Vísir - 22.10.1934, Page 2
VISIR
S^A
■C ~G
Frá ráðstefnn
„BolHandanna".
Briissel, 22. okt. — FB.
Á ráðstefnu gull-landanna,
sem hér var lialdin, var gerð
samþykt um að hverfa ekki frá
gullinnlausn. Samþyktin var
undirskrifuð af fulltrúum Belg-
íu, Frakklands, Ítalíu, Luxem-
bourg, Hollands, Svisslands og
Póllands. Skipaðar voru undir-
nefndir til þess að athuga ýms
vandamál. — Ráðstefnan lýsti
yfir þvi, að gull-löndin hefði
orðið sammála um það áform,
að auka viðskifti sín á milli um
að minsta kosti 10% miðað við
viðskifti á timabilinu 30. júni
1933 til 30. júni 1934.
(United Press).
líspektir f Dnblin.
Múgurinn ræðst á bláliða
og leikur þá hart.
Dublin 22. okt. FB.
Menn úr li'ði blástakka voru í
gær að selja flögg til ágóða fyrir
Sameinaða írlandsflokkinn og
vakti það svo mikla gremju manna,
að gerður var aðsúgur að sölu-
mönnunum. Leituðu þeir hælis í
aðalbækistöð sinni, en múgurinn
gerði árás á húsið, og grýtti glugg-
ana, en lögreglan fékk við ekkert
ráðið. Með þá bláliða, sem múgur-
inn náði í, var svo farið, að skyrt-
urnar voru rifnar af þeim, tættar
í sundur og kveikt í þeim á göt-
um úti. Nokkrir menn og ein kona
voru flutt á sjúkrahús vegna
meiðsla. (United Press).
Frá Spáni.
3000 menn féllu í bardög-
unum í Asturías. Gífurlegt
eignatjón.
Madrid 22. okt. FB,
Fregnritari frá United Press,
hinn fyrsti, sem komiS . hefir til
Oviedo síðan uppreistin var háð
þar á dögunum, giskar á, að 3000
menn hafi fallið í bardögunum í
Asturias. Eignatjón skiftir senni-
lega mörgum hundr. milj. peseta.
(United Press).
Láflt síldarverð.
Yarmouth 22. okt. FB.
S. 1. laugardag var síldin seld
á r penny 30 síldir. Fjöldi fiski-
manna hefir haft undir 1 stpd. i
hreinar tekjur frá því í júní. —
(United Press).
Beimildarlausar
fjárgreiðslur.
Ákærur rauðu flokkanna.
--o—
Þeir eru við og við að ráðast
á Magnús Guðmundsson, rauðu
piltarnir, fyrir það, að hann
hafi, í brýnni nauðsyn, varið
nokkuru fé úr ríkissjóði til
varalögreglu hér í bænum.
Það er. vitanlegt, að við ýmsu
misjöfnu má búast af þeirn
þessum rauðu skepnum, en
þegar þeir fara að brigsla fyr-
verandi stjórn um óþarfa fjár-
eyðslu til lögreglunnar, þá er þó
hætt við, að mörgum mannin-
um blöskri.
Hvernig stóð nú á því, að ó-
umflýjanlegt reyndist, að stofna
varalögregluna ?
Það vita vist fleslir, en þó er
rétt að rifja það upp að nokk-
uru einu sinni enn.
Varalögreglan var stofnuð
eftir atburði þá hina blóðugu
er gerðust hér í bænum 9. nóv-
ember 1932.
Það voru forsprakkar Tíma-
klíkunnar, socialista og komm-
únista, sem stóðu fyrir þeim
liryllilegu verkum, sem þá voru
unnin. Þeir æstu upp manngrú-
ann til óhæfuverka og það er
skoðun mjög margra manna,
að þeir hafi beinlínis ællast til
þess, að unnin væri níðingsverk
— miklu alvarlegri níðingsverk
en þau, sem komið var í fram-
kvæmd. Og eitt af blöðum nú-
verandi stjómar tók það bein-
línis fram skömmu síðar, að
það hefði verið umfram alla
skyldu lögreglustjóra, að láta
bjarga lífi fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins í bæjarstjórninni.
Þeir væri andstæðingar hans og
ætti því lítinn rétt á sér.
Menn vita nú reyndar ekki til
þess, að þáverandi lögreglu-
stjórn gerði neitt til þess að
bjarga neinum manni, nema þá
sjálfum sér. En raunar þurfti
liann ekkert að óttast. Það voru
samherjar hans, sem bareflin
höfðu í höndum, og það átti
ekki að beita þeim gegn öðrum
en sjálfstæðismönnum. Rauðu
fulltrúarnir voru friðhelgir,
enda munu þeir hafa sagt fyrir
verkumþeim æðisgengna mann-
grúa, sem atlöguna gerði. Og
sumir tóku beinan þátt í óbóta-
verkunum, t. d. Héðinn Valdi-
marsson, er hann stóð við það
sótrauður og másandi, að mölva
stóla í fundarhúsinu og gera af
barefli handa æstum manngrú-
anum.
Það voru lögregluþjónarnir,
sem björguðu 9. nóv. 1932. Hús-
bóndi þeirra lagðl á flófta, sem
kunnugt er, og seldi lögreglu-
liðið undir barefli æðisgenginna
manna. — En lögreglusveitin
lók svo hraustlega á móti tryld-
um harefla-lýð hinna rauðu for-
ingja, að orðið munu hafa mikil
vonbrigði þeim, sem fvrir níð-
ingsverkunum stóðu.
Eftir þessa svívirðilegu her-
för gegn saklausum mönnum,
sá stjórnin sér ekki annað fært,
en að efla lögregluna í bænum.
Það hefði verið gersamlega ó-
verjandi, að láta þá fram-
kvæmd undir höfuð leggjast.
Foringjarnir, sem siguðu mann-
fjöldanum af stað 9. nóv.
1932, mundu fljótlega hafa girt
sig í brók af nýju og hafið aðra
herför, blóðugri hinni fyrri, ef
ekkert hefði verið að gert. —
En jafnskjótt og varalögreglan
kom til sögunnar dró úr þeim
allan mátt og kjark. Og síðan
hafa þeir ekld þorað að vaða
uppi, svo að lieitið geti, og hafa
sumir foringjar Timaklíkunnar
kunnað þvi illa.
Meðal annars hefir Jónas frá
llriflu brigslað Einari Olgeirs-
syni um ónytjungshátt og lítil-
mensku sakir þess, að honum
hafi ekki tekist að koma af stað
þjóðfélagsbyltingu þenna n
minnisstæða dag. Lét hann svo
um mælt, að byltingin hefði
verið svo vel undirbúin að þctfa
hefði átt að gela tekist. Var
Jónas allgramur Einari vini
sínum fyrir ódugnaðinn og taldi
honum til einskis trúanda. Og
betur hefði þeir reynst í Rúss-
landi 1917, skoðanabræður
þeirra beggja, og hefði þó bylt-
ingin þar verið engu betur und-
irbúin en hér.
Mönnum skildist að liann
harmaði giftuleysi Einars og
ódugnað, annað eins og búið
hefði þó verið að kenna honum
og vinna fyrir „hugsjónina“!
Það kemur áreiðanlega úr
hörðustu átt, er blöð Jónasar
frá Hriflu og annara sameign-
armanna fara að ráðast á.Magn-
ús Guðmundsson fyrir eyðslu-
semi. — Það líkist þvi, að upp-
flosnaður búskussi, montrass
og ráðleysingi færi að slást upp
á ráðdeildarsaman og sívinnandi
bónda fyrir ódugnað og eyðslu-
semi.
Annars er það kunnugt, að
Jónas frá Hriflu tók fé úr ríkis-
sjóði eftir geðþótta sínum, þá er
hann var ráðherra, og eyddi því
i allskonar vitleysu. Og’ það voru
engar smáræðis-fúlgur, sem
liann tók þannig ófrjálsri hendi.
— Meðal annars tók hann í einn
af skólum sínum nálega 400
þúsund krónur, án þess að hafa
til þess nokkura heimild. Um
gagnsemi þess „menlaseturs“
eða annara, sem Jónas ungaði út
meðan hann hékk við völd,
þjóðinni til tjóns og vansa, skal
ekki rætt að sinni. En þess má
þógeta aðskoðun margra mætra
manna er sú, að skólastofnanir
þessar sé fyrst og fremst klak-
stöðvar fyrir þjóðhættulegar
stjórnmálaskoðanir.
Pólskur auðmaður,
Jacques Potocki, lést seint í
siðastliðnum mánuði. Eignir
lians voru taldar nema sem
svarar til 90 milj. isl. króna.
Mestan hluta eigna sinna ánafn-
aði Potocki landi sinu og lista-
verk hans öll fara á ríkissöfnin.
í samræmi við hinstu óskir hans
verður miklu af fénu varið til
þess að koma í veg fyrir út-
breiðslu næmra sjúkdóma.
Mannúðar-
leysi.
Svívirðileg meðferð á frakk-
neskum börnum. — Uppeldis-
stofnanirnar verri en fangelsi.
í byrjun yfirstandandi mánaðar
var opinber fundur haldinn í París
út af |jví hverri mebferð fjöldi
frakkneskra barna, sent engin af-
brot hafa framið. verða að sæta i
uppeldisstofnunum, sem „eru verri
en nokkur fangelsi“, svo vitnað sé
i orð Rollins, fyrrverandi ráðherra,
sem í ræðu á fyrrnefndum fundi
kallaði lög Frakklands um vernd-
un unglinga og barna „þjóðar-
skömm“ og hét endurbótum á
þeirri löggjöf, í nafni síiiu og 200
annara þingmanna af ýmsum
flokkum, sem hafa sameinasf um
aö afmá þennan smánarblett af
skildi Frakklands.
Börnin í Belle Ile tóku sig
saman um að flýja vegna illr-
ar meðferðar. — Þau voru
handsömuð, afklædd og lamin
með leðurkylfum.
Fundur þessi, sem haldinn var
í mótmælaskyni gegn illri meðferð
á börnum i opinberum stofnunum
var haldinn að tilhlutun Club du
Faubourg. Blöðin höfðu áður
skýrt frá ýmsu miður fögru, sem
komið hafði í ljós í ýmsum barna-
stofnunum. í einni þeirra, Belle
Ile, var ástandið svo slæmt, að
börnin gerðu samtök sín á milli um
tilraun til þess að flýja. Þau voru
handsömuð og leidd inn i húsagarð
stofnunarinnar, afklædd og lamin
með leðurkylfum. Vegna þessa
hrottaskapar, sagbi Rollin fyrv.
ráðherra, verður höfðað mál gegn
20 starfsmönnum i Belle Ile. „Slíkt
ástand“, sagði Rollin ennfremur,
,,er Frakklandi til skammar,
Frakklandi, sem er talið land frels-
isins, en hjá oss ér ástandið miklu
verra en í nokkuru menningarlandi
öðru.“
Lög, sem af leiðir, að farið er
með börn og unglinga eins og
afbrotamenn.
Rollin kendi unglingalögunum
frá 1921 um hvernig komið er.
Samkvæmt þeim er heimilt að
handtaka alla unglinga (innan 18
ára), sem yfirgefið hafa foreldra
sína og setja þá í uppeldis- eða
barnastofnanir. í fjölda mörgum
tilfellum, sagði Rollin, fara börn-
in eða unglingamir að heiman
vegna slæmra heimilisástæðna, ó-
samkomulags foreldranna, eða
vegna þess að þau sæta illri með-
ferð forráðamanna sinna, en samt
er farið með þau eins og glæpa-
menn. — Betrunarstofnanirnar,
seni unglingarnir eru sendir í,
sagði Rollin, eru í rauninni miklu
verri en fangelsin, sem taka við
glæpamönnum þjóðfélagsins, „Það
eru ttm það bil fjömtíu þúsund
afbrigðileg (abnormal) börn og
unglingar í Frakklandi, en sér-
stofnanir handa slíkum unglingum
rúma aðeins 2000. Hin eru send
í betrunarstofnanir, þar sem þau
eru klædd búningum sem fangar,
vinna erfiðisvinnti og búa við
' grimman aga, eru barin, einangruð
ó. s. frv. og fá þá aðeins „vatn og
brauð“, eins og heimilað er í reglu-
gerðunum.
Börn auðmanna jafnt og
börn hinna snauðu hafa verið
send í þessar stofnanir, sem
meiri hluti frakknesku þjóðar-
innar hugði vera „fyrirmynd-
ar s'tofnanir".
Mörg barnanna eru aðeins 10—
12 ára og sum þeirra eru frá heim-
ilum efnafólks. Rollin nefndi sem
dærni dreng, sem átti auðuga móð-
ur. Hún var ekkja og hafði gifst
aítur. Eitt sinn fór stjtipi hans með
hann í ökuferð i bíl. Drengurinn
liélt, að um skemtiferð væri að
ræða. E11 hann var kominn í betr-
unarstofnun áður en 'hann vissi af.
Rollin lýsti því einnig yfir, að
fjöldi bama, sem hefði verið sýkn-
aður fyrir smávægileg brot, hefði
eigi að síður verið send i stofnan-
irnar.
„Siðferðisástandinu verður
ekki með orðum lýst“.
„Hvernig hið siöferðilega ástand
er í þessum stofnunum, sérstaklega
Belle Ue, er hræðileg1:“, sagði
Rollin ennfremur og hann kvaðst
ekki geta lýst kveldlífinu í Belle
Ue á opinberum fundi, en hann
likti því við ástandið í Guiana-
glæpamannanýlendunni. — I lok;
ræðu sinnar lýsti Rollin því yfir
að þær betmnarstofnanir fyriir
unglinga, sem Frakkar hefði, n.ú,
yrði að leggja niður, og koma í
þeirra staö upp fyrirmyndaiiistofn-
unum, eins og þær gerðust bestar
erlendis. — Þar sem blöð. Ilandsins
og fjöldi þingnmnna vinna að því,
að hafist verði handá ttm bætur
á því ástandi, sem ttú er rikjandi
í Frakklandi, í þessum efnut;>, mun
mega gera ráð fyrir. að, þetrra
verði eigi l.engl að bíða.
Mjdlkorveröiö
og heitorð Signrðar klerks.
Síra Sigurður Einarsson al-
þni. skrifaði grein í Alþýðublað-
ið í septembermánuði s. I. og
krafðist l>ess þar með miklum
liávaða, að mjólkurverð hér i
bænum lækkaði þá tafarlaust
niður í 38 aura hver líter, en
síðan niður í 35 aura fyrir ára-
mót. Að öðrum kosti hét hana
því að rísa gegn stjórninni, þeg-
ar er á þing væri komið.
Síðan jjetla gerðist eru liðnar
margar vikur, liklega nokkuð á
annau mánuð. — En mjólkur-
verðið er enn óbreytt og engar
horfur á, að það breytisl neitt í
bráðina. Og enn fylgir Sigurður
Einarsson stjórninni að málvun,
þi’átt fyrir heitorð sín um það,
að snúast gegn henni þegar i
stað, ef kröfu hans yrði ekki
sint.
Með þessu héfir Sigurður
Einarsson sýnt það svo greini-
lega sem verða má, að hann
metur heit sín að engu, er hon-
um býður svo við að horfa. Það
er nú að vísu sagt, að hann hal'i
orðið fyrir slæmri meðferð lijá
Héðni og fleirí slíkum persón-
um fyrir kröfu sina um lækkun
mjólkurverðsins, en ekki mundi
hann liafa kiknað undan ávit-
um þvílíkra náunga, ef nokkuð
væri í hann spunnið.
G,
Bókaútgáfa í Bretlandi.
London, í okt. —- FB.
Fyrstu 8 mánuði vfirstand-
andi árs voru gefnar út í Brel-
landi 9.732 nýjar bæknr, en á
sama tíma í fyrra 9.451. — Með-
al þeirra bóka, sem mest seldust
i Bretlandi sumarmánuðina i ár,
eru þessar taldar „Famous
Plays 1933—34“, „Fifty One-Act
Plays“,.„Modern Poetry 1922—
34“ og skáldsagan „This LitM*
World“, eftir Iírett Young.
(Úr hlaðatilk. Bretastj.).