Vísir - 30.10.1934, Blaðsíða 6

Vísir - 30.10.1934, Blaðsíða 6
Þriðjudaginn 30. okt. 1934. YISIR sé of í lagt þótt áætlaö sé aö hvert hinna umræddu gufuskipafélaga greiöi a'S minnsta kosti 80 þúsund - ir króna á ári í laun til skipshafn- arinnar og er þá greitt samtals 320 þúsundir króna á ári í laun á þessum fjórum skipum. Eg býst við að þessum framangreindum fé- lögum þyki nóg að greiða þau gjöld og þær kvaðir er á þeim hvíla, þótt eigi sé með lagafyrir- mælum aukið enn á reksturskostn- að þeirra með því að þau láti nú setja upp loftskeytatæki í öll skip- in er myndi kosta alt að 16—18 þúsundir króna á hvert skip, fyrsta árið. Frumvarp það um loftskeyta- tæki á vöruflutningaskip, sem þeir flytja alþingismennirnir Sig- urjón Á. Ólafsson og Ingvar Pálmason, býst eg við að sé mjög óviturlegt að bera fram eins og timarnir eru nú og augljóst þykir að félögin eiga nijög örðugt upp- dráttar. Það er t. d. ekki lítill út- gjaldaliður fyrir eitt þessara fé- laga, sem hefir nú tvö skip í förum að skylda það með frumvarpi þessu til þess að setja loftskeyta- tæki í bæði skipin, er myndi kosta félagið um 32—36 þúsundir króna. Mun þetta frumvarp einkum fram koniið til þess að tryggja ör- fáum löftskeytamönnum atviunu, cn ekki til þess fyrst og fremst að „tryggja öryggi mannslífa á sjónum“, eins og flutningsmenn vilja vera láta, enda segir svo i greinargerð frumvarpsins að það sé fram komið vegna tilmæla Fé- lags ísl. loftskeytamanna. Það hefir eigi verið talið nauð- synlegt til þessa,samkvæmt ís- lenskum lögum, að hafa loftskeyta- tæki í vöruflutningaskipum, sem eru undir 1600 smál. brúttó. Oll þau skip, er flutningsmenn tilnefna eru undir 1600 smál. brúttó eða frá 775 til 1450. Þessi skip telja flutn- ingsmenn nauðsynlegt að hafi’loft- skeytatæki, en þau skip, sem eru 500 smál. brúttó eða minna, þurfa ekki að hafa slík tæki að dómi þeirra. Það er eins og mannslífin séu einskis virði á svo smáum skip- um. Eða eftir því sem skipin eru færri smálestir, brúttó, eftir því vex öryggi sjófarenda að dómi flutningsmanna frumvarpsins og þeirra er að því standa. Það munu flcstir yfirleitt líta svo á, sem öryggi sjófarenda verði seint of vel trygt, en því miður höfum vér íslendingar alt of mörg dæmi er sýna, að loftskeyti á þeim skipum cr farist hafa hér við land á s. 1. 10 árum hafa ekki, svo vitað sé, gert hið allra minnsta gagn er slysin hafa borið að hönd- um. Má því altaf um það deila hvort loftskeytatæki á skipum yfir- hvarvetrna MILDAR OG ILMAND TEOPANI jarettur Hiiiiiiiiii;iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii;ii!iiiiiiiiiiiiiiimiíiiiiiiiiiiiiiii Ávalt fyrirliggjandi birgðir af veggfóðrunarstriga 535 jjj-g (olíulausum) við lægsta heildsöluverði. Ennfremur þéttur strigi til húsgagnafóðrunar. i HÁLARINN. g MBHiHiHiiiimiiiiiiiimmiiiimiiiiBiniiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiii leitt sé það allra nauðsynlegasta, sem hægt er að krefjast til öryggis mannslífa á sjónum. Verði það hins vegar talið fyrsta skilyrði til öryggis sjómanna á þessum um- ræddu skipum, að setja i þau loft- skeytatæki, þá finnst mér sjálf- sagt að skipstjórum eða stýri- mönnum skipanna sé gert að ann- ast meðferð slikra tækja, svo sem nú er algengt erlendis, en ekki að krefjast þess jafnframt, að ráðinn sé að minsta kosti einn loftskeyta- maður er hafi starfsskírteini frá landssímanum, eins og segir í frumvarpinu. Erlendis er það talið ónauðsyn- legt að hafa loftskeytatæki í vöru- ílutningaskipum, sem eru undir 1600 smálestir brúttó. Eg býst þó við að erlendir verklýðsforingjar séu engu síður á verði fyrir öryggi sinnar sjómannastéttar, en starfs- bræður þeirra hér heima, en eg tel hins vegar sennilegt, að þeir sjái betur hverjar afleiðingar það kann að hafa í för með sér, er til lengdar lætur, að líta aldrei með sanngirni á aðstöðu þeirra og af- komumöguleika, er reyna að skapa atvinnuvegi og ryðja nýjar leiðir á því sviði til frambúðar landi og þjóð. , S. G. B. Lampaskermar. Mjög margar gerðir af perga- mentskermum og silkiskermum, bæði f^TÍr stand- og borðlampa, loft- og vegglampa, ásamt lestr- arlampa. Skermabfiðin. Laugaveg 15. Fallegar kökur, góðar kökur, ef notað er LILLU-EGGJADUFTIÐ. Ný útvarpsstöð í TyrklancLi. Ankara í okt. — FB. í ráði er að koma upp innan skamms stórri útvarpsstöð í nánd við Ankara. Tyrkneska ríkis- stjórnin leggur fram féð og starf- rækir stöðina. Rússneskir verk- fræðingar sjá um uppsetningu stöðvarinnar, en mikið af efni og allar vélar í hana kaupa Tyrkir af Rússum. (United Press). Þetta merki fryggir yður Notið ekki ljósdapra lampa en biðjið ávalt um O S R A M ljósskæra lampann gasfylta. Höfum fyrirliggjandi hina víðfrægu Opel bjólhesta. sem bygðir eru í stærstu hjólhestaverksmiðju veraldar- innar. Opel verksmiðjurnar eru reknar af General Motors, og það er full trygging fyrir vönduðum frá- gangi og réttu verði. Opel hjólhestarnir eru bygðir með alt öðru sniði en venja er, og það hefir reynst miklu betra. Allir geta sannfært sig um, að hér eru vandaðir, fallegir og merkilega ódýrir hjólhestar á ferðinni, enda smíðar Opel 3000 hjólhesta á dag. Hér á staðnum eru nú til nokkrir karlmanna hjól- hestar og afbragðs sendisveinahjólhestar, sem er vert að skoða. Fylsta ábyrgð tekin á efni og smíði. Umboðsmenn: Jóli, Ólafsson & Co., Reykjavík;. General Motors. Til sðlu steinhús, á fögrum stað í borginni, við mjög lágu verði. Nokkur þúsund króna útborgun nauðsynleg. Uppl. á Óðinsgötu 4, ld. 3—4 og 7—8 e. m. — Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Steingpímur Stefánsson. MUNAÐARLEYSINGl. rétti fram höndina, en eg stó'ð ckki svo nærri honum, a'S hann næði til.mín. „Hver er þarna?------Hver stendur þarna?“ — Hann starSi á mig blindum augum-----„Svariö mér — svarið tafarlaust!‘, sagði hann bjóðandi röddu. „Langar yður í meira vatn? — Eg var sá klaufi áðan, að meira en helmingur vatnsins fór til ónýtis —“ „Hver er þetta?------Hver eruð þér —? Eg krefst þess aS fá að vita, hver það er, sem stendur þarna og talar viS mig!“ „Pilot þekkir mig. Og' John og Mary vita, aö eg er hérna. — Eg kom rétt í þessu.“ — Eg sagði þetta fullum rómi og reyndi ekki aS breyta röddinni. „GuS hjálpi mér!-----HvaS er aS gerast hér inni í stofunni?-----Er eg þá kannske orSinn brjálaSur? „Nei, herra Rochester! Þér eru hverjum manni heil- brigSari á skapsmunum. — YSur er vissulega ekki hætt viS því, a'S missa vitiS.“ „En hver er sú, sem viS mig talar? Er þaS kannske bara rödd — yndisieg rödd frá horfnum dögum?-------- Eg get ekki séS þig — en eg get fundiS og þreifaS á- Komdu — komdu til mín------ef þú ert annaS en röddin ein. — Eg get ekki bori'ð þetta lengur. — Komdu til mín — hver sem þú ert — og lofaSu mér aS þreifa á þér —“ ITann fálmaSi út í loftiS og greip hönd mína. — „Já — já — höndin er þín, eins og röddin! — Ertu þarna Jane?-------Höndin þín er þaS — grönn og yndis- leg — og röddin — — Og þá er vonandi eitthva'ð meira-------“1 Hann slepti hönd minni og greip yfir um mig og dró mig aS sér. — ,,Þú ert þarna, Jane! — Eg finn aS það ert þú sjálf. — —ÞaS er höndin þín — mittiS — hálsinn — axlirnar —.“ „Og röddin,“ bætti eg viS. — „Og hjartaS, er líka hérna. — GuS blessi ySur, kæri herra. Þér hafiS enga hugmynd um, hvíiík hamingja þaS er fyrir mig, aS vera komin hingaS.“ „Jane Eyre — Jane Eyre “ Honum vafðist tunga um tönn, svo a'S hann gat ekki sagt meira. „Kæri — kæri herra Rochester!“ sagSi eg. — „Eg er Jane Eyre og eg hefi fundiS ySur aftur. Loksins hefir fundum okkar boriS saman á ný.“ „Er þetta veruleikinn sjálfur? — Er þaS ekki einungis yndislegur draumur?“ „LofiS mér aS setjast á kné ySar. Þá. getiS þér væntan- leg'a gcngið úr skugga um þaS, aS eg er ofurlítiS meira en draumsýn eSa andi —“ „Elsku stúlkan mín! — Já, eg finn aS þú ert hjá mér — finn aS þaS er líkami þinn, sem eg held á — heyjú, a'S þaS er röddin þín, sem talar. — En hvernig má þaS vera aS eg verSi aSnjótandi slíkrar hamingju? — Mér finst allur þessi unaSur hljóti aS vera draumur.---Hversu oft hefir mig ekki dreymt þaS, bæSi í vöku og svefni, aS eg hefSi þig í faSminum — aS þú leyfSir mér aS kyssa þig og lofaSir mér því, aS þú skyldir aldrei fara fré mér.“ „Og nú er eg komin og fer aldrei frá ySur------“ „Þvi hefir þú líka heitiS mér í draumum mínum------ En svo vaknaSi eg aftur — og þá var alt áutt og tómt. -----Eg er svo hræddur uin, aS þú verSir farin, þegar eg hefi áttaS mig til fulls — þegar eg vakna af hinum fagra draumi.------En eitt verSur þú aS gera: — Þú verSur aS kyssa mig, áSur en þú yfirgefur mig —“ Eg kysti hann á augun — þessi blindu, fögru augu, sem eg elskaSi. Eg strauk háriS frá enni hans og kysti hann á vangann. — ViS þögSum bæSi drykklanga stund. En alt í einu var eins og hann hefSi áttafr sig á veruleikanum, því aS hann sagSi: „Já — eg veit þaS. Eg veit þaS, Jane, aS nú ertu komin til min —“ „Fyrir fult og alt, vinur minn —“ „Eg var svo hræddur um, aS þú værir dáin — ESa þá aS þú værir aS hrekjast meSal ókunnugra — aS þú yrSir aS vinna baki brotnu, til þess aS geta satt hungur þitt og haft þak yfir höfuSiS." „Þar skjátlast ySur. Eg er efnuS kona — eSa"á aS minsta kosti nóg af veraldlegum auði.“ — „EfnuS? Hvernig þá? — ViS hvaS áttu, Jane?“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.