Vísir - 01.02.1935, Síða 3

Vísir - 01.02.1935, Síða 3
VtSIR heftiu veriö: Hag-naöur af starf- semi á sumardaginn fyrsta úra kr. 3800,00, hagnaöur af bókaút- gáfu, „Sólskin", rúmar kr. 1100.00, hagnaður af basar kr. 650,00, hagnaöur af blaöi dagsins „Barna- dagurinn" kr. 332,00. — Aöal- gjaldaliöurinn var resktur dag- heimilisins, en reksturshallinn á þeim liíS varö um kr. 3500,00. — Innstæöa í Landsbankanum: Ki*. 5435.96, — trjáræktarsjóöur kr. 1170,12, basar kr. 253,66, eða alls um kr. 6860. — Félagiö á nú.elgn- ir sem eru rúmlega 50 þúsund króna viröi, samkvæmt efnahags- reikningi. En af þeirri upphæð er reksturságóöi allrar starfsemi fél. áriö 1934 kr. 2259,00. Það nýrrudi hafði veriö tekiö upp, samkv. tillögu frá gjaldkera, að gefa út blað sumardaginn fyrsta, „Barnadaginn“. Áður er getið um hagnaðinn af útgáfu þessa blaðs, en auk þess varð blað- ið félaginu hin besta auglýsing. Samkvæmt' félagslögum átti að kjósa tvo menn í stjóm að þessu sinni. Steingrímur Arason og frú Ragnhildur Pétursdóttir gengu úr stjörninni, en voru bæöi endurkos- ityög er stjórnln því skípuð sömu mönnum og áður. . Stjórn félagsins starfar kaup-- laust. Mesta .starfiö hvilir nú orðið á gjaldkera félagsins, ísaki Jóns- syni, og er það all-tímafrekt og snúningasamt, alt reikningshald fél., innkaup fyrir dagheimilið' og eftirlit með því á starfstímanum, auk blaðaútgáfu á sumardaginn fyrsta og svo að sjá um að iim- heimta árgjöld félagsmanna. — Pundurinn samþ. skv. tillögu Jóns Normanns Jónassonar kennara, að greiða gjaldkera 300 kr. þókn- un fyrir starfið á liðnu ári, en gjaldkeri kvaðst mundu láta þetta fé ganga til félagsins aftur, eins og hann hefði gert í fyrra, til þess að kaupa fyrir það nauðsynleg á- höld handa dagheimilinu. Þá var rætt um framtíðarstarf félagsins. Formaður hóf umræður um það og taldi mikla nauðsyn á því, að auka við byggingu félags- ins, svo að haegt væri að veita fíeiri bömum hjálp, og skifta þeim í flokka eftir aldri. Taldi formaðr ur þrjár deildir nauðsynlegar fyrst um sinn: 1. fyrir börn á 1. og 2. ári, 2. fyrir börn á 3. og 4. ári og 3. fyrir böm 5—7 ára og eldri. Eftirfarandi tillögur voru sam- þyktar með öllum greiddum at- kvæðum: ' I. „Aðalfundur Barnavinafél. Sumargjöf, haldinn 27. jan. 1935, leggur áherslu á, að félagið fái að nota lóð þá kringum „Grænuborg" sem það hefir umráð yfir, til' þess að reisa smáhús,, svipað því, sem fyrir er, Sem félaginu er bráðnauð- synlegt til eðlilegrar þróunar, svo að það geti rétt fleiri börn- um og heimilum hjálparhönd.“ 2. „Fundurinn samþykkir, að Barnavinafél. Sumargjöf byggi hús á landi sínu á næsta vori, svip- að því, sem fyrir er, ef fé er fyrir hendi, og felur stjórn félagsins f.ramkvæmdir i því efni.“ Barnavinafélagið Sumargjöf innir af hendi mikið og þarft starf i bæjarfélagi voru, og hefir mikinn hug á að auka starfsemi sína. Ættu bæjarbúar að styðja þetta nytsama félag með því að ganga í það eða styðja það á ann- an hátt. Skottulæknir handtekinn. Sannast hefir á Sigurð Hannes- son smáskamtalækni, Þingholts- stræti 5, að hann hefir tekið að sér að eyða fóstri konu, sem leit- aði til hans. Haíði konan veikst og leitað þá til Arna Péturssonar læknis, sem gerði landlækni við- vart, en hann sendi lögreglustjóra skýrslu um, málið. Hefir lögreglu- stj. sjálfur haft hana méð höndum. Konan, sem er 32 ára og hefir átt 2 börn, bar það, að um mánaða- mótin desember og janúar hefði hún leitað til S. H. og samist þannig með þeim, að hann eyddi fóstri hennar fyrir 30 kr. Átti hún að koma 15 sinnum og greiða 2 kr. í hvert skifti. S. H. hafði á orði, að hann væri vanur að taka þriðjungi meira, en vegna erfiðs fjárhags hennar léti hann sér þetta nægja. — S. H. notaði raf- magnsljós við fóstureyðingartil- raunirnar, en þær báru ekki árang- ur, og hætti konan að fara til hans, en veiktist svo, og leitaði þá til Á. P. — S. H. var handtekinn á þriðjudag í yfirstandandi viku. Hann er 62 ára og hefir stundað smáskamtalækningar síðan 1898 og byrjaði þær í Eyrarsveit. Hann er ókvæntur. S.H.vildi ekki viður- kenna, að .hann hefði tekið „bein- línis“ að sér að eyða fóstri kon- unnar, en hann mun hafa haft fleiri konur til lækninga og notað rafmagnsljós við tilraunir sin- ar. — Á „lækningastofunni" fundust ,,tesla“-tæki, meðalagutl o. s. frv, Héraðslæknir skoðaði S. Ií. og taldi hann tæplega vera heilan á geðsmunum. Plefir hann því verið sendur á Klepp og dr. Helga Tómassyni falið að rann- saka andlega heilbrigði hans. — Kært hafði verið til landlæknis fyrir 1—2 áruni yfir lækninga- braski Sigurðar, en ekki er kunn- ugt, að landlækni hafi þótt taka Jivi, að sinna slíkum umkvörtun- um. Framboð við kosolngu] f ótvarpsráð árlð 1935. í gær, fimtudaginn 31. jan. kl. 4 siðdegis, kom kjörstjórnin við kosningu í útvarpsráð saman á íund, með því að þá var útrunn- inn framboðsfrestur. Formaður lagði fram 3 framboðslista, er hon- um höfðu borist í þessari röð:' I. iFimtudag 24. jan. kl. I5,20: 1. Pálini Hannesson, rektor. 2. Ámi Sigurðsson, fríkirkjupr. 3. Guðm. Thoroddsen, prófessor. 4. Freysteinn Gunnarsson, skólast. 5. Sigurður Skúlason, magister. 6: Katrín Thoroddsen, læknir. II. Fimtudag 31. jan. kl. 15,00: 1. Ánii Friðriksson, fiskifr. 2. Magnús Jónsson, prófessor. 3. Árni Pálsson, prófessor. 4. Guðni: JónSson, magister. 5. Sigurður Kristjánsson, alþm. Þ. Níels Dungal,' próíessar. III. Fimtudag 31. jári. kl. 15,3°: j.-Jón Eyþórsson, veðurfræðingur 2. Emil Jónsson, bæjarstj., Hafn- arfirði. 3. Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú. 4. Ragnar E. Kvaran, skrifst.stj. 5. Höskuldur Baldvinsson, raffr. 6. Ingimar Jónsson, skólastjóri. Eftir að kjörstjórnin hafði at- hugað listana og skjöl þau, er þeim fylgtiu, úrskurðaði hún þá alla gilda og gaf þeim bókstafs- heiti, A, B og C, í sömu röð sem þeir höfðu borist. Undirritaði kjörstjórnin kvittanir fyrir mót- töku listanna og gerði ráðstafanir til að birta þá almenningi í útvarp- inu og meö auglýsingu í Lögbirt- ingablaðinu. í kjörstjórninni eru, auk út- varpsstjóra , Vilmundur Jónsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Oslo, 28. jan. FB. Verð á hvallýsi. Samkvæmt Tönsbérg blad liefir Jabre yfirréttarmálaflutn- ingsmaður, sem dvelst í London sem stendur, selt til viðbótar 1200 smálestir af hvallýsi af þessa árs afla. Verðið er 13 stpd. pr. smálest. — Blaðið tel- ur 150.000 smálestir hvallýsis óseldar af afla núverandi ver- tíðar. 10 OF 1 = 11621872 =E, K. | Veðrið í morgun. í Reykjavík — 2 stig, Bolung- arvík — 4, Akureyri — 7, Skála- nesi — 5, Vestmannaeyjum 2, Sandi — 5, - Kvígindisdal —< 5, Hesteyri — 6, Gjögri ý- 4, Blöndu- ósi — 5, Siglunesi — 5, Grímsey — 1, Raufarhöfn — 3, Skálum — 4, Fagradal 7— 6, Papey — 6, Hólúm í Hornafirði — 6, Fagur- hólsmýri — 6, Reykjanesi 2, Fær- eyjum 2 stig. Mesttir liiti hér i gær 1 stig, mest frost 7 stig. Úrkoma 0,4 mm. Yfirlit: Djúp lægðar- raiðja yfir Reykjanesi á hreyfingu austur eftir. Horfur: Suðvestur- land: Suðvestanátt og slyclda íram eftir deginum, en síðan norðan. Faxaflói, Brei'ðafjörður, VestfirÖT ir, Norðurland, norðausturland, Austfirðir, suðausturland: Austati og norðaustan hvassviðri og snjó- koma. Síldarútvegsnefndin, Útgerðannenn hafa nú kosið fulltrúa af sinni hálfu í síldarút- vegsnefnd. Fór talni.ng atkvaða fram i stjórnarráðinu í gær. Nið- urstaða kosningarinnar varð sú, að Jón Amesen framkyæmdarstj. á Akureyri var kosinn mcð 53 at- kvæðum. Hafsteinn Bergþórsson framkvstj. hlaut 23 atkv, Vara- maður í nefndina var kosinn Jón Kristjánsson, Akureyri með 49 atkv., Halldór Guðmundsson á Siglufirði hlaut 17. — í nefndina hafði Alþingi kosið þá Finn Jóns- son, Jakob Frímann og Sigurð Kristjánsson kaupm., Siglufirði, en Alþýðusamband íslands, Óskar Jónsson í Hafnarfirði. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss íór héðan í gær áleiðis vestur og norður kl. 4J4, f morg- un lá skipið til drifs út, af Ðýra- firði. —■ Goðafoss kom að vestan og norðan í gærkveldi. Dettifoss er á leið til Vestmannaeyja frá Hull. Brúarfoss er á leið til Kaup- mannahafnar frá Grimsby. Lagar- foss er á Blönduósi. Selfoss er í Antwerpen. Frá skattstofunni. Sérstök athygli skal vakin á auglýsingu i blaðinu í dag um •framlengingu á framtalsfresti til 7. febrúar. Er áríðandi að menn noti vel þennan aukafrest, sem gefinn er og að allir telji fram. Sérstök ástæða er til þess að minna alla á að gefa upplýsingar í Ivaupniannaöfn og konungs- hjónin, er ensk-<lönsk i]>rótta- um hagi sína. Jafnvel þó að menn hafi engar tekjur og eigi engar eignir, er nauðsynlegt að endur- senda eyðublöð þau, sem menn hafa fengið, til skattstofunnar, því að ella eiga menri það á hættu, að þeim verði áætlaður skattur: Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Simi 2234. Nætur- vörður i Reykjavikur apoteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Haukanes hefir selt 971 vætt ísfiskjar fyrir 992 stpd. Salan fór fram í Grims- by. „ / Nýju áfengislögin ganga í gildi í dag og hefst nú sala sterku vínanna. Reglugerð um sölu og veitingar áfengis var birt í Lögbirtingablaðinu í gær. kepni fór fram nýiéga i Kaup- mannahöfn. Breskur togari, sem hafði orðið fýrir einhverju áfalli, var væntanlegur hingað í dag. Var annar togari, lika bresk- ur, í fylgd með. honum, Annar þeirra er frá Grimsby, hinn frá Hull. Skipin voru, ,,ókomin, er blaðið fór í pressuna Mjólkursaían. Það hefir heyrsf, að mjólkúr- sala hafi viða verið'. mjög lítil hér í bænum í niorgun og að sum heimili hafi alls enga mjólk kevpt eða þþ sáralitla. Það er og talið að mjólkursalan hafi farið heldur minkandi undanfarna daga, en ekki hefir blaðinu lekist að fú þær sögusagnir staðfestar af réttum hlutaðeigöpdum, þó að um hafi verið spurt. — Veð- ur var hið versta framan af UmræOufundur um eitt hið mesta velferðarmál íslensku þjéðarinnar yerður haldinn n. k. sunnudag, 3. febr., i ÍSt,ýÍA BÍÓ og hefst kl. 2l/j é. h. —— ------------ Aðgangur ókeypis. --------h,t,.. . :. —.- Ræðumenn: Sigfús Sigurhjartarson, cand. theol., kennari. Jörundur Bryn jólfsson, alþm. . .< Guðrún Lárusdóttir frú, alþm. Einar Olgeirsson, forstjóri. Pálmi Hannesson, rektor. Kl. 2«/z. Allir velkomnir. Nýja Bíó Kl. 2VZ. TIL FRÓÐLÉIKS OG SKEMTUNAR. ; Þáttur ísleifs seka JÓhannessonar. Eftir Gísla Konráðsson. f (Lbs., 1128,- 4to; eiginhandarrit Gísla). 1. Torfalækjar Jón fanst myrður. Hér skutu nú fyrst taldar sagnir þær, er glögglega hafa í manna minnum verið langl frám á 19. öld og fullur sannur á talinn. Maður liét Guðmundur er bjó á Torfalæk á Ásum í Húnaþingi; kona lians hét Guðrún; eigi verður fundin ætt þeirra, þó getið sé til, að annaðlivort þeirra eða bæði væri af ætt Jóns Rauðbrata á Söndum í Miðfirði, er margmennur ættbogi er frá í Húnaþingi og víðar. Hét Elín dóttir þeirra Guðmuudar; minkaði þá Guðrún við sig .eftir lát hans og byggði hálfa jörðina móti sér þeim manni, er Jón hét og margir kölluðu síðan Torfalækjar Jón, en að engu getið, hverrar ættar hann var, kallaður meinhægur maður og óáleitinn við aðra. Margrét hét kona lians. En er liér frá segir, var Bjarni sýslumaður Hall- dórsson á Þingeyrum1). Guðmundur hét kaupamaður einn sunnlenzk- ur; telja sumir hann úr Garðisunnan.karlmenni að burðum og afarabúðarmikinn að sjá, en eigi bar á skapbresti hans svo mjög; héldu það sum- 1) 1701—73. ir, að hann mundí margvís. Réðist hann að fyrirvinnu til Guðrúnar ekkju. Teigur einn var þá á éngjunum á Torfalæk, sem eigi var skift og skyldi sitt liafa hvort siim- ar Jón og Guðrún. Einii morgun kemur Jón snemma út; sér liann þá að sleginn er téigurinn. Hann lét eins og hann sæi það ekki og ræddi um við engan mann. Nú var heyið þurkað og sætt. En er Guðmundur ætlaði að binda heyið heim — þri- slegið bafði hann teiginn — var það horfið. Hafði Jón bundið það um nóttina og hirt. Gvöndur kallaði fast eftir heyinu við Jón, en Jón kvað það sína eign verið hafa, og skyldi liann aldrei af hafa, þótt hann vildi gera sér létt- ara fyrir og vinna að því og hafði lieldur i glensi. Brást Gvöndur þá við afarreiður, heitaðist við Jón og sagði, að svo skyldi liann til ætla, að ]>egar þeir fyndust einhverju sirini í tómi mundi hann gjöld nokkur fyrir taka lieytökuna. Jón kvaðst að sínu gengið hafa, en eigi hans. Gvönd- ur kvað alt skyldi bíða síns tíma. En að áliðnu sumri fór Jón út í Höfðakaupstað; Gvöndur fór á eftir honum um kvöldið og kom liið sama kvöld lieim aftur. Var liann þá spurður að Jóni en kvaðst ekkert af honum vita og aldrei hafði hann séð hann í sinni för. Litlu síðar spurðist lát Jóns; fanst liann við sjó undir klöpp einni. Sást það, að hann mundi af mannavöldum dáið hafa, því mælt er að áverkar sæist á honum. Margir dróttuðu þessu að Gvöndi, en eigi varð liaim uppvís að því, svo neinn þyrði á hann að hera, og lágðist þá mál þetta niður. En það þótt- ust margir sjá, að svipur Jóns fylgdi Gvöndi jafrian, þó aldrei vissu menn til að það ynni Gvöndi sjálfum mein. Ætluðu þá margir að hann kynni að verja sig; hræddust margir myrklyndi hans. • ' ' i ■ V 1 2. Afgangur barna Gvendar vóveiflegur. Guðmundur háfði ferigið. Elínar Guðmunds- dóttur og Gnðrúnar ekkju, og flutt’i liann nú bú sitt að Köldukinn1). Fimm voru böru þeirra Elínar; synír þeirra voru ísleifur, Magnús og Jón, en dætur Guðrún og Gróa. Einn dag sat Jón yfir lömbum á hólunum fyrir sunnan bæinn i Köldukinn. Hann kom eigi heim, er hans var von; fór þá faðir hans um kvöldið að leita að honum, og fann hann þar sem hann lá og spyradi frá sér höndum og fótum, barðist um og félt froða og blóð af vit- um lians. Gvöndur bar hann heim og bráði.þá af honum. Um sumarið fór hann út í kaupstað, en þeg- ar liann kom að Hafstaðaá, stöðvaði hann hest- inn við ána, og vildi eigi á ána riða, en svo vav sem hesturinn vildi með. engu móti kyr þola og stökk þegar fram í ána, enn Jón rak þegar upp hljóð undarlegt. Við það litu samferðamenn hans aftur, því liann fór siðastur. Sáu þeir þá að Jón félt af hestinum i ána, og þegar þeir komu að var hann dauðvir. 1) i Torfalækjarhreppi. Gvöndur flutti enn búferlum að Syðra-Hóli, á Skagaströnd; þar bjó hann 15 veiur. MÍagnús sonur hans var þar hjá honum. Haiun reri um sumar eitt \áð og við, gekk heinian a-i morgnana og heim á kvöldum —r er það óg eigi. alllangur- vegur. Eitt kvöld kom hann eigi heina sem liánn. var vanur. Faðir hans fór þá ,af sitað. að leita' hans og fann hann á melunum við Laxá, lá hann þar dauður, blár sem hel. ísleifur Guðmundsson kvæntist mey þéirri,. er Guðrvin hét Ámadóttir; hún 'var kölluð góð kona og væii; bjuggu þau á Hóli1), ,en þá höfðu þau skamma hríð sanian verið, er l.síeifur fanst einn drottinsdagsmorgun undir hriékku þeirri er Langabrekka heitir og er fyrir irinan Hösk- uldsstaði hjá alfara vegi. Var ísléifúr þar dávið- ur, og héldu menn harin hefði dáið af flogi, þvi það þótlust menn sjá, að mjög hafði hann um brotist, en enginn vissi hann flogasjúkan áður. Gróa Guðmundsdóttir dó voveiflega á Beina- keldu í Þingi, en Guðrún misti vifa við Hösk- uldsstaðakirkju. Fyrir þvi trúðu meaa að Torfa- lækjar-Jón hefði gengið aflur og vxúdið óföram þeini, er börn Gvöndar urðu fyrir., Það er og sagt, að einhverju sinni dreymdi Margrétu, ekkjvi Jóns„ að Jón, maður henngr, kæmi til hennar og segði: „Gvöndur fær gjöld i öðrum heimi, en börn hans í þessum.“ Við það stjTkt- ist mjög trúin um aflurgöngu Jóns, jþví að Mar- grét sú var merk kölluð. Frh. 1) Vindhælishreppi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.