Vísir - 08.12.1934, Blaðsíða 4

Vísir - 08.12.1934, Blaðsíða 4
VlSIR iniiiiiiiiiiiiHiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiHiiiiiiuiiiiuiiniiiiiiininiinn —— Altaf best og ávalt fremst, er Hf. Efoagerö Reykjavtkur iHiiiiiiiiiiiiuuiuiiiiiHiiinHimnimimiiiiiimmimiiiiiuiiiiiiiiiHiui TiHtynning frá ráðuneyti forætisráðherra. FB. 14. nóv. Samskotanefnd Norður-Múla- sýslu og Sey'ðisfjarðarkaupstaðar, en nefndina skipuðu þeir Ari Arn- alds sýslumaður, Theódór Blöndal bankaritari, ,og Sveinn Víkingur, sóknarprestur að Dvergfasteini, hafa nú sent ráðuneyti forsætisráð- herra samskotafé það, er nefndinni hefir borist ásamt skilagrein fyrir innborgunum. Innborgað sam- skotafé til nefndarinnar er samtals kr. 2166,32 og skiftist þannig: I- Úr Skeggjastaðahreppi (hrepp- stjóri) kr. 201,40, Vopnafjarðar- hreppi (prófastur) kr. 100,00, Jök- uldalshreppi (hreppstjóri) kr. 83,00, Borgarfjarðarhreppi (sókn- arprestur og hreppstjóri) kr. 143.00, Seyðisfjarðarhreppi (sókn- arprestur og hreppstjóri) kr. 287,00, samtals kr. 814,00. II. Ur Seyðisf jarðarkaupstað: Frá kvennadeild verkamannafélagsins Fram kr. 269,00, Kvenfélagi Seyð- isfjarðar kr. 100,00, Kvenfélagi | Vestdalseyrar kr. too,oo, Kvenfé- laginu „Kvik“ kr. 150,00, félaginu „Bjólfur“ kr. 139,00, útgerðarm. Brynjólfi Sigurðssyni og Jóni Nýkomið: Appelsímir, margap teg- undip, góðap og ódýFar. Versl. Vísir. Sveinssyni kr. 100,00, verslunum á Seyðisfirði, ágóðahluti af sölu 23. júni kr. 209,52, frá fastlaunuðu fólki á Seyðisfirði (þar sem hver gaf sem svaraði eins dags launum) kr. 267,00, gjafir frá ýmsum kr. 17,00. Samtals kr. 1351,92. — Um- fram þetta hefir safnast í sýslunni: í Fljótsdalshéraði: Frá Búnaðarfé- lagi Fljótsdalshrepps kr. 50,00, ungmennafélagi hreppsins kr. 60,00. kvenfélagi í sama hreppi kr. 25,00. Samtals kr. 135,00. — I Vopnafjarðarhreppi: Safnað af I i | Langar yðor að eignast I fagran bíl? OPEL er óvenjulega fagur bilB— straumlínu lögun af smekkleguslu gerð sem nokkru sinni liefir sést hér á landi. Hvergi farið út í öfgar. Erlend blöð lofa Opel i livívetna og telja liann feg- ursta bílinn sem sýndur var á síðustu bíla-sýn- ingu nýlega. rúmgóðan bíl? OPEL er sérlega rúmgóður — mildu rúmbetri en þér h-aldið þegar þér lítið á hann að utan. Dyrnar eru breiðar og auðvelt að ganga inn og út. Vélin er framar en vanalega, og við það vinst hið sama og að bíllinn væri allur lengri. sparneytinn bíl? OPEL er svo ódýr í rekstri að furðu gegnir um bíl af þeirri stærð. Lítill skattur, bensín og olíu- notkun svo liverfandi smá að einsdæmi þykir. Vélin er kraftgóð og hljóðlaus. Vökvahemlar (bremsur), hnéliðsfjöðrun að framan og dernp- arar á afturfjöðrum sem verka á báðar fjaðr- ir í senn svo bíllinn er framúrskarandi mjúkur og slingrar ekki. Ferðakista mjög rúmgóð sem komast má i bæði að aftan og innan frá úr aftara sælinu. Framsæti færanlegt til að vera við livers manns liæfi. Vandaður frágangur í hvívetna, fagrir litir, fljót afgreiðsla og lágt verð. Adam Opel A.-G. Riisselsheim, * Umboðsmenn: Jóh, Ólafsson & Co., Reykjavfk. Eggert Claessen næstarettarmálaflutningsmaður Skrifstofa: Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10, austurdyr. Simi: 1171. Viðtalstími: 10—12 árd. p SORÉN — án rafmagns. E WELLA (3 teg. olíu — R niSursett verö). M Látið okkur krulla hár A yðar með þeirri aöfcrS, N sem á best viS hár ySar. E Hárgreiðslustofan N PERLA X Sími 3895. Berg.str. 1. mtlSNÆEll 2 stofur og eldhús til leigu. — Uppl. á Nýlendugölu 6. (154 Stór stofa með sérinngangi. ljósi og hita, til leigu á Norður- stíg 4. Sigbjörn Ármann. Sími 3244. (152 Ilerbergi til leigu, gæti verið fyrir 2, á Grettisgötu 20 B, niðri. (149 Húspláss óskast slrax, 1 stofa eða 2 litil lierbcrgi og eldhús. Áliyggilega greiðsla. Sími 2659. (147 Herbergi til lcigu. Ingólfs- stræti 21, uppi. (146 Tvær tveggja jierbcrgja íbúð- ir, ein þriggja og ein fjögra her- bergja og 2 skrifstofulierbergi, til leigu strax. Tilboð, merkt: „Suðurgata“, sendist Vísi. — (97 Herbergi óskast í Vesturbæn- um. Tilboð merkt: „10“ legg- ist inn á afgr. Vísis. (144 Einblevpur vélstjóri óskar eftir herbergi með þægindum. Uppl. i síma 2674 strax. (143 konum í hreppnum kr. 327,61 og safnað af hreppstjóranum í sama hreppi kr. 180,00. Samtals kr. 507,61. — Samskotafé úr liá'öum þessum hreppum hefir veriö sent beint til landskjálftanefndarinnar á Akureyri. Alls hefir því safnast í Noröur-Múlasýslu ásamt Seyöis- fjaröarkaupstaö kr. 2808,93. Af sérstökum ástæðum eru til leigu strax 2 herbergi og eld- bús, á besta stað í miðbænum. Tilboð merkt: „Skemtileg í- búð“, sendist á afgr. Visis. (139 ■ LEICAl Píanó óskast til leigu. A. v. á. (156 iKAtlPSKÁRJRl Svartur ballkjóll til sölu á Sólvallagötu 35. (153 Lítið nolaður barnavagn, djúpur og' dökkur, lil sölu. Skólavörðustíg 14, uppi. (151 Vil kaupa nú strax duglegan graðung, rúmlega árs. gamlan Briemsfjós. (148 1 bakaríinu, Vesturgötu 14, fáið þið heimabakaðar tertur, kíeinur, og pönnukökur með rjóma, á 15 aura. (33 Sem ný föt til sölu á meðal- mann. Gjafverð. Sjafnargötu 10, neðstu hæð. (141 Til sölu með sérstöku tæki- færisverði, vönduð kamgarns- föt (notuð). Nýtt stofuborð úr eik. Ingólfsstræti 6, efstu hæð. , ‘ (155 hvinnaM Benedikt Gabríel Benedikts- son, Freyjugötu 4, skrautskrif- ar á skeyti, kort log bækur, og semur ættartölur. Sími 2550. (145 Saumastofan á Laugavegi 68 tekur allskonar saum, sama bvar efnið cr keypt. Sími 2539. (77 Þvottahúsið Svanlivit, Hafn- arstræti 18. Simi 3927. Vönduð vinna (handþvegið). Fljót af- greiðsla. (384 Yfirdekki linappa. — Svava Jónsdóttir, Bjargarstíg 6. (135 Saumastofan Harpa, Vallar- stræti 4 (Björnsbakarí), setur upp púða. Húlsaumar. Blúndu- kastar, selur og saumar undir- föt o. fl. (450 Stúllca óskast hálfari4dagiiln. Uppl. Bergstaðastíg 9 B, bak- húsið. (142 IIREIN GERNIN GAR! Ivarl- maður tekur að sér loftaþvott. — Uppl. í síma 2406. (140 ÍTAPÁf) FUNDIf)] Regnkápa fanst i fyrradag. Vitjist á Laugaveg 11. (150 Tapast liefir liálskeðja með krossi. Skilist gegn fundarlaun- uin i Skólastræti 3. (138 FELAGSPRENTSMIÐJAN ÁSTIR OG LAUSUNG. 5 Fennella þagnaði að fengnum þessum upp- lýsingum, og sat liögul stundarkorn. En er hún tók til máls á ný, reyndi liún að láta lita svo út, sem hana varðaði ekkerl um þessa feðga — ekki lifandi vitund! — Hún ætlaði ekki að láta Heinrich né neinn annan renna grun í það, að sál hennar væri öll i uppnámi á þessari stundu. „Það væri kamiske ekkert á móti því“, sagði liún eftir stundarkorn, „að við næðum tali af honum að sýningu lokinni? Við gæt’um þá spurt hann að því, livort liann væri sonur Sangers þessa, sem þér nefnduð.“ Heinridi leist ekki á uppástunguna. Og lion- um fanst það einlivern veginn ósmekklegt, að ungfrúin skyldi bera bana fram. Beinlínis óvið- eigandi. Sanger liefði átt sæg af strákum. Það vissi hann. — Og hann kunni alls ekki við það, að fara að spyrja þenna unga mann — spyrja hvers sonur hann væri. — Nei, hann ætlaði að láta sér nægja að giska á það. Fenella sat við sinn keip. Hún sagði: „En ef liann væri nú sonur þessa fornvinar yðar — og mér finst það alls ekki ósennilegt, úr þvi að hann lílcist honum svo mjög.“ „Eg er nú — þegar eg liugsa mig betur um — alls ekki viss um, að hann sé svo mjög lík- ur honum. Mér virtist þetta bara i svip. Það var eins ag sál Alberts Sanger væri komin þarna alt i einu — bara eitt einasta andar- tak. Það var alt og sumt. — — Svo trítlaði „litli karlinn“, móður og másandi og líklega viti sínu fjær af reiði, inn eftir til piltanna og' gargaði: Eru þér bandvitlaus, mannskratti! Haldið þér að það sé meiningin, að þér eigið að leika hverja þá vitleysu, sem yður dettur í hug? — Þér eigið að leika Cbiri-biri-bi — það og ekkert annað! — „Fyrirgefið, herra forstjóri,“ mun hann liafa svarað, liinn ungi maður. — „Eg hefi ákaflega mikinn beyg af yður. Mig langar svo sem ekki til þess að missa átvinnuna. Og eg geri alveg eins og yður þóknast."--------Þvi næst snýr hann við blaðinu. Leiftrin liverfa og bann fer að leika „Chiri-biri-bí“. „Það liefði Sanger aldrei gert. Hann hefði sagt —: — Nei, góðin mín, þér eruð ung slúlka, og eg ætla ekki að liafa yfir það, sem Albert Sanger hefði sagt. — Það getur vel verið, að pilturinn þarna sé sonur Alberts Sanger. En ef svo er, þá hefir nált- úran svikist um, að gefa honum klærnar hans föður síns, eða aðrar álíka beittar. — Nei — eg er sárlcga bræddur um, að eg mundi eklci hafa mikla ánægju af þvi, að kvnnast þessum snáða.“ Fenella mælti ekki orð frá vörum. Vonbrigð- in voru svo sár, að hún þorði ekki að eiga það á liættu, að segja neitt. Hún óttaðist, að lierra Heinrich mundi þá veitast auðveldara að Iesa hug hennar og kymlasl því til hlítar, hvernig lienni væri innanbrjósts. Hún tók því þann kostinn, að sitja grafkyr og þögul allan siðari liluta sýningarinnar. Heinrich veitti þvi vitanlega athygli, hugsaði silt í leyni og leist ekki allskostar á blikuna. — Að sýningu lok- inni, og þegar ljós var komið i salinn, veitti hann því athvgli að augu hennar voru full af tárum. — Hún beindi athygli hans að því, sem nú væri að gerast í liljómlistar-stúkunni. — Þar var „rétturinn settur“ yfir hinum „synduga“ slagliörpuleikara. Og sakborning- urinn sat iðrandi og bejrgður við hljóðfæri sitl og mælti ekki orð frá vörum. — En for- stjórinn hélt yfir honum skammaræðu og vísaði honum að lokum norður og niður. Schadow sat með fiðlu sina á knjánum, illfús á svipinn ög glolti. Heinricli gaf gaum að því sem fram fór, en hugsaði jafnframt um hina ungu vinkonu sína og hugrenningar þær, sem hann vissi að berðist liið innra með henni á þessari stundu. — Eftir litla bið mælti liann hlýlega: „Er því svo varið, í raun og veru, barnið gott, að yður langi til þess, að ná tali af þess- um manni?“ Ilún laut liöfði til samþykkis. „Eg — eg — — Mig langar til að mega segja honum það sjálfum, hversu mikla á- nægju eg liafði af því, að heyra hann leika' á hljóðfærið. Nú er bersýnilega búið að svifla hann atvinnunni .... iog hartn á kannske ekkert víst.------Þér hljótið að sjá, hversu hnugginn liann er og beygður. — Hver veit nema honum þætti betra en ekkert að heyra, að einhver hefði liaft ánægju af leik hans. — Hann lék áreiðanlega vel. Var ekki svo?“ „Allvel — full-sæmilega,“ svaraði Heinrich. . Hann lilaðist um í salnum og voru nú flestir á leið til dyra, en sumir farnir. — „Ef þér óskið' þess, gætum við beðið við hliðið hjá vitanum. Hann hlýtur að fara þá leiðina. Eg veit ekki til að um aðra leið sé að velja. Og þá gætum við talað við piltinn nokkur orð. — Það er ekki óhugsandi, að honum þætti það lakara, ef við færum að ávarpa hann hér inni.“ Þau gengu niður að bogagöngunum við hafn- argarðinn. Myrkt var úti fyrir og kuldi í veðri, Geispandi eftirlitsmaður eða dyravörður slökti Ijósin, eitt og eitt, og beið þess, bersýnilega með nokkurri óþreyju, að síðustu gestirnir fœri. Hann gat ekki lokað fvrr en allir væri farnir. Allar búðir voru lokaðar og hvergi Ijós i gluggum. En þó að dimt væri, mátti þó greina hið glitrandi og ómerkilega dót gling- ursalanna í búðargluggunum. Það freistaði margra að deginum og þegar ljós var í glugg- um, en nú var það hálfvegis óhugnanlegt í myrkrinu, því að sumstaðar glitraði á það eins og maurildi. — í fjarska stundi hafið og drundi, þungt og þreytulega, en landbár- an skóf mölina i fjörunni við hvert útsog. — Allt liafði þelta óhugnanleg áhrif á Fenellu og gat hún þó ekki beinlínis gert sér grein fvrir, hvernig á því stæði. — Þau urðu að biða lengi. Síðustu gestir yfirgáfu kvikmyndahúsið. Þeir fóru sér að engu óðslega. Öll ljós voru

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.