjálslynt alþjóðafélag, sem nefnist „League for the Riglils of Man“, sem eins og nafnið bendir til, hefir viðurkenningu mannréttinda á stefnuskrá sinni, hefir lagl það til, að þýski friðarvinurinn Carl von Ossi- etzky, fái friðarverðlaun Nobels, en Ossietzky er nú — eða var til skamms tíma — einn liinna mörgu pólitísku fanga Hitlers. — Wickham Stead, fyrrverandi ritstjóri Times, hefir og skrifað því blaði og m. a. lagt það til, að Ossietzky og skáldsagnahöf- undinum Leon Feuclitwanger, sem er pólitískur flóttamaður frá Þýskalandi, verði veitt No- belsverðlaun. — von Ossielzky er 45 ára að aldri og var hand- tekinn nóttina eftir þinghús- brunann og var fyrst hafður í lialdi í Sonnenburgfangabúðun- um, en síðar var hann fluttur til Papenburgfangabúðanna. •Fregnir bárust um eitt skeið, að Ossietzkj' liefði sætt svo illri meðferð í fangahúðunum, að heilsu hans væri hætla búin. — Ossietzky tók þátt í lieimsstyrj- öldinni, en fór svo að vinna að þvi að sameina Þjóðverja fyrir kröfunni um afnám styrjalda og gerðist ritstjóri vikublaðsins „Die Weltbúline“. í riti þessu var birt grein um flugmál Þjóð- verja, eftir Kreiser nokkurn. Voru þeir báðir ákærðir fyrir a/b. B. A. Hjortli & Co. Stockliolm. Prímnsar. Skrnflyklar og tengnr. Lngtir. Aðalumboð fyrir ísland Þúrðnr Sveinsson & Co. Reykjavík. & Dðnsk Gravenstein og matarepli Allskonar grænmeti nýkomið. Dilkakjöt, nautakjöt, kjúldingar. Matarrerslnn Tdmasar Jönssonar, Laugavegi 32. Sími 2112. Laugavegi 2. Sími: 1112. Bræðraborgarstíg lG. Sími 2125. Fataefni - Frakkaefni Nýtt úrval komið ÁRNI & BJARNI landráð. Iíreiser komst undan á flótta, en Osietzky tilkynti þeg- ar, að liann myndi mæta fyrir rétti. Hann var búinn að vera misseri í fangelsi, er liann var náðaður, þá cr von Schleiclier var kanslari, og gerðist nú aftur ritstjóri „Die Wellbúbne“, en þegar nasistar komust til valda, var rit þetla gert upptækt og útkoma þess bönnuð. Vin- ir Ossietzky gáfu honum bend- ingu um það i tæka tíð, að flýja land, en liann neitaði að fara. — Vinir hans um gervalla álfuna liafa reynt að koma því til leið- ar -— árangurslaust — að hann yrði látinn laus. I 0. 0. F. 1 = 116914872 = Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 9 stig', ísafiröi 10, Akureyri 12, Skálanesi 11, Vestmannaeyjum 10, Sandi 9, Kvígindisdal 8, ITesteyri 9, Gjögri 9, Blönduósi 10, Siglunesi 11, Grímsey 9, Raufarhöfn 11, Skál- um 11, Fagradal 12, Papey 9, Hól--_ um í Hornafirði 10, Fagurhóls- mýri 10, Reykjanesi 10, Færeyjum 9. Mestur hiti hér í gær 11 stig, minstur 8. Úrkoma 3.6 mm. Sól- skin 0,1 st. Yfirlit: Grunn lægö fyrir vestan og noröan land á liægri hreyfingu noröur eftir. — Horfur: Suövesturland, Faxaflói, Breiöafjöröur, Vestfiröir: Sunnan cg suÖvestan kaldi. Skúrir. Norö- urland, noröausturland, Austfiröir: Suövestan kaldi. Þurt og víöast bjart veöur. Suðvesturland: Sunn- an og suövestan gola. Sumstaðar skúrir. Barnavers úr Passíusálmunum eru nýlega komin út, valin af síra Árna Sig- urössyni, eins og áöur hefir veriö getiö í ritfregn hér í blaðinu. — Útsalan heldur áfram með fullum gangi. Grammófónar og plötur fyrir hálfvirði. 10 til 25% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar. HL J ÓÐFÆRA VERSLUN, Lækjargötu 2. Þessi bók ætti aö komast inn á hvert heimili þar sem börn eru. Versin munu glæöa trúarhneigð þeirra og ást til þess, sem fagurt er, og þau munu búa að áhrifunum. Bókin á áreiöanlega fyrir sér að eiga mikinn þátt í því, að þjóð- in muni Hallgrím Pétursson og haldi áfram aö veröa fyrir áhrif- um af verkum hans. Þ. Botnvörpungarnir. Geir kom af veiðum í morgun meö 1600 körfur. Gulltoppur og Egill Skallagrímsson koma til Austfjarða í dag frá útlöndum. Gyllir fór frá Englandi á miðviku- dagskveld. Innhrot var framiö i fyrrinótt hjá Jó- hannesiNorðfjörð úrsmið á Lauga- vegi 18. Áætlað er, að stolið hafi verið skrautgripum o. fl. fyrir alt að, 1500 kr. Lögreglan hefir rnálið til rannsóknar. Kirkjublað, 16.—17. tbl. 2. árgangs er ný- komið út. Ritstjórinn, síra Knútur Arngrímsson, dvelst nú í Múnchen til þess aö kynnast nýjum rann- sóknum í söguvísindum og sögu- kenslu og mun verða þar alt að því eitt ár. Gegnir síra Björn Magnússon á Borg ritstjórastörf- unum fram aö áramótum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.