Vísir - 13.03.1935, Qupperneq 3
VlSIR
Stðrt frakkneskt seglskip
^~325ss£sas3iBr«»»ír '^í!S3fS«íJs;;?'^3s^?srr'^.' '^3£S^nm».. •■aryr' v.'iV.. - -á»i. r«rrTi-w——»
strandar á MeðallandsfjOrn.
Flestir skipsmanna bjargast á land mjög hraktir. Af
29 manna áhöfn fórust 5.
Flestat þjóöir heims ætla a'ð
taka þátt í heimssýningunni, feem
haldin verður i Brussel, höfuðborg
Belgiu, i sumar. Danir taka þátt
í þessari sýningu og ætla sér að
leggja mikla áherslu á, að sýning-
HEIMSSÝNINGIN í BRUSSEI
argestir fái sem glegsta hugmynd
um viöskifta-, fjárhags- og félags-
Hf í Danmörku. Töflur þær og
tölur, sem sjást hér á myndinni,
eru m. a. notaðar í þessu skyni,
og sýna hve rnikill hluti dönsku
þjóðarinnar vinnur í hinum ýmsu
atvinnugreinum, frávinstri: Ymsar
atvinnugr. 5,8%, við flutninga o.
íi. 7,i%, landbúnað 30%, í iðnað-
inum 29%, við verslun 7,8%,
heimaiðnað 7,8%, atvinnulausir
9.5 %>•
12. mars. FÚ.
Frá Vík í Mýrdal
símar fréttaritari útvarpsins i dag :
Talið er að skip muni hafa
strandað á Meðallandi en fregnir
eru mjög óljósar. — Fjórir útlend-
ingar komu i dag heim að Fljót-
um, sem er bær austarlega í Me'ð-
allandi. Ekki hefir mál þeirra
skilist, og hefir þvi engin vitneskja
fengist hjá þeim. Leit var hafin
og fanst fljótlega einn maður á
melunum sunnan bygðarinnar.
Talið er að mönnum þessum líði
sæmilega. Ekki er frétt nánar um
árangur leitarinnar en margir
menn leita. Skygni var vont og
mikil rigning og foráttubrim me'ð
allri ströndinni.
Vík i Mýrdal, klukkan 20.
Leitarmennirnir eru nú komnir
til bæja og fundu 19 skipsbrots-
menn lifandi frarn við fjöru og tvö
lílc sjórekin. Surnir skipsbrotmenn
eru mjög klæðlitlir og þrekaðir, og
hafa þeir nú allir verið fluttir
heirn að Fljótum og dvelja þar í
nótt. Strandaða skipið er einnig
fundið á Slýjafjörum og er þrí-
mastrað seglskip. Engar upplýs-
ingar eru fengnar um það enn,
hverrar þjóðar skipið er, en hrepp-
Föstuguðsþjónusta
í frikirkjunni í kveld kl. 8%,
síra Árni Sigurðsson.
Veðrið í morgun:
Hiti um land alt. í Reykjavík 3
stig, Bolungarvík 1, Akureyri 2,
Skálanesi 6, Vestmannaeyjiun 2,
Sandi 1, Kvígindisdal o, Hesteyri
o, Gjögri 2, Blönduósi 2, Siglunesi
2, Grílnsey 2, Raufarhöfn 2, Skál-
um 5, Fagradal 8, Papey 4, Hólum
í Hornafirði 6, Fagurhólsmýri 6,
J’teykjanesi 3, Færeyjum 5. Mestur
liiti hér í gær 10 stig, minstur 3.
Úrkoma 8,3 mm. Yfirlit: Grunn
lægð við suðurströnd íslands og
önnur yfir Norður-Grænlandi. Há-
þrýstisvæði um Bretland og Nor-
eg. — Horfur: Suðvesturland,
Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirð-
ir, Norðurland: Breytileg átt og
hægviðri. Dálítil úrkoma. Norð-
austurland: Hæg suðvestan átt.
Víöast úrkomulaust. Austfirðir,
suðausturland : Hæg sunnan átt og
rigning i dag, en breytileg átt og
úrkomulítið í nótt.
Landsmálafélagið Vörður
heldur fund í Varðarhúsinu
annað kveld kl. «8j%. Allir sjálf-
stæðismenn velkomnir.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína Guðrún Þorkelsdóttir frá
Valdastöðum i Ivjós og Jón Þór-
arinsson, bátsmaður.
Frakkneskur ræðismaður,
Auvynet að nafni, lrom hingað
á Dettifossi síðast, og gegnir ræð-
ismannsstörfum hér um stundar-
sakir. Hann hefir gegnt vararæð-
ismannstörfum í Liverpool að
undanförnu.
því var þa'ð ekki lagt út „Rauna-
saga Nönnu“ frekar cn „Nanna“,
sem ekkert segir nianni.
G. J.
stjóra hefir skilist svo að áhöfn
skipsins hafi verið 30 manns.
—o—
Vísir átti i morgun tal við Vik
í Mýrdal um strand þetta. Kvað
heimildarmaður bla'ðsins talið víst,
að skipið væri frakkneskt og frá
Gravelines. Eftir því sem menn
hafa komist næst voru 29 menn
á skipinu, en þar af munu 5 hafa
farist. Tvö lík liafa fulidist. Skip-
brotsmennirnir eru nú á Sy'ðri-
Fljótum. Þanga komust 4 skips-
manna í gærmorgun og gátu með
bendingum komið fólkinu í skiln-
ing um, að skipi þeirra lief'ði
strandað. Var þá safnað liöi og
fundu leitarmenn brátt einn skip-
verja, sem mun hafa farið á eftir
hinum fjórum. Á strandsta'ðnum
fundust 19 menn. Allur þessi hóp-
ur er nú á Sy'öri-Fljótum og þeim
hjúkrað þar og að þeim hlynt eft-
ir föngum. Voru skipbrotsmenn
kaldir og hraktir og lítt búnir a'ð
klæðum. Voru sumir þeirra alveg
að fram komnir. Um heiti skipsins
er mönnum enn ókunnugt, því að
enginn hefir enn haft tal af þeim,
sem skilur mál þeirra. Veður var
hið versta við sandana í gær og
brimrót mikið. Nánari fregna af
strandinu er ef til vill að vænta í
lcveld.
Leilrkvöld Mentaskólans.
í kveld kl. 8% stundvíslega
hefja Mentskólanemendur sýningu
á gamanleiknum Henrik og Pern-
illu. Aðgöngumiðar verða seldir í
Iðnó til kl. 8 í kveld eða jafnvel
þar til er leikurinn héfst. Skóla-
kórinn syngur nokkur lög á undan
leiksýningunni.
Síldarútgerðarmenn
víðsvegar að af landinu, Iiafa
haldið fundi hér í bænum að und-
anförnu, til þess að ræða stofnun
matjessíldarsamlags, er starfaði í
sambandi við nýju síldarútflutn-
ingsnefndina. Tveir fundir voru
haldnir og á fyrri fundinum voru
þessir mcnn kosnir í nefnd til þess
að reyna að jafna ágreining þann,
sem orðið hefir út af stofnun mat-
jessíldarsamlags: Hafsteinn Berg-
þórsson, Jón Arnesen, Óskar Jóns-
son, Ásgeir Bjarnason, Finnur
Jónsson. — Meiri hluti nefndar-
innar vildi stofna nýtt matjessild-
arsamlag, en minni hlutinn (Ás-
geir Bjarnason), að síldarútgerð-
armenn héldi sig að samlaginu,
sem stofnað var á Akureyri. Til-
lögur meiri hluta nefndarinnár
voru feldar með 70:62 atkvæðum
á fundi,.sem haldinn var í gær.
Fiskmarkaðurinn í Póllandi.
Innflutningsleyfi hefir nú feng-
ist í, Póllandi fyrir 200 smálestum
af hraðfrystunm fislci. Verður
fiskurinn frystur í Sænsk-íslenska
frystihúsinu og mun m.s. Steadv
eiga að flytja hann til Gdynia. Jó-
hanri Jósefsson alþm. hafði með
höndum athugun markaðsmögu-
leika í Mið-Evrópu í vetur, að
beiðni ríkisstjórnarinnar. Það er
íyrst og fremst árangur af starfi
Jóhanns Jósefssonar, að framan-
nefnt innflutningsleyfi hefir feng-
ist.
Skip Eimskipafélagsins.
Gullfoss er i káupmannahöfn.
Goðafoss fór liéðan i gærkveldi á-
Ieiðis til útlanda með viðkomu í
Keflavík og Vestmannaeyjum. —
Dqttifoss fer héðan annað kveld
áleiðis vestur og norður. Brúarfoss
ér í London. Selfoss er hér. Lag-
arfoss var á Siglufirði í gærkveldi.
Leikhúsið.
—o—
John Masefield: Nanna. Þýð-
andi: Bogi Ólafsson. Leik-
stjóri Gunnar Hansen.
Eg býst við því, að það þyki
ekki efnilegt til afspurnar, að ma'ð-
ur, sem ætlar að dæma um leik,
byrj^ á því að lýsa því yfir,, að
liann viti ekki hvað höf. sé að
fara með leikritinu. Það verður þó
?.ð segja sannleikann um það eins
og hann er, að sá, sem þetta rit-
ar hefir ekki geta'ð áttað sig á
því. Það kann að þykja vera held-
ur kotroskið, að sá hinn sami láti
sér detta í hug, a'ð þetta geti staf-
að af öðru en skilningsleysi lians
sjálfs, úr því höf. er sjálft lárvið-
arskáld Breta. Það kynni enn að
þykja, að ekki sæmi, að smásíli
hér norður á hala veraldar fari
að gretta sig yfir verkum stórlax-
anna hjá stóru þjóðunum. En eg
ætla þó að gera grein fyrir því,
hvað veklur, að eg get ekki fund-
ið, hvað þa'ð er, sem fyrir höf.
vakir. Uppistaðan í leikritinu, sem
gerist á Englandi í byrjun aldar-
innar, sem leið, er sú, að stúlka
missir forejdra sína, og andast
faðir hennar á þann hátt, að hann
er hengdur fyrir að hafa stolið
kind. Hún lendir síðan á heimili
móðurbróður síns, og er þar, enda
þótt móðurbróðir, hennar, að því
er virðist, reyni að halda verndar-
hendi yfir henni, farið afskaplega
illa með hana af konu hans, sem
er ein hin viðbjóðslegasta norn, er
reynir að vera þver og öfug við
alla á alla lund, og er hún altaf
að brýna stúlkuna á því, að faðir
hennar hafi verið hengdur þjófur.
Allir, sem frétta þetta, snúa við
henni bakinu, þar með unnusti
hennar — innantómur gaur, sem
talar eins og léleg ásta-neðanmáls-
saga. Sí'ðar kemst upp að faðir
herinar hefir verið ranglega dæmd-
ur, og ætlar þá unnustinn að taka
hana aftur vegna peninganna, sem
hún fær í skaðabætur fyrir líílát
föður sins. Nú er þó alt um sein-
an, því að skap og skilningur
stúlkunnar hefir mótast af því,
sem á undan geldc, og sam-
ræmið milli liins almenna hugs-
unarháttar og hinnar grimmu
har'ðýðgi laganna gerir henni líf-
i'ð svo óbærilcgt að hún fyrirfer
sjálfri sér, en gerir áður dóttur
móðurbróður síns ge'ðveika, með
ógnunum, vegna þess að hún hirti
unnustann hennar, og fyrirfer unn-
usta sínum fyrverandi til þess að
bjarga ö'ðrum konum undan hon-
um. Svo langt virðist manni leik-
ritið og tilgangur þess vera skilj-
anlegur, — að það sé ádeila á
harðýðgi laga og réttarmeðvitund-
ar manna á Englandi í byrjun ald-
arinnar, sem leið, enda þótt manni
j>yki sú ádeila full seint á ferðinni.
Inn í þessa umgerð fellur alt fólk-
iö í leiknum, sem eru harðú'ðugar
smásálir og innantómir ræflar, en
þar eru aðalpersónurnar tvær,
Nanna og Gaffer Pearce, háífrugl-
aður fiðluleikari, fullkomnar und-
antekningar. Alt fólkið talar hinu
slétta máli eðlilegs stíls, en þess-
ar tvær persónur eru í hálfgerð-
um opinberunarbókarstíl og tala
í háfleygum og dularfullum spá-
manna- og heimspekingatón, eitt-
hvað í áttina við Nietzsche eða
aðra meira og minna dulmála
spekinga. Þessi mótsetning er svo
greinileg, að hið háfleyga tal dreg-
ur að sér alla athyglina, og manni
verður á að hugsa, að þar sé fal-
inn aðalkjarninn i leiknum, og það
því frekar sem ádeilan kemur eftir
dúk og disk og að ef hún væri
aðalatriðið mundu þessar persón-
úr og þeirra tal flækjast fyrir
henni og þyrla upp um hana moð-
revk. Það bætir og ekki úr skák
fyrir skilningi þess, sem þetta rit-
ar, að hann skilur ekki baun í því
rósa- og gullkorna máli, sem þess-
ar persónur tala, þegar þær eru
fjærstar mannabygðum. Sé leikrit-
ið ádeila, virðast þessar persónur
rangbygðar, en sé fólgin æðri til-
gangur í hinu háfleyga tali þessa
fólks, þá virðist það hafa orðið
of háfleygt, að minsta kosti fyrir
þann, sem þetta ritar. Leikurinn er
þrátt fyrir þetta „spennandi“ sem
kallað er, og er í honum eðlilegur
stígandi þar til útaf flóir í 3. þætti,
því að þar eru, ef svo mætti segja,
sprengdar svo margar púðurkerl-
ingar í einu, að Edgar Wallace og
aðrir hans líkar gera ekki betur;
þar er einn geðveikur maður, ein
stúlka bilar á sönsum, einn maður
er stunginn til bana og stúlka fyr-
irfer sér. Að endingu skal þess
getið, að sá er þetta ritar þekkir
ekkert eftir Masefield nema þetta
leikrit, en honum er kunnugt um,
að það eru almennt fjarska skiftar
skoðanir um ágæti hans. Sumir
hefja hann til skýjanna, en aðrir
virði.
Um framistöðu leikendanna er
í heild sinni ekki nema alt; hið
besta að segja, enda þótt ekki sé
alt jafngott. Ungfrú Arndís
Björnsdóttir leikur Nönnu með
þeim hætti, að eg held að sjaldan
hafi sést jafnágætur tragiskur
leikui’i hér á sviöi. Leikur ungfrú-
arinnar er ekki viltur, heldur
menningarfágaður, og af því að
hann er menningarfágaður er hann
sterkur og trúlegur. Þá er svipur
ungfrúarinnar, fas og útlit yndis-
íagurt — ytri fegurð mörkuð af
íegurð sálarinnar — limaburðir og
hreyfingar er liþurt og tígulega
eðlilegt, en framsögninni skeikar
hvergi og er tilgerðarlaus og
frjáls. Ungfrú Arndís er óefaö frá-
bærum gáfum gædd, Brynjólfur
Jóhannesson leikur Gafíer Pearce,
íiðluleikarann sturlaða með marg-
vísri leikni, en hann talar full-
mikið út um nefið, og lýtir það
nokkuð annars ágæta meðferð.
Frú Martha Indriðadóttir er ágæt
í hlútverki ílskunornarinnar frú
Pargetter; það er altaf sami blóð-
ríki styrkurinn vfir leik hennar,
og hún gerir alt vel á síriu sviði,
en það er auðvitað einhæft. Indriði
Waage leikur Dick Gurvil, unn-
usta þeirra Jenny og Nönnu, ein-
staklega leiðinlegt hlutverk og
vanþakklátt af áhorfendum, og
gerir það mjög vel, en maður finn-
ur samt, að hann vantar sjálfan
samúð með hlutverkinu. Lárus
Ingólfsson leikur líti'ð kímnihlut-
verk^ prestinn síra Drew, af á-
gætri en græskulausri gainansemi;
Ingólfur virðist vera ágætum gáf-
um gæddur til slíks. Valur Gísla-
son, sem annars ekki missir marks,
nær ekki því út úr hlutverki sínu,
Pargetter bónda, sem þar er. Par-
getter er að vísu sami naglinn
eins og fólkið, sem er í kringum
hann, en það eru í honum taug-
ar, hann vill til dæmis ekki lofa
kerlingunni sinni að hrekja Nönnu
af heimilinu og þar fram eftir göt-
unum. En ílt og gott er í sífeldri
baráttu innan í honum og þvælist
stöðugt hvað íyrir öðru, en þessi
barátta sést ekki í meðferð Vals,
heldur skiftist þar gott og ilt á
með harðdregnum mörkum milli.
Valúr virðist ekki hafa tekið eftir
því, að Pargetter er, ef svo mætti
segja, brú milli Pearce og Nönnu
annars vegar og hins fólksinS hins
vegar. Frú Magnea Sigurðsson fer
þokkalega með hlutverk Jennyar,
en önnur hlutverk og meðferö
þeirra skiftir svo til engu máli.
Leikstjórnin virðist hafa verið
ágæt, en um lögin, sem leikstjór-
inn hefir samið skal cg ekki dæma,
vegna þess, að þau voru leikin að
tjaldabaki.
Þýðing Boga Ólafssonar viröist
ágæt, ef rá'ða má af því hve setn-
ingarnar eru munnfeldar og lipr-
ar, og stendur hún að þvi leyti
framar flestum leikþýðingum vor-
um. Það eina, sem mér þykir áð,
er heiti leiksins. Hann heitir á
cnsku „The tragedy of Nan“, en
I telja ritverk hans ekki túskildings- | því eg er ekki söngvinn, en liitt er
víst, að þau heyrðust herfilega illa
Farþegar á Goðafossi
til útlanda: Sveinn Sigurðsson,
Jóhann Skaftason, Gunnar Ólafs-
son, Einar Storr, Kristján Alberts-
son, Fríða Jónsson, Gy'ða Sveins-
dóttir, Ebenezer Guðm. Ólafsson
og nokkrir þýskir sjpmenn.
Gengið í dag.
Sterlingspund ......
Dollar..............
100 ríkismörk ......
— franskir frankar
— belgur..........
— svissn. frankar .
— lírur ..........
— finsk rnörk ....
— pesetar ........
— gyllini.........
— tékkósl. krónur .
— sænskar krónur .
— norskar krónur .
— danskar krónur .
kr. 22.15
— 4.66)4
— 184.91
— 31-05
— iiog.fSi
— 15243
— 39-<5o
— 9-93
— 64.92
— 318.01
— 19.98
— 11436
— 111.44
— 100.00
Gullverð
ísl. krónu er nú 47,to, miðað við
frakkneskan franka.
Bakarasveinafélag íslands
helclur aðalfund sinn n. k.
sunnudag kl. 4 e. h. i Baðstofu
iðnaðarmanna.
Sýningu
á. framleiðslu sinni hefir Prent-
smiðja Ágústs Sigurðssonar, Aust-
urstræti, þessa dagana í sýningar-
glugganum í Hressingarskálanum
við Austurstræti. Er smekklega
frá sýningunni gengið og geta
menn séð þar sýnishorn af allskon-
ar prentun, sem unnin er í þess-
ari prentsmiðju, en hún leggur
eingöngu stund á allskonar smá-
prentun, svo sem bréfhausaprent-
un, bréfspjalda, auglýsinga o. fl.
þess konar. — Prentsmiðja þessi
hefir verið starírækt hér í bæ um
langt skeið og er bæði hún og eig-
andi hennar að góðu kunn.
Gamla Bíó
sýndi i fyrsta skifti í gærkveldi
kvikmyndina „Kristín - Svíadrotn-
ing“. Styðst kvikmynd þessi við
sannsögulega viðburði. Sagan
hefst 1632. Svíar höfðu unni'ð
glæsilega sigra í þrjátíu ára stríð-
inu, en konungur þeirra, Gustav
Adolf, féll í orustunni við Lútzen.
Varð þá dóttir hans, Kristín
(Christina) drotning, og var hún
þá aðeins sex ára, en Oxenstiema
tók við stjómartaumunum. Fjallar
kvikmyndin því næst um sögu
hennar, ástir og raunir. — Kvik-
myndin er gerð af Metro-Goldwyn-
Mayer kvikmyndafélaginu og hefir
þótt mikið til hennar koma, eink-
anlega vegna frábærs leiks Gretu
Garbo, sem leikur drotninguna. —•
Ýmsir aðrir ágætir leikarar hafa
hlutverk með höndum í myndinni,
svo sem John Gilbert, Lewis Stone,.
Jan Keith, David Torrence o. fl.
4-
Farsóttatilfelli
á öllu landinu í febrúarmánuði
síðastliðnum voru 2616 talsins, þar
af í Reykjavík 1537, Suðurlandi
444,‘ Vesturlandi 116, Nórðurlandi
373 og Austurlandi 146. Kvefsótt-
artilfellin voru langsamlega flest
cða 1254 (764 í Rvik), þar næst
kverkabólgutilfellin eða 971 (í
Rvik 597) Q- s. frv. Inflúensutil-
felli vora 27 í mánuðinum, þar af
21 í Reykjavík og 6 á Austurlandi.
Skarlatssóttartilfelli voru 12, þar
af 10 í Reykjavík, 1 á Suðurlandi
og 1 á Vesturlandi. Engin misl-
inga-, kikhósta- eða hettusóttar-
tilfelli. Barnaveikistilfelli voru 2,
bæði i Reykjavík. (Landlæknis-
skrifstofan). — FB.
Útvarpjð í kvöld:
19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfr.
20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30
Erindi: Spartakus og þrælaupp-
reistin rómverska, II (Einar 01-
gcirsson). 21,00 Tónleikar: a)
Fiðlusóló (Þórarinn Guðmunds-
son); b) Hugo Wolf-tónleikar
(75 ara afmæli): 1. Einsöngur
(Sigurður Markan) ; 2. Hljómplöt-
ur.