Vísir


Vísir - 15.09.1934, Qupperneq 3

Vísir - 15.09.1934, Qupperneq 3
V ISIR Best að auglýsa í Vísi. messa. Kl. 6, kveldguösþjónusta meö prédikun. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík u stig', ísafiröi io, Akureyri 12, Skálanesi 10, Vestmannaeyjum 10, Sandi 9, Kvígindisdal 9, Hesteyri 10, Gjögri ■9. Blönduósi 11, Siglunesi 10, Grimsey 9, Raufarhöfn 9, Skálum 9, Fagradal 5, Hólum í Hornafiröi 10, Fagurhólsmýri 9, Reykjanesi 10, Færeyjum 11. Mestur hiti hér i gær 12 stig, minstur 9. Úrkoma 10,6 mm. Sólskin 0,1 st. Yfirli't: Læg'ö suður af Reykjanesi á hreyf- ingu austur eöa noröaustur eftir. Horfur; Suðvesturland, Faxaflói: Allhvass og sumstaðar hvass suð- austan og austan. Rigning öðm liverju. Breiöafjöröur, Vestfirðir: Vaxandi suðaustan kaldi. Sumstað- ar rigning. Norðurland, norðaust- urland: Vaxandi suðaustan kaldi. ÚJrkomulaust. Austfirðir, suöaust- uirlaud : Vaxandi suðáustan og síö- :ar austanátt. Rigning öðru hverju. IMiðbæjarskólinn. Athygli skal vakin á augiýsingu skólastjóra Miðbæjarskólans, sem ’.birt er í blaðinu í dag. Eru að- standendur þeirra barna, sem ætl- ast er til að verði í 8. bekk Mið- bæjarskólans næsta vetur, beðnir að koma til viðtals við skólástjór • ann í næstu viku (17.—22. sept.) Verður skólastjóri til viðtals i kennarastofu skólans kl. 5—7 e. h. (Inngangur um norðurdyr skóla- hússins). Arnold Földesy celloleikari efnir til hljómleika 1 Gamla Bíó n. k. þriðjudagskveld. Sjá augl. Dönsku skipin. G.s. ísland kom að vestan og norðan í gær og fer héðan áleiðis tií útlanda annað kveld. M.s. Dronning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn í fyrramálið á- leiðis hingað til lands. G.s. Botnía fór frá Leith i dag áleiðis til Reykjavíkuú. Hlutaveltu, þá fyrstu á haustinu, heldur K. R. á morgun og hefst hún kl. 4 e. 11. í húsi félagsins. Þarna verður margt nytsamlegra muna og þarna geta menn, ef hepnin er með, feng- 58 mikið af matvælum og ýmsum nauösynjum til vetrarins, svo sem kjöt, saltað og nýtt, sykur, nýjan fisk, saltfisk, kartöflur, vefnaðar- vörur o. 111. fl. Þá fær einhver far til Stóra-Bretlands á 1. farrými á ágætu skipi, annar 100 kr. í pen- íngum, sá þriðji sláttuvél o. s. frv. Hjómsveit Bernburgs skemtir. Ef að vanda lætur verður aðsókn hin besta og allir hlutaveltugestir fara heim ánægðir. K. Bruggunarmál. Jens Þ. Haraldsson, Barónsstíg 20, hefir verið dæmdur fyrir ólög- lega sölu heimabruggaðs áfengis í 10 daga fangelsi og 1000 kr. sekt. Á Landsnefnd Hallgrímskirkju hefir orðið sú breyting að Knút- ur Arngrímsson, sem nú dvelur er- lendis, hefir vikið þar sæti, en í lians stað er kominn í nefndina Guðni. Gunnlaugsson kaupmaður, til heimilis á Leifsgötu 16 í Reykjavík. Má snúa sér jafnt til lians sem annara nefndarmanna um alt þaö, er snertír málefni Hall- grímskirkju í Saurbæ. Hjálprasðisherinn. Samkomur á morgun: Helgun- arsamkoma kl. 11 árd. Sunnudaga- Iskóli kl. 2. Útisamkoma kl. 4. Hermannavígsla kl. 8)4, 8 nýliðar verða vígðir undir fána „Hersins.‘‘ Verið velkomin! Innanfélagsmót Ármannns bæði fyrir drengi og fullorðna hefst kl. 2 á morgun á íþróttavell- inum. Mætið vel og réttstundis. 4. flokkur Vals. Æfing á Valsvellinum við Eski- hlíð á morgun kl. io)4. Mætið rétt- stundis. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 26. ágúst til 1. sept. (i svigum tölur næstu viku á undan) : Hálsbólga 7 (14). Kvefsótt 13 (9). Kveflungnabólga o (1). Gigtsótt 2 (o). Iðrakvet 2 (7). Taksótt o (1). Skarlatssótt 5 (4). Munnangur 2 (3). Sting'sött 4 (o). Heimakoma 1 (o). Manns- lát 4 (4). Þar af einn utanbæjar. Landlæknisskrifstofan. (FB.). ísland í erlendum blöðum. í ágústhefti mánáðarritsins „Niedersachsen“, sem'gefið er út í Hannover, er grein sem nefnist „Vikingerfahrt nach Island“. — „Freiheitskampf“, Dresden, 23. á- gúst, birtir grein, sem nefnist „Is- land und die nordisch-germanische. Welt“. — í „Völkischer Beobacht- er“ 23. s. m. birtist grein, sem nefnist „In der Urheimat nord- ischer Bauernkultur“. — í, „Ber- liner Tageblatt" 26. ágúst: „Is- lándische Pergament handschrift- en“. í „Berliner Tageblatt“ 29. s. m.: „Auf der Insel im Nordmeer". í Berliner Börsen-Zeitung 31. s. m.: „Die erste Besiedelung Is- lands“. — (FB). Ný bók. Básúna, Ritgerðir og ljóö, eftir Eb. Ebenezerson, með myndum eftir Viggó R. Jes- sen. 143 bls. — Rvik 1933. Gott og göfugt málefni, klætt lireytilegum búningi: í bókinni eru fimm ágætar ritgerðir, með þess- uin fyrirsögnum: „Trú þú á Drottin Jesúm,“ — „Ótti og djörf- ung,“ — „Er til sönnun fyrir framhaidslífi eftir þetta líf?“ — „Frá dauðanum til líísins (dæmi- saga)“ — og „Dagurinn mikli.“ -— Um 80 trúarljóð. Tvö fjórrödd- uð sönglög, 5 myndir, og loks eft- irmáli og efnisyfirlit. Breytileikinn í búningi efnisins gerir bókina fýsilega og aðlaðandi. En svo er hún líka spjaldanna á milli fagur vitnisburður um hik- lausan trúar-öruggleik og lijálp- ræðisfögnuð höfundarins, og hlýt- ur hún því að verða trúuðum mönnum kærkomin. J afnframt er hún líka „varðmanns-lúðurþytur“ (sbr. Esek. 33), þ. e. ákveðin að- vörun höfundarins til samlanda hans, gegn yfirvofandi hættu vegna lausungar í trúmálum og sí- vaxandi fráhvarfs frá Guði, sem bendir til öngþveitis síðustu tíma. Þá er einn þáttur bókariunar, bæði í bundnu 0g óbundnu máli, um endurkomu Krists, — eitt hið fagn- aðarríkasta atriði kristinnar trúar, sem hér á landi er alt of lítill gaumur gefinn. Eg kann lítt að dæma um skáld- skap, en ljúflega finst mér þau láta í eyrum, mörg ljóð höfundarins. Set eg hér nokkur sýnishorn, val- iu af handahófi: „Varaðu þig á heiminum“ — bls. 84: Holdi skal ei velja völdin. Valdasýkin heimtar gjaldið, gjald, sem hrekur oft í eldinn, eld, sem brennur dóms að kveldi. Kvelds og rökkurs er nú öldin; öldur mannhafs hreyta köldu; Þriðjudaginn 18. sept. kl. 7i/2 í Gamla Bíó Arnold Fðldesy heimsfrægur celloleikari. Eaiil Thoroddsen aðstoðar. Aðgöngumiðar á 3.00 (stúka), 2,50 og 2.00 kr. hjá Katrínu Yiðar og Bóka- verslun Eymundsen. iHiiiiiimiiiBmmBiiiiiiiiiiiiiiiiiii við íslenskan búning. — Keypt langt afklipt hár. Hárgreiðslustofan PERLA, Bergstaðastræti 1. Simi.: 3895. kuldi haturs ffer um foldu. — Foldarbarn, ó, ris frá moldu! Heilræði, bls. 27: Alla sem að elska Krist áttu’ að virða mest og fyrst; þeirn, sem ekki þekkja hann þorðu’ að boða sannleikann; en þá, sem hreyknir hafna’ ’onum heiðra litt með viðræðum. Afvegaleiðandinn, bls. 103. Fríður sýnurti, röskur ræðumaður; réðst hann' til að kenna Drottins orð. — — En því miður, Niflheims vondi maður náði tökum gegnum hann á storð. Fastheldnin við Orðið lenti’ í losi, en lýgin, fegruð mælgi, komst á rás. I mannlífs varð hann spilum spaðagosí; í spariskrúða lék þó tígulás. Myndirnar í bókinni eru prýði- legar. 1. Á forsíðu: Skáti stendur á fagurri sjávarströnd, þeytir varð- lúður og horfir hugfanginn gegn upprennnandi sól. 2. Lítil stúlka krýþur við rúmið sitt og bið'st fyrir. 3. Klettur í hafinu — „Bjarg- iö aldanna" — ljómandi fögur lit- mynd. 4. Iðrandi syndari krýpur við kross Frelsarans (gömul klassisk mynd. — C. Block?). 5- „Glæsta mynd af fögru fljóði“ — einkennilega fallegt kvenmanns- andlit. En Myndin þessi misti ljóma mórauit ryð á vangann féll, líkt og eftir seldan sóma syndin veitir dauðans spell. ( Kaupið bókina og lesið hana. Hún er áreiðanlega til orðin í fullu samræmi við ritningarorðið sem segir: „Eg trúði, þess vegna tal- aði eg.“ (II. Kor. 4: 13). — „Því með hjartanu er trúað til réttlætis, en með niunninum játað til hjálp- ræðis.“ (Róm. 10:10). Á. Jóh. Osló, 10. sept. — FB. . Lindsay-leiðangurinn kominn fram. Lindsay-leiðangurinn breski kom til Angmagsalik laugardag s. 1. Til sölu fyrir hálfvirði, vegna burtflutnings, svefnherbergissett, borð- stofusett, dagstofusett, stoppaðir stólar, 2 körfustólar, báðir fyr- ir 30 kr., klæðaskápur, kommóður, niaghogni-spilaborð, rúm- stæði, eins og tveggja manna, barnarúm, barnavagn, barna- kerra, barnavagga, barnastía, rafmagnsofnar, og ótal margt fleira með góðu verði. — Fata- og lausaf jármunasalan, Lauga- veg 64 (Vöggur). — Elsta, einasta, vinsælasta fornsala borgar- innar. — Virðingarfylst Sig. J. Jörunds. Hveiti í heilum sekkjum mjög ódýrt. Smjörhúsið IRMA. MiObæj ar sk ólinn. Aðstandendur barna, sem ætlast er til að verði í 8. bekk Miðbæjarskólans næsta vetur, eru beðnir að koma til viðtals við mig i kennarastofu skólans einhvern daginn í næstu viku (17.—22. sept.) kl. 5—7 síðd. — (Inngangur um norðurdyr liússins). Skólastj órinn. Fataefni - Frakkaefni Nýtt úrval komið ÁHNI & BJARNI niiinmimimiiiiimiiiiiiminmiiiniiimminiiimimniimiiiiiniijig | Hessian. | Ávalt fyrirliggjandi birgðir af veggfóðrunarstriga 52 (olíulausum) við lægsta heildsöluverði. Ennfremur þéttur strigi til húsgagnafóðrunar. — | MÁLARINN. | HHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍÍÍ Linoleum nýkomið, í mjög fjölbreyttu úrvali. J. Þorláksson & Norðmaai Bankastræti 11. — Sími 1280. Terslun Ben. S. Þðrarínssonar bíSr hezt kanp. íslensk frfmerki og tollmerkl Kaupir hæsta verði Gísli Sigurbj örnsson, Lækjartorgi 1. Eggert Glaessen hæstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofa: Oddfellowhúsinu, Yonarstræti 10, austurdyr. Simi: 1171. Viðtalstími: 10—12 árd. Skiftafnndnr í þrotabúi Gústafs A. Sveinssonar liæstaréttar- málafl.m. verður haldinn í Bæjarþingsstofunni, mánu- daginn 17. þ. m. kl. 10 árd., til þess að taka ákvörðun um meðferð eigna búsins. Lögmaðurinn í Reykjavík 14. sept. 1934. Bjöpn Þórðarson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.