Vísir - 01.11.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 01.11.1934, Blaðsíða 2
Brvals spaðkjöt í 1/1 og 1/2 tunnum fengum við með Súðinni. — Af því að eftirspurnin er mik- il eftir þessu gómsæta kjöti, en birgðirnar litlar, eru þeir, sem hafa pantað kjötið hjá okkur, vinsámlegast beðnir að taía við okkur sem'fyrst. Snjf’flðð. Zamora, ríkisforseti Spánar undir- ritar viðskiftasamning Spánverja og íslendinga. Madrid, 31. okt. FB. Alcala Zamora ríkisforseti hefir skrifað undir verslunar- samninginn milli Spánar og ís- lands. (United Press). (Samningsbundið innflutn- ingsleyfi á saltfiski fyrir vfir- standandi ár er 16.600 smál. og mun, með samningi þeim, sem að ofan ræðir um, vera ákveðið sama innflutningsleyfi fyrir árið 1935). Frakkar fá leyfi Breta til þess að senda herlið inn í Saar, ef þörf krefur. London í. nóv. — FB. Frakkneski sendiherrann, Cor- bin, fór á fund breska utanríkis- málaráðherrans síðastl. þriðjudag ,og ræddi við hann um þjóðarat- kvæöiS í Saar-héraði. Fullyrt er, aS sendiherrann hafi fengið samj þykki Breta til þess aS senda her- lið inn í Saarhérað meðan þjóð- aratkvæðið fer fram, ef nauðsyn krefur. (United Press). London i. nóv. — FB. Fuliyrt er, samkvæmt áreiðan- legum heimildum, að breska ríkis- stjórnin hafi ákveðiö að leggja til við aðrar þjóðir, að með alþjóða- samþykt verði skipuð nefnd sem hafi eftirlit með vígbúnaði og verslun með skotfæri og vopn. Gert er ráð fyrir, að nefnd þessi komi í stað hinnar deyjandi af- vopnunarráðstefnu. (United Press) fireska Iárarðadeildin. Ríkisstjómin vill í engu sinna kröfum um breytingar á skip- un og störfum deildarinnar. London i. nóv. — FB. Stanley Baldwin hefir tjáð nefnd þingmanna úr neðri mál- stofunni að tími sé eigi til á yfir- standandi þingi að koma fram breytingum viðvíkjandi lávarða- deildinni. Ennfremur lét Baldwin svo um mælt, að það væri síöur en svo að stjórnin væri samþykk nokkurum slíkum hreytingum, jafnvel þótt tími væri til að taka þær til athugunar. (United Press). Bóndinn að Stafni í Svartár- dal verður fyrir snjóflóði og liggur 22 klst. hjálparlaus í snjónum. Blönduósi 31. okt. FÚ. Síðastliðinn laugardag gekk bóndinn Sigvaldi Halldórsson í Stafni í Svartárdal aS heiman, og hugðist að leita fjár, og ætlaði hann fram í svokallaö Stafnsgil. Blindhríð var, og um leið og hann fór gekk hann inn í fjárhús þar á túninu, til þess að ganga þannig frá þeirn að ekki fenti inn. Þegar hann var kominn inn í húsið, tók snjóflóð það, og lenti Sigvaldi í þvi. — Nokkur hluti þaksins féll á fætur Sigvalda og skorðaði hann. Hann gat þó hreyft sig 'svo, að honum tókst að losa snjóinn frá andliti sér, svo að hann haföi loft. Heimilisfólkið í Stafni beið hans allan laugardaginn og næstu nótt. Á sunnudagsmorguninn fór aldrað- ur faðir hans til næsta bæjar, til þess að fá menn að leita hans. Komu þeir heim að Stafni, og datt þá einhverjum í hug að Sigvaldi kynni að hafa lent í snjóflóðinu. Var byrjað að leita þar, og fanst hann þegar, lifandi, en mjög þjak- aður. Hafði hann þá legið 22 klukkntíma undir snjónum. Steinn hafði lent ofan á öðru lærinu á honum, og haföi myndast talsvferð hola eftir steininn, en ekki hafði Sigvaldi hlotið nein beinbrot, og var hann nú borinn heim og hlynt að honum. Börn Sigvalda höfðu verið úti á túninu um morguninn að leika sér, og heyrt einhver hljóð en ekki gátu þau greint hvaðan hljóðin komu. Sagði Sigvaldi síðar að hann heföi heyrt til barnanna, og reynt að kalla til þeirra. Sigvalda líður nú sæmilega vel. Feiknmikill snjór er upp utn sveitir. Um Svartárdal er varla fært með hesta. Menn eru hræddir um að fé hafi fent, og jafnvel hross. Ný atvinnumálalöggjöf í Þýskalandi. Berlín 30. okt. — FÚ. Tvær nefndir, sem þýski dótns- málaráðherrann dr. Franck hefir skipað, halda nú fundi í Berlín. Fjallar önnur um nýja löggjöf at- vmnumálanna, en hin um alþýðu- trygg'ingrar. Atvinnumálanefndin hefir þegar skilaS stjórninni upp- kasti að nýrri atvinnumálalöggjöf. Eru þar settar nýjar reglur um jöfnun á vinnudeilum, um réttindi og skyldur vinnuveitenda og verkamanna, o. s. frv. V I S 1 R Frá Alþingi í gær. Deilan um bygginguna í Skógarkoti. Jónas jónsson og Jón Baldvins- son flytja þingsályktunartillögu í -sameinuöu þingi þess efnis að banna að reistur verði nýr bær, „á hinu friðlýsta skóglendi við Yell- ankötlu í. Þingvallasveit." Tilefnið til þessara tillögu er það, að Jóhann Kristjánsson, bóndi i Skógarkoti í .Þingvallasveit, hefir fengið leyfi meiri hluta þingvalla- nefndar til þess að byggja upp bæ sinn niður við þjóöveginn njður undir Þingvallayatni, skamt þaöan sem vegurinn up]i að Skógarkoti og þjóövegurinn m.ætast í nánd við Vatnskotsvík. Meiri hluti þing- vallanefndar, sá sem leyfi þetta veitti eru þeir Jakol? Möller og Magnús Guðmuiidsson, en minni hlutinn, sem ekki vildi veita leyfið er Jónas Jónssou, og hefir liann nú fengið fyrrum samherja sinn í Þingvallanefndinni, Jón Bald- vinsson, til þess að flytja með sér þessa tillögu í þvi skyni að reyna að ónýta samþykt núverandi meiri hluta nefndarimiar. og hófust um- ræður um þessa tillögu á fundi sameinaðs þings í gær. Jóna's mælti sjálfur fyrir tillög- unni og rökstuddi hana með því. að með þessari fyrirhuguðu bygg- iung yrði spilt tilgangi friðunar skóglendisins, sem væri að auka skógargróður á fri'ðlýsta svæðinu, en af flutningi Skógarkotsbæjarins niður undir vatnið leiddi að sjálf- sögðu eyöingu skógar þar sem bærinn yrði reistur og tún ræktað. Máli sínu til stúðnings vitnaði hann í bréf frá nokkurum mönnum í Þingvallasveit. sem tjáðu sig sumir mótíallna því, að bygt verði þarna, vegjia þess að þar mundi þá veröa rekin greiðasala í samkepni við eiganda Valhallar. Magnús Guðmundsson gerði grein fyrir því, hversvegna meiri hlunti Þin'gvallanefndar hefði levft að fl'ytja- Skógarkotsbæiun. Það væri óhjákvæmilegt orðið að byggja up'p i Skógarkoti, húsin væri að falli komin, ekki líft í þeim fyrir kulda, ef nokkur frost væri, en litlir möguleikar til að hita þau upp. Vatnsskortur væri þar svo rnikill, að oft yröi a'ð sækja vatn niður í tjarnir, rétt hjá hinu fyrirhugaða bæjarstæði . Aðalat- vinna bóndans mundi framvegis verða veiði í Þingvallavatni, þvi að honum væri nú bannaður sauð- fjárbúskapurinn, sem á'ður hefði nær eingöngu verið rekinn þarna. Oll aðstaða yrði þannig betri 'fyr- ir bóndami niður við vatriið. Vegur væri líka óakfær heim að Skógar- koti nær 2 km. langur. Hinsvegar væri það einmitt friðuriarinnar vegna og skógræktarinnar miklu heppilegra aö flytja bygðina úr miðbiki skóglendisins út í jaðar ]>ess, því að við það minkaði um- fer'ðin og átroðning-ur á skóglend- ið,- Það mundi þannig með tið og tírna vinnast margfaldlega upp, sem nú yrði eyðilagt af skógi við ^yggúiguna og ræktun túns þarna niöur við veginn, þar sem nú væri einmitt hvað mestur átroðningur og gróðrarskilvrSi skógarins því hin lélegustu. Yfirleitt hrakti hann alt það sem J. J. haí'öi rökstutt tillögu sína með, svo að ekki stóö steinn yfir steini. — Jónas svaraði þó aftur, en talaði nú mjög á víð og dreif, um ýmsa óviökomandi hluti eða stagaðist á því sama sem hann haföi áður sagt. Að lokinni þeirri ræðu hans var umræðunni frestað og málið tekið út af dag- skrá og fundi slitiö kl. 4. í deildununm voru settir fundir klukkan 5. í efri deild var aðeins örstuttur fundur og engar umræð- ur. Þar var á dagskrá m. a. frumv. um heimild fyrir rannsóknarstofn- anir ríkisins til lyfjasölu i sam- bandi við rannsóknir sínar. Var það mál til 2. umr. og mælti nefnd - in með ]>ví að það yrði samþykt óbreytt, Jirátt fyrir mótmæli sem fram hafa komiö frá lyfsalafélag- inu, og var málinu vísað til 3. umr. ágreiningslaust. í neðri deild stóð fundur til kl. 7. Fór fyrst fram atkvæðagrciðsla utn fiskimatsstjóraírumvarpið' og voru feldar allar breytingartiHög- ur við þa'ð nema sú cina aö breyta riafninu matssjóra í fiskimatssjóra’ og 'svo breytt var frv. afgreitt til e.'d. — Þá hófust umræöur á'ný um vinnumíðlunarfrv. og mæltu þeir Gárðar Þorsteinsson og Thor Thors með breytingartillögum, sem ])eir flytja nú við 3. umr., þess efnis, aö stofnuð verði yinnu- miðlunarskrifsofa rikisins, er setii reglur um úthlixtun atvinnubóta- vinnu, en að heimilt skuli bæjar- stjórnum að setja á stofn ráðning- arstofnun undir sinni stjórn óg umsjá til að úthluta vinnu. Asg. Ásgeirss. tjá'ði sig fylgjandi þess- um tillögum, en atvinnumálaráð- lierra andmælti þeim, en virtist lítt hafa kynt sér þær og gerði GarSar harða hríð að honum fyrir það kæruleysi, sem hann gerði sig beran að með því. — Umræðunni var lokið, en atkvæðagreiðslu frestað. Frumvarp til laga um hlutafjár- framlag og ábyrgð ríkisihs fyrir h.f. Skallagrím í Borgarnesi. Flm.: Bjarni Ásgeirsson, Gunn- ar Thoroddsen. Frumvarpið er svo hljóöandi: r. gr. Ríkisstjórnin ábyrgist alt að tvö hundruð þúsund króna lán fyrir h.f. Skallagrím í Borgarnesi, tií þess að láta smiða skip til flutn- inga um Faxaflóa, enda sé lánið einnig tryggt með 1. veðrétti í skipinu. 2. gr. Ríkisstjórnin leggur fram Jú hlutafjár í h.f. Skalla- grími, alt að 50 þúsund krónur, og er heimilt að skipta framlaginu í jafnar grei'ðslur, alt að 10 þús. kr. á ári, á næstu 5 árum. 3. gr. Rík- isstjórnin á rétt á að ski])a einn mann í stjórn félagsins og annan cndurskoðanda þess. í greinargerðinni segir m. a.': „H.f. Skallagrimur i Borgarnesi keypti fyrir tveim árum gufuskip- ið „Suðurland“, sern um nokkur- ár hefir 'verið notað til póst-, far- ])ega- og vöruflútninga á milli Reykjavikur og Borgarness. og hefir félagið síðan arinast þéssa flutninga. Hafa samgöngur þessar og sömuleiðis rekstur fyrirtækis- ins farið félaginu prýðilega úr hendi. Nú er skip þetta orðið gam- alt og slitið og verður ekki notað lengur nema með svo sórkostlegri viðgerð, að ekkert viðlit er að ráð- ast í það. Nú hefir félagið* hafist handa um útvegun nýs slcips til þessara flutninga og þegar fengið tilboð um smíSi nýs skips/ sem bæöi væri mjög vandaö og á allan hátt sniðið eftir þörfum þessarar flutningaleiðar. Skipið lcostar sam- kværnt tilboSinu 290 þús. krónur.“ Laskaður Togari. 31. okt. FÚ. Fréttaritari útvarpsins á Norð- firði símar, að þangað hafi kom- ið á mánudaginn enskur togari, Lord Herrod, töluvert laskaður. Hafði hann hrept stórsjó milli Færeyja og íslands. Togarinn fékk viðgerð á Norðfirði. Hraklegar aðfarir gegn fátækum bændum. b’lestir bæiidur hér umhverf- is Reykjavík eru efnalitlii- ménn og þola illa að verða fyr- ir þungum skellum fjárliags- lega. Jarðirnar, sem þeir hafa til ábúðar, eru flestar heldur rýrar. Hafa bændur þessir lagt fjármagn silt, það lítið það var, í umbælur á jiessum Jcotum, sér- staklega grasrækt, með það fyr- ir augum, að geta framleitt mjólk til þess að selja í Reykja- vílc, og geta á þann hátt fram- fleytt sér og sínum. Þetta befir blessast furðulega, þrátt fyrir lítil efni, þvi að markaðurinn fyrir mjólkina hefir verið ör- uggur og góður allan ársins liring. Nú á að banna þessum mönnum að sclja bæjarbúum nýmjólk sina milliliðalaust. Nú hefir það verið íundið upp, að nauðsynlegt væri að steypa henni i „stóra sáinn“, geril- sneýða liana sem kallað er. Enginn hefir þó getað bent á það, að injólk þessara bænda hafi ekki verið góð og ósvikin vara hingað til. Og enginn heffir fært neinar líkur, livað þá sann- anir, fyrir því, áð hún væri skaðvæn ósoðin. r Nei, engu sliku liefir verið haldið fram. Kostnaðúr við gerilsneyðingu mjólkurinnar er svo tilfinnan- legur, að smábændur rísa varla undir hoiium. Það er því ekki annað lyrirsjáanlegt, en að þeir lendi i vandræðum fjárhags- lega, er þéir verða að greiða þennan skatt. Með þessu hreins- unarírafári er beinlínis að þvi stefnt, vitandi vits eða i hugs- unarleýsi, að koma þeim á von- arvöl. — Og það eru málsvarar fátæklinganna, lún rauða sam- fylking, stjórn hinna vínnandi stélta, sem fyrir ]iessu stendur!! Það mun liafa verið mánu- daginn 29. f. m., sem liafin var hin lúalega herferð gegn smá- bændunum hér unjliverfis Reykjavik. Þá var lögreglu- þjónum skipað á allar leiðir, sem til bæjarins liggja, til þess að hindra það, að þessir fátæku menn gæti selt mjólk sína hér í bænum milliliðalaust. Þessar tiltektir eru bein árás á sjálfsbjargar-viðleitni manna. Það liggur í augum uppi, að engin bætta getur stafað af þessum viðskiftum. Ef svo væri, hefði að sjálfsögðu verið tekið fyrir þau fyrir löngu. Ástæðan getur ekki verið önn- ur en alveg sérstök löngun til þess, að torvelda starfsemi þess- ara fátæku manna og þyngja lifsbaráttu þeirra. Og þetta er gert í nafni „hinna vinnandi stétta“. Hvilík dæmalaus svívirðing, að menn, sem hegða sér þannig, skuli kenna sig við beiðarlegt fóllc! Það er liaft fyrir satt, að nú- verandi sljórnarflokka muni langa til þess, að koma öllum atvinnurekstri landsmanna í öngþveiti og vandræði. Sumir eru meira að segja þeiiTar skoðunar, að það sé eina áhuga- mál þeirra. Og að hugsunin, sem að baki liggi, sé sú, að neyðin og vandræðin hljóti að lokum að lcnýja allsleysingjana til óhæfuverka. — Og þá sé leiðin opin fyrir hina lengi þráðu byltingu. Því verður nú ekki lialdið fram hér, að þessu sé þannig varið. Ef til vill langar mennina til þess, að vinna gott verk —- vinna að framförum landsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.