Vísir - 08.12.1934, Síða 3

Vísir - 08.12.1934, Síða 3
/ Ví SIR Kaupum: Kreppulánasjóðsbréf. JErum seljendur að /eðdeildarbréfam Kauphö lli n Opið 4—6. — Lækjargötu 2. — Sími 3780. Messur á morgun: í dómkirkjunni: Kl. n, sira FriSrik Hallgrímsson. Kl. 5, síra Bjarni Jónsson (altarisganga). I frikirkjunni: Kl. 5, síra Arni Sigurðsson. í ASventkirkjunni kl. 8 e. h. O. Frenning. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 7 stig, ísa- firði 3, Akureyri 5, Skálanesi 2, Vestmannaeyjum 6, Sandi 3, Kvígjndisdal 7, Hesteyri 3, Gjögri 3, Blönduósi 1, Siglunesi 2, Raufarhöfn 3, Skálum 3, Fagradal 3, Papey 2, Hólum í Hornafirði 4, Fagurhólsmýri 4, Reykjanesi 5, Færeyjum 7 stig. Mestur h.iti hér í gær 8 stig, minstur —0. Úrkoma 0.5 mm. Sólskin 3.1 stund. — Yfirlit: Djúp lægð, en nærri kyrstæð um 1000 km. suður af Reykja- nesi. Horfur: Suðvesturland: Allhvass austan. Þíðviðri. Sum- staðar rigning. Faxaflói, Breiða- fjörður. Vestfirðir, Norðurland: Stinningskaldi á austan. Þíðv viðri. Úrkomulítið. Norðaustur- laiid, Austfirðir, suðausturland: Stinningskaldi á austan. Þvkt loft og rigning. Innbrotsþjófur handtekinn. Fyrir skömmu voru framin inn- brot í 2 verslanir á Siglufiröi og stoliS varningi fyrir á annað þýs- und krónur. Líkur bentu tií, aö vörur þessar hefSi veriS látnar í m.b. Víking, sem fór frá Siglu- firSi áleiSis til SuSurlands skömmu eftir aö innbrotin voru framin. — Lögreglan hér var beSin um aS láta rannsókn fram fara í skipinu, er þaS kæmi hingaS, en þar eS lögreglan frétti, aS þaS mundi fyrst fara til Keflavíkur, var bæj- arfógetanum í HafnarfirSi gert aSvart. Lét hann rannsókn fram fara í skipinu og fanst þýfiS í því. SannaSist, að norskur piltur, Anberg Olsen, hafSi vörurnar i farangri sínum. Hefir hann játaö á sig innbrotin og situr nú í gæslu- varöhaldi. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á leiS til Leith frá Kaupmannahöfn. Goðafoss er væntanlegur til Vestmannaeyja kl. 5 í dag. Dettifoss kom til Hull í gærkveldi. Fer þaSan í dag áleiS- is til Hamborgar. Brúarfoss var á Sauðárkróki í morgun. Lagar- foss er á NorSfirSi. Selfoss er á leiS til Osló. E.s. Súðin fer i strandferS í kveld, austur og norSur um land. íþróttafélag kvenna FariS verSur í gönguför á morg- un, sunnudag, ef veSur og færS leyfir. Lagt af staS kl. 10 f. h. frá Lækjartorgi. G.s. ísland var væntanlegt til Vestmanna- eyja kl. 3 í dag. Kemur hingaS snemma í fyrramáliS. Hjónaefni. í gær opinberuSu trúlofun sína ungfrú Grethe Block-Möller og Alfred Baaregaard, tannlæknir ísafirSi. Hvidbjörnen fór héSan í gær áleiSis til Dan- merkur. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. — S'fihi 2234. — NæturvörSur í Reykjavíkur apó- teki og lyfjábúSinni iSúnni. Heimatrúboð leikmanna hefir samkomu í Hafnarfirði í húsi K. F. U. M. í kveld kl. 8, — Allir velkomnir. G ú ramístimplar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. Óðinn. Júlí—desember blaöiS þ. á. er um Hindenburg og Hitler og myndir af þeim. — Framhald „Starfsáranna“ eftir síra FriSrik FriSriksson er og i blaSinu, lang- ur kafli, og er þar rætt um „Ut- anförina löngu“. Höf. var þá í fyrirlestraleiSangri um Danmörku eitthvaS ellefu mánuSi. — Þessi kafli æfiþáttanna er hinn skemti- legasti og fjörlega ritaður, ekki síSur en hinir fyrri. Háskólafyrirlestrar á ensku. Næsti fyrirlesturinn verSur flutt- ur í Kaupþingssalnum á mánudag- inn kl. 8 stundvislega. Efni: Skáld- sagnahöfundar frá Hardy, til Conrad. Gunnar Gunnarsson. Hann lælur skamt stórra liöggva milli og hefir nú sent frá sér enn eina allmikla skáld- sögu. Nefnir liann söguna „Hvide-Krist“ og gerist liún um það leyti, sem Ólafur konungur Tryggvason er að hraska við kristnihoð sitt liér á landi. — Visir hefir ekki kynt sér bókina enn sem komið er, en mun geta liennar síðar. -— Dönsk hlöð láta vel yfir þessari sögu Gunn- ars og sum þeirra telja liana með bestu sögulegum ritum lians. — Gunnar Gunnarsson er stórvirkur höfuúdur. En sum- um lesöndum hans islenskum þótti síðasta bók lians á undan þessari nokkuð strembin og langdregin í frásögn, og vill oft fara svo, er höfundar taka til meðferðar alkunn efni og gera af langar frásögur. — En þeim, sem ekki þekkja heimildirnar, sem af er ausið, þykja oft slik- ar sögur merkilegar. Það er og mála sannast um næst-síðustu skáldsögu Gunnars (Jörð), að hún er merkilegt skáldrit, margar atlmganir höf. skarp- legar og vel með efnið farið. Gunnari liættir samt til þess stundum, að fara nokkuð langa króka og nenna kunnugir níenn efni sögunnar ekki æfinlega að fylgja honum á þeim leiðum. Talsímanotendur hér í Reykjavík voru 3205 i árs- lok 1933, á Akureyri 302, Hafnar- firði 230, Siglufirði 160, ísafirði 134, Vestmannaeyjum 133, en inn- an við hundrað á öðrum stöðvum. Vi'ð aðrar stö'ðvar landssímans (en þar sem landssíminn átti og á innanbæjarkerfi) voru tengdir 656 talsímanotendur, sem áttu sjálfir línur og áhöld. Skíðafélag Reykjavíkur fer fyrstu skiðaferðina á þess- um vetri, á morgun, upp á Hellis- heiði, ef veSur og færS leyfir. Á- skriftarlisti liggur frammi hjá kaupm. L. H. Miiller til kl. 6 í kveld. Glit og flos. Hefti meS fyrirmyndum eftir gömlum íslenskuni sessum og á- klæSum er nýlega komiS út og hefir Þorbjörg Sigmundsdóttir safnaS. Fyrirmyndir þessar munu sóma sér prýSiléga á veggtjöldum, sessum og öSru því, sem skreytir nýtísku heimili. Munu konur vafa- laust taka heftinu tveim höndum. Það er prentaS hjá Levin og Munksgaard og er frágangur allur hinli vandaSasti. Börnin frá Víðigerði, unglingasaga eftir Gunnar M. Magnúss, kemur í bókabúSir í dag í annari útgáfu. Bók þessi hefir hlotiS miklar vinsældir, einkum meðal drengja, og hlotið lofsamleg uminæli (sbr. augl. í blaðinu í dag). Kvæðamannafélagið Iðunn efnir til kvæðaskemtunar í Varö- arhúsinu í kveld kl. 8jý. Þar verða kveðnir samkviðlingar og margt fleira til skemtunar. Húsið verSur opnað kl. 8. Þ. K. V. Freyja heldur kaffifund í K. R. húsinu, uppi, annað kveld kl. 9. — Auk venjulegra fundarstarfa verSa skemtiatriSi. Sjá augl. Happdrætti K. F. U. K. Vinningar: I Dyratjöld nr. 417, 2. Silkisjal nr. 341, 3. Ljósadúkur og bor'Sdreglar nr. 386, 4. Dúnsæng nr. 199, 5. Kaffidúkur nr. 107. Nýja Bíó sýnir í fyrsta sinni í kveld kvik- myndina „Rakoczymarchen“. Er þetta einkar hugSnæm þýsk tal- og hljómmynd og er hún um ást- ir tveggja elskenda, sem Gustav Frölich og Camilla Horn leika af mikilli prýSi. Gengið í dag: Sterlingspund .......... kr. 22.15 Dollar.................... — 4-48)4 100 ríkismörk ............ — 178-73 — franskir frankar . — 29.62 — belgur............... — 104.62 — svissn. frankar .. — 145.11 — lírur ................ — 38.65 — finsk mörk .......... — 9.93 — pesetar ............. — 61.92 — gyllini............... — 302.93 — tékkósl. krónur .. — t9-°3 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur .. — m-39 — danskar krónur . — 100.00 Útvarpið í kveld. 18,45 Barnatími: FerSasaga (Helgi Hallgrímsson kennari). — 19,10 VeSurfregnir. 19,20 Þing- fréttir. 20,00 Klukkusláttur. Frétt- ir. 20,30 Erndi: BöS og baSstofur (Ásgeir Ásgeirsson fræSslumála- stjóri). 21,00 Tónleikar: a) Út- varpstríóiSl; b) Grammófónn : Létt lög fyrir hljómsveit. Dans- lög til kl. 24. Fððnrbætlskanp og fatakaup. Hermann Jónasson lætur sem hann hneykslist mikið á því, að mjólkurí/amleiðendur í Reykjavík verSa aS nota útlendan fóSurbæti, til aS bæta upp léleg hey og hratcin. Hann klæðist þó í föt úr dýru útlendu efni, enda þótt hann ætti að vita, að nóg er til af ull í landinu og að bændum væri mikil þörf á þvi, að hún væri notuð til fatnaðar hér á landi. Hvers vegna er hann ekki i Álafossfötum eða þá fötum úr íslensku vaðmáli ? Það mundi hafa hina m'estu þýðingu fyrir afkomu íslenskra bænda, ef hafin væri sókn í því að hagnýta íslenska ull í fatnað handa þjóð- inni; slíkt verkefni væri sæmilegra stjórninni, en að spilla afkonm- möguleikum mjólkurframleiðenda í Reykjavík og leggja í rústir hið mikla ræktunarstarf, sem búið er að vinná þar. Stjórnin fer með svívirðilegt fals, þegar hún kallar sig stjórn „hinna vinnandi stétta“, en .beitir þó fullkominni harðýðgi til að spilla atvinnu fátækra bænda, sem hafa haft bein viðskifti við neytendur í Reykjavík með fram- leiðslu sína og fátæktar vegna og smæðar búa sinna mega ekki missa af þeim hagnaði, sem beinu við- skiftin veita þeim og verða að svelta eða sundra heimilum sín- um fyrir þennan atvinnumissi, sem þó getur engum orðið að gagni. Það er allsendis óráðið, hvort af- urðasölulögin verða ekki landbún- aði vorum til tjóns, en allar líkur benda til að svo verði, með því að söluhorfum hér innan lands er stór- spi.lt með hoftum og tollum. Stjórn- inni hefði verið nær að hefjast handa til þess að undirbúa og koma á fót stórfeklum iðnaði til að vinna úr þeim hráefnum, sem landbún- aðurinn framleiðir, svo sem ull og skinn, og hagnýta innlendan mark- að fyrir vörur, sem unnar væru úr þessum efnum. Hefði þá verið fullnægt brý’nni þörf, því að þessar vÖrur fara út úr landinu óunnar og fyrir mjög litið verð. /. 065 tídindi. Eg sé þess getið í Visi i dag, að bæjarbúar muni setja á nú í haust 1500—1800 fjár. Mér þótti vænt um að heyra þetta, því að eg veit fyrir víst, að þaö hefir blátt áfram bætandi áhrif á mennina að umgangast skepnurnar. Það væri einhver munur fyrir unglingaYia suma, sem alast upp hér í götu- sollinum og vita ekki hvernig þeir eiga að fara a'ð því að „drepa tím- ann“, og lenda svo í mörgu«mis- jöfnu, að dunda við kindur a'Ö vetrinum einhvern hluta dagsins. Það er nú svona um flest almenni- legt fólk, sem fer að umgangast ldessaðar skepnurnar, að hiá því kviknar vinarjiel til þeirra, en öll vinátta, hvort heldur til manna eða málleysingja, bætir hugarfarið og göfgar manninn. Eg veit það um ýmsa menn og konur, sem hingað hafa farið til dvalar af ýmsum ástæðum, að þeir og þær hafa saknað búpeningsins. Og margt af þessu fólki hefir lang- að til þess, að geta komið sér upp fáeinum kindum hér í bænum. En þar hefir ekki verið hægt um vik. Menn eru ekki friðhelgir« meö blessaðar skepnurnar neinstaðar. Alls staðar er amast við þeim. Og dæmi veit eg til þess, að mönnum hefir verið meinað að byggja yf- ir skepnur sinar, jafnvel í útjöðr- um bæjarins. Síðan bæjargirðing- in kom, hér upp með Elliðaánum, hefir verið hægra með gæslu kind- anna haust og vor, en girðingin sú verður alt of lítil, ef fé bæjar- manna fjölgar enn eitthvað að ráði, — Þyrfti því að færa hana út og stækka hið girta svæði, ef land- rými leyfir. Þá væri og gott að hliðra til við menn um byggingar- leyfi, ef þá langar til að koma sér upp fjárhúsum. Þar dugar ekki eintómur einstrengingsskapur og sérviska. — Og mér er ómögulegt að sjá, að það setti neinn skræl- ingjasvip á bæinn, þó að kinda- kofar (laglegir) væri reistir utan til við hann eða í úthverfunum. Eg hafði enga hugmynd um það, að sauðfjáreign bæjarbúa væri svo mikil, sem frá var skýrt • vísi. Eg vissi það að sönnu, að fáeinir menn áttu eitthvaö af kindum, en nú sé eg að eigendurnir hljóta að vera margir, því að fæstir eiga víst nema fáeinar kindur. En Jieim þyrfti að fjölga, þessum sauðfjár- eigöndum, því að kindurnar verða þeim bæði til gagns og gleði og því meiri gleði og gagns, þess bet- uf sem farið er með þær. E11 eitt ætti sauðfjáreigendur i Reykjavík að leggja meiri stund á en jieir hafa gert að þessu. Þeir eiga að kynbæta fé sitt. Þeir eiga að kaupa sér úrvalshrúta af góðu fjárkyni. Þeir munu beinlínis græða á því. Dilkarnir yrði vænni og ærnar líka, þegar frá liði. Og svo er lika ákaflega mikill munur á því, hversu skemtilegra það er, að horfa á fallegar kindur, hraust- ar og kyngóðar, heldur en aum- ingjana með Ölfus og Flóasvipn- um. — 12. nóvbr. Borgari. eru enn iðkaðar af fjölda manna og það er síður en svo, að þeir spádómar hafi ræst, er frani komu þegar bílanotkun fór að verða al- menn og notkun mótorhjóla, að hjólreiðar myndu leggjast niður með öllu eftir nokkur ár. Svo fjarri því er það, að þetta hafi ræst, að það er engu likara en að bifreiða- frámleiðslan og mótorhjólafram- leiðslan hafi örvað reiðhjólafram- leiðsluna. Og þó eru reiðhjól tæki, sem fjöldi manna kallar „gamal- dags“. Mælt er, að á reiðhjóla- og mó- torhjólasýningunni seinustu í Olympia, London, hafi glögt kom- ið í ljós, hve almennan áhuga fólk hefir fyrir reiðhjólum og þá einn- ig hjólreiðum. í skrifum um þessa sýningu, er þess getið i breskum blöðum, að árið 1928 hafi verið framleidd á Bretlandi 750.000 reiðhjól, þar af 339.0000 til útflutnings. Vegna kreppunnar í heiminum alment næstu fimm ár minkaði framleiðsl- an til útflutnings um 33%, en inn- anlandssalan jókst úr 411.000 192S i yfir 1.000.000 1933. Undanfarna tólf mánuði hefir ein reiðhjóla- verksmiðja Bretlands selt yfir 600. 000 reiðhjól, en talið er, aö á Bretlandseyjum séu í notkun iö miljónir reiðhjóla. Útflutningur reiðhjóla er nú og aftur að aukast. Útvarpsfr^ttir. Alþjóðalögreglan í Saar. Hollendingum og' Svisslendingum boðin þátttaka. London 7. des. — FÚ. Stjórnum Hollands og Sviss hef- ir verið boðið að taka þátt í mynd- un alþjóðalögreglunnar í Saar. Abyssiniumenn gera innrás í ítalska Somaliland. London 7. des. — FÚ. Enn hafa orðiö árekstrar milli Ítalíu og Abyssiniu, og aö þessu sinni alyarlegri en síðast, er ráðist var á ítalskan ræðismann. Að þessu sinni er skýrt írá þvi, að*stór her- deild Abyssiniumanna hafi ráðist inn í italska Somaliland og ráðist r. ítalska landamæraverði. ítalska stjórnin hefir sent aðstoðarlið til þess, að hrekja Abyssiniumenn aftur úr landinu og jafnframt lagt fram mótmæli við stjórn Abyssin- iu. Flugmenn taldir af. London 7. des. — FÚ. Charles Ulm og • félagar hans hafa ekki fundist ennþá, og hafa amerísk yfirvöld gefið upp alla von um, að þeir finnist á lífi. Eru nú nærri 3 dagar síðan þeir sendu frá sér síðasta skeyti sitt, um að þeir væru lentir á sjó. Leitað hefir verið fram og aftur um alt Jiað svæði, sem þeir töldu sig vera stadda á. Yfirvöldin í Ásralíu hafa ekki viljað gefa upp alla von um þá Ulm, og hefir ástralska ríkið á- samt stjórninnni í Nýja Suður- Wales leigt japönsk skip til þess að halda leitinni áfram, og lofað 1250Í verðlaunum þeim, er upp- lýsingar gæti gefið. Geri mánað- arlega upp hitakostnað * fyrir húseig- 3767 endur. Tryggi Skólavst. leigjendum 12 rétt uppgjör. Berlin í morgun. — FÚ. Skólanámskeið í hernaðarvísindum ítalska öldungaráðið hélt fund í gær, og samjiykti meðal annars lög um það, að stofnað skyldi til námskeiða í hernaðarvísindum við alla æðri skóla landsins, og enn- frenmr að heræfingar skuli vera skyldugrein við þessi námskeið. Deilur Jugoslava og Ungverja. Berlín i morgun. — FÚ. Umræðum um deilu Jugoslava og Ungverja var haldiö áfram í Genf í dag. Alment er búist við, að fundir um þetta mál muni standa í marga daga, og gefa til- efni til margvíslegra pólitiskra uppljóstrana. London 7. des. — FÚ. í ræðu sinni á fundi Þjóða- bandalagsins í'gær, flutti fulltrúi Jugoslaviu niu rökstuddar kærur á hendur ungverskum emb.ættis-. mönnum, og bað Þjóðabandalagið að skera úr réttmagti þeirra, og af- greiða málið á þann hátt, að kom- ist yrði hjá ófriðj, . Fulltrúi Búlgara tók ákærur Jug'O-Slava til athugunar lið fyrir lið, og mælti með töluverðum hita. Yfirleitt yar talsverð æsing í mönnum á fundinum, og áttu sum- ir erfitt með að láta ekki á henni bera. Benes t. d. var óvenju æstur, og kvúð Ungverjaland hafa komið fram sem árásarþjóð gagnvart Jugo-Slaviu, með því að liðsinna upphlaupsflokkum þaðan úr landi, og stuðla þannig að því ofbeldis- verki sem framið hefði verið í Marseilles. Fulltrúi Tyrkja fylgdi einnig Jugo-Slavíu að málum. Hann sagðist vona að jætta mál yrði til þess, að ítarleg rannsókn yrði hafin á starfi óaldar- og' upp- hlaupsflokka, og komist að sam- komulági um það, hverjar skyldur eitt land hefði gagnvart öðru í meðferö slikra mála. N orskar loftskeytafregnir. —<>— i Vinnudeilur. Oslo 7. des. — FB. Sáttasemjari hefir lagt fram til- lögur til málamiðlunar í deilu starfsfólks á gistihúsum og veit- ingastöðum við atvinnurekendur. Svör eiga að vera komin frá báð- um deiluaðilum fyrir þriöjudag 11. k. og hefir hinu boðaða verkfalli verið frestað þangað til. Sonja Henie sæmd heiðursskildi. Oslo 7. des. — FB. Frá Munchen er síraað að Sonja Henie hafi sýnt listir sínar á Munchen Stadion í gær. —. Að af- staðinni sýningunni var henni af- hentur heiðursskjöldur Munchen- horgar úr silfri.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.