Vísir - 13.12.1934, Síða 3

Vísir - 13.12.1934, Síða 3
y ísir 0 Hin heimsfræga barnabók eftir Jóhönnu Spyri er nú komin út á íslensku. Frú Laufey Yilhjálmsdóttir hefir þýtt bókina. Sagan um Heiðu gerist í hinu fagra fjallalandi Sviss, og er alveg sérstaklega falleg bók, og auk þess skemtileg aflestrar fyrir unga og gamla. Bókin kom fyrst út árið 1881, og siðan liafa komið ótal útgáfur af henni í mörgum löndum. í Þýskalandi einu hafa selst yfir 400 þúsund eintök, og i Noregi er „Ileiða" sífelt einhver mest eftirspurða barnabókin á öllum bókasöfnum þar i landi. j Þetta er fyrri hluti bókarinnar og er 227 bls. að stærð, prentaðar með góðu letri og 13 ljómandi fall- egum myndum. Bókin er bundin í tvennskonar band, og kostar 5 kr. og 6.25. Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala hjá Ig'HlltlEM IIóIm8v«i*s8ihi - Sítni 272(1 § JÖLABÆKUR | JÓLAYÖRUR Jólapokaarkir — 5 Glanspappír — Crep- s pappír — Jólaborð- dreglar — Jólaservi- 5 ettur — Jólapakka- E pappír og garn — s Jólakort — Ludo — E Domino — Prent- s verk — Yatnsliti — s Litblýanta — Spil s o. m. fL s selur BÓKAVERSLUN | SIGURJÓNS JÓNSSONAR ÞÓRSGÖTU 4. l*J: Nýir kaupendur Vísis fá Waðið ókeypis til áramóta. — Þeir nýir kaupendur, sem þess kynni að óska, geta og fengið ókeypis það, sem út er komið af blaðinu í þessum mánuði, meðan upplagið hrekk- ur. Athygli skal vakin á því, að yísir kostar kr. 1.25 á mánuði, en önnur dagblöð hér 2 krónur. VeíSrið í morgun. Hiti í Reykjavik 5 stig, ísafirði 1, Akureyri 2, Skálanesi 5, Vest- mannaeyjum 6, Kvígindisdal 3, Hesteyri 1, Blönduósi 2, Siglunesi %, Grímsey 4, Raufarhöfn 3, Fagradal 4, Hólum í Hornafirði 6, Fagurhólsmýri 5, Reykjanesi 3 stig. Mestur hiti hér í gær 6 stig, minstur 4. Úrkoma 0,9 mm. —■ Yfiíflt: Alldjúp lægð og víðáttu- mfkil suður af íslandi. •— Horfur: Suðvesturland: Austan og síðar suðaustan kaldi. Rigning öðru faverju. Kaxaflói, Breiðafjörður: Norðaustan og austan kaldi. Þíð- viðri og dálítil rigning. VestfírS- Ir: Allhvass norðaustan. Rigning eða slydda. Norðurland: Austan kaldi. Rigning öðru hverju. NorS- austurland, Austfirðir, suðaustur- land: Suðaustan kaldi. Rigning. Bifreiðarslys varð á Vesturgötu í gær, við hornið á húsinu nr. 7, en þt^ta er mjög hættulegur umferðarstaður, því að homið á húsinu skagar út í götuna, sem er of mjó þarna. Gekk kona niður götuna að sunn- anverðu. Var hún með telpu með sér, 4. ára. Kom þá vörubifreið á móti henni og var hún með vagn í eftirdragi og lenti hann á kon- unni, sem féll við, og datt telpan með henni. Meiddist konan lítils- háttar. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á leið til Vestmanna- eyja frá Leith. Goðafoss er vænt- anlegur til ísafjarðar í kveld. Dettifoss er í Hamborg. Brúarfoss kom til ísafjarðar í rnorgun. Lag- arfoss er á leið til útlanda. Selfoss er í Oslo. E.s. Suðurland fer aukaferð til Borgarness mánudag 17. þ. m. kl. 9 árdegis og frá Borgarnesi samdægurs. Goðafoss fór héðan í gærkveldi vestur og norður. Meðal farþega voru: Egg- ert Claessen, Pétur Eggerz, Ingólf- ur Bjarnason, Steingrímur Jóns- son, Matthías Eggertsson, Sig. Bjarklind, Sig. Dalmann, Einar Jóhannsson, H. Ryel, Bogi ísaks- son, Guðm. Guðbrandsson, Svein- björn Jónsson, Mildríður Falsdótt- ir, S. Arnlaugsson, Ásta Helga- dóttir, Unnur Kemp, Unnur Jóns- dóttir, P. Hafstein, Jón Arngríms- son, Ólafur Jónsson, Þorgeir Jakobsson, Erlingur Jóhannesson, Jón Kristjánsson o. m. fl. Sindri seldi bátafisk frá Akranesi (1040 vættir) í Grimsby í gær fyrir 1803 stpd. Markham Cook annaðist söluna. Lassarónar. Svo nefnist bók ein, sem Sig- urður Haralz, sonur Haralds heit- ins Níelssonar prófessors, hefir tekið saman og gefið út. — Henni er skift í tvo kafla og er hinn fyrri miklu lengri: Nokkrir dagar og nætur á Norður-Spáni og Af- skráning í Bordeaux. Sigurður Haralz „hóf ungur siglingaflakk", eins og Þorgeir í Vík, og hefir víða farið og mörgu kynst. Vísir hefir ekki haft tíma til að kynna sér frásagnir háns að svo komnu, en búast má við að bókin sé vel rituð og skemtileg, ef höf. svipar eitthvað til föður síns um ritleikni. — H. N. var, sem kunnugt er, af- burðasnjall rithöfundur. — Bókar þessarar verður nánara getið síðar. A. S. B. Félag afgreiðslustúlkna í bráuða- og mjólkurbúðum held- ur fund ld. 9 í kveld í kaup- þingssalnum. Á dagskrá: Sam- tal við mjólkursölunefndina. — Áríðandi að allar stúlkur mæti. Strokufanginn. Um kl. 10 í gærkveldi símaði Helgi læknir Guðmundsson í Keflavík til lögreglunnar hér í bænum, að strokufanginn Magnús Gislasoii væri í haldi þar syðra. Ilafði Magnús særst í handlegg af skoti og leitað aðstoðar Helga læknis. Var gert aö meiðslunum og er uppvíst varð, að um stroku- manninn var að ræða, var lögregl- unni gert aðvart. Fór Björn Bl. Jónssön og 2 lögregluþjónar suður eftir í gærkveldi til þess að sækja Magnús og komu þeir meö hann kl. um 3J4 í nótt og var honum komið fyrir á sjúkrahúsi Hvíta- bandsins og hafður lögregluvörð- ur yfir honum. Samkvæmt upp- lýsingum, sem blaðið hefir ferigið frá lögreglunni, lagði Magnús af stað suður á bóginn þegar sama kveldið og hann strauk úr fang- elsinu. Þegar hann fór úr húsinu á Bergstaðastræti, þar sem honum var gefinn fatnaður og matur, gekk hann suður Bergstaðastræti og Laufásveg og niður á Vatns- mýri og varð þess þá var, að lög- regluþjónar voru á vakki á vegum og stöðvuðu bila til þess að leita í þeim. Tók hann þá ákvörðun um að hverfa heirn til foreldra sinna suður með sjó og fór hann nú til Hafnarfjarðar, en ávalt í nokkurri fjarlægð frá veginum. Fór hann um Hafnarfjarðarbæ síð- ari hluta nætur og fór því næst með ströndum fram suður að Kirkjubóli, þar sem foreldrar hans búa, og var hann þá slæptur mjög og þreyttur. Kom hann þar árla dags á þriðjudag. — Síðdegis í gær tók hann haglabyssu og kvaðst ætla á fuglaveiðar, en í þeirri för varð' hann fyrir því slysi, að hnjóta um stein, þar sem grýtt var og sleipt en við það hafði skotið hlaupið úr byssunni. Fór það í gegnum fram- handleggsvöðvann. Er þetta all- mikið sár. Magnús gekk heim að Kirkjubóli, en þaðan var sent til Sandgerðis og fengin vörubifreið til þess að flytja hann til lækn- isins í Keflavík. Þjófnaður. Fjórutn vínflöskum var stolið úr bifreið í gærkveldi meðan eig- andinn, sem var með bifreiðina, hafði brugðið sér frá sem snöggv- ast. Unglingspiltar tveir, höfðu tekið flöskurnar og náði lögreglan í þá skömmu síðar. Móakotsmálið. Dómur var upp kveðinn af Jóna- tan Hallvarðssyni fulltrúa í gær í Móakotsmálinu svo nefnda. Áður liöfðu haft rnálið til meðferðar bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Þórð- ur Eyjólfsson og Gústav A. Sveinsson. Mál þetta er búið að standa yfir hátt á fjórða ár, en Jónatan Hallvarðsson var skipaður setudómari í það fyrir 3—4 mán- uðum. Tildrög málsins eru í höfuð- atriðum þessi: Jón Hansson, Móa- koti á Vatnsleysuströnd, réðivetur- inn 1929 til sin heimiliskennara, mann nokkuð við aldur, Árna Theodór Pétursson að nafni, og átti hann að kenna börnum Jóns, sem var fjarverandi frá heimili sinu lengl þá um veturinn. Vetur- inn 1931 fór hann norður og er hann kom heim aftur frétti hann, að Árni Theodór Pétur6son hefði í febrúar það ár farið til Reykja- víkur og gist þrjár nætur á gisti- húsi Hjálpræðishersins, ásamt dóttur Jóns, þá 14 ára gamalli. Með því að Jón taldi sterkar likur til, að Árni hefði þessar nætur samrekt telpunni kærði hann þetta fyrir bæjarfógetanum í Hafnar- firði. Bar telpan það fyrir rétti, að faðir hennar hefði samrekt sér og var hann nú settur í gæslu- varðhald um tíma. Telpan tók þennan framburð aftur síðar og játaði að hún hefði samrekt með Árna Theodóri, sem neitaði að svo væri. Rannsókn málsins leiddi í ljós margt, sem benti til, að fram- burður stúlkunnar hinn siðari væri réttur og var Árni Theodór dæmd- ur eftir 175. grein hegningarlag- anna, sem inniheldur ákvæði um hegningu við að tæla stúlkubörn á aldrinum 12—16 ára til saurlífis. Árni Theodór er kominn yfir sex- tugt og var hann dæmdur í tveggja mánaða einfalt fangelsi. Heimatrúboð leikmanna Vatnsstíg 3. Samkoma í kveld kl. 8. Allir velkomnir. V oraldarsamkoma í Varðarhhúsinu annað kveld (föstud.) kl. 8j4. Mjög mikilvæg umtalsefni. Athygli húsmæðra skal vakin á augl. um nýja mat- reiðslubók, sem birt er í blaðinu í dag, eftir Helgu Sigurðardótt- ur. Bókin heitir „Lærið að mat- búa“ og verður nánar getið síðar. Til fátæka mannsins (sem vantar útvarp) afhent Vísi: 2 kr. frá ónefndri konu, 5 kr. frá ónefndum. Áheit á Hallgrímskirkju í Saurbæ (vegna happdrættis- ins), afhent Vísi: 5 kr. frá P. G. Næturlæknir er í nótt G. Fr. Petersen. Sími 2675. — Næturvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Farsóttatilfelli í nóvembermánuði voru á öllu landinu samtals 1180, þar af í Reykjavík 411, á Suðurlandi 292, á Vesturlandi 129, Norðurlandi 226 og Austurlandi 122. Flest voru kvefsóttartilfellin eða 549 (189 í Rvík), þá kverkabólgu 349 (154 í Rvík), þá iörakvefstilfelli 135 (59 í Rvík) o. s. frv. — Skarlats- sóttartilfellin voru 38, þar af 9 í Rvík, 1 í Grímsneshéraði, 2 í Hafnarfjarðarhéraði, 1 í Ólafsvík- urhéraði, 19 í Dalahéraði, 4 í Þingeyrarhéraði, 1 í ísafjarðarhér- aði og 1 á Akureyri. — Tauga- veikissóttartilfellin voru 10, þar af 9 á Akureyri og 1 í Mýrdalshér- aði. Inflúensutilfellin voru 2, bæði í Reykjavík. — Landlæknisskrif- stofan. — (FB). Gengið í dag. Dollar................. — 4.48JÍ 100 ríkismörk ........... — 178.73 — franskir frankar . — 29.67 — belgur ............... — 104.62 — svissn. frankar . . — 145.26 — lírur ............... — 38.80 — finsk mörk .......... — 9.93 — pesetar .............. — 62.02 — gy'Hni ............... — 303.23 — tékkósl. krónur .. — 19.09 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur . — ioó.oo Gullverð ísl. krónu er nú 49,28 miðað við frakkneskan franka. Áheit á Strandarkirkju afhent Vísi: 5 kr. frá Imbu, 5 kr. frá ónefndum, 2,50 frá Stefa- níu, 10 kr. gamalt áheit frá N. N., 7 kr. gamalt áheit frá H. S., 4 kr. frá L. G., 5 kr. frá E. G., 2 kr., gamalt áheit frá S. P„ 1« kr. frá Á. G., 2 kr. frá S. A., 5 kr. frá J. L., 5 kr. frá Mariu, 2 kr,, gamalt áheit frá ónefndtuu, 20 ftr. frá Clog, 10 kr. frá sjómanni (gamalt áheit). Útvarpið í kveld: 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfr. 19,20 Þingfréttir. 20,00 Klukkri- sláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Frá útlöndum (Vilhjálmur Þ. Gk^a- son). 21,00 Lesin dagskrá sæstu viku. 21,10 Tónleikar: a) Útvakps- hljómsveitin; b) Grammófónn: ís- lensk lög; c) Danslög. Handskomir munir ýmiskonar og stfmir fágætir eru til sýnis á Skólavörðustíg 12. Sjá augl. Jólatré þurkuð og jólatrésskraut verður tekið upp fyrir helgina, en leikföngin eru komin frá: Þýskalandi, Spáni, ftalíu, Danmörku og íslandi. Mikið úrval. — Lægsta verð. K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. N Hin nýja bók Gunnars M. Magnúss: Vifl skalam halda áskaga er komin í bókaverslanir. Aðalsöguhetjurnar í þessari bók eru hinar sömu og í Bðrnia frá Viðigerði sem kom út í nýrri útgáfu fyrir nokkru. Gleðjið börnin og gefið þeim þessar góðu og skemtilegu bækur í jólagjöf. — Aðalútsala Tilkynniiig. Heiðruðu viðskiftavinir og aðrir. Eins og fyrir undanfarin jól, hefi eg lækkað margar vörutegundir í verði. Lægsta verð og bestu vörurnar fáið þér vafalaust í Nýjtt Sólvallabúðnnttm. Gjörið svo vel og sendið jólapantanirnar sem fyrst. Sími 1969. Virðingarfylst. Sveinn Þorkelsson. Sögur handa hömum og unglingum. Fjórða hefti af sögtim þeim handa börnum og unglingum, sem síra Friðrik Hallgrímsson býr undir prentun árlega fyrir Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, er nú komið út. — Sögur þessar hafa orðið vinsælar meðal þeirra lesanda, sem þær eru ætlaðar sér- staklega, og hafa þó guðníðingar hér í bænum reynt að spilla fyrir þeim eftir föngum. — En árásir þeirra hafa ekki borið neinn á- rangur. •— Sögurnar pru 15 í þessu hefti og margar laglegar og lær- dómsrikar. Heiti þeirra eru þessi: „Konungborni smalinn“ — „Af- mælisgjöfin“ — „Grafa eftir epl- um“ — „Loforðið" — „Munaðar- lausa stúlkan" — „Garðurinn" — „Leið oss ekki í freistni" — „Nú gjaldi Guði þökk“ — „Töfragrip- irnir“ — „Tvö mj$kUrglös“ — „Sonur Faraós“ — „Brotna skraut- kerið“ — „Máttur kærleBcans“ — „Baldur" — „Jólagjöf konungs- ins". — K. ---------mSSffifflBra"*------ Símakappskái*. Síðastliðna sunnudagsnwtt þreyttu Norðfirðingar símakappskák við Hafnfirðinga. Teflt var á 10 borð- um. Skákum á 8 borðum var ólok- ið og hafa Norðfirðingar boðið eitt af tvennu: Samkomulag um Sl/2 vinninga Norðfirðingum til handa gegn 4)4 vinningi, eða að teflt verði tií úrslita næstu sunnu- dagsnótt ,að forfallalausu. gjjSfT- Bestu bamabækurnar, Ævintýrabókin, nýjustu litmynda- bækurnar o. m. fl. bækur hentug- ar til jólagjafa fást í Bólcaversl. Kirkjustræti 4 (litlu búðinni). Opin kl. 1—7 daglega til jóla.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.