Vísir - 01.12.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 01.12.1934, Blaðsíða 2
Vísir stækkar. I dag bœíir Vísir við sig ein- um dálki á siðu og nokkurum línum við hvem dálk. Með þessum hætti stæ/kkar l)laðið um rúmlega einn fjórða hluta. Það er augljóst, að slík stækkun á blaðinu muni liafa mjög verulegan kostnaðarauka í för með sér. En Vísir treyst- ir svo vel vinsældum sinum, að bann liikar ekki við að ráð- ast í þetta, án þess þó að ákveðið liafi verið að liækka verð blaðsins að svo stöddu. En verð Visis er nú kr. 1.25 á mán., en annara dagblaða kr. 2.00., Þegar Vísir talar um vin- sældir sinar, þá veit hann um hvað hann er að tala. Senni- lega liefir aldrei verið hafin slík rógsherferð gegn nokkuru blaði bér á landi eins og liaf- in var gegn Visi fyrir rúmu ári. — Hefir þessum rógi verið beitt jafnt iii að spilla gengi blaðsins meðal kaupanda þess og auglýsanda. Tilgangurinn með þessum rógi var tvöfald- i ur: að lmekkja gengi þeirrar ! stjórnmálastefnu, sem Vísir j fylgir og bann er talinn óþarf- lega öflugur málsvari fvrir, og ; jafnframt að skapa markað og lífsskilyrði fyrir dagblöð sam- eignarmanna. — Um það leyti sem þessi rógsherferð var hafin gegn Vísi, var liafin út- gáfa á nýju dagblaði hér í bæn- um, en annað stækkað að mikl- um mun. Bæði þessi blöð þurftu að afla sér möguleika til að lifa, en til þess þóttust þau fvrst og fremst þurfa að vinna bug á vinsældum Vísis, svo að liann yrði að þoku fyr- ir þeim! — Og bæði hafa þessi blöð margsinnis gerst sek við landslög í rógsiðju sinni gegn Vísi, svo að auðvelt hefði ver- ið að draga þau fyrir lög og dóm. En Vísir liefir ekki liirt um að fara þá leið. Hann hef- ir heldur kosið að láta rógkind- ur þessar sjá það og reyna, hvernig múrveggur vinsæld- anna, sem Vísir liefir aflað sér, brýtur af sér allan róg ókind- anna, án þess að liann láti sig nokkuru skifta iðju þeirra. Og óblandin ánægja er Visi i það, að geta þakkað vinum sín- ! um trvgðina, með slíkri stækk- ; un á blaðinu, sem nú er kom- in í framkvæmd. Frá Alþingi í gær. '—o— Efri deild. Nokkurar uiiiræður urðu enn um frv. til liafnarlaga fyrir Siglufj. Voru gerðar á þvi smá- breytingar til leiðréttingar og það síðan samþ. með 9 atkv. gegn 3 atkv. sócíalista. — Afgreitt var sem lög frá Al- þingi frv. til 1. um breyt. á 1. um afstöðu foreldra til óskil- getinna barna. Breytingin er í því fólgin, að gerð er auðveld- ari innheimta meðlaga hjá barnsfeðrum. — Neðri deild. Þar voru 5 mál á dagskrá. Haldið var áfram umr. um frv. um bæjargjöld á Akureyri og tóku til máls Finnur Jónsson og Jónas Guðmundsson. Barm- aði Finnur sér yfir því mis- rétti sem stofnað væri til með slíkri löggjöf sem þessari, þar sem heimild ætti að veita einu bæjarfélagi ti! að afla sér tekna með hækkun á hafnargjöldum, taldi að sömu hlunnindi yrði þá að veita öllurn öðrum bæjarfé- lögum á landinu. Jak. M. tók þá fram í fyrir Finni og sagði, að þetta væri velkomið, en þá um- bverfðist Finnur alveg og vildi ekki lita við því. Jónas G. ! kvaðsl mundu greiða atkvæði ; t á móti frv. við þessa umr., en ! ef það yrði samþvkt mundi j hann við 3. umr. bera fram ! i breytingartillögu um að öllum bæjarfélögum á landinu yrði veitt 'samskonar heimild. “ — Þegar liér var koinið, var á enda sú hálfa klst, sem deild- inni var ætluð til fundarhalds og varð þvi enn að fresta um- ræðum og slíta fundi. Sameinað þing hóf fund kl. IV2 og var þá hald- ið áfram umr. um fjárlögin. Tók fyrstur til máls Magnús Guðmundsson og svaraði ræðu framsögumanns meiri hlutans (J. J.). Héldu þær umræður síðan áfram til kl. 4 og svo kl. 5—7 og enn frá kl. 9*4 og langt fram á kvöld. — Var m. a. mjög rætt um Búnaðarfélagið, sem stjórnarflokkarnir ætla sér með fjárlagaákvæði að svifta öllu sjálfræði. Ennfrem- ur urðu nokkurar umræður út af þeirri tillögu nefndarinnar, að fella niður fjárveiting til rafmagnseftirlits ríkisins. Hafði J. J. gert þá grein fyrir þeirri tillögu, að þetta eftirlit væri svo illa rækt af núverandi eftir- litsmanni og aðstoðarmönnum 1. desember Þjóðveldið íslenska leið undir lok árið 12(52, eins og kunnugt er. Konungar Norðmanna gengu á gerða samninga og skipuðust lítt til hins betra við bænaskrár landsmanna. Þannig reyndist hin erlenda „forsjón“ Islendingum, þegar í upphafi. ísland komst undir yfirráð Dana. Þeir höfðu völdin i land- inu og þóttust einir vita, hvað ætti að gera og hvað ekki ætti að gera. Hvernig reyndist svo íslendingum forsjá þeirra? Það eru engin tök á því að rekja bér sögu íslands á þeim öldum, er Danir fóru með völd- in í landi bér, og ef til vill er ekki rétt að krefja þá til reikn- ingsskapar f>TÍr öll afglöpin, scm þeir gerðu sig seka um í stjórn íslandsmála. Þeir hafa ýmislegt sér lil afsökunar fyrstu aldirnar eftir að þeir tóku hér við völdum. Og ef þeir hefðu bætt ráð sitt þegar fram í sótti, væri sjálfsagt að fyrirgefa þeini margar eldri syndir. En það gerðu þeir ekki. Þegar íslendingar fengu loks fjárforræði, 1871, var alt í kalda koli í landinu. — Engar brýr, engir vegir, engin skip — nema opnir bátar — engar opinberar byggingar, er teljandi séu, lítil framleiðsla, en mikil örbirgð. ^ Land og landshagir voru því í hinu versta ástandi, þegar Is- lendingar fengu innanlandsmál- in i eigin hendur. En þá hófst hér á laudi fram- faraöld, sem á fáa eða enga sína líka með öðrum þjóðum, svo miklar og skjótar urðu framfarirnar næstu hálfa öld. — Brýr voru bygðar, vegir lagð- ir, skip smíðuð, hafnir gerðar, vitar reistir. — Fátæk og fá- kunnandi þjóð varð að bjarg- álna þjóð og menningarþjóð. Og samfara framförum i menningu og efnahag hélt þjóð- in uppi sleitulausri sjálfstæðis- baráttu og vann hvern sigurinn af öðrum. Þessi reynsla sýnir, að ís- lendingar vita margfalt betur, hvernig stjórna eigi á landi hér heldur en erlendar þjóðir, að þeir geta stjórnað sjálfum sér og að þeim ber að sækja fram í sjálfstæðisbaráttunni. 1. desember 1918 gekk sám- bandslagasamningurinn í gildi. Þá var ísland viðurkent full- valda ríki. Á samningi þessum eru svo stórfeldir gallar, að íslendingar mega ekki um frjálst höfuð strjúka, fyr en hann er afnum- inn með öllu. Enginn má skilja þessi orð min svo, að eg vilji kasta stein- um að þeim mönnum, er börð- ust fyrir samþykt lians. Full- veldisviðurkenningin og ein- hliða réttur Islendinga til þess að segja sáttmálanum upp réði afstöðu margra þeirra í málinu. Þeir litu ekki á hann sem hið endanlega takmark íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. I þeirra aug- um var hann að eins skref í átt- ina. hans, að við borð mundi liggja, að höfðuð yrði mál á hendur rikissjóði út af misfellum sem átt hefðu sér stað. — Atvinnu- málaráðherra var eitthvað að bera blak af eftirlitsmanninum, sem ekki virðist liafa átt }x:ss nokkurn kost, að verja gerðir sínar fyrir nefndinni. Eitt skref er enn þá óstigið. Núlifandi kynslóð stígur það skref 1943 og 1944, ef hún vill gera skyldu sina við landið, for- tiðina og framtíðina. Hún á að slíta dönsku tengslin og gera Is- land algerlega sjálfstætt lýð- veldi. Hver kvnslóð hefir sitt sér- staka verk að vinna. Á lierðum hennar livílir ekki eíngöngu sú skylda, að enginn þröskuldur verði um hennar daga lagður á leið komandi kynslóða. Henni ber einnig að lcysa þau vanda- mál, sem liún liefir tekið að erfðum frá liðnum kynslóðum, ef hún hefir nokkur tök á því. — Líðnum kynslóðum hefir ekki tekist að slita dönsku fjötr- ana af þjóðinni til fulls. Það hefir bcðið þessarar kynslóðar. Hún hefir fengið tækifærið og þess verður hún að neyta. Ef bún gerír það ekki, þá svíkst hún undan merkjum, þá svíkur bún komandi kynslóðir á þann liátt, að þær hafa ástæðu til að skipa benni á bekk með land- ráðamönnum Sturlungaaldar. 1. desember er haldinn hátíð- legur. Það er fagur siður, ef það er gert með hinu rétta hugar- fari, því hugarfari, sem krefst vakningar og árvekni í sjálf- stæðismálum landsins. 1. desember eiga menn ekki að hafa það fyrst og fremsl i huga, að vér höfum fengið full- veldisviðurkenninguna á þeim degi. Þeir eiga að minnast hins, að enn þá er stórt spor óstigið í sjálfstæðisbaráttunni og að það spor eíga þeir að stíga. Minnumst þess í dag. — Stíg- um á stokk og strengjum þess heit, að skafa danska brenni- markið af landi voru, að bæta fyrir afbrot feðra vorra á Sturl- ungaöld — að gera skyldu vora sem menn og íslendingar við land og þjóð. Guðmundur Benediktsson. Danska stj órnin bíður iægra lilut. Kalundborg í gær. FÚ. Deilunni um smjörmálin lauk i dag í danska þinginu, í bráðina að minsta kosti, þannig a'S tillögur stjórnarinnar og stjórnarflokkanna voru feldar í landsþinginu, og gildandi ákvæSi um smjörálagn- ingu falla niSur í dag'. ÞjóSþingiS hafSi samþykt til- lögur stjórnarinnar í málinu, en landsþingiS feldi þær í dag, og endursendi þær þjóSþinginu, sem breytti þeim aftur og sendi þær landsþinginu, en þaS feldi þær enn, og þar með eru þær úr sög- unni. Innilega þökkum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlut- tekningu við fráfall og jarðarför Guðbergs Kristinssonar. Sömuleiðis þökkum við hjartanlega öllum sem vitjuðu hans i sjúkdómslegunni, en þó sérslaklega fröken Maríu Maack, yf- irbjúkrunarkonu fyrir alla þá umönnun og innileik sem hún lét honum í té í veikindum lians, alt til hins síðasta. Virðingarfylst Eiginkona, móðír og systkini. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, Johans Chr. G. Basmus, fer fram frá dómkirkjunni kl. 2 e. h. mánudaginn þann 3. desember. Jarðað verður i nýja kirkjugarðinurn í Fossvogí. Margrét Rasmus og börn. Jönas Hailgrímsson. Nýtt bindi af ritum Jónasar Hallgrímssonar er nú komið út á kostnað Isafoldarprentsmiðju. Eru þar birtar ýmsar ritgerðir skáldsins, og eru sumar á is- lensku, en aðrar á dönsku. Sú var trú manna lengi, og er ef til vill enn, að Jónas Hallgrims- son hafi verið latur maður og löngum starfalítill, og liefir því jafnvel verið lialdið fram á prenti, að bann hafi legið yfir smámunum og komið litlu í verk. En þetta er mesti mis- skilningur. J. H. liefir þvert á móli verið hinn starfsamasti maður, enda liggur og allmik- ið eftir hahn. Menn verða að bafa það í liuga, er þeir dæma um störf bans, að ævidagurinn var ekki langur. Og síðustu ár hins skammvinna starfstíma var liann þrotinn að hcilsu. Það er því í raun réttri hin mesta furða liversu miklu J. H. lief- ir komið í verk. Og áhugi hans á náttúruvísindum hefir ber- sýnilega verið mjög mikill. Hann ferðast um landið þvert og endilangt nokkur sumur, mjög illa búinn að öllu því,. er nauðsynlegt verður að teljast á slíkum ferðum, verður að þola sífelda vosbúð og kulda og búa við margskonar örðugleika. Hann slítur kröftum sínum á þessum fcrðalögum og heilsan bilar. Og svo er komið, þegar hann fótbrotnar, að hann segir sjálfur að hann viti, að liann geti ekki lifað. Jónas Hallgrims- son er yndislegasta skáldið, sem ísland hefir nokkuru sinni alið, en þar með. er ekki sagt að hann sé mesta skáld þjóðar- innar. — Hann er liinn mikli og óviðjafnanlegi listamaður i hópi íslenskra skálda. Og hann er sami listamaðurinn á óbund- ið mál. Alt, sem eftir hann ligg- ur á íslensku i lausu máli, skar- ar að málfegurð og smekkvisi langt fram úr flestu eða öllu því, sem ritað var á íslensku um hans daga. — Hinni nýju og ítarlegu útgáfu á ritum J. H. hefir verið vel tekið, enda liefði tómlæti bóklesandi manna verið litt afsakanlegt, er slíkur höf. á hlut að máli. Trésmiðafélag Reykjavíkur. Fundup i Baðstofu Iðnaðarmanna í kveld kl. 8. Fundarefni: 1. Afmælisliátíð félagsins. '2. Kosning sambandsfulltrúa. 3. Rædd mál liúsgagna- og skipasmiða. 4. Önnur mál. STJÓRNIN. Forvígismenn þjöðanna. Eduard Benes. , Eíns og kunnugt er varð rik- ið Tékkóslóvakía til upp úr beinxsstyrjöldinni, þá er stór- veldið Austurríki og Ungverja- land. sundraðist. Einn þein-a manna, er átti mikinn og góðan þátt' 1, að Tékkóslóvakar fengu sjálfstæðii sitt, var Eduard Ben- es, núverandi utanríkismálaráð- lierra Tékkóslóvakiu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þeim mönnum í Tékkóslóv- akíu, sem fengu það vandasama lilutverk í hendur, að vera leið- togar þjóðarinnar er hinu nýja ríki var komið á laggirnar, hef- ir farist stjórn landsins vel úr bendi. Meðal þeirra ber fyrst og fremst að nefna Masaryk forseta og Eduard Benes og' verður hins síðarnefnda nú að nokkuru getið. Benes er fæddur þ. 28. maí 1884. Árið 1908 varð liann fyr- irlesari i þjóðfélagsfræði og hagfræði við liáskólann i Prag. — Árið 1915 fór hann til París- ar og gerðist samstarfsmaður T. G. Masaryk, sem verið liafði kennari hans, og unnu ]>ei r nú í sanxeiningu að því, að stofnað yrði tékkóslavneskt ríki, í því trausti, að bandamenn myndi bera sigur úr býtum í heims- Ný unglingabók. Böðvar frá Hnífsdal: iilSs-a- ■ s með myndum eftir Tryggva Magnússon er komin í bókaverslanir. (Sendið þessa bók með jólapóstunum ti vina úti á landi).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.