Vísir - 01.11.1934, Blaðsíða 3
V !SiR
Það getur vel verið. En þeir eru
ekki menn til þess. Þá vantar
alla hæfileika til þeirra hluta.
Þeir berjast um eins og naut í
flagi, liafa hátt um sig, busla
beint af augum. Þeir eru óvanir
öllum stjórnarstörfum, greind-
arlitlir og fákænir að því er
virðist, bera fullkominn óvild-
nrlmg í brjósti til meiri liluía
landsmanna og eru stöðugt
undir áhrifum manns, sem öll-
um verður til ófarnaðar og
tjóns að lokum.
Smábændurnir i nágrenni
Reykjavíkur hafa nú orðið fyrir
barðinu á stjórn „hinna yinn-
andi stétla“ með þeim liættf, ac
eins dæmi munu vera hér á
landi á siðari timuin. Rikis-
valdið hefir látið veita þeim
fyrirsát á vegum úti og hindra,
þá i þeirri viðleitni, að bjarga
sér og sinuin. Hafa bændur
þcssir það éitt til saka unnið,
að þá langar til þess að mega
balda því áfram, hér eftir sem
bingað til, að selja mjólk 'sína
beinl til neytanda, án „milli-
liða“.
„Stjórn hinna vimiandi
stétta“ er alt af að rífast um
„millibðakostnaðinn“ hér á
landi. Og þjónustulið hennar
hefir tekið undir þann söng. —
Hefir lierskari þessi allur látið i
veðri vaka, að „milliliðirnir“
væri. eitt liið versta' átumein í
islensku þjóðlífi. Þeir væri ekki
til annars en að skapa dýrtið og
halda henni við. — Sumir liafa
trúað því, að „hersingin“
meinti eitthvað með þessu rifr-
íldi og rausi. Og um það leyti
sem núverandi stjórn tók við
völdum vár um það talað, að
eitt liið fyrsta verk hennar
mundi verða það, að „uppræta
milliliðina“. — Þeir áttu að
vera sérstaklega hættulegir og
standa þjóðinni mjög fyrir
þrifum.
En stjórn „liinna vinnandi
•stétta“ var ekki fyr komin til
valda en hún fór að braska í
þvi, að „koma upp“ nýjum
milliliðum. Hún selti af skynd-
ingu lög um það, að enginn
maður mætti selja granna sin-
mn eða öðrum kjötbita „milli-
liðalaust". En slík bein verslun
hafði reynst bændum mjög
hagkvæm. Og þess vegna var
líká fyrir hana tekið með lög-
iim.
Svo kemur mjólkin. — Fá-
tækir bændur í nágrenni
höfuðstaðarins leggja af stað
með mjólkur-dropann sinn
hingað til bæjarins, eins og þeir
eru vanir. En þá bregður svo
við, að þeir reka sig á lögreglú-
vörð á öílum vegum. Og ástæð-
an til fyrirsátarinnar er sú, að
ákveðið hefir verið, að koma í
veg fyrir, að þeir gæti selt
mjólkina án „milliliða“. Smá-
bændunum virðast þetta harðir
koslir, sem von er til. En ]>ar er
engin miskunn. „Milliliðalaust“
skal enginn mjólkurdropi seld-
ur i þessum bæ, ef kominn er
frá bónda u^m lögsagnar-um-
dæmisins!
Skatturinn, sem á bændur cr
'lagður með þessum hætti —
hreinsunarskattur o. fl. —; er
mjög tilfinnanlegur og rang-
látur.
En sljórnin situr við sinn
keip og hugsar sem svo:
Engin verslun án milliliða!
I Ferðagrammófónn, sem
1 nýr, til sölu ódýrt. A., v. á.
Veðri'ð í morgun.
Frost um land alt. í Reykjavík
8 stig, Bolungarvík 5, Akureyri 4,
Skálanesi 2, Vestmannaeyjuin \.
Sandi 2, Kvigindisdal 6, Hesteyri
5, Gjögri 3, Blönduósi 5, Siglunesi
1, Grímsey 4, Raufarhöfn 4, Fagra-
dal 4, Hólum í Hornaf. 4, Fagur-
hólsmýri 5, Reykjanesi 6 stig. —
Mest frost hér í gær S.stig, minst
1 stig. Sólskin 2,3 st.■ Yfirlit:
Háþrýstisvæöi um ísland og Aust-
ur-Grænland. — Horfur: Suðvest-
urland, Faxaflói,' BreiðafjörSur:
Noröaustan gola. Úrkömulaust og
víöast léttskýjaö. Vestfiröir, Norð-.
urland: NorÖaustan gola. Skýjaö,
en víöast úrkomulaust. Noröaust-
urland, Austfiröir: Stinningskaldi
á noröan. Eljagangur. Suöaustur-
land: Noröan gola. Léttskýjaö.
Einökunarfarganið.
Alþingi hafa borist mótmæla-
skjöl frá vérslunarstéttinni
gegn einokunarfrumvörpum
þeim, sem stjórnin hefir ungað
út og lagt fyrir þingið. Verslun-
arráðinu hefir verið falin for-
usta i málinu. — Þessi félög
hafa þegar mótmælt, en von
mun á fleiri mótmælaskjölum:
Félag ísl. stórkaupmanna, Félag
vefnaðarvörukaupmanna í
Reykjavík, Félag matvörukaup-
manna í Reykjavík, Lyfsalafé-
lag íslands, Félag kolakaup-
manna við Faxaflóa, Félag ísl.
byggingarefnakaupmanna í
Reykjavík og Kaupmannafélag
Hafnarfjarðar.
100 ára
er í dag Ólöf Bjaruadóttir á
Egilsstöðum á Völlum.
Skip Eimskipafélagsins.
Gullfoss er á útleiö. Goðafoss er
á leið til Hull frá Hamborg. Detti-
foss er á Siglufirði. Brúarfoss er
á leið til Vestmannaeyja frá Leith.
Lagarfoss er í Kaumannahöfn. Sel-
foss er væntanlegur til Vestmanna-
eyja í dag.
Frá Englandi
komu í nótt Karlsefui, Belgaum
og línuveiöarinn Sigriöur.
M.s. Dronning Alexandrine
fer frá ísafirði ld. 4 e. h. í dag.
Væntanleg hingað í fyrraináliö.
Prentvilla,
sem rétt þykir að leiðrétta,
var í nokkurum hluta upplags-
ins af blaðinu í gær í grein-
inni um Einar skáld Benedikts-
son. Þriðji dálkur 11. lína:
hreggi rokviðrum, en átti auð-
vitað að vera: hreggi og rok-
viðrum.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur
hefir bókaútlán og spilakveld kl.
834 t Oddfellowhúsinu.
Meyjaskemman
veröur sýnd annaö kveld, Lækk-
aö verö.
Knattspyrnufél Valur
ætlar að halda hlutaveltú' í K.R.-
húsínu n. k. sunnudag. Meðlimir
og þeir aörir velunharar félagsins,
sem gætu gefið eitthvað á hluta-
veltúna, eru vinsamlega beönir aö
gera viövart, þeim Hólmgeiri Jóns-
syni í versl Vaönes, sími 3228 eða
Frímanni Helgasyni, sítna 3905,
eöa koma mununum í K. R.-húsiö,
suöurdyr, á laugardag kl. 3—8 síö-
degis.
Heimatrúboð leikmanna
Vatnsstíg 3. Samkoma í lcveld
kl. 8. Allir velkomnir.
Ðagatöl
og almanaksbækur fæst í Stein-
dórsprenti h.f„ Aðalstræti 4. —
Hjálpræðisherinn.
Hjálpræðissamkoma í kveld kl.
8y2. Mikill söngur og hljófæra-
sláttur. Opinber helgunarsamkoma
annað kveid kl. 8þ4. Adjudant Sne-
fryd Larsen talar. Allir’ velkomnir.
Gengið í dag.
Sterlingspund ........ kr. 22.15
Dollar................... — 4.45ýí
100 ríkistnörk ........... — 178.58
— franskir frankar . — 29.37
— belgur..........1. —
— svissn. fratikar .. — I45-01
— lírur ................ — 38.65
— finsk mörk ........... — 9.93
— pesetar .............. — 61.57
— gyllini........... — 301.25
— tékkósl. krónur .. —- 18.93
— sænskar krónur .. — 114.36
— norskar krónur .. —■ 1 u .44
— danskar krónur . —• 100.00
Gullverð
ísl. krónu er nú 49,80, miöaö viö
frakkneskan franka:
Næturlæknir
er í nótt Halldór Stefánsson,
Lækjargötu 4. Sími 2234. — Næt-
urvörður i Laugavegs apóteki og
Ingólfs apóteki.
Basar templara
til styrktar byggingarsjóönum.
Félagar eru beðnir koma gjöfum
á íöstudag 2. þ. m. kl. 4 niöur í
Templarahús. — Basarnefndin.
Glímufélagið Ármann
fiélt félögum sínum skemtun í Iðnó
í fyrrakveld og var hún mjög fjöl-
sótt, eins og vænta mátti, þar sem
félagið er afar fjölment. Þar voru
afhent verðlaun frá nokkram mót-
um í suiiiar, svo sem in’nanfélags-
móti, innanfélagssundmóti, kapp-
róðrarmóti Ármanns og kapþróðr-
armóti íslands. A-liði Ármanns,
sem sigraði í báðum kappróðrar-
mótunum, var afhent kappróðrar-
horn íslands, og hlaut það hornið
nú í sjötta sinn i röð. Einnig Voru
veitt verðlaun fyrir tugþrautar-
kepnina, sem háð var í fyrsta
skifti í sumar. Tugþrautina vánn
Karl Vihnundsson og hlaut hann
silfurbikar að launum. Hafliöi
Magnússon hlaut forkunnar fagr-
an bikar útskorinn, aö launum fyr-
ir flest einstaklingsstig á innanfé-
lagssundmóti. Þetta er i þriðja
skifti sem hann vinnur bikar þenn-
an, og nú til fullrar eignar.
Forseti í. S. í., Ben G. Waage,
afhenti öll verölaunin, og skoraöi
hann á íþróttamenn aö æfa sig vel
°g dyggiíega.
Aö lokum var hrópað ferfalt
húrra fyrir iþróttamönnum Ár-
manns.
Kvennakór Reykjavíkur.
Allar stúlkur, sem eru í Kvenna-
kór Reykjavíkur, eru beðnar aö
mæta næstkomandi föstudag 2.
nóv. í gömlu símstöðinni.
E.s. Súðin
fór í strandferö í gærkveldi.
Útvarpið í kveld:
19,00 Tónleikar'. 19,10 Veður-
fregnir. 19,20 Þingfréttir. 20,00
Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Frá
útlöndum : „Firdausi" og konunga-
bókin; 1000 ára minning (Vilhj.
Þ. Gíslason). 21,00 Lesin dagskrá
næstu viku. 21,10 Tónleikar: a)
Útvarpshljómsveitin; b) Einsöng-
ur: Eggert Stefánsson; c)
Grammófónmúsik.
tJtvarpsfpéttir.
Verður dr. Muller vikið úr
embætti ? •
London, 30. okt. FÚ.
Biskupará'ðið vár kvatt á fund
Hitlers í dag. Álitið er, að þar hafi
verið rætt um, að setja einhvern
annan í embætti Ríkisbiskups, en
vikja dr. Muller frá. Engin opin-
ber tilkynning var gefin að fund-
inum loknum, en hann stóð í tvær
klukkustundir.
Fannkoma á Skotlandi.
London. 30. okt. FÚ.
í dag snjóaði á láglendi i Skot-
landi, og var sagður fjögra þunih
unga djúpur snjór á þjóðveginum
frá Glasgow til London. í dag var
6.6 stiga frost (C-) > Hampshire i
Englandi.
Mannfall stjórnurliðsins ó Spáni
í byltingartilrauninni.
Londoh, 30. okt. FÚ.
Lerroux, forsætisráðherra á Spáni,
hefir tilkynt, að í byltingunni haíi
fallið 220 manns af stjórnarliðinu
og lögreglunni: 743 hafi .særst og
46 hafi tapast.
Njósnari dæmdur.
Berlín 1. nóv. FÚ.
Verkamaður einn, sem vann í
vopnasmiðju tékknesku stjórnar-
innar í Pilsen, var dæmdur í gær
fyrir rétti í Prag í fjögurra ára
fangelsi fyrir njósnir í þágu Sovét-
Rússlands.
Þýska lögreglan og prestarnir.
London 31. okt. FÚ.
Lögreglunni í Þýskalandi hefir
veriö skipaö aö skifta sér ekkert
af prestum kirkjunnar, eða gerðum
þeirra. Þannig vildi það til, að
gamli fáni kirkjunnar, fjólublár
kross á hvítum grunni, var dreginn
að hún í dag, á afmæli siðabótar-
iniiar, en áður hafði þetta verið
bannað, og skipað að flagga með
bakakrossfánanum. Þeim biskup-
um, sem vikið hafði veriö úr em-
bætti um stundarsakir, var tilkynt
aö þeir mættu taka aftur til starfa.
Hjónaböndum og barnsfæðingum
f jölgar í Þýskalandi.
Berlín 1. nóv. FU.
í nýútkomnum hagskýrslum um
íólksfjölda í Þýskalandi er þess
getið, aö fvrra helniing þessa árs
hafi verið stofnuð 25% fleiri
hjónabönd en á sama tíma í fyrra,
og að barnsfæðingum hafi á sama
tíma fjölgað um 30 af hundraði.
Hitt og þetta
Kvikmyndir sýndar í frægasta
leikhúsi Frakka.
París í okt. FB.
Fyrir skönnnu var sú á-
kvörðun tekin, að sýndar yrði
kvikmyndir við og við í hinu
fræga leikhúsi Coniedie Fran-
eaise, sem til þessa hefir aðeins
sýnt sígild (klassisk) leikrit. Er
þetta gert lil þess, að liægt sé að
draga úr rekstrarkostnaði leik-
liússins, og ýmsir gera sér von-
ir um, að meö því að nota það
að nokkru leyti til kvikmynda-
sýninga, verði hægt að láta það
bera sig. Fyrst um sinn verða þó
Hundruð þúsunda nota Buttn-
erspípuna, stórar og litlar. Þær
vernda tungu, hjarta og lungu.
Fásl ásamt öllum varahlutum
mjög víða. Tilvaldar tækifæris-
gjafir.
K.F.U.K.
Fundur annað kvöld, 2. nóv.
Einar Einarsson talar.
Alt kvenfólk velkomið.
Hljómsveit Reykjavíkur:
Meyjaskemman
leikin annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar í dag kl. 4—7 og
á morgun kl. 1—7.
LÆKKAÐ VERÐ
Góð kanp.
Ef þér viljið gera góð kaup a
góðum húsgögnum, þá komið
á Grundarstíg 11.
Höfum til nokkra stóla sem
við seljum með tækifærisverði.
Stökur
kveðnar í illviðri. að kveldi dags.
Veltur Græðir válegnr.
varla flæöi skarðar.
Stonnur næöir nákaldur
nístir svæöi jaröar.
Mekkir hlaöast hafs viö brún
hátt, og skaöa valdá.
Loftið baðast Ijótri rún
leiöir þaöan kalda. ,
Fela sólu ferleg ský,
færist njóla á línu.
Lífsins sjóli lát oss því
lifa í skjóli þínu.
P. Jak.
aðeins sýndar tvær kvikmynd-
ir. Fyrri kvikmyndin verður
lýsing á lifi og starfi frægra
leikara, svo sem Sarah Bem-
liardt og Eduard de Max. —
Hin kvikmyndin verður gerð
samkvæmt „Les Precieuses
Ridicules“ eftir Moliere. Bann-
að verður að sýna þessar kvik-
myndir í öðrum leikhúsum eða
kvikmyndahúsum i París eða
nágrenni. — Comedie Fran-
caise nýtur enn styrks lir ríkis-
sjóði Frakklands. Það var sett
á stofn 1680 að hoði Lúðviks
XIV. Frakkakonungs og liefir
ávalt síðan verið frægasta leik-
hús Frakklands, er sýnir
klassisk leikrit. (United Press).
Sjómannaverkfall fer út um þúfur.
Tilráun var gerö til þess aS
koma á sjómannaverkfalli í New
York snemma í siöastíiðnu.m mán-
uði. Var markmiðið að stöðva öll
amerísk skip, sem eru í förum 4
Norður-Atlantshafi. Giskaö, var á,
að 40,000 sjómenn myndi taka þátt
i henni, en fyrsta daginn lögðu aö-
eins 350 niður vinnu, og var þá
þegar víst, að verkfallið myndi
fara út um þúfur, enda varð sú
raunin á.