Vísir - 05.10.1934, Side 3
VISIR
A Hatia- og saumstofunni
Moderne
fást saumaðir dömuhattar, eftir
pöntunuih, einnig nottum
hreytt cftir nýjustu tísku
Vesturgötu 17.
Riillupylsur
Off
ný ksefa
íslensk egg
Kjöt & Fisknr
Sími 3828 og 4764.
I.OO.F. 1. = 11610587, = XX
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 3 stig7*isafirði
2. Akureyri 1, Skálanesi 5, Vest-
mannaeyjuni 5, Sandi 5, Kvígindis-
dal 4, Hesteyri 2, Gjögri 3, Blöndu-
■ósi 3, Siglunesi o, Grimsey.2, Rauf-
arhöfn 3,.Skálum 4, Fagradal 4.
Papey 5, Hólunt í Hornafirði 4,
Fagurhólsmýri 6, Reykjanesi 2,
Færeyjum 3 stig. Mestur hiti hér
i gær 9 stig, minstur o. Sólskin
8,3 st. — Yfirli't: Lægð yfirlSkot-
landi og hafinu milli íslands og
Noregs. — Horfur: Suðvesturland,
Faxaflói: Norðaustan gola. Víðast
léttskýjað. Breiðafjörður : Norðan
kaldi. Úrkomulaust að mestu.
Vestfirðir: Stinnings kaldi á norS-
austan. Rigning eSa slydda norSan
til. NorSurland, norýausturland,
.AustfirSir: NorSan og norSaustan
kaldi. Dílítil rigning í útsveitum.
Suðausturland: Norðaustan gola.
BjartviSri.
Fiskiþingið.
ÞriSji fundur þess var haldinn
fimtudaginn 4. okt. Forseti gerSi
grein fyrir reikningum og fjárhag
íélagsins árin 1932—1933 og lagSi
fram f járhagsáætlun fyrir ári£
1935. FélagiS hefir nrjög fært út
verksviS sitt hin síSustu árin .og
starfa nú ýmsir sérfræSingar i
þjónustu þess. AuSvitað hefir þetta
haft mikinn kostnaS í för meS sér,
«n eftir atvikum má telja fjárhag
íélagsins góðan. Þá gerSi forseti
grein fyrir húsbyggingu félagsins
og gaf sundurliðaða skýrslu. Hús-
iS hefir kostaS fullgert urn 93 þús.
kr. og er skuldlaus eign félagsins.
ÞaS er hiS vandaSasta og vegleg-
asta hús. Hefir ]iaS meSal annars
■stóran fundarsal, mun útsýni úr
lionum vera fegurra en úr nokkr-
nm öSrum fundarsal í Reykjavík.
í dag verSa ýms mál á dagstkrá,
þar á meSal síldarverksmiSja viS
Húnaflóa. Fundur hefst kl. 4.
Aflasölur.
Gulltoppur hefir selt 130 smá-
lcstir ísfiskjar, í Cuxhaven, fyrir
17,525 rm- Karlsefni hefir selt 693
vættir í Grimsby, fyrir 878 stpd.
E.s. Súðin
kom frá AustfjörSum í gær og
fer héSan annaS kveld hringferS
vestur og norSur um land.
Fiskaflinn ■
var á öllu landinu 1. þ. m.
61,161,870 kg., miSaS viS fullverk •
aSan fisk, eSa nálægt því 6j/-> milj.
kg. minna en á sama tíma i fyrra.
Þar af hafa erlend skip lagt á land
281,630 kg.
91 árs
verSur á morgun Ragnhildur
Jónsdóttir, UrSarstíg 11.
Glímufélagið Ármann
ætlar að’hafa-nokkur sýnishorn
frá hlutaveltu sinni í sýningar-
glugga. versl. Haralds Árnason-
ar í Hressingarskálanum næst-
komandi laugardag og sunnudag.
Hlutaveltu
heldur GlímufélagiS Armann á
sunnudaginn kemur í K.R.-húsinu.
Félagsmenn hafa síSastliSinn mán-
uS veriS aS safna til hennar mun-
um og gengiS ágætlega. Hefir ]ieg-
ar veriS safnaS gnægS góSra
drátta. Stjórn félagsins biSur þá,
sem safnaS hafa til hlutaveltunn-
ar, og ]>á aSra sem vilja emt
styrkja félagiS meS gjöfum, að
koma þeim niður í K. R. hús
(tjarnarmegin) á laugardaginn
milli kl. 4 -og 8 síðd.
Skip Eimskipafélagsins.
,Gullfoss fer frá Kaupmanna-
höfn á morgun áleiðis hingað til
lands meS viSkomu í Leith. GoSa-
foss er væntanlegur til Vestmanna-
eyja í fyrramáliS. Dettifoss fer
héSan i kveld áleiðis til Hull og
Kamborgar. Brúarfoss var á ReyS-
arfirði í morgun. Selfoss er í
Reykjavík.
Hjómannakveðja.
FB. 5 okt.
Erum á leiS til Englands. Vel-
líSan. Kærar kveðjur til vina og
vandamanna.
Skipverjar á Ólafi.
G.s. ísland
fór í nótt kl. 3j/> frá Færeyjum.
Væntanlegt hingaS á sunnudags-
morgun.
Ljóðabók.
Ný ljóSabók, Hugheimar eftir
Pétur Sigurðssön, er komin út fyr-
ir skömmu. — Höf. hefir áður
gefiS út ljóðasafn eftir sig, er hann
nefndi „Heimur og- heimili". —
KvæSi þau/ sem í þessu nýprent-
aSa safni birtast, eru orkt á ýnís-
um tímum. „Yfir 80 vísur og kvæði
í bókinni eru eldri en fyrri bókin,
„Heimur og heimili“, og mörg af
þeim eldri en fyrsta ljóSa'kveriS, er
eg gaf út, sérstaklega er það satt
um andlegu ljóSin“,*segir höf. „Eg
lét þau fljóta með af þeirri á-
stæSu“, segir hann ennfremur, „aS
ilt er oft aS vita, hvaS helst kann
aS verSa einum eSa öSrum einhvers
vírði, en finst þó sem eg mundi
hafa búiS þau nokkuS öðruvísi úr
garði, hefSi þaú orðið til í seintii
tíð. E]g hefi aldrei getað gefiS ljóð
mín út í þeirri röS og á þeim tíma,
er sanngjarnast hefSi veriS, og þar
af leiSandi verSa ])au jafnan öll
nokkuS ósamstæS". — Pétur Sig-
urSsson er hinn mesti iSjumaður
og hefir skrifaS ósköpin öll og
kveðiS um dagana. SíSustu árin
hefir hann ferSast víðsvegar um
landiS og flutt mikinn fjölda er-
inda um bindindismál, siSgæðismál
o. fl.
Gullverð
ísl. krónu er nú 48.80, miöað viS
frakkneskan franka.
Apollo
skemtiklúbburinn heldur dans-
leik annaS kveld í ISnó. Sjá augl.
(
Rakarastofu
hefir Sigurjón Sigurgeirsson
0]>nað í Veltusundi 1.
Dómarafélag knattspymumanna
heldur aðalfund í kveld kl. 8J4 á
skrifstofu Í.S.Í. í húsi Mjólkurfél.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 5 kr. frá Friðriki,
2 kr. frá Gunnu, 1 kr. frá G., 5 Ikr.
frá S. J., 10 kr. gamalt áheit frá
Svövu, 2 kr. gamalt áheit fvá A.
V., 6 kr. frá G. S., 20 kr. frá B. H.
Þ., 5 kr. frá konu í Hafnarfirði,
3 kr. frá- S. B.
Næturlæknir
er í nótt Gísli Pálsson. Sími
2474. —- Næturvörður i Lauga-
vegs apoteki og Ingólfs apoteki.
Útvarpið í kveld:
19,00 Tónleikar. 19,25 Grammó-
fónn: Danslög fyrir tvö píanó. —
20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30
Erindi: Deyjandi , þjóðir (Guð-
brandur Jónsson). 21,00 Tónleik-
ar: a) FiSlukonsert i D-dúr, eftir
Tchaikovsky; b) Islensk karla-
kórslög.
Öranaleg
IandktnnnnarferS.
Rio de Janeiro í sept. — FB.
Eins og kunnugt er hafa margir
leiSangrar verið gerBir út, fyrr og'
síSar. til þess aS ikanna lítt kunn
eöa ókunn svæði meSfram Ama-
zonánni, og hefir orðiS allmikill
árangur'áf sumum þeirra, en aðrir
hafa ekki náS tilgangi sínum, ann-
aS hvort hafa þeir, sem tóku ])átt
í þeim, ekki komist á vettvang'
vegna erfiSleika, eða aSeins náS
takmörkuðum tilgangi. Á ýmsa
staði á þessum slóðum, á svæðun-
tim beggja megin Amazonfljóts,
langt inni í landi hefir enn enginn
’hvítur maður stigið fæti sínum, en
frá öðrum hefir enginn hvítúr
maður átt aftuukvæmt. Talið er,
að á þessum svæðum sé uni miklar
minjar fornrar menningar aö ræða,
en'þaS er ekki einvörðungu æski-
legt, að fá upplýsingar um þaS,
sem getur gefiSdiugm)>ndir um líf
á þessum slóSum fyrr á tímum,
heldur og á síðari tímum, eigi aS-
eins líf þess fólks, sem þarna kann
aS búa, heldur og dýralíf og jurta
og alls gróSurs o. s. frv. — AS ári
verSur farinn leiSangur á þessar
slóSir — eða réttara sagt yfir þær.
Nýja Zeppelinloftskipið á :að fara
í þrjár flugferðir yfir þessi lönd,
allar í vísindalegum tilgangi. —
LoftskipiS er sérstaklega útbúiS
vélum, þaiinig aS þaS getur numið
staðar í lofti uppi, yfir einhverjum
ákveðnunPstað, og verður þá sett-
ur niSur „bátur“ (gondola) meS
vísindamennina og dreginn upp á
ný, er þeir hafa gert athuganir sín-
ar á jörðu niSri. — LeiSangurs-
menn munu m. a. reyna aS afla sér
upplýsinga uni menningu fyrr á
öldurn í Madeiradalnunt svo kall-
aSa, „landi hrönugrasanna" (the
country of the orchids). Tilraunir
verða gerSar til þess aS komast
að hva’r hinar fornu borgir hafa
veriS, sem sagnir herma, aS þarna
hafi veriS fyrr á tímum. Á hinu
gríðar víSáttumikla svæði milli
Amazon og Bahia flýgur Zeppe-
linloftskipiS fram og aftur og vís-
indamennirnir gera athuganir sínar
og ef til vill geta þeir frætt um-
heiminn á því, er þeir koma aftur,
hvar hinar „horfnu borgir“ hafi
veriS, svo sem Sincora. — RáSgert
cr og, aS ZeppelinloftskipiS fljúgi
yfir Matto Grasso-svæSiS i Mið-
Brazilíu, sem kallaS er „land gulls-
ins og leyndardómanna", en þang-
að fór fyrir nokkurum árum hresk-
ur landkönnu'Sur, P. H. Fawcett,
sem enginn veit meS vissu hvað
orSiS hefir um. LeiSangursmenn
ætla aS fara á jörS niSur á Matto
Grosso-svæSinu, og ef Fawcett er
þar á lifi, hjarga honum, ef unt
verSur. Einnig verða gerðar til-
raunir til ])ess að komast aS því,
hvaS orSið hefir um þýska vís.-
indamanninn Schmidt, sem fór til
Matto Grosso og aS sögn gerðist
foringi Indíánaflokks þar. Hann er
nú sextugur, ef hann ef á lífi. —
Alenn gera sér vonir um, aS mikils-
verð fræðsla fáist um RauSskinna-
flokka þá, sem byggja þessi lönd,
en um þá vita menn, suma hverja,
peysur,
VÖRUHÚ8IÐ.
Hveiti,
R.R.R. og Matador.
Reinlausir
fuglar
Nýtl ítalskt- og sildarsalat,
Lifur, hjörtu og svið.
Vænt dilkakjöt í heilum .
kroppum.
Milnersbúö
Laugaveg 48. Sími 1505-
JLifur
hjörtu
sviö.
Kjðt & Fisknr
Sími 3828 og 4764.
Á Vesturgötu 17 yerða
framvegis saumaðir kjólar og
kápur. Einnig kení í kvöldtím-
um: Saum og máltekning. Nán-
ari uppl. á £niða-, sauma- og
hattastofunni
Moderne.
iötxiíitsíitiöötxxxsotiíitttiooíiooe;
| Nf kjólasaumastofa I
jj vei'Sur opnuö laugardag- "
i; inn 7. þ. m. á Laugaveg o
i; 34, vönduð vinna. Sann-
i? gjarnt verð.
|| Guðrún Arngrímsdóttir.
ÍOOOtÍOOOOtlOOOOOtÍOOtÍOt iootitit
í rauninni næsta lítiS, og margir
visindamenn ætla, að í innlöndum
SuSur-Ameríku séu þjóSflokkar,
sem umheimurinn viti enn ekkert
um. Tilraunir verSa gerðar til þess
aS finna hina svo kölluSu „hvítu
Indíána“, sem byggja eitt af þeim
svæðum, sem flogiS verSur yfir, og
eins verSur reynt aS afla fræðslu
um dverg-þjóðflokka, sem byggja
svæðið milli Tapajoz og Xingui-
ánna. Hvítir menn vita hvar svæði
þessara þjóSflokka, eru, en hafa
ekki komist þangaS enn' svo sögair
fari af. — FlogiS verSur yfir hella-
borgina svo kölluSu, nálægt Curi-
tyba, og á suSurleiS verSur leitaö
að fornri Jesuitaborg, sem sagt er
aS bygS hafi veriS inn í skógunum,
sem liggja að Uruguay-ánni. —
(United Press).
Rðsðl'Coldcream
(næturcream)
hefir í sér þau
efni sem hreinsa
öll ólireinindi
úr húðinni og
gera hana hvíta
og mjúka.
Rósól-snow
(dagcream)
er hið ágætasta cream undir
púður og hefir alla þá kosti
sem á verður kosið um besta
dagcream.
H.f. Efnagerð Reykjavíkur
Kem. tekn. verksmiðja.
XJOOtÍOOOOtSOOCOOtÍOOtÍOtíOOOOÍ
Lifup, hjörtU)
svid og möp.
Altaf nýtt í
Nordalsíshúsi,
Sími 3007.
SOOOtÍOOOOtiOOOOOtÍOtXÍtÍtÍOOOOt