Vísir - 20.09.1934, Side 2

Vísir - 20.09.1934, Side 2
VISIR i))MamaHii0Lss 5TW \Ql'fií, Tómats LjágkJ r alt 'f' lésaa aT S-T. Byltingartilrann á Spáni. Kommúnistar áformuðu að taka Madrid herskildi. Þeir höfðu flugvélar og öll nýtísku hergögn. Madrid 19. sept. FB. Ríkisstjórnin hefir fyrirskipaS, aö viötækar ráðstafanir skuli gerS- ar þegar í staS til þess að líæla niSur byltingartilraun, sem komm- unistar standa að. Var áform þeirra aö hrinda af sta’ö byltingu i skyndi, en ríkisstjórnin komst aö áformum þeirra. ÆtlutSu þeir aö, taka Madrid herskildi og steypa rikisstjórninni af stóli. Þeir hafa búiö sig svo vel vopnum, aö líkja má viö útbúnaö nútímahers, er hef- ir flest nýtísku hergögn, m. a. flugvélar. (United Press). Madrid 20. sept. — FB. Lögreglan hefir tilkynt, að hún hafi komist á snoðir um, að bylt- ingartilraun ætti að hefja þá og þegar, er hún handtók stúdent að nafni Francisco Ordenez, er hann ásamt fleirum var að vinna að skotfæi’aflutningi fyrir byltingar- menn. Skjöl fundust einnig í fór- um hans, er leiddu í ljós, að hefja átti byltingartilraunina með því að hefja skothríð á lögreglustöðina, og byggingar þær, sem innanríkis-, samgöngumála- og hermálaráðu- neytið eru í. (United Press). Brnninn f Nome. Oslo 20. sept. — FB. Frá Nome er símað, að 1500 fjölskyldur í Nome séu heimilis- lausar. í ráði er að flytja matvæli og fleira til Nome frá Fairbanks í flugvélum, því að það sem sent er með hjálparskipum Bandarikj- stjórnar kemst ekki til Nome fyrr en eftir nokkurn tíma. SnðnrheimskantS' leiðangnrinn. Oslo 19. sept. — FB. Frá Dunedin í Nýja Sjálandi er símað til Norsk Telegrambyraa, að leiðangur Lincolns Ellsworths og Hulrerts Wilkins sé lagður af stað á ísbrjótinum Wyatt Earp(?) á- Ieiðis suður á bóginn. Leiðangurinn hefir tekið sér fyrir hendur margskonar rannsóknir á suðurpólssvæðinu. Ellsworth ætl- ar í langa flugferð frá Deception- eyju yfir meginlandið. Saar'málið. Genf 20. sept. — FB- Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum hefir Barthou fallist á, að frestað verði umræðum að sinni um, orðsendingu Frakka til banda- lagsins út af Saar-héraði. Hins- vegar verði kallaður saman sér- stakur fundur í ráði bandalagsins í nóvember, til þess aö ræða málið. (United Press). Barthon ræðir frakknesk-rússnesk- an samning, um „gagn- kvæma aðstoð“, við Lit- vinov. Genf 20. sept. — FB. Barthou, utanríkismálaráðherra Frakka, ræddi við Litvinov í gær, áður eri hann lagði af stað til Paris, um samning milli Frakka og Rússa um gagnkvæma aðstoö. (United Press). Sly s. Maður drukknar við bryggju á Siglufirði. S. 1. þriðjudagskveld kom m.b. Ingimundur gamli til Siglufjarðar og lagði að Bakkabryggju. Var þá aftakaveður. Skipstjórinn, Guð- mundur Guðbjörnsson, ættaður frá Sandi á Snæfellsnesi, datt útbyrð- is ásamt einum hásetanum, Sigurði að nafni, að líkindum er þeir ætl- uðu upp á 1n-yggjua til aö festa bátinn betur. Guðmundur var ekki syndur og reyndi Sigurður, sem var allvel syndur, að komast með hann til lands á baki sér,.en Guö- mundur misti takið, sem hann hafði náð um háls Sigurðar, og hepnaðist Sigurði ]>ví ekki að bjarga honum. Skipsmenn af Ingi- mundi gamla komu til hjálpar og uáðist Guðmundur, en var með- vitundarlaus, og báru björgunartil- raunir engan árangur. Var Sigurð- ur fluttur á spítala vegna ofkælu í gær. Símasambandslaust var nórður í morgun og eru fregnir þær, sem borist hafa um slys þetta, að sumu óljósar. Bryggjan er sögð hafa verið ljóslaus og stórskemd- ist hún i veðrinu. — Guðmundur Guðbjörnsson er búsettur í Hafn- arfirði og er kvæntur maður. Skip j)að, sem hann hafði, m.b. Ingi- mundur gamli, er gert út frá Stykkishólmi, en áhöfn skráð á skipið hér. •Osló 19. sept. FB. Skaðabótamál. Enskt útgerðarfélag, sem á tog- arann Vendoras hafði krafist 12 þús. kr. í slcaðabætur fyrir töku skipsins af norsku gæsluskipi. —- í undirrétti i Vardö hefir fallið úrskurður um, að félagið skuli fá skaðabætur að upphæð kr. 300.00. Fridapraálin og vopnasalarnir. *-1>— Niðurl. í upphafi greinar þessarar var aö því vikið, að það hefði komið fram, er rannsóknar- nefrid öldungadeildar þjóð- þingsins yfirheyrði forstjóra Electric Boat Co., að í sumum löndum væri ekki hægt að selja kafbáta nema með mútum. í símskeyti frá Washington 5. sept. er nánara sagt frá þessu. Segir í því, að Lawrence Spear, varaforseti Electric Boal Co., hafi játað við yfirheýrslurnar, að syni Leguia forseta í Peru hcfði verið greiddar slórar fjár- hæðir, svo að hann beitti áhrif- um sínum lil þess, að sljórnin i Peru keypti kafbáta af félag- inu. Fleiri mönnum í Peru var mútað í sama skyni, m. a. Luis Aubry, sem er yfirforingi í her- skipaflola Perú. Hinsvegar er þess getið í skeytinu, að hvorki Henry Car- se, forseti Electrical Boat Co., né Spear, hefði gctað eða sýnt áhuga fyrir að skýra hvernig á því stæði, að félag þeirra hefði 1928 greitt farkostnað fyrir Howe vara-aðmírál, konu hans og son, er þau fóru á línuskip- inu Leviathan til Evrópu. En Howe var forseti amerísku flotamálanefndarinnar, sem serid var til Perú á sínum tima. Spear gaf ]>að ,í skyn, er hann var yfirheyrður, að það væri stefna Bándaríkjastjórnar, að stuðla að þvi, að Suður-Ame- ríku-rikin liefði herskip af samskonar gerð og Bandaríkin, því ef til ófriðar kæmi yrði þá ineiri not að Suður-Ameríku- þjóðunum sem bandamönnum. — Bréf voru lesin við yfir- heyrslurnar, sem leiddu í Ijós, að Aubry, sem var fulltrúi Perú við kafbátakaupin, átti að greiða þremur mörinum 15.000 dollara hverjum fyrir hverja kafbáts- pöntun, sem Perú gerði, en Perú greiddi yfir 400.000 doll- ara fvri r hvern kafbát, sem kcyptur var af Electric Boat Co. — Juan Leguia var gefin fjár- upphæð, vegria loforðs um að stuðla að því að Venezuela kevj)ti kafbáta af Electric Boat Co., en Leguia er frændi forsel- ans, sem þá var í Venezuela. — Carse lauk miklu lofsorði á Leguia við yfirheyrslurnar og kvað liann ávalt hafa komið fram sem vin Bandarikjanna. Nye öldungadeildarþingmað- ur kvað svo að orði, er yfir- heyrslunum var lokið þann dag, sem hér er um að ræða, að nefndin hefði sannanir fyrir því, að „meðan stjórnmála- menn voru að reyna að tryggja friðinn höfðu fulltrúar margr'a liergagnaverksmiðja sig mjög i frammi til þess að reyna að fá hergagnapantanir frá þessum sömu stjórnmálamönnum.“ Spear neitaði því, að félag hans hefði sent nokkura full- trúa til þéss að hafa tal af þeifn, sem sendir voru á afvopnunar- ráðstefnuna. Margt íleira kom fram við yfirheyrslurnar, sem eftirtekt- arvert er, en rúm leyfir eigi að ræða um. M. a. kom það fram, að Basil Zaharaoff fekk um- boðslaun fyrir milligöngu sína við sölu liergagna, bæði frá El- eclrical Boat Co. og Vickers Armstrong'. Einnig vitnaðist, að ameríska herskipið Raleigli liafði verið sent til Tyrklands 1929 lil þess að sluðla að þvi, að „Driggs Ordnance and Engi- neering Co.“ í New York ætti ÚTSALAN er í fullum gangi. Kaffistell, fyrir 6, . . 9.75 Borðhnífar, ryðfríir, 0.65 Flautukatlar 0.85 Bollajiör, postulín, . . 0.40 Vatnsglös, þvkk, .... 0.30 Matardiskar 0.45 Olíulampar 2.75 Komið í dag! SIGURÐUR KJARTANSSON, Laugavegi 41. hægara með að koma því til leiðar, að Tyrkir keypti af þeim fallbyssur, en Raleigh er útbú- inn fallbyssum frá þessu félagi. Segir í skeyti frá Washington 7. sept., að flotamálaráðuneytið hafi heimilað, að Raleigli færi sérstaka ferð til Tyrklands í þessu skyni. Hefir það, eins og margt fleira sem komið hefir fram við yfirheyrslurnar, kom- ið mönnum mjög á óvart vestra — að herskip Bandaríkjanna séu 110 tuð í auglýsingaferðir til annara heimsálfa, fvrir her- gagnaframleiðendur, og liafa ýms blöðin mótmælt þessu harðlega. Bæjarfréttir I.O.Ö.F. 1. = 11692181/2 Veðrið í morgun. Iliti í Reykjavík 6 stig, ísafirði 4, Akureyri 3, Skálanesi 3, Vest- mannaeyjum 4, Sandi 6, Kvígind- isdal 5, Hesteyri 2, Gjögri 2, Blönduósi 2, Siglunesi o, Skálum 6, Fagradal 4, Hólum í Hornafirði 6, Fagurhólsmýri 7, Reykjanesi 6, Færeyjum 7 ctig. Mestur liiti hér í gær 6 stig, minstur 4. Sólskin 2,7 st. Yfirlit: Alldjúp lægð fyrir austan Island. Hreyfist austur eft- ir og fer minkandi. Horfur: Suð- vesturland, Faxaflói, Breiðafjörð- ur: Norðan kaldi. Bjartviðri. Næt- urfrost. Vestfirðir: Norðan kaldi. Urkomulaust. Léttir til. Norður- land : Minkandi norðanátt. Úrkoma fram efir deginum, en léttir til i kveld. Norðausturland, Austíirðir: Hvass norðan og rigning í dag, en lygriir og batnar með kveldinu. Suðausturland: Mirikandi norðan- átt. Bjartviðri. Sorglegt slys varð hér í bænum í gærmorgun, á horninu á Blómvallagötn og Ás- vallagötu, en þar cr nú hús í smíð- um. Vom börn þar að leik L sand- hrúgu, er vörubíllinn RE 79 kom þar að. Var honum ekið aftur á bak að sandhrúgunni, til þess að losa af honum byggingarefni, og varð þá eitt barnanna, 7 ára telpa, undir hægra afturhjóli bílsins og beið bana af. Telpan hét Halldóra og var dóttir Þórunnar og Otto Jörgensen, símstjóra á Siglufirði. Er frú Þórunn stödd hér í bæ meö börn sín og dvelst á Ásvalla- götu 14. Talið er, að telpan hafi farið upp á sandhrúguna rétt áður en bílnum yar ekið að henni og mun hún ekki hafa veitt bíln- um eftirtekt. Bílstjórinn sá ekki telpuna, sem mun hafa setið beint fyrir aftan bílinn. Verkstjórirnn við húsið, sem er þarna í smíðum, Ingibergur Þorkelsson, haföi séð til bílsins, er hann var að koma, og tekiö tvö börn, er voru aö leik i sandinum. Sennilega hefir Hall- dóra litla skotist upp á sandbing- inn og sest þar rétt á eftir. 75 ára afmæli á í dag Guðríður Guðmundsdótt- ir á Stóra-Seli. Silfurbrúðkaupsdag eiga í dag frú Ingibjörg Jóns- dóttir og Sigurður Þórólfsson, verkstjóri, Krosseyrarvegi 1 Hafn- arfirði. t Áfengisleit. Sýslumaðurinn í Árnessýslu og Björn Bl. Jónsson löggæslumaður g'erðu húsrannsókn í gær í Vatns- holti í Villingaholtshreppi. Áfengi fanst eigi í húsum, en 2 brúsar með hálfbrugguðu áfengi fundust í tún- jaðrinum. Sjómannakveðjur. ' FB. 19. sept. Komnir til Hríseyjar frá Eng- landi. Vellíðan allra. Kærar kveðj- ur. Skipshöfnin á Surprise. Lagðir af stað áleiðis til Eng- lands. Velliðan. Kveðjur. Skipshöfnin á Max Pemberton. Eggert Stefánsson ætlar innan skamms að halda söngskemtun her i bænum með að- stoð píanóleikarans Billich. Hann ætlar að syngja lög eftir Gluck, Carissimi og Schubert, auk þess tvö norsk lög, sungin á nýnorsku, og svo 6 íslensk lög, 4 eftir Kalda- lóns, þ. á. m. eitt nýtt (Mamma ætlar að sofa) og tvö lög eftir Jón Leifs, Máninn líður og Rimnalög. Eggert hefir víða farið og jafnan sungið íslensk lög á hljómleikum sínum erlendis, og sú var tíðin,* að hann hafði hér húsfylli kveld eftir kveld. Hann fer utan í haust, til London og er í ráði að hann starfi þar að íslenskri kvikmynd, sem til tals hefir komið að gera þar í vetur, og á. m. .a. að vera í henni allmikiö af íslenskri tónlist. V. Athugasemd. Vegna greinar þeirrar, sem birt- ist í gær (18. sept.) í Vísi, út af auglýsingakæru minni gegn Carl D. Tulinius & Co., vildi eg hérmeð geta þess, til að fyrirbyggja allan misskilning, að eg lét hina um- getnu kæru falla niður samkvæmt sameiginlegri ósk aðalframkvæmd- arstjórna beggja félaganna, Thule og Svea í Svíþjóð. Þess skal og einnig getið, að sama dag og eg lét kæruna falla niður, sem var 23. janúar s. 1., hafði dómsmálaráðu- rieytið fyrirskipað málshöfðun gegn Carl D. Tulinius & Co., í máli þessu. Reykjavík 19. sept. 1934. C. A. Broberg. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Unnur Guðjónsdóttir verslunarmær og Guðmundur Kristjánsson starfsmaður hjá rann- sóknarstofu ríkisins. Botnv. Geir og ef til vill fleiri botnvörpung- ar munu selja afla sinn í dag. Geir selur í Grimsby. B.v. Gullfoss kom frá Englandi i gær. E. s. Lyra fer héðan i dag ájeiöis til Noregs.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.