Vísir - 13.12.1934, Page 2

Vísir - 13.12.1934, Page 2
VÍSIR Flotamála— umræ ð urnap í London báru engan ár- angur. j London 12. des. FB. Taliö er líklegt, aö flotamála- umræöunum, sem hér hafa staðið yfir aö undanförnu, veröi frestaö í yfirstandandi viku, en ekki beö- iö eftir því, að Japanar segi upp Washington-flotamálasamningn- um, eins 0g búist er við, aö þeir geri. Engar ákvaröanir hafa ver- iö teknar enn sem komiö er urn það, hvenær umræöurnar hefjist á ný, Árangurinn af flotamálaum- ræðunum í London er enginn aö heita má. (United Press). Fjármálaráð- heppar Belgíu og Fpakk- landLs á ráðstefnu um gjaldeyris- málin. París 12. des. FB. Gutt, belgiski fjármálaráöherr- ann kom hingaö í dag til viðræöna viö Germain Martin, fjármálaráö- herra. — Aðalviðræðuefnið verður gullmyntfóturinn. Talið er líklegt, meö tilliti til fjárhagserfiðleikanna í Belgíu og annara erfiðleika,' sem standa í sambandi við þá, að mik- ilvægar ákvarðanir verði teknar á þessum fundi ráðherranna. (Uni- ted Press). Frá Alþingi í gær. Neðri deild. Þar fóru fram atkvæöagreiðslur um þrjú mál, sem frestað hafði verið nóttina áður. Um frv. um bifreiðaeinkasölu gekk forseta erfiðlega að fá fram atkvæði þm. Þegar við fyrstu til- raun greiddu þó 16 þm. atkv. á móti frv. (1. gr.) en ekki nema 14 með frv. og komu þannig ekki fram atkv. tyeggja þm. auk for- seta, en þeir tveir þm., sem ekki greiddu atkvæöi, voru þeir Bjarni Ásgeirsson og Magnús Torfason. Að lokum varð að beita nafna- kalli og var fr-ý. 'þannig samþykt (til 3. umr.) með 17 atkvæðum stjórnarflokkanna og Magnúsar Torfasonár, gegn 16 atkv. 'sjálf- stæðismanna, Ásgeirs Ásgeirsson- ar og Hannesar Jónssonar. Nokkurar umræður urðu enn um frv. um síldarútvegsnefnd o. fl., en umræðu um það mál hafði verið frestað nóttina áður. Að lokinni umræðu fór fram atkvæðagreiðsla um breytingartillögur sjálfstæðis- manna og voru þær flestar feldar og allar sem verulegu máli skiftu. Var frv. síðan samþykt meö atkv. stjórnarliða og fer nú til e. d. Um ferðamannaskrifstofu ,,Rauðku“ urðu nokkurar umræður og var því andmælt af sjálfstæðis- mönnum sem algerlega óþörfu, enda mundi fram borið aðallega til að búa til bitlinga handa þægum flokksmönnum. Umræðunni mun ekki hafa verið lokið og málinty frestað. Frv. um gengisviðauka var nú tekið fyrir til 3. umr., eftir að það hefir „legið í salti“ vikum saman Fylgir því nú viðaukatillaga frá fjármálaráðherra, þess efnis, að leggja 25% viðauka á aukatekjur ríkissjóðs og á verðtoll. Er giskað á, að þessi viðauki mundi gefa rík- issjóði tekjur er nema á fjórða hundrað þús. kr. — Verður nú gaman að sjá socialistana rétta upp hendurnar með þessári hækkun á verðtollinum, sem þeir hafa látist vera svo hamramir á móti. En lítill ætlar nú að verða hagnaðurinn af því að afnema gengisviðauka á kaffi- og sykurtolli! — Samkomu- lag varð um að fresta umr. um þetta mál og vísa því til fjárhags- nefndar til athugunar. Að lokum var tekið fyrir frv. um skuldaskilasjóð útgerðarmanna til 2. umr., en umræðunni var frestað í miðri framsöguræðu Sig- urðar Kristjánssonar, framsögum. minni hluta sjávarútvegsnefndar. Frá meiri hluta nefndarinnar er komið fram alllangt nefndarálit og er ]iað allfjandsamlegt málinu. Hinsvegar er nú sýnt, að málið muni ekki úr þessu geta náð fram að ganga að þessu sinni, enda vís- ar meiri hluti nefndarinnar til þess að bankastjórar Landsbankans og Útvegsbnkans ráði til að fresta því til næsta þings. Efri deild. Samþykt var sem lög frá Al- þingi frv. til 1. um gjaldeyrisversl- un o. fl. (innflutningshöftin). — Umr. urðu aðeins um áfengislögin (3. umr.). Stóðu þær umr. nær óslitið til kl. ca. 7)4. Lítið kom fram nýtt í málinu nema ýmislegt smáskrítið, sem bar á góma í karpi milli þeirra Ingv. Pálmas. og Bernh. Stef. Sagði einhver að um þá viðureign mætti segja líkt og í Heiðarvígum er sagf um þá Þor- björn aumingja og Þorbjörn vesa- ing: „Börðust þeir lengi dags, og veitti hvorugum betur, féllu þeir að lokum báðir dauðir, og voru þó qsárir.“ — Varð Ingvari það m. a. á, að tala um „bifreiðar, sem neyti áfengis" og vildi hann auð- sjáanlega kúga hinar brotlegu bif- reiðar með refsivendi laganna. Sömuleiðis lýkti hann Bernh. Stef. við „Jeppa á Fjalli", sem að vísu vildi forðast brennivínið, en fæt- urnir hlypu með hann i gönur. — Bernh. Stef. hinsvegar lýkti Ingv- ari við hina stjórnsömu (en ótrúu) konu Jeppa, sem vildi hakla Jeppa frá brennivíninu með „Meistara Eirík", hrísvendinum. Ingvar kvartaði undán því, að Bernharð skyldi ekki greiða atkv. með til- lögum sínum og Sigurj. Á. Ó. þó hann engu að síður segði að sér litist vel á þær. Þessu svaraði Bernh. með því, að þó mönnum litist vel á fallega stúlku og fyndu ýmsa g'óða kosti á henni, þyrftu menn ekki endilega að fara að dekra við hana! Margt fleira bar þeim á góma, sem of langt yrði að telja upp. Sigurjón hneykslaðist á fáfræði Bernh., sem hann sagði að vissi ekki „hvenær tímatakmark þessa máls hefði farið fram.“ En um ágreining þeirra Ingv. .Pálma- sonar við aðra deildarmenn sagði hann: „lífsskoðanir okkar stangast hér við andstæða póla.“ Breytingartillögur komu margar undir atkvæði, en voru allar feldar aðrar en tillaga frá Ingvari og S. Á. Ó.. um að ekki mætti selja sama- manni nema ákveðinn skamt á- fengis á mánuði (3 lítra). Einnig var samþykt br.tillaga frá Guðr. Lárusd., þess efnis, að við það á- kvæði frumvarpsins, að ekki skyldi selja áfengi þeim, sem dæmdir hefðu verið fyrir ólöglega vínsölu, skyldi bætast „eða brugg- un áfengis“. — Málið var afgreitt aftur til n. d. tneð 13:3 atkv. Nokkup of5 um ljóðmæli Gríms Thomsens. Heildarútgáfan af ljóðmælum Gríms Thomsens er hið mesta vin- arbragð íslenskri menningu. Lengi hefir mestur hluti þessara ágætu ljóða verið ófáanlegur á íslenskum bókamarkaði. En nú geta allir, sem annars kaupa góðar bækur til að lesa, veitt sér það eftirlæti að eign- ast ljóö þessa merkilega höfuð- skálds og sækja sér þangað sálu- bót og menningarauka. Og fáar bækur er unt að benda á, er séu íegurri vinargjöf þeirn, sem ann kostaauðugum kveðskap. Ætla má líka, aö hin fróðleiksfúsa yngri kynslóð kynni sér sem best þennan skáldskap og sæki sér i hann heilsusamlegan brýning til dreng- skapar og dáða. Eg veit af eigin reynslu, að Grímur getur heillað þá sem ungir eru. Og vinum sín- um verður. hann því kærari, sem þeir lifa lcngur og vaxa að viti og skilningi. Bókaútgefendur munu vera háð- ir því lögmáli, eins og aðrir góðir menn, að njóta verka sinna eða gjalda, eftir því sem málefni standa til. Njóti því Snæbjörn Jónsson heill lianda, er hann hefir boðið þjóð sinni þessa heildarút- gáfu, svo falleg og ágæt sem hún er um flest. Líldega rennur Grím- ur ekki út „eins og vatnið“, eða ýmisleg þynka, sem boðin er í bók- menta nafni. En þó má ætla, og er skyit að vöna, að útgefandinn fái að lokum útgáfukostnaðinn endurgreiddan, og þurfi ekki að greiða af eigin efnum „óendur- kræft meðlag“ með Grími, þessum höfðingja íslenskrar orðsnilli og braglistar, sem aldrei mun fyrnast, meðan íslendingar kunna að meta það, sem þróttmest er og spakleg- ast í skáldskap sínum 0g bókment- um. „Sá deyr ei, sem heimi gaf líf- vænt ljóð“, segir einn þeirra skáld- bræðra, sem Grími er líkastur um margt. Grímur hefir gefið þjóð sinni svo mörg „lífvæn ljóð“, að hann á þennan ódauðleika alveg vísan. Með kveðskap sínum um táp og drengskap, um sérkennilega menn fyrri og síðari alda, um stór- menni og andans höfðingja sög- unnar og listarinnar, hefir Grímur hlaðið sjálfum sér „lofköst, er lengi stendur óbrotgjarn í braga- túni“. í vorri glæsilegu skáldahirð sé eg innarlega á hinum æðra bekk stórmannlegt og mikilúðlegt yíir- bragð Gríms Thomsens, og sómir hann sér þar vel. í bragaræðum og orðasennum verður rýrt fyrir hon- um smámennið. Þótt hann þyki stirðkvæður stundum, á hann það til að bregða.á leik í léttum og dýrum háttum. Hann kveður að því, sem hann' vildi sagt hafa, fast og skýrt, svo að orðtök hans gleymast eigi. Hann æpir eigi eft- ir nótum grunnfærs tíðarandans, heldur fer sinna eigin ferða, frjáls og sjálfstæður. Skáldlist Gríms er „íþrótt vammi firð.“ Hún lýtur ekki að ])ví lægsta, heldur bendir til hærra lifs. Grímur hefir enga löngun til að lýsa sem gerst eymd og and- stygð lífsins, eöa mála með sterk- um litum frumstæðar hvatir og á- stríður mannanna. Hann hefir meiri huga á því, að sýna sem gleggst og skýrast það, sem best er og gildast í lifi hvers manns, skap- styrk, hreysti, mannvit, drengskap og aðrar dygðir og mannkosti. Hann sækir mjög yrkisefni í forn- ar sögur og liðnar aldir, og þýðir gamlan grískan skáldskap. En þetta er ekki dautt fornfræða- grúsk. Hann vill með því það, sem hann segir sjálfur í kvæðinu „Formáli“. í þessu kvæði sjáum vér stefnuskrána, skáldviljann á bak við alt sem hann yrkir. Því vil eg minna á kvæðið hér: i 1 „Víða eru vörður reistar á vegum sögu þessa lands, úr fornöldinni fljúga neistar framtaksins og hraustleikans. ( l Rétt er vörður við að hressa veginn svo að rati þjóð, og bindini’ í að binda þessa björtu neista úr fornrl glóð. J Svipi’ að vekja’ upp aftur alda, atidans rekja spor á sjót, og fyrir skyldum skuggsjá halda, ef skyldu finnast ættarmót, % hvort lifs er enn í laukum vafinn laufguð enn hin forna þöll, eða blöðum bóka vafin blóm eru sögu þornuð öll.“ i \ Þegar Grímur tók sér yrkisefni úr íslenskum og norrænum forn- sögum, þýddi kvæði grískra forn- skálda, og leiddi fram á sjónar- sviðið afreksmenn og sérkennileg- ar persónur horfinna alda, varð alt þetta nýtt og lifandi í meðferð hans, svo að þá var auðfundið, að „lífs er enn í laukum safinn“, máttugt líf fólgið á bókablöðum horfinna alda, sem enginn kunni að endurvekja eins og Grímur. Og hann endurvakti ])að, samtíð sinni og síðari kynslóðum til eggjunar og hvatningar, til að vísa þjóð sinni veginn, gefa henni I-ðunnarepli æsku og endurnýjunar úr hennar eigin laukagarði. Mörg af kvæðum Gríms bera vott um ást þans á dýrunum. Kvæðin „Skúlaskeið“, „Rakki“, „Kópur“ o. fl. bera þess vott, að hann skildi eðli dýranna, þarfir og kröfur betur en nokkurt ann- að íslensk skáld, að Lorsteini Er- lingssyni og Þorgils gjallanda undanskildum. Og/ í „Stjömu- Odda draumi“, einu hinna merki- legustu kvæða í islenskum bók- mentum, gerir hann jafnvel ráð fyrir því, að þessir förunautar og vinir mannanna njóti ódauðleikans með þeim, vegna trygðar sinnar. En Grímur heldur fast fram þeirri skoðun, að maðurinn sé öll- um dýrum æðri, og eigi að vaxa upp úr dýraríkinu, samkvæmt æðstu hugsjónum og þrám anda síns. Hann lætur þeim því eftir skáldfífla hlutinn, sem yrkja og rita mest um „dýrið“ í manninum,. en skeyta minna um að flytja mcnjnunum fegurð, gleði og göf- ugar kendir. Grímur hefir orkt stutt kvæði, aðeins eitt erindi, um þá lífsskoðun, sem nú er alment nefnd efnishyggja. Grímur kallar hana „fjóstrú“, og lýsir henni þanriig: „Verst er af öllu villan sú, vonar og kærleikslaust á engu að hafa æðra trú, en alt í heimi traust, fyrir sálina’ að setja lás en safna magakeis, og á vel tyrfðum bundinn bás baula’ eftir töðumeis.“ J Grímur var víðförull maður framan af ævi. Þess gætir mjög víða í skáldskap hans, að hann hef- ir margt séð og mörgum kynst. Hann hefir verið víðförull í heimi skáldskapar, lista og fagurra fræða, og eru þess dæmin ótelj- andi. Hann gaf sig mjög að stjórn- málastarfsemi, bæði erlendis og síðan heima. Hann hefir séð og skilið skuggahliðar þeirrar starf- semi, þótt nauðsynleg sé, og fund- ið sjálfur, að í þeim viöskiftum á margur á hættu að verða „kalinn á hjarta“. I kvæðinu um lífið í höll Goðmundar kóngs á Glæsi- völlum, er með fáum, skörpum og skýrum setningum dregin upp snildarmynd sem aklrei gleymist. Mér er markaður bás hér í dálk- um blaðsins, og get því eigi ritað um Grim og skáldskap hans eins ítarlega og vel og eg vildi í þakk- lætiáskyni fyrir allar þær unaðar- stundir og andlega nautn, sem ljóð hans hafa veitt mér, frá því er eg nam ungur nokkur alþýðlegustu kvæðin hans.Auk þess hlýt eg að nota hverja stund til annara starfa en bókmentaritgerða. En til skiln- ings á Grími og skáldskap hans, er Iíka nóg að ráðleggja mönnum, að lesa sem best ])ær ágætu rit- gerðir tvær, er fylgja hinni nýju útgáfu, ævisögu Grims eftir dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörð, og erindið um skáldskap Gríms eftir Sigttrð Nordal próf. En einu vil eg bæta við að lok- um. Grímur er ekki aðeins háment- að og spakviturt skáld og snilling- ur á sína vísu. Hann er Iíka krist- inn maður, og það í besta skilningi. I því sambandi vil eg aftur vekja athygli á kvæðinu : „Stjömu-Odda draumur nýrri.“ Hér er ekki unt að vitna í einstök erindi. Kyæðið er Iangt, og ])arf að lesast alt í samhengi. En svo mun fleirum fara en mér, að lestur ]>ess kvæðis sannfæri þá um, hvílíkan snilling vér höfttm átt, þar sem Grímur Thomsen var, frjálsan og auðugan anda, en auðmjúkan um leið, skáld sem skildi og dáði mannlega snild og yfirburði, en beygði sig um íeið í lotningu fyrir Guði og dásemd- um hans. Það er vafalaust, að Grímur Thomsen á sína tryggu vini og að- dáendur með þjóð sinni enn í dag og mun ætið eiga. En þjóðin verð- ur að kynnast honunt betur alment, og hver kynslóð að endurnýja þau kynni, svo að sem flestir megi þiggja andlega nautn, hressing og hvatning úr nægtabúri þessa kjarnorða kraftaskálds. Þess vegna er það svo mikill gróði islenskri bókmenningu, að ltafa nú fengið fullkomna og fagra heildarútgáfu af Ijóðum Gríms Thomsens. Á. S. S»SFr' Krafa um fangahúa og atvinnuhótafé. Norðfirði 12. des. — FÚ. Á fundi Bæjarstjómar Neskaup- staðar 7. þ. m. var samþykt áskor- un til ríkisstjómarinnar um að leggja fram styrk til fangahús- byggingar gegn framlagi frá bæn- um. — Sami fundur skoraði einnig á ríkisstjórnina að leggja fram 8000 krónur til atvinnubóta þar, nú eftir áramótin. Ritfregn. —o— Guðbrandur Jónsson: Gyðing- urinn gangandi og önnur út- varpserindi. Rvík 1934. Bóka- vérslun Sigurðar Kristjáns- sonar. Guðbrandur Jónsson er starfs- maður mikill, sem kunnugt er, og á síðari árum hefir komið hver bókin af annari frá hans hendi. Þessi bók, sem hér um ræðir, mun vera sú fjórða á yfirstandandi ári, ef með eru taldar Ferðaminningar frá Noregi (sérpr. úr Vísi). og „Frjálst verkafólk á íslandi fram til siðaskifta og kjör þess“, en út- gáfa þeirrar bókar mun raunar hafa byrjaö í fyrra. Auk ritstarfanna hefir Guð- brandur Jónsson í seinni tíð flutt allmörg erindi í útvarpið og segja svo margir, bæði í Reykjavík og út um land, að G. J. sé einhver vinsælasti útvarpsfyrirlesarinn, og skal sá, er þessar línur ritar, ekki annað um þetta segja frá eigin brjósti en það, að hann heíir heyrt ýmsa um þetta ræða, bæði Reyk- vikinga og utanbæjarmenn, og sumir hafa jafnvel tekið Guðbrand fram yfir alla hina. Það þarf raun- ar ekki að fara í neinar grafgötur um það, hvers vegna G. J. sé vin- sæll útvarpsfyrirlesari. Hann er rel máli farinn, hnittinn og fjörlegur, og manna fróðastur í fjölda mörg- um greinum. Og hann kann þann- ig með hin ýmsu efni, er hann tek- ur til meðferðar, að fara, að fólk- inu er bæði skemtun og fróðleikur að, og það er ekki öllum gefið. Og þetta má raunar segja að G. J. takist alla jafna ágætlega, bæði í ræðu og riti. Hann er aldrei leið- inlegur, þótt hann sé óþarflega langorður stundum og málið ekki eins vandað og skyldi, en höf. hef- ir sínar kreddur þar um, 0g skal ekki út í það farið hér. Útvarpserindin, sem hér hefir * verið safnað saman, eru þessi: Gyðingurinn gangandi, Apollinia Schwartzkopf, Maria Stuart, íþróttir og met, Jón Þorláksson, Fossinn horfni, Don Bosco, Ösku- dagur, Siðáskiítamenn og Jól. Eins og upptalningin ber meö sér er efnisvalið fjölbreytt. Un» þessi erindi er það í stuttu máll að segja, að þau eru hvert öðrtt skemtilegra og hin fróðlegustu. Einhver bestu erindin eru þó tvfll hin fyrstu. Erindið um Apolliniu, sem aö líkindum var myrt á eitri á Bessastöðum, mun vekja mikl» athygli. Þar er efni, sem skáldi* eiga eftir að smíða úr. Þetta útvarpserindasafn G. J. or. engan veginn merkasta bók han*, en eg trúi vart ööru, en að hútt verði einna vinsælust og mest lesiii allra bóka hans, en með þvi er sagt að hún renni út, og það gerir húa. a.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.