Vísir - 08.11.1934, Blaðsíða 4

Vísir - 08.11.1934, Blaðsíða 4
VISIR OPEL Höfum fyrirliggjandi hina víðfrægu Opel hjólhesla, sem bygðir em í stærstu hjólhestaverksmiðju veraldar- innar. Opel verksmiðjurnar eru reknar af General Motors, og það er full trygging fyrir vönduðum frá- gangi og réttu verði. Opel hjólhestarnir eru bygðir með alt öðru sniði en venja er, og það hefir reynst miklu betra. Allir geta sannfært sig um, að hér eru vandaðir, fallegir og merkilega ódýrir hjólhestar á ferðinni, enda smíðar Opel 3000 hjólhesta á dag. Hér á staðnum eru nú til nokkrir karlmanna hjól hestar og afbragðs. sendisveinahjólhestar, sem er vert að skoða. Fylsta ábyrgð tekin á efni og smíði. Umboðsmenn: Jöh, Ólafsson & Co., Reyhjavík.1 General Motors. Stöknj*. Skelíir lundu vetrar vald, von um stund er dáin. Köldum undir feigöar fald fölnuS blunda stráin. Noröri vinda vekur sköll, veitir sindur jaka, ferleg myndar fanna tröll fold i bindur klaka. Ægir kalda ásýnd ber, ísi falda strendur. Gleypir alda gnoS og sker, gnagar skjalda rendur. Kona. ELDURINN Machado veikur af eitri. Berlin í dag. — FÚ. Machados, fyrverandi forseti á Cuba, liggur fyrir dauöanum í Santa Domingo, og er haldiS að hann hafi veikst af eitri. Hátíðahöld í Þýskalandi í dag. Berlín í dag. — FÚ. Til minningar um Hitler-upp- reistina 9. nóvember 1923 fara fram hátíöahöld á morgun, en und- irbúningur er hvarvetna vegna há- tíðahaldanna í dag. ASalhátí’Sa- höldin fara fram í Múnchen. TEOFANI Cicjö.reHum er altötf lifötrxdi 20 stk. 1.35 fslensk frímerki os tollmerkl r VINNA 7 >tAy kaupir hæsta verði. Gísli Sigujtbjörnsson Lækjartorgi 1. Orval af alskonar vörum til Tækifærisqjafa Hapaldur Magan. Sími 3890. Austurstræti 3. „SOREN“ PERMANENT. i Pantið tíma fyrirfram. Sími 4781. Hárgreiðslustofan Lauga- veg 11. (1261 Ungur piltur, út á landi, ósk- ar eftir ungri og myndarlegri ráðskonu, nú strax eða í vor, eftir ástæðnm. Til viðtals á Framnesveg 56, á morgun. (194 Hálstau fæst strauað á Lauga- veg 82. (192 Stúlka óskast i árdegisvist. — Uppl. á Laugaveg 40, cfslu hæð, frá 3—5. (191 Stúlka óskast i vist. Sérher- bergi. Uppl. á Hverfisgötu 46. (198 Stúlka óskar eítir vist hátfan ; daginn, á regluheimili. Þarf að geta sofið á sama stað. Uppl. í síma 3078. (196 Þektast og' mest notað liér á landi er Lillu-gerduftið. Varnir gegn sjávargangi í Leningrad. Leningrad í okt. -—- FB. Ákvaröanir hafa verið teknar um að byggja öfluga brimbrjóta, til varnar Leningrad, vegna hius gifurlega tjóns, sem oft hefir orðið af sjávargangi og brimi i höfninni og borginni sjálfri, seinast 1924, er tjónið var áætlað I3<? miljónir rúblna. — Ráðgert er, að þrim- brjótar þeir og varnargarðar, sem ákveðið hefir verið að byggja, kosti 300 milj. rúblna. — Lengsti varnargarðurinn verður 22 kíló- metrar á lengd og hæðih 5,25 metr- ar yfir meðal sjávaryfirborð. — TILKYNNING 1 Athugið! Á Ránargötu 24 (uppi) eru hreinsuð og pressuð karlmannaföt á að eins kr. 2.50. Einnig viðgerðir. (143 KAUPSKAPUR 1 Sauma dömu- og barnaföt. Sanngjarnt verð. Sólvallagötu 35. Sími 2476. (517 2 upphituð kjallaraherbergi, í nýbygðu húsi, fást til leigu. Uppl. í síma 3488 eða 3202. - - (188 2—3 lierbergja íbúð óslcasl frá 1. desember, eða seinna. 3 mánaða fyrirfram greiðsla. Tilboð merkt: „1. desember“, leggist inn á afgr. Vísis fyrir 15. þ. m. (186 | Kjallaraherbergi til leigu, ódýrt, á Hverfisgötu 112. (201 Herbergi óskast sem næst miðbænum, fyrir einlileypan. Uppl. í síma 4949. (195 l KENSLA Fiðlu, mandólín og guitar- kensla. Sigurður Rriem, Lauf- ásveg 6. Sími 3993. (5 Kennari óskast í nágrenni Reykjavíkur. Uppl. hjá sira Sigurði Einarssyni, Laugaveg 42, kl. 7—8 e. h. (187 TAPAÐ - FUNDIÐ Tapast hefir, í Tjarnargötu, lítill pakki með tveimur nátt- kjólum og fl. Finnandi er beð- inn að skila honum til Antons Jónssonar, ÖldUgötu 59, gegn ríflegum fundarlaunum. (189 35 krónur. Dívanar, allar tegundir. Fjaðradýnur, allar teg, Dýnur í barnarúm. Og allar tegundir af stoppuðum húsgögnum. Að eins fallegar og góð- ar vörur með sann- gjörnu verði. — Altaf er gott að eiga viðskifti við EÉspf firavei sli eIi & vlð Dómkirkjnna í Reykjavík FÉXAGSPRENTSMIÐJAN. Notuð, stigin saumavél lií sölu ódýrt. Uppl. Freyjugötu- 6 B. ’ (193 Komið og skoðið allskonar útsagaða muni handa krökkum og fullorðnum. Lágt verð hjá Agústi og Ragnari, Ásvallagötu 65. (190' Vandað 4 lampa Philips- tæki, og sem ný búðarvigt, til sölu. Verslun Einars Evjólfs- sonar. (200 Óskilahestur, grár, 4 vetra, mark: Gagnfjaðrað bæði eyru, verður seldur í Tungu mánu- daginn 12. nóv., kl. 2 e. h. (199’ Bifreið óskast keypt, liálfs tonns vörubill eða 'notaður' fólksbíll, í sæmilegu standi. Til- boð, merkt, með tilteknu verði og aldri bifreiðarinnar, sendist i póstbox 851. (197 VetrarsjH, tvílitt, góð tegund, til sölu fyrir hálfvirði. Baróns- stíg efstu liæð. (206: Portérar, lampaskál og mess- ingplat tar, selst afar ódýi’t á Öldugötu 4, niðri. (205 Tuskur keyptar í Félag’sbók- bandinu. (204 Fallegur ballkjóll til sölu, injög ódýrt. Þórsgötu 19, uppi. ________________________ (202" Til sölu vandað stofuborð úr cik, með sérstöku tækifæris- verði. Sími 9136. (203" MUNAÐARLEYSINGL úr örðugleikum mínum. Eg vildi ekki særa hann dýpri sárum en nauðsyn kraföi. — Samt tókst mér ekki áö komast hjá því, að hryggja hann. Eg sá að hann kveink- aði sér undir frásögu minni. „Þú hefðir átt að snúa þér til mín og treysta mér,“ sagði hann, er hlé varð á. „Eg hefði aldrei getað gert þér neitt til meins — ekki vísvitandi. — Eg unni þér svo heitt, að eg hefði ekki getað sýnt þér hörku eða ósann- girni. — Þú dregur eitthvað undan, jane! — Þú hefir liðið miklu meira en þú vilt kannast við.“ „Látum svo vera,“ svaraði eg. „Þjáningar minar voru að minsta kosti skammvinnar." Því næat sagði eg hon- um frá viðtökum þeim, sem eg hefði hlotið’ í Moor-House, og hvernig systkinin hefði reynst mér. Eg komst ekki hjá því í sögu minni, að nefna nafn St. Johns oftar en einu sinni. — „Hver var þessi St. John?“ spurði hann ,j.Eg voua að hann hafi verið þessi frændi þinn, sem þú nejndir áðan. „Já,“ svaraði eg. * „Þótti þér vænt um hann?“ „Hann var ágætismaður. Og mér var reglulega’ vel við hann.“ „Ágætismaður! Við hvað áttu með því orði? Var jhann æruverður, heiðarlegur og roskinn maður — eða kannske eitthvað annað?“ „St. John var aðeins tuttugu og níu ára.“ „Flvað segirðu? — Tuttugu og’ niu ára! — Var hanr. fallegur maðúr? — Eða kannske lítill og ljótur? — Voru Jiessi miklu g-æði einungis fólgin í — —“ „í hverju?“ ,,Eg meina — var hann kannske ákaflega grandvar maður — sem — sem —“ „Sem hvað —?“ „Jæja — sem leitaði ekki eftir lystisemdum heimsins ?" „Hann var starfsemin sjálf. Og öll starfsemi hans bein- ist að því, að gera öðrum gott. Hann er hugsjónamaður — og breytir samkvæmt hugsjónum sínum.“ „Geðjaðist þér að honum?“ „Mér þótti gaman að tala við hann. Og þó einkum gaman að því, að heyra hann tala.“ „Hvernig er hann'í hátt? — Laglegur?“ ,Já, hár og gxannur — reglulega fallegur maður. Sér- staklega voru þá augun fögur —“ „Fari hann í helvíti!“ sagði herra Rochester ösku-vond- ur. — En hann iðraðist jafn skjótt og bætti við: „Geðjaðist þér að honum, Jane? — Þótti þér kannske vænt um hann?“ „Þér spurðuð mig víst að þessu sama rétt áðan?“ ,Jæja — gerði eg það!“ svaraði herra Rochester. Mér var ljóst hvert hann stefndi. En eg sá ekki ástæðu til þess að losa hann við afbrýðisemina þá þegar. Eg hugsaði sem svo, að ef til vill gæti hún rekið þunglyndið , á flótta. Nú varð nokkur þögn. Hann rauf þögnina og mælti:» „Mér kemur í hug, ungfrú Jane Eyre, að verið geti, aö- þér kærið yður ekki um að sitja <á kné mér iir þessu.“ „Hvers vegna ætti eg ekki að vilja það?“ j.Vegna þess, að þú (nú ,,þúaði“ hann mig aftur) sér nú í huganum undurfagran, tuttugu og níu ára gamlan mann, sem þú hefir gefið hjarta þitt, viljandi eða óvilj- andi. — Eg er ekki annað en herðabreiður, nuldalegur dóni------Auk þess blindur, þakinn örum og lemstraður. Eg er eins og útbrunninn gígur — hrjónóttur og ljót- ur —“ „Þetta er ágætt. En mér hefir ekki dottið það í hug. — Já, herra Rochester. Þér eruð eins og gígur — ekki kuln- aður gigur — heldur gjósandi — vellandi —.“ „Þetta nægir. Og nú getur þú farið! En áður en við skiljum (hann hélt í handlegginn á mér) langar mig til að biðja þig að svara einni spurningu eða tveimur —“ Hann þagnaði skyndilega. „Hverjar eru þær spurningar?“ „Þú varst kenslukona í Morton, að því er mér hefir skilist. — Gerði St. John þig að kenslukonu áður en han» vissi, að þið værið náskyld?“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.