Vísir - 12.12.1934, Blaðsíða 4

Vísir - 12.12.1934, Blaðsíða 4
VÍSIR Tilboð óskast um sölu á eftirfarandi vörum til skipa og sjúkra- liúsa ríkisins í Reyk javík og grend: 1. Fiskur. Ýmsar tegundir af nýjum fiski. Tilboðin miðist við ákveðínn afslátt frá venjulegu útsölu- verði á hverjum tíma. 2. Brauðavörur. Verð á rúg-.og hveitibrauðum óskast tilgreint fyrir hvert stykki, á tvíbökum og kringl- um fyrir hvert kg. og af öðrum brauðavörum með ákveðnum afslætti frá venjulegu útsöluverði í búð- um. 3. Kaffi. Kaffibætir og brent og malað kaffi. 4. Smjörlíki, blandað smjöri og óblandað. o. 6. Einkennisbúningar. Jakkaföt (úr klæði og/eða cheviot). Frakkar (ur klæði) og húfur fyrir yfir- menn á ríkisskipunum. Ennfremur stórjakkar (með ullarfóðri) fyrir háseta á varðskipunum. Til- boð miðist við búningana fullbúna til notkunar með ásettum einkennum sem útgerðin leggur til. Sýnishorn af efninu fylgi með tilboðunum. Rafmagns-ljósaperur fyrir skip og hús. Tilboðin miðist við ákveðinn afslátt frá venjulegu útsölu- verði. Tegundir tilgreinist. 7. Hreinlætisvörur. Þvottasápa, sódi, ræstiduft, bón og fægilögur. 8. Ýmsar dekk- og vélavörur til ríkisskipanna. Eldrist- ar og brúristar, zinkblokkir, tvistur (hvítur nr. 1), ketilsódi (calcium innihald tilgreinist), vírar, kaðlar, steinolía, bensín og smurningsolíur. 9. Kol til ríkisskipanna frá 1. jan. til 30. júní 1935. Tilboð miðist við Best South Yorkshire Associa- tion Hards, eða önnur álíka góð kol, komin um borð í skipin á Reykjavíkurhöfn og löguð í kola- rúm þeirra. Þar sem ekki er öðruvísi fram tekið, er gert ráð fyr- ir, að samið verði um viðskiftin fyrir alt árið 1935. ÖIl ofangreind viðskifti eru bundin skilyrði um vöruvöndun og góðan frágang. Heimflutningur til kaupenda innanbæjar sé innifal- inn í tilboðunum, en Vífilsstaðahælið, Kleppsspítalarn- ir og Laugarnesspítali láta taka vörurnar hjá seljend- um. Tilboð óskast komin á skrifstofu vora fyrir kl. 12 á hádegi föstudaginn 28. þ. m. Réttur er áskilinn til að hafna öllum tilboðunum. Skipaútgerð Rfldsins. heldur fund á morgun (fimtudag) kl. 8^4 síðd. í Varð- arhúsinu. Umræðuefni meðal annars: Um ættaróðal og óðals- rétt. Framsögumaður: Jón Sigurðsson, alþingismaður. Allir sjálfstæðismenrí velkomnir. STJÓRNIN. ^ Ef þér bakið heima þá notið eingöngu Í X C Millennium | h v e i t i ^ Bestu meðmælin eru kökurnar. j| JÍÍCCtÍCOOOOOOOOOíÍOtÍOOOOÖOttOOOOíSOtKÍOOOOOÍíOÍXSOOOOOOOOOÍJtt; Enn nm vígbúnaðarmálin. Fulltrúar þjóöanna koma á ráðstefnur fullvissir um, aÖ til ófriðar muni koma. Höf. telur, að á öllum alþjóða- fundum síðan 1924, hafi sá andi veriö ríkjandi, aö ný styrjöld mundi brjótast út fyrr eöa síöar. Þess vegna hafi engin þjóöanna þorað að gera neitt, sem veikt gæti aðstöðu hennar, ef til styrjaldar kæmi. Styrjaldaróttinn er allstað- ar og alt af vakandi og hann hef- ir aldrei verið rneiri en síðan er nasistar komust til valda í Þýska- landi. Hinar sífeldu kröfur þjóð- verja um endurvígbúnað auka ótt- ann og hið ótrygga ástand í Aust- urriki. — Morðin i Marseille hafa og enn aukið styrjaldaróttann gíf- urlega. — Marcosson ræðir margt fleira um þetta og hann kemst að þeirri niðurstöðu, að ekkert hafi dregið úr tortryggni og ótta þjóð- anna, þær gangi út frá því sem gefnu, að ný styrjöld brjótist út og þori ekki að hætta á neitt og vígbúist því, hver eftir sinni getu. — Meðan svo er ástatt geti ekki miöað í átt til afvopnunar og var- anlegs friðar. Afstaða Frakka til kröfunnar um jafnrétti Þjóðverja í víg- búnaðarmálum. Höf. minnist á þær kröfur, sem Frakkar geröu, ef til þess kæmi, að Þjóðverjum yrði leyfður tak- markaður endurvigbúnaöur. Þær voru á þá leið, að Bretar heiti Frökkum algerðum stuðningi, ef til ófriðar við Þjóðverja kæmi. Þetta hafi Bretar ekki viljað fall- ast á, þ. e. a. s. þeir hafi ekki vilj- að undirskrifa samninga um hern- aðarbandalag. Hann telur endur- vígbúnað Þjóðverja leiða í ljós hvernig Frakkar hiigsi þessi mál. Hann fer síður en svo lofsorðum um nasistastjórnina þýsku og íramkomu hennar, en telur kröfur Þjóðverja um epdurvígbúnað rök- réttar, með tilliti til þess hvert stefni í álfunni. Hitlerstjórnin hafi ekki átt upptökin að því að þessar endurvígbúnaðarkröfur kæmi fram, heldur Brúning, sem 1931 sagði við höf.: „Ef aðrar Evrópuþjóðir halda áfram að vig- búast verða Þjóðverjar að gera slíkt hið sama“. — En Brúning, var sem kunnugt er, enginn hern- aðarsinni, og í flestu ef ekki öllu ólíkur Hitler og hafði andstygð á styrjöldum, en hami taldi það höfuðatriöi, að Þjóðverjar fengi leyfi til takmarkaðs endurvígbún- aðar, sjálfsvirðingar þeirra vegna. En honum varð ekki ágengt í þess- um málum í Genf. Vindurinn blés þar ekki af þeim áttum. Brúning sá, segir Marcosson, það sem Bretar nú sjá óljóst, en Frakkar geta ekki séð, að hófleg- ur, takmarkaður endurvígbúnaður Þjóðverja er það, sem vantar, til þess að hægt sé að skilja þessi mál til hlítar og ná samkomulagi um þau. í þéssu kunni að virðast mót- sagnir, en jVetta sé rétt samt. — Þýskaland — ef endurvígbúnaðar- kröfurnar yrði viðurkendar, myndi ekki fara í kapphlaup við stórveld- in, miklu síður en er Þjóðverjar vígbúast á laun. Þetta var það, sem fyrir Hitler vakti, er Þjóð- verjar gengu úr bandalaginu, en Frakkar urðu æfir. Bretar gerðu sér hinsvegar ljóst, að heppilegra væri að veita Þjóðverjum tak- markaðan rétt til endurvígbúnað- ar en að þjóðirnar færi í ógurlegra vígbúnaðarkapphlaup en nokkuru sinni fyrr. (Niðurl.) I. F. U. Mc A-D fundur annað kvöld kl. 8 Vq. Verslunarstjóri Frímann Ólafsson segir ferðasögu. Allir utanfélagsmenn . vel- komnir. Pressuger. Nokkur kíló af pressugeri til sölu. Sími 4823. Verndið sjönina og látið ekki ljósið hafa skaðleg álirif á augu yðar, þegar hægt er að forðast það, með því að nota THIELE GLERAUGU. Austurstræti 20 Vetrar- lijálpin 1 Reykj avík. ,Er ekki full ástæða fyrir hvern hugsandi bæjarbúa, að íhuga hversu brýn þörfin er, aö hjálpa hinu bágstadda fólki, sem er að berjast áfram víð fátækt og at- vinnuleysi, en reynir í lengstu lög að leita ekki fátækrastyrks. Þetta fólk, sem oft neyðist til að búa í dimmum og rakasömum kjöllur- um eða naustköldum skúrum og timþurhjöllum, þaö hefir ekki efni á að hita upp hjá sér, þvi að allir þeirra peningar hrökkva varla fyr- ir matvæla kaupum í daglega neyslu. Þetta fólk hefir því minni getu til að klæðast skjólgóðum fötum. Sem dæmi má nefna heilsu- litla konu, sem sjá verður fyrir 2 ungbörnum, 5 ogóára. Húnverð- ur ein að vinna fyrir þeirn, því að af einhverjum ástæöum fær bún ekkert greitt frá föðurnum. Hún býr í kaldri stofu á móti norðri. Eftir því sem heilsa hennar leyfir, er hún að reyna að þvo þvotta, en fær ekki nærri altaf vinnu. Þeg- ar þröngt er í búi, þá lætur hún sig ávalt sitja á hakanum, svo að börnin hennar fái sem mest að borða; hún reynir að klæða þau sem hlýjast, en sjálf á hún ekki -nema einn klæðnað og hann tötur- legan. Annað heimili þar sem heimilisfaðirinn er um 70 ára að aldri; hann á 5 börn, flest mjög ung. Húsið er kalt, sem þau búa í. Gamli maðurinn fær mjög litla vinnu, enda getur hann ekki sök- um elli unnið neina erfiðisvinnu. Bæði börnin og þau hjónin eru tilfinnanlega fatalítil og búa við skort. Þessi hjón vilja ekki með nokkuru móti þiggja af sveit, en eru þó bláskínandi fátæk. Svo man eg eftir fátækum, gömlum einstæð- ingi 75 ára, sem lítið sem ekkert getur unnið, en lifir á því, sem guð og góðir menn gefa henni, en þegar matarskortur er hjá henni þá sveltir hún heldur en að - leita á náðir annara. Mörg svipuð dæmi mætti nefna. Þetta fólk getur ekki lamað sína miklu sjálfsbjargarviðleitni með því að leita til hins opinbera, því sporin þangað finst þeim vera bæði sár og þung. Það vill heldur svelta hálfu eða heilu hungri. Það getur engum mamii dulist, að hjálpin til þessa fólks er nauðsynleg, enda hlýtur það að vera hverjum sæmi- lega stæðum drenglyndum borgara ljúft, að rétta hinum mörgu bág- stöddu heimilum hjálparhönd, hver eftir sinni getu, Fyrir jólin þrá allir einvern glaðning. Vetrarhjálpin á að vera mið- stöð slíkrar hjálpar og ættu bæjar- búar að styrkja þá starfsemi, með ráðum og dáð, svo hún gæti sem flestum hjálpað. Þórsteinn Bjarnason. Lampaskermar. Mjög niargar gerðir af perga- mentskermum og silkiskerm- um bæði fyrir stand- og borð- lantpa, loft og vegglampa, einn- ig lestrarlampa. Skermabúðin, Laugaveg 15. Fundur á morgun kl. 8V2 í húsi Oddfélaga. Á dagskrá: Inntaka nýrra félaga. Húsbygging félagsins. Ráðningarskrifstofa , fyrir verslunarfólk (nefndarálit). Fjölmennið. STJÓRNIN. ■ ViNNAM Unglingsstúlka óskast til að gæta barna. — Uppl. í Vonar- stræti 12, niðri. (221 iTAPÁD'FUNDIf)] Barnagleraugu liafa tapast í gær. Skilist Bergstaðaslr. (5 C. (22<3 Karlmannsúr tapaðist í gær á leiðinni frá Ránargötu að Laufásvegi. Skilist gegn góðum fundarlaunum i Blikksmiðju Guðin. .T. Breiðfjörð Laiifásveg 4. — , . (225 Kventaska með 25 kr. í, tap- aðist á Kaplaskjólsvegi, inn fyTrir Verkamannabústaðina. — Skilist að Sveinsstöðum. Simi 4449. (223 Gullkeðja tapaðist. Finnandi vinsamlega beðinn að skila lienni gegn fundarlaunum á Freyjugötu 44, miðbæð. (218 ETAIBKAPIJPI Hæsti vinningurinn i Hajjp- drætti Háskóla Islands, 50 þús. krónur, vanst á 2 kvartmiða, sem seldir voru af Helga Sí- vertsen, Austurstræti 12. (230 Alveg ný lnisgögn í herbergi til sölu. Getur komið til greina berbergi og eldunarpláss. — Uppl. á Laufásveg 12, eftir kl. 8 i kveld. Sími 4247 eftir sama tíma. (279 Reyk'javíkur elsta kemiska fatabreinsunar- og viðgerðar- verkstæði breytir öllum fötum. Gúinmikápur límdar. Buxur pressaðar fyrir eina krónu. Föt pressuð fyrir 3 kr. Föt kemiskt hreinsuð og pressuð á 7 kr. Pressunarvélar eru ekki notað- ar. Komið til fagmannsins Ry- delsborg klæðskera. Laufásvegi 25. Simi 3510. (444 Saumastofan Harpa, Vallar- stræti 4 (Björnsbakarí), setur upp púða. Húlsaumar. Blúndu- kastar, selur og saumar undir- föt o. fl. (450 HREIN GERNIN GAR! Karl- maður tekur að sér loftaþvott. -— Uppl. í síma 2406. (140 Þvottahúsið Svanbvít, Hafn- arstræti 18. Sími 3927. Vönduð vinna (bandþvegið). Fljót af- greiðsla. (384 Geng í hús og krulla. Guð- finna Guðjónsdóttir. Sími 2048. (66 Saumastofan á Laugavegi 68 tekur allskonar saum, sama livar efnið er keypt. Simi 2539. (77 ITILK/NNINCAP] Leikfangasalan á Lindargötu 38 byrjar um næstu helgi. Þar verður á boðstólum fjölbreytt úrval. Verð frá 10 aurum. (228 Leikföng Dívanar. Skraut- letrun, vandað —- ódijrt. Rauð- arárstíg 5 (timburhúsið). — Eggert og Jón. (227 Notuð gaseldavéí óskast til kaups. Uppl. í síma 2175. (224 Silkipeysupils og svunta til sölu á Hverfisgötu 55 niðri. — (222 Nýr Smokingjakki og vesti til sölu mjög ódýrt. Sími 3223. (220 Columbia grammófónn sem nýr, til sölu með plötum. — Bergþórugötu 11. (219 Agætt notað píanó til sölu með tækifærisverði. Einnig lit- ið gott orgel. Uppl. Hljóðfæra- búsinu, Bankastræti 7. (217 Nýkomið fjölbreytt úrval af kven- og karlmannasokkum. Nýjustu litir. Skórinn, Lauga- vegi 6., (203 1 bakaríinu, Vesturgötu 14, fáið þið heimabakaðar tertur, kleinur, og pönnukökur með rjóma, á 15 aura. (33 ST. DRÖFN, nr. 55. Afmæli stúkunnar er á morgun, fimludag. Byrjað verður með stuttum fundi kl. 8V2 síðd. , Síðan verður sameiginleg kaffidrykkja. Skemtiatriði: Einsöngur, upplestur, ræður o. fl., siðan stíginn dans. Embættismenn og félagar fjölmennið og mætið stund- víslega. Æ. t. EliDSNÆtll Vantar 2—3 berbergi og eld- bús. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins, merkt: „Túngata“. — (216 Barnlaus lijón óska eftir 1—2 herbergjum og eldhúsi, eða aðgangi að eldbúsi. Uppl. í síma 3092, frá kl. 6—8. (198 Kjötfars, fiskfars heimatil- búið, fæst daglega á Fríkirkju- vegi 3. Sími 3227. — Sent heim. (849 35 krónur. Dívanar, allar tegundir. Fjaðradýnur, allar teg, Dýnur í barnarúm. Og allar tegundir af stoppuðum húsgögnum. Að eins fallegar og góð- ar vörur með sann- gjörnu verði. — Altaf er gott að eiga viðskifti við Húsgagnaver8lunlna við Dómklrkjnna í Reykjavík. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.