Vísir - 16.12.1934, Page 3

Vísir - 16.12.1934, Page 3
VÍSIR Kven- og karlmannaskór í stóru lírvali Alt nýjap vöpup. Nýjasta tíska. Ritfregn. Helga Sigurðardóttir: Lærið að matbúa. Rvík MCMXXXIV. Bók sú, sem hér ræðir um, er matreiðslubók og ágrip af næring- arefnafræði, og er höfundur henn- ar, Helga Sigurðardóttir búnaðar- málastjóra, löngu kunn um land alt fyrir margar ágætar bækur svipaðs efnis, sem komið hafa út eftir hana á undanförnum 3—4 ár- um. Fyrsta bókin var „Bökun í heimahúsum". Kom hún út 1930 og er uppseld. Árið 1932 kom út bókin „150 jurtaréttir" og seldist upplagið alt á tiltölulega skömm- um tíma. Báðar þessar bækur hafa verið endurprentaðar. — í fyrra kom út „Kaldir réttir og smurt brauð“ og nú „Lærið að matbúa“. Hin mikla sala á bókum H. S. sýnir ljóst, að mikil þörf hefir verið á bókum um þessi efni og vinsældir bókanna sýna einnig glögt, að henni hefir tekist að búa þær svo úr garði, að almenningur hefði þeirra full not. Uin tilgang- inn með seinustu bókinni segir höf. svo í formála m. a. „Tilgangurinn með bók þessari er sá, að bæta úr hinni miklu þörf, sem verið hefir á kenslubók til notkunar við kenslu í matreiðslu í barnaskóla-eldhúsun- um. Erlendis hafa menn hinsvegar lengi haft góðar kenslubækur í matreiðslu, til notkunar i barna- skólum. Hér hafa kennarar orðið að notast við að gefa börnunum fyrirsagnir um matreiðsluna, sem þau hafa svo orðið að skrifa upp, og hefir það starf gengið misjafn- lega og seint. Af þessari ástæðu hefi eg ráðist í að þefa út þessa matreiðslúbók, sem aðallega er sniðin fyrir kenslu í barnaskólun- um, en á hinsvegar einnig að mega nota við styttri námskeið og skóla víðsvegar um land, og sem leiðar- vísi fyrir konur, er vilja aíla sér fræðslu í þessum efnum.“ — Við samningu bókarinnar hefir verið stuðst við kunnar erlendar bækur um sama efni, en alstaðar tekið tillit til íslenskra staðhátta og ]>eirra fæðuefna, sem aðallega' eru notuð hér á landi. — Handrit bók- arinnar var lagt fyrir fræðslumála- stjóra og skólaráð barnaskóla Reykjavíkur og leitaði það álits sérfræðinga um bókina, og að því fengnu mælti skólaráðið með henni við kenslu í barnaskólum landsins. Bókin er 160 bls. innbundin og fæst hjá bóksölum hvarvetna. a. Landskjálfti. London 15. des. FÚ. Snemma í morgun tilkynti jarð- skjálftarannsóknarstöðin í Kiew, að vart hefði orðið við snöggan jarðskjálftakipp og sex *mínútum áður hafði orðið vart við jarð- skjálfta í Bombay, og ætla menn, að það sé sami jarðskjálftakipp- urinn. 12. þ. m. urðu allmiklir jarð- skjálftar á Leeward eyjum í Vest- ur-Indium. Ekki er þess getið, að menn hafi farist, en byggingar skemdust allvíða. Ad átta sig. Útvarpserindi Ólafs Friðriks- sonar fyrir nokkrum dögum, er hann nefndi „Að villast“, var að mörgu leyti merkilegt erindi og staðreynd og þess vert, að það sé athugað til frekari skilnings. Fyrirbrigði þetta er svo algengt, eins og flestir vita, bæði á landi og sjó ekki síður, enda vita flestir að uppfynding leiðarsteinsins var með einhverjum mestu menningar- framförum mannkynsins. Það sem merkilegast er við þessa svoköll- uðu villu, eru hringarnir eðahring- ferðirnar sem viltir menn fara svo iðulega, þó það sé auðvitað ekki undantekningarlaust. Svo er þetta einkennilega og ömurlega ástand, sem viltir menn komast í, sem oft er mjög örðugt að komast úr eða losna við, þó þeir reyni að beita skynfærum sínum, eins og þeir geta, jafnvel mjög ilt að sannfæra vilta menn um villu sína. Villan kemur venjulegast fyrir þegar hið líkamlega skynumhverfi hefir ]irengst að miklum mun, t. d. í hríðarbyl eða þoku eða þéttum skógi. Þetta villuástand hefir líka komið yfir menn, án þess að það hafi þrengst frá þvi venjulega; t. d. hafá* menn vilst í þektum hús- um eða jafnvel í einstökum her- bergjum. Þesskonar hefir lítils- háttar komið íyrir mig og fanst mér það alt annað en þægilegt á meðan að það varaöi. Nú er það auðvitað, að i byl eða jioku þreng- ist skynsvæði mannsins mjög, hvað hina líkamlegu " sjón snertir, og kemur hún því ekki að haldi, en það skýrir ekki hið ömurlega á- stand sem viltir menn komast venjulega í,, og því síður skýrir það hr.ingferðirnar. Það sýnir að- eins. að Jiessir menn eru ófærir að sjá eða skynja leið, nema með sín- um líkamlegu sjónfærum. • Aftur virðast oft blindir menn hafa sjón- skynjan án líkamlegra sjóntækja, svo kallaða andlega sjónskynjun og jafnvel sum dýr virðast standa ]>ar flestum mönnum mikið fram- ar, t. d. í ratvisi. Hringferðir viltra manna eru sönnun þess, hvað við erum yfir- leitt háð hringlínunni eða hring- skynjuninni í þessum heimi; hún birtist aðeins þarna í gleggri og á- takanlegri myndj þegar umhverfið hefir snögglega breytst vegna ó- nógrar skynjunar. í venjulegu á- standi er skynjunin víðtækari, en samt fylgir hún í öllum grundvall- aratriðum hringlínunni eða hnatt- löguninni. Það sem viö segjum að sé beint er aðeins partur úr hring- línu. Við segjum, að hlutirnir séu svona gerðir, já, það er satt, fyrir okkar skynjan, en hún er ekki hin endanlega eða fullkomnasta skynj- un; sama umhverfið getur því ger- breyst með breyttri skynjun, eða horfið og annað komið í staðinn og orðið jafn verulegt og hitt var áður. Það er því engin nauðsyn, að leita að eða ímynda sér aðra tilveru eða skynheim langt fyrir utan þennan. Við tölum um villimenn eða vilta Jijóðflokka. Hvað er nú meint með þessu orði? Jú, það mun eiga að þýða menn, sem hafa þröngan skynheim, eru ekki enn búnir að átta sig nema að litlu leyti á til- verusviði sínu. Eru viltir. Það get- ur verið að mörgum þeirra þyki ástand sitt ekki slæmt. En séð frá öðru sjónarmiði, t. d. hinu svo- kallaða menningarsviði nú á dög- um, verður að telja ástand sumra þessara þjóðflokka mjög slæmt, jafnvel hryllilegt. Þetta er að vera viltur. Nú má spyrja: Erum við þá ekki öll, eða mennirnir yfirleitt, meira og minna vilt? Jú, það er nú einmitt það sem við erum, og gengur mörgum illa að átta sig eða víkka skynhringinn, jafnvel þó reynt sé að leiðbeina, alveg eins og ilt er að fá viltan vegfaranda til að átta sig og þiggja góð ráð. Eins og flestir eru sammála um, er maðurinn meira en líkaminn, hann er andi — fyrst og fremst andi — þess vegna verður, þegar talað er um villuástand manna í víðtækari merkingu, að gera grein- armun á villu eða villimensku manna, hvort hún beinist mest- megnis eða eingöngu að hinu ver- aldlega skynsviði eöa andlega skynsviði. Þetta er auövitað aldrei hægt að aðskilja til fulls, því öll skynjun er i raun og verp andlegs eðlis; en það má Jiroska hana eða beina henni í tvær gagnstæðar átt- ir; það mætti nefna aðra verald- lega skynheimsstefnu en hina and- legu skynheimsstefnu. Maðurinn getur verið sæmilega að sér — eða lítið viltur — í annari, þó hann sé illa að sér — eða ramviltur — í hinni. En ef annars þarf án að vera, þá er hættuminna að hafa aðþrengdan efnisleg^n skynheim, heldur en andlegan, því það er sá mikli munur á þessum skynhring- um, aö efnisskynhring'urinn er al- gerlega lokaður, og sá sem er hon- um eingöngu háður, kemst aldrei út úr hringavillunni, að öðru ó- breyttu. En andlega skynheims- stefnan er að vísu fyrir flestum ennþá hringlína, en sá hringur er ólokaður í áframhaldi og það gerir muninn. Þar er möguleikinn að opnast, að komast út úr hringavill- unni, því hann er á leið að verða að beinni skynlínu — eða full- komnun — eða þeirri vídd, sem eg nefni gildi — andlegt gildi. Þessar tvær skynheimsstefnur, er eg hefi nefnt, þurfa helst að þroskast nokkurn véginn jafnt, ef * vel á að fara, sérstaklega er hættu- legt að vanrækja hina andlegu skynheimsstefnu, eins og áður er sagt, eða að hafa lokaðan hug og fráhrindandi, frá öllum andlegum sannleik, að eg’ ekki nefni þá ó- skapastefnu, að temja sér vísvit- andi blekkingar, hvort sem þær beinast að eigin persónu eöa öðr- um mönnum og málefnum, sem umhverfa öllum sannleik. Slíkt á- stand liggur út í þá hringavillu, sem altaf þrengist, og að lokum verður andlegur hringsnúningur á sama stað. Þessu ömurlega ástandi mætti líkja að einhverju leyti við það, sem flestir þekkja og börn hafa stundum að leik, að snúast um sjálfan sig. Þá fer umhverfið alt á ferð og flug, alt verður öfugt. og snýst um eða stendur á höfði, verður óþekkjanlegt eða illgrein- anlegt, alt er á ferð og alt er öfugt. Því grundvöllurinn var svikinn, sem bygt var á. Að endingu vil eg geta þess, að villu eða villuástandi hefir oft ver- ið kvartað undan af dánum mönn- um, sem annars hafa getað sann- að sig, og komið hafa fram við miðilssambönd. Sjálfsagt er það á mismunandi stigi og mismunandi erfiðleikum háð þar, eins og hér, að leiðrétta villu sína. En það gefur fult tilefni til að líta með meiri alvöru á þessa hlið málsins, en gert er venjulega, og reyna að átta sig í tíma. Það er engan veginn víst, að það verði auðveldara seinna. * Þ. J. J. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. LÍTIfl í GLUGGANA BRYNJU 1 DAG. t \ V Langar yður að elgnast fagpan bíl? OPEL er óvenjulega fagur bill — straumlínu lögun af smekklegustu gerð sem nokkru sinni hefir sést hér á landi. Hvergi farið út i öfgar. Erlend blöð lofa Opel i hvívetna og telja hann feg- ursta bílinn sem sýndur var á síðustu bila-sýn- ingu nýlega. púmgóðan bíl? OPEL er sérlega rúmgóður — miklu rúmbetri en þér haldið þegar þér lítið á hann að utan. Dyrnar eru breiðar og auðvelt að ganga inn og út. Vélin er framar en vanalega, og við það vinst hið sama og að bíllinn væri allur lengii. spapneytinn bíl? OPEL er svo ódjT í rekstri að furðu gegnir um bíl af þeirri stærð. Lítill skattur, bensin og olíu- notkun svo hverfandi smá að einsdærni þykir. Vélin er kraftgóð og liljóðlaus. Vökvahemlar (bremsur), hnéliðsfjöðrun að framan og demp- arar á afturfjöðrum sem verka á báðax fjaðr- ir í senn svo bíllinn er framúrskarandí mjúkur og slingrar ekki. Ferðakista mjög rúmgóð sem komast má i bæði að aftan og innan frá úr aftara sætinu. Framsæti færanlegt til að vera við hvers manns liæfi. Vandaður frágangur i hvívetna, fagrir litir, fljót afgreiðsla og lágt verð. Adam Opel A.-G. Russelsheim, Umboðsmenn: Jób, Ólafsson & Co., Reykjavík;, Dýraverndun Þegar mag. Árni Friðriksson talaði í útvarpið um úrelt líffæri og dáði jafnmikið og hann gerði Darwins-kenninguna, hugsaði eg: Tvennir verða tímarnir. lig man þá tíð, að sú kenning var ekki rnikið dáð. Oft var það svo, þegar um hana var talað, að maður mátti fyllilega búast við harðvitugri orðasennu, og voru þá móthalds- menn hennar margir um einn. Á. F. sagði ekki, svo eg eða þeir sem hlustuðu ásamt mér heyrðu, hver skapað hefði fyrstu lífveruna. Ef við mennirnir eigum að vera komnir út af dýrunum, væri þá ekki rétt að halda meira upp á dýriu og fara betur með þau, en gert er? Það vantar mikið á, að vel sé yfirleitt farið með dýr. Auð- vitaö eru til góðar undantekning- •t- ar, en þær eru ekki nógu margar, það er áreiðanlegt. Ff maður minnist á að illa sé farið með dýrin, þá er ætíð sama svarið, og svarið er þetta: „Það er nú sem betur fer orðin mikið betri meðferð á skepnum heldur en var“ Það er nú satt. En á meðaniSkepnur eru drepnar úr hor í kringum Reykjavík, höf- uðstað landsins,' finst mér ekki hólsverð meðferðin. Hér í Reykja- vík situr þó stjórn Dýraverndunar- félags íslands. Verður manni á að halda, að menn svo nærri stjórn- inni hlífðust heldur við, að drepa úr hor, nefnileg.a að þeir mundu vera hræddir við að verða fyrir hegningu,' en hva'ð. mun þá vera út um lárid, þar sem skepnueigandi hefir ekki mikið aö óttast í þessu efni og áreiðanlega fer mörg skepnan í fönn fyrir vanrækslu. Menn eiga að smala fé sínu þegar illviðri eru fyrirsjáanleg. Hestarnir. Hestarnir sem notaöir eru til | mjólkurflutninga eru misjafnlega meðfarnir. Það er hræðilegt að sjá, hvernig þessir veslings hestar eru látnir standa á götunum timunum saman oft í vondum veðrum. Mennirnir sem með þá eru fara inn í hús og sölubúðir, liklega til erinda, annað hvort fyrir sig sjálfa eða húsbændur sína, og er þá við- búið að hestunum verði of kalt, ef þeir eru látnir standa mjög lengi. Þessi ósiður ætti að falla niður, að svo miklu leyti sem við verður kom- ið. Þar að auki er börnum, sem iðu- lega þyrpast utan um hestinn mik- il hætta búin af þessu. Eg hefi séð börnin skríða undir kvið hestsins, er þá viðbúið að hann fælist, þar sem hann stendur fvrir kerrunni. Maður getur hugsað sér hvernig ]iá mundi fara um börnin eða barn- ið. Slys væri óhjákvæmilegt eða jafnvel bani. Yfirbreiðslur á hestana. Flestir eða allir menn, sem hafa ökuhesta í brúkun, geta ef þeir vilja, haft góðan, stóran poka und- ir aktýgjunum á hestinum (ullar- balla). Sagt er og sannað af eftir- tektarsömum mönnum, að betra sé fyrir hestinn þó rigning sé að hafa pokann. Pokinn er rnikið skjól fyr- ir kuldanum, bleytan fer úr honum jafnóðum, furðu fljótt. Yfir marga hesta er breytt og suma vel, en oft er yfirbreiðslan einfaldur strigi og er hann betri en ekki neitt, en þó ekki fullnægj- Eggert Glaessen hæstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofa: Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10, austurdyr. Sími: 1171. Viðtalstími: 10—12 árd. and í vbndum veðrum. Margir hestar eru líka með bert bakið. F.f pokinn nær aftur á lend hests- ins, getur hann lika dregið úr sárs- auka af svipuhöggiun ökumanna, sem oft eru óþarflega vel úti lát- in. Eg ætla nú hvorki að vona eöa biðja menn. Eg ætla hér með að skora á stjórn Dýraverndunarfé- lags íslands og meðstjórnendur þess, að beita sér afdráttarlaust fyrir því, að dýrunum líði betur. Þó sáttgirnin sé góð, dugar ekki altaf að sættast, og virða að engu kærur, sem fram koma á menn fyrir óforsvaranlega meðferð á skepnum og láta kærurnar daga uppi hingað og þangað, eða kann- ast alls ekki við að þær hafi ver- ið sendar til réttra aðila. Ingunn Pálsdóttir frá Akri. Perur nýkomnar. Vers!. Vísir Armbandsúr. Vasaúr. Klukkur. Fallegt úrval. HARALDUR HAGAN. Simi: 3890. r Lestrarlampar. Standlampar — Borðlampar — Vegglampar. úr tré — járni — bronee — leir. — Nýjasta tíska. Skermabúöin, Laugavog 15.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.