Vísir - 02.01.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 02.01.1935, Blaðsíða 2
VÍSIR DHaraaM QlLSlglHl ((l!|r' kaupmaim yðar um BEfiSDORP Busoum -Hoiund jL=» 1 BUSSUM - HOLLAND Það er drýgst og best og því ódýrast. Fæst í pökkum með 1/8 og 1/4 kg. og pokum með 5 kg. Heildsölubirgðir. Stjórnmálin 1934. Það var aldrei búist við því, að sú breyting, sem gerð var á stjórnarskránni á árinu 1933, til umbóta á kosningafyrir- komulaginu, mundi leiða til fullkomins réttlætis í þeim efn- um. Sú varð heldur ekki raun- in á. Niðurstaðan af þingkosn- ingunum s. 1. sumar varð sú, að um 25 þús. kjósendur, sem fylgdu sjáifstæðisflokknum og bændaflokknuni fengu 23 þing- sæti, en ifæpl. 23 þús. kjósendur, sem fylgdu alþýðuflokknum og framsóknarflokknum eða voru utanflokka fengu 26 þingsæti. Af þessu leiddi, að meiri hluli þingmanna, sá er síðan tók að sér stjórnarmyndun, hafði að baki sér minni hluta kjósanda í landinu, þeirra er áhrif böfðu á skipun þingsins. Hins vegar er á það að líta, að ógild féllu þá atkvæði rúmlega 3000 kjósanda (kommúnista og þjóðernis- sinna), sem náðu engu þing- sæti, og þó að allir flokkar hefði fengið þingsæti að tiltölu við atkvæðamagn, eins og stjórnar- skráin ætlast til, en ekki hefir enn tekist að tryggja, þá hefði þó enginn ákveðinn eða sam- feldur meiri hluti orðið til i þinginu. Eigi að síður hefði það að sjálfsögðu verið eðlilegra, að meiri hluti þeirra kjósanda, sem áhrif liöfðu á skipun þingsins, hefði öðlast aðstöðu til þess að «kipa stjórn landsins, en ekki minni hlutinn. En þessi niður- staða kosninganna staðfestir nú að eins það, sem menn, eins og áður er sagt, vissu fyrir, að um- bætumar á' kosningafyrirkomu- láginu eru énn ekki nema hálf- gerðar. í áramótáhúgleiðingum Vísis «m stjórnmálin 1933 (2. jan. 1034) var að því vikið, að hið rangláta kosningafyrirkomulag éða hin úrelta kjördæmaskipun, •em við höfum átt við að búa, hefði stuðlað að þvi að viðhalda óeðlilegri flokkaskiftingu í landinu, og var í því sambandi sérstaklegá bent á framsóknar- flokkinn, sem þá hafði klofnað í lok aukaþingsins 1933, með þeim hætti, að tveimur þing- i inönnuin liafði verið vikið úr flokknum, en tveir aðrir sögðu sig úr honum, ásamt ýmsum öðrum kunnum mönnum. Höfðu þessir menn allir vitan- lega verið mjög fráhverfir liinni socialislisku stefnu, sem ýmsir aðrir ráðamenn flokksins* fylgdu fram og sýnt þótti að verða mundi allsráðandi innan flokksins, er stundir liðu. Af þessu þótti einsýnt, að flokkur- inn mundi hrátt riðlast enn meira og Jieir menn, úti um bygðir landsins, er andvígir væri hinni socialistisku stefnu, segja skilið við hann og flokka- skiftingin smátt og smátt kom- ast i eðlilegrá liorf en hún var i áður í skjóli liinnar ranglálu kjördæmaskipunar. — Þelta hefir nú ekki gengið eftir, nema að litlu leyti enn þá. Að eins lítill liluti kjósanda framsóknarflokksins hefir skil- ist frá honum, aðallega í þeim kjördæmum, þar sem hinir brottviknu þingmenn voru í kjöri. Hinum socialistisku for- ingjum flokksins hefir tekist að halda meginþorra kjósandaliðs- ins saman til þessa. Væntanlega er það þó ekki svo að skilja, eða þarf ekki aÓ vera, að kjósendur flokksins aðhyllist svo ahnent hina socialistisku stefnu for- ingjanna, heldur komi þar ým- islegt annað til greina. Það er t. d. ólíklegt, að kjósendur flokksins í Skagafirði, þar sem telja má áð sést liafi einna minst merki klofningsins við síðustu kosningar, hafi alment verið fylgispakari við hina „rauðu“ stefnu, heldur en t. d. kjósendur í Strandasýslu, Húna- vatnssýslum eða Eyjafirði, þar sem liðið sundraðist svo mjög. Miklu nær liggur að álykta þannigi að hér komi aðallega til greina mismunandi aðstaða þeirra manna, sem voru í kjöri í þessum kjördæmum af liálfu framsóknarflokksins og bænda- flokksins og i annan stað sá heimskulegi fjandskapur, sem hinum „rauðu foringjum“ framsóknarflokksins liefir tek- ist að innræta flokksmönnum sínum til „Reykjavikur og ein- bættismanna-valdsins“, sem þeir telja sjálfstæðisflokkinn fulltrúa fyrir. En ])að má lelja alvcg einstakt merki menning- arleysis, þetta hatur til höfuð- staðar landsins, sem svo mjög ber á meðal fylgismanna frain- sóknarflokksins í sveitunum. Meðal siðaðra þjóða mun það yfirleitt vera svo, að heiður höf- uðborgarinnar sé talinn heiður þjóðarinnar. Reykjavíkur-hatr- ið má þannig óhætt teljast sér- kenni þeirrar skrílmenningar, sem framsóknarbroddarnir kappkosta svo mjög að út- breiða. , Framsóknarflokkurinn á enn eftir að riðlast. Jafnvel í þing- flokknum eru enn þá eftir nokkurir menn, sem í eðli sínu eru algerlega andvígir hinni socialistisku stefnu flokksfor- ingjanna, en hafa látið kúgast af harðstjórn þeirra og „hand- járna-“aga. Og kjósandatala flokksins í siðustu kosningum gefur algerlega ranga hugmynd um fylgið innan flokksins við þá stefnu. Það mundi vafalaust koma í ljós, ef látin væri faru j fram slík állsherjar atkvæða- j greiðsla um þjóðnýtingu, sem farið var fram á í tillögu þeirri, er borin var fram á siðasía þingi af liálfu sjálfstæðisflokks- ins. En sú krafa verður vafa- laust borin fram aftur á næsta þingi, enda er brýn nauðsyii á því að gefa kjósöndum slíkt til- efni til að taka sjálfstæða af- stöðu til þessa höfuðágreinings- efnis síjómmálaflokkanna. Það verður að fá úr þvi skorið, hvort meiri hluti þjóðarinnar vill vit- andi vits leggja út í þá eyði- merkurgöngu, sem foringjar framsóknarflbkksins og social- istar eru að reyna að leiða liana út í meira og mirina blindaða af Arið Landbúnaðurinn. ' Niðurl. „Um mjólkurframleiðslu og *mjólkursölu er svipað að segja og siðastliðið ár. Mjólkurbúin eru 5 starfandi eins og s. 1. ár og söluverð mjólkur og mjólk- urafurða hið sama og þá, nema 2ja aura lækkun á lítra í Rvk. frá 1. nóv. í sambandi við hin nýju mjólkurlög. Það má því fullyrða, að mjólkurverðið sé mjög hið .sama og í fyrra, en þá var það ca. 24 aurar á lítra hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur til jafnaðar, en 16—18. aurar hjá öðrum mjólkurbúum landsins fyrir utan flutningskostnað til búanna. Þó að verðið sé ekki liærra en þetla liefir mjólkur- framleiðsla búanna fremur far- ið vaxandi. Samt er það enn svo, að smjörskortur er í landinu suma tima árs og enn hefir ekki verið unt að láta lögin um blöndunarstyrk smjörs í smjör- líki koma til framkvæmda vegna smjörskorts. Almennar framkvæmdir bænda þetta ár virðast liafa verið öllu minni en síðastliðið ár. Jarðræktarskýrslurnar eru ekki komnar það margar, að unt sé að nefna ákveðnar tölur. Árið 1933 voru þær yfir milj. dagsverka. En fullyrða , má, að þær verða mun minni fyrir árið 1934. Einkum eru fullunnar jarðabætur miklu minni nú, en aftur á móti undir- búningur allmikill undir rækt- un t. d. skurðagerðir. Sömuleið- is virðist nokkur aukning á matjurtagörðum og áburðar húsum. Lánveitingar úr Ræktun r- sjóði eru lika minni nú en síð- asta ár. Alls hafa verið.veilt úr honum 125 lán á móli 170 i fyrra og lánsupphæðin 2f>6 þús- und á rnóti 350 þús. í fyrrá. Nokkuð af lánum þessum hefir farið ti! húsbygginga. Úr Byggingar- og landnáms- sjóði hafa verið veitl 31 lán. Af þeim 29 til endurbyggingar og tvö til nýbýla, en siðastliðið ár voru öll þessi lán 32. Bygging- arkostnaður virðist heldur fara lækkandi. Jarðyrkjuverkfærakaup lialda áfram að minka frá ári til árs. Þannig eru nú fluttir inn að eins 25 plfegar á móti 33 í fyrra, en um 40 lierfi eins og þá — auk þess nokkrir steingálgar og áburðardreifarar. Aftur á móti hafa lieyvinnuvélakaupin auk- ist mikið. Þannig eru nú keypt- ar til landsins 251 slátluvél en 80 í fyrra og 171 rakstrar- og snúningsvélar, en 45 í fyrra. Sýnir.þetta eins og vænta mátti, að ræktaða landið kennir mönnum betur og betur að nota vélarnar, og ‘sömuleiðis liitt, að sú breyting á jarðræktarlögun- um, að láta verkfærakaupasjóð- inn styrkja menn til lieyvinnu- vélakaupa hefir verkað eins og verd ber. Áburðarkaupin liald- ast sömuleiðis óbreytt frá þvi sem verið heffr og aukast þó lieldur. Þannig voru nú flutt inn 2551.4 tonn, en í fyrra 2360. Aftur er innkaupsverðið Iægra nú, eða 420 þús. en 435 þús. í fyrra. Einnig hafa kaup á girðingarefnum verið meiri nú en árið áður. Alt þetta, heyvinnuvélakaup- in, áburðarkaupin og girðinga- Sjáiístæði Austnrríkis. Samkomulag, sem á að tryggja sjálfstæði ogr öryggi Austurríkis — og friðinn í Dónarríkj- unum. flokksæsingum og stéttahatri. Og það mun líka verða greið- asta leiðin til að koma flokka- skiftingunni í landinu í eðlilegt horf. 1934. kaupin, sýnir það, að nú leggja bændur meiri áherslu á að nota sér sem best þá ræktun sem orðin er, en leggja minni áherslu á liitt, að þenja rækt- unina út. Enda verður að telja' það hárrétta stefnu, eins og all- ar aðstæður eru nú. Af smærri greinum búnaðar- ins má nefna það, að prjóna vélar liafa verið keyptar til landsins á árinu meira en nokk- uru sinni fyr. T. d. hefir S. 1. flutt inn á árinu 145 vélar á móti 32 i fyrra. Virðist það benda á aukinn áhuga á heimil- isiðnaði, enda er nú veittur styrkur úr verkfærakaupasjóði til prjónavéla. Refaeldi liefir fárið mjög í vöxt á árinu og virðist áhuginn f>TÍr þeirri grein búskaparins sífelt aukast. Veruleg tekju- grein er þetta sanit ckki orðin fyrir bændur, og ])ó síst fýrir þjóðina, því að viðkoman, eink- um á silfurrefum, fer öll i aukn- ingu stofnsins, og auk þess bef- ir til þessa í'arið út úr landinu allmikið fé árlega fyrir innflutt dýr. Skýrslur eru ekki enn þá yfir refaeldi og refabú. En eftir þvi sem næst verður komist, eru nú í landinu rúmt 300 full- orðnir silfurrefir og á fjórða bundrað yrðlingar, og um 170 blárefir fullorðnir i eldi og liátt á fimta hundrað yrðlingar. En þessar tölur eru þó elcki ná- kvæmar. Ilross voru flutt út lílið eitt á árinu. Aðallega til Englands og Danmerkur og var verð á þeim 80 til 140 krónur. Um 200 stk. voru einnig flutt lil Þýskalapds og var verð á þeim hærra, eða 155 til 210 krónur. Enda voru það yfirleitt úrvalshross. Þýska- landssendingin var aðallega reynslusending, og mátti nokk- urs af þeim markaði vænta, ef hestarnir líkuðu. Enghi opinber gögn liggja fyrir um það, hvern- ig hestarnir liafa reynst, en flogið liefir það fyrir, að ])eir sem eignuðust þá hafi talið sig verða mjög fyrir vonbrigðum. Ekkert skal fullyrt um, hvort þetta er á rökum bygt, en vara- samt mun að gera sér háar von- ir um þann markað. Um aðrar nýungar í búnaði, sem reyndar hafa verið undan- farið, eins og innflutning skoska sauðfjárins og karakúlfjárins, og skosku nautgripanna er það að segja, að þær virðast hafa orðið meira og minna mishepn- aðar. Kreppulánasjóður. Á þessu ári hafa staðið yfir lánveitingar úr Kreppulánasjóði og skulda- skil í samhandi við þær. AIIs hafa sótt um lán úr sjóðnum til þessa 2770 bændur og er nú þegar búið að samþykkja, og að meslu að veita 2154 lán. Lánað hefir vcrið sem hér segir: . Til greiðsht á Kr. veðskuldum . . . . 1.613.072.44 vöxtum 346.407.15 forgangssk. . . . . 102.734.63 lausaskuldum 4.808.674.32 eða alls .. kr. 6.870.888.54 \ Niður hafa verið feldar .... kr. 5.262.669.38 i Mestur hluti hinna niðurfeldu Rómaborg 31. des. FB. Tilkynt hefir veriö, aö utanríkis- málará&herra Frakklands, Laval, sé væntanlegur hingaö snennna i janúar, til viöræöna viö Mussolini. Gert er ráö fyrir, að þá veröi geng- ið frá samningi milli Ítalíu, Ung- verjalands, Tékkóslovakíu, Þýska- lands og Rúmeniu, til verndar og skulda liafa verið verslunar- skuldir. Mest hefir verið niðurfelt af lausaskuldum í Árnessýslu, eða 75%, cn minst í Mýrasýslu og Norður-Þi n geyjarsýsl u, , eða 33%. Þeir um 600 bænda sem eftir eru af þeim sem sótt hafa um kreppulán verða afgreiddir á árinu 1935 og sömuleiðis þeir, scm lcynnu að sækja um lán á árinu. Alls má telja að árlegur vaxlaléttir þeirra lána sem bú- ið er að breyta í kreppulán sé milli 170 og 180 þúsund krón- ur, auk lrinna stórbættu afborg- unarkjára sem lánunum fylgja. Önnup lond. (Helstu viöburöirjlt Árið var yfirleitt viðburÖarríkt í ýmsum löndum. I verslunar- og viðskiftamálum yfirleitt varðengin stórbreyting. Öll viðskifti eru enn háÖ meiri og minni hömlum hvar- vetna og horfurnar á því, að viÖ- skiftin verði aftur jafn frjáls þjóða rnilli og þau voru, áður en kreppan kom til sögunnar, bötnuðu í rauninni sára lítið á árinu. Þó • var viða gert mikið til þess, að vinna bug á kreppúnni, og vöktu mesta eftirtekt hinar stórfeldu við- reisnartilraunir Franklins Roose- I velt Bandaríkjaforseta'og stjórnar nans, í viðskifta- og atvinnumálum og viðreisnarmálum yfirleitt. Þó óhemju fé hafi verið varið í þessu skyni, þykir enn mjög vafasamt hvern árangur það muni bera, ])ótt ekki sé deilt um, að framkvæmdir stjórnaririnar hafi bjargað svo mil- jónum manna skiftir frá skorti og jafnvel hungurdauða. — Hafði Bandaríkjaforseti frjálsar hendur að heita mátti í þessum efnum og í kosningum þeinr, sem fram fóru í haust, vann hann og flokkur hans hinn glæsilegasta sigur. - Sambúö þjóðanna hefir að ýmsu leyti ver- ið erfið á árinu, og hefir hún versnað milli sumra þeirra vegna óvenjulegra og afleiðingaríkra at- burða, sumra svo alvarlegra, að minstu hefir munað að styrjöld hlytist af (t. d. morð Alexand- ers konungs Jugoslava í Marseille) og er ekki enn séð fyrir, hverjar afleiðingar það kann að hafa, þótt bráðabirgðasætt tækist milli Ung- verja og Jugoslava, fyrir tilstilli ÞjóÖabandalagsins, en Júgóslavar höfðu kært Ungverja fyrir hlut- deild i undirbúningi að, konungs- morðinu. í þessari alvarlegu deilu hafa Litla bandalags-ríkin staðið saman (Tékkóslóvakía, Júgpslávía og Rúmenía), en Austurríki og ítalía hafa stutt Ungverjaland, enda er orðið ærið náið viðskifta- og að surnra áliti stjórnmálasamband milli þessara þriggja síðástnefndu ríkja.. Álment er þó talið, að tekist haf'i að koma í veg fyrir að styrj- öld( brjótist út vegna konungs- morðsins. Um leið og Alexander konungur var rnyrtur, var Barthou, Utanríkismálaráðherra Frakklands, einnig drepinn, eins og kunnugt er. Barthou hafði gert miklar tilraunir til þess, að koma á öryggissáttmála milli ríkjanna í Austur-Evrópu. Er öryggis sjálfstæði Austurríkis. — Hepnist að koma þessu áformi í framkvæmd telja menn, að stórt skref hafi verið stigið tiL þess að- tryggja frið um langt skeið í Dón- árlöndum, þar sem ófriðarhætttan hefir oft verið einna mest áber- andi. (United Press). enn i lok ársins deilt harðlega úm konungsmorðið, milli Austurríkis- manna annars vegar og Tékkósló- vaka og Júgóslava hins vegar. Fyrr á árinu höfðu gerst mjög alvarleg- ir atburðir, bæði í Austurríki og Þýskalandi, sem margir litu svo á, að kynni að leiða til friðslita. —r Snemma i febrúar voru miklar ó- eirðir í Frakklandi og munaði minstu, að borgarastyrjöld brytist út í landinu, en óspektirnar voris bældar niður, ríkisstjórnin sagði af sér og myndaði ])á Doumergue, fyr- verandi forseti Frakklands, þjóð- stjórn, og var hún við völd til skamms tíma, 1 Austurríki braust út 1)orgarastyrjöld í febrúar og stóð baráttan milli jafnaðarmanna og ríkisstjórnarinnar. Biðu jafnað- armenn algerlega lægri hlut og var flokkur þeirra leystur upp. Ríkis- stjórnin átti fram eftir öllu sumri í vök að verjast, vegna hermdar- verkastefnu nazista, sem óefað vortt studdir af Þjóðverjum, og voru öll þessi mál mikið deiluefni, þó eigi færi svo illa, að styrjöld yrði af- leiðingin. Dollfuss kanslari Austur- ríkis var myrtur á árinu (júlí), og hafði sá atburður miklar afleiðing- ar, en þó eigi eins alvarlégar og bú- ist var við. \Tar talið, að nazistar hefði ætlað að hefja uppreist, en ekki þorað þegar á átti að herða, cnda var ])egar ljóst, aðallega vegna öryggisráðstafana þéirra, sem ítal- ir gcrðu, að ríkisstjórntn mundi fá þann stuðning til þess að bæla nið- ur hvers konar uppreistartilraunir, er hún þyrfti. Eftirmaður Dollfuss varð dr. S.chussnigg og hefir verið kyrrara í landinu uþp á síðkastið en áður og fjöldamargir pólitískir fangar hafa fengið allar sakir upp- gefnar og verið látnir lausir, sein- ast fyrir jólin um 5000. — Snemma á árinu (í febr.) lést einn M kunn- ustu ])jóðhöfðingjum álfunnar, Al- bert I. Belgíukonungur. Hann hrap- aði til bana í Ardennerfjöllum, ea við konungdómi eftir hann tók Leo- pold sonur hans, sem kvæntur er Ástríði, er var sænsk prinsessa. Engar alvarlegar afleiðingar hafði fráfall Alberts konungs og hclst í öllu samvinna Belgíumanna og Frakka, en sú samvinna er mjög mildlvæg, enda er hún sum- part hernaðarlegs eðlis og beint gegn Þjóðverjum. Bæði löndin telj- ast og til hinna svo kölluðu gull- landa, þ. e. þeirra Ianda, sem vilja fyrir engan mun hverfa af grund- velli gul.ísins, én það hefir þð á yf- irstandandi ári reynst sumum þess- ará þjóða erfitt, t. d. Beígíumönn- um, og orsakaði þar stjórnarfall fyrir skömmu. — I sambandí yið tíðindi þau, sem gerðust i Austur- ríki, 0g ástandið ]iar, í Frakklándi, á Spáni og víðar, er vert að geta þess, að einræðisstefnum hefir í ýmsuin löndum aukist fylgi. Aust- urríkismenn breyttu stjórnarfyrir- komulaginu hjá sér mjög að ítalskri fyrirmynd á árinu og mjög stefnir í sömu átt á Spáni. Fasistar og konungssinnar þar hafa færst mjög í aukana og þar í landi var yfir- leitt ókyrðarástand á árinu, sem loks leiddi til hálfgerðrar byltingar í haust, þá er Gil. Robles fasista- foringi hafði gert auknar kröfur fyrir hönd flokks sins um þátttöku í ríkisstjórninni. Voru horfumar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.