Vísir - 30.03.1935, Blaðsíða 2
VISIR
%
ítalir búast vid ófriði.
Baistrochi, aðstoðar-hermálaráðherra Italíu,
flytur ræðu í öldungadeildinni, og spáir ófriði
í náinni framtíð. — Herbúnaður ítala.
Rómaborg, 20. apríl.
Baistrochi, aðstoðar-hermálaráðherra sagði í ræðu sem hann
flutti í öldungadeildinni í gær, að allar líkur benti til, að styrj-
öld mundi brjótast út mjög á óvænt og ef til vill í mjög náinni
framtíð, vegna þess, hve miklar viðsjár væri meðal þjóðanna,
en líkurnar sára litlar fyrir því, að sættir gæti tekist. í bjTjun
aprílmánaðar, sagði Baistrochi, hefir Ítalía 600.000 manna her
á að skipa, til þess að fara af slað til vígvalla fyrirvaralaust.
Her þessi er útbúinn á fullkomnasta hátt til nútímahernaðar.
(United Press).
London 29. mars. FÚ.
Yfirforingi ítalska hersins til-
kynti í dag, aS ítalir myndu enn
auka her sinn, til þess a5 vera við
öllu búnir. Hann sagði, að stríS
kynni að brjótast út þá og þegar,
og að nokkurra daga óvissa og
æsingar gætu hve nær sem væri
leitt til styrjaldar.
ítalska stjórnin hefir skipaö svo
fyrir, a'ð vopnaverksmiðjur skuli
hraða framleiöslu sinni til þess aö
hægt ver'ði að leggja hernum til
ný vopn, á komandi vori.
London 29. mars. FÚ.
Eftirfarandi yfirlýsing er tekin
úr ræðu sem að Baistrocchi her-
iforingi hélt í ítalska þinginu í
gær um vígbúnað Ítalíu, eftir að
hann hafði látið það í ljósi, sem
skoðun sína, að ófriður mundi
brjótast út þá og þegar, og að vel
gæti svo farið að hann væri skoll-
inn á eftir nokkura daga.
„Hergögn ýmiskonar er nú verið
,að gera ráðstafanir til að fram-
leiða með svo miklum flýti sCm
unt er, einkum er lögð áhersla á
framleiðslu sprengikúlna, hand-
sprengja og fallbyssna. Vérbúumst
við, að með vorinu verði orðið svo
mikið til af þessum nýju hergögn-
um, að hægt verði að láta öllum
herdeildum þau í té, eftir þörfum.
Um stórskotatæki þau, sem nú er
verið að framleiða, er aðaláherslan
lögð á það, að unt sé að komast
með þau langar leiðir á stuttum
tíma.“
Þá lag'ði hann mikla áherslu á
það, að endurskipuleggja þyrfti
allan herinn og hver borgari í
landinu þyrfti að hafa sitt númer í
æfðum sveitum sem grípa mætti
til, til varnar þjóðinni. Þá skýrði
herforinginn frá því, að dalir sem
hefðu verið notaðir undanfarið, til
innrása í Ítalíu væru nú algerlega
lokaðir af herliði og þeirra gætt
svo tryggilega sem unt væri. Þá
upplýsti hann það að lokum, að
á komandi vori mundu ítalir hafa
900,000 manns undir vopnum.
Stefnuskrá belgisku
stj órnarinnar.
Belgía hverfur, fyrst gulllandanna, frá gull-
innlausn.
Briissel 29. mars. FB.
Van Zeeland las upp stefnu-
skrá stjórnar sinnar í dag á
þingfundi og geröi grein fyrir
henni í einstökum atriöum. —
Mesta athygli vakti það, sem
ráðherrann hafði að segja um
gjaldmiðilsmálin, og, stefnu
stjórnarinnar í þeim málum.
Lýsti hann yfir þvi, að belgan
yrði lækkuð í verði, í mesta lagi
um 30%. í ræðu Zeelands kom
skýrt í ljós, að hann gerði sér
vonir um, að alþjóðasamkomu-
lag yrði gert um gjaldeyrismál-
in. Belgía hefir þvi fyrst gull-
landanna horfið frá gullinn-
lausn og er nú mikið um það
rætt hver áhrif þetta muni hafa
i hinum gulllöndunum, þar sem
Belgia hefir nú i raun og veru,
að minsta kosti um stundarsak-
ir, farið í flokk þeirra þjóða,
sem láta gjaldmiðil sinn fylgja
sterlingspundi. — Van Zeeland
lýsti yfir því, að þjóðbankinn
yrði leystur undan þeirri skyldu
að greiða handhöfum seðla and-
virði þeirra í gulli. Lagt er til,
til bráðabirgða, að gulltrygging
belgunnar verði ákveðin 25%
lægri en núverandi gulltrygging.
Einnig er lagt til, að stofnaður
verði jöfnunarsjóður. Loks
leggur hin nýja stjórn til, að
Belgíustjóm viðurkenni ráð-
stjómina rússnesku. (United
Press).
I
Þjóðþingið felst á stefnuskrá
stjómarinnar og verðlækkun
helgunnar. Ríkisstjómin fékk
einnig eins árs heimild til ó-
vanalegra ráðstafana, ef þörf
krefur.
Brússel 30. mars. FB.
Fulltrúadeild þjóðþingsins hefir
með 107 atkvæðum gegn 54 fallist
á stefnuskrá stjórnarinnar, þ. á. m.
ráðstafanir þær, sem hún lagði til
að yrði gerðar viðvíkjandi belg-
Frá Alþingi
í gær.
Efri deild.
Mestar umræður urðu um frv.
um bráðabirgðabreyting nokkurra
laga. Efni frv. er það, að fresta
framkvæmd nokkurra laga um
stund, til þess að losa ríkissjóð við
útgjöld. Rigndi niður breytingar-
tillögum við frv., einkum frá Þor-
steini Briem og Jónasi Jónssyni,
sem fluttu tillögur á víxl, og að
því er virtist mest af ertni hvor
við annan. Þorsteinn bar fram til-
lögu um að fresta einum útgjalda-
lið skv. bifreiðaskattslögunum, til
þess að hækka styrk til að reisa
iSafnþrær og hlöður. Jónas flutti
þá tillögu um að nota það fé sem
nú fer til embættiskostnaðar sókn-
arpresta til þess að byggjat þessar
safnþrær og súrheysgryfjur, en
Þorsteinn bar þá fram tillögu um
að lækka þingfarakaup þingmanna
niður í 8 kr. á dag og nota mis-
muninn til þessara fyniefndu
framkvæmda.
Svo fór, er til atkvæða kom,
að allar þessar broslegu tillögur
voru strádrepnar og frv. síðan
samþykt.
Frv. um meðferð, verkun og út-
flutning á sjávarafurðum var af-
greitt sem lög, frv. um útflutning
2 hrafntinnu og kartöflufrv. vísað
til 3. umr., og frv. um útflutning
á kjöti og frv. um bæjargjöld í
Vestmannaeyjum til 2. umr.
Neðri deild.
Mjólkurmálið.
I gær fór fram atkvæðagreiðsla
um mjólkursölufrv. Ivom fyrst til
atkvæða dagskrá Páls Zóph. og
Emils, og var hún samþykt með
37:15 atkv. Með 'henni greiddu
atkv. allir Framsóknarmenn, soci-
alistar og Magnús Torfason, en á
móti sjálfstæðismenn og Hannes
Jónsson. Var málinu þar með vís-
að frá.
Það_ er því sýnt, sem raunar
mátti altaf sjá fyrir, að stjórnar-
liðið ætlar að þverskallast við
þeim sameiginlegu kröfum, sem
íramleiðendur og neytendur mjólk-
ur hafa gert í þessu máli, og leyfa
í þess stað Sveinbirni klerki og
dátum hans að halda áfram þeirri
iðju sinni að eyðileggja nnjólkur-
markaðinn i Reykjavík.
Frv. um bæjargjöld á ísafirði
var til 3. umr. Jakob Möller, Sig-
urður Kristjánsson, Jóhann Jósefs-
son og Guðbrandur Isberg sýndu
fram á það með ljósum rökunt,
hvílík óhæfa þetta frv. væri, og
algjjört einsdæmi í íslenskri lög-
gjöf og þótt víðar væri leitað.
Meiri hluta bæjarstjórnarinnar á
ísafirði er veitt tækifæri til að
hafa fasteignagjaldið mismunandi
eftir þvi hver í hlut á, frá 0,1%
og upp í 1%, og töldu ræðumenn
litinn vafa á, að þessari heimild
yrði beitt með hinni megnustu
hlutdrægni, þar sem í hlut ætti
Finnur Jónsson og fylgif’iskar
hans í bæjarstjórn ísafjarðar.
Frv. var síðan samþykt og af-
greitt til efri deildar og fylktu
Framsóknarmenn liði til þess að
koma frv. áleiðis.
iFrv. um eftirlit með skipum og
frv. um einkarétt til að flytja út
vikur var vísað til 2. umr, og frv.
um verslunarlóðina i Hnífsdal til
3. umr.
unni. Heimild sú, sem fyrrverandi
ríkisstjórn hafði til óvanalegra
ráðstafana, ef þörf krefði, var
fengin hinni nýju stjórn í hendur
og gildir til eins árs. — (United
Press).
Meira æti -
Fleiri bein.
—o—
Rauðu ginin opin upp á gátt!
Spámaður mikill er nú upp
risinn meðal rauðliða og hvetur
mjög eindregið til þess, að sett
verði á stofn allsherjar einokun
á öllum vöruflutningum lil
landsins — að rússneslcri fyrir-
nlynd. — Segir spámaðurinn
að þetta sé alveg nauðsynlegt.
Og því næst fer hann að skamta
ýmsar vörutegundir, svo sem
sykur, enda mun liann eitthvað
bafa komist í kynni við sykur-
verslun áður. ,
Alþýðublaðið segir i öðru orð-
inu að líklega sé nú alt rétt, sem
maðurinn segi. Það sé vist alveg
nauðsynlegt, að stjórnin taki
alla „utanríkisverslun“ landsins
í sínar liendur. En í liinu orðinu
er því haldið fram, svo sem rétt
er, að gjaldeyrisnefnd ráði
algerlega yfir öllum vöruflutn-
ingum til landsins. Og því sé
það, að i raun og veru sé ekki
þörf á frekari einokun en þegar
sé á komin. — Samt virðist
blaðið eindregið þeirrar skoð-
unar, að rétt sé að sinna boði
spámannsins og stofnsetja nýtt
t .einokunarbálcn.
Það er nú játað af hinu rauða
liði, að gjaldeyrisnefnd ráði öllu
um vöruflutninga liingað, því
að vitanlega. geti enginn fengið
vörur, án þess að eiga vísan
gjaldeyri til þess að greiða þær
með fyrr eða síðar. Þetta er al-
veg rétt. Engar vörur verða
fiuttar til landsins, án vilja og
vitundar gjaldeyrisnefndar. Á-
standið er þvi þannig i reynd-
inni, að svo má lieita, sem hér
sé um algera einokun að ræða.
En bver er þá ástæðan til
þess, að nú er farið að fitja upp
á því, að stofnsetja bið nýja
einokunarbákn? — Hún er
vafalaust engin önnur en sú,
að enn finnast margir rauðir
munnar, sem ekki þykjast bafa
fengið nægilega stór eða nægi-
lega feit bein að svo komnu.
Og þeir þykjast sjá fram á
það, þessir pólitísku þrælar og
smalar, að stjórnin sé nú orðin
svo beina-fátæk, að þeir verði
kannske alveg út undan. — En
bein vilja þeir fá í. ginið, bver
og einn, eins og þeim var lofað.
Með því ráðinu, að stofna nú
voldugt einokunar-bákn á nýj-
an leik, búast þeir sjálfsagt við
því, þessir langsoltnu smalar
stjórnarflokkanna, að hægt
verði að komast í æti. — Gæti
þá, til dæmis að taka, einn
stjórnað sykurdeildinni, sá er
mesta befði reynsluna í þeirri
verslunargreininni og glæsileg-
astan árangur hefði sýnt í versl-
un með þau „sætindin“. Þá gæti
og annar orðið hveitijarl, hinn
þriðji rúgmjölskóngur, fjórði
kaffibauna-greifi, fimti timbur-
höldur, sjötti kola-liersir o. s.
frv. — Svo yrði náttúrlega sæg-
ur undirmanna og undirmenn
undirmanna — óslitin, bárauð
matgogga-lest. - Það er svo sem
engln hætta á öðru, en að metta
mætti allmarga rauða smala-
munna með þessu laginu. Og
blessaður sé sá — segja rauðu
munnarnir — sem beinin gefur
og bitana, þó að hann gefi ekki
af sinu!
Nýr landstjóri í Canada.
John Bucham, enskur skáld-
sagnahöfundur og sagnfræð-
ingur, hefir nú verið skipaður
landstjóri í Kanada, sem eftir-
maður Bessorough lávarðar, —
en embættistími hans er út-
runninn í september næstkom-
andi. Þetta er í fyrsta sinn sem
ótiginn maður hefir verið skip-
aður landstjóri í Kanada.
Stjórnarskifti á Spáni.
Lerroux-stjórnin baðst lausnar í gær vegna
ágreinings um lífiátsdóma. — Ríkisforsetinn
* hefir falið Lerroux að gera tilraun til þess að
mynda stjórn á ný.
Madrid 29. mars. FB.
Lerroux forsætisráðherra af-
lienti í dag rikisforsetanum
lausnarbeiðni stjórnarinnar,
vegna ágreinings þess sem verið
befir milli fulltrúa íhaldsmanna
(kaþ.) í stjórninni og forsætis-
ráðherra viðvíkjandi fullnæg-
ingu liflátsdóma, sem upp voru
kveðnir út af þátttöku í október-
uppreistinni í haust. Vildu
íhaldsráðherrarnir i stjórninni,
að dómunum yrði fullnægt, en
Lerroux og aðrir ráðherrar
ekki. Söglu þá íhaldsráðherr-
arnir af sér og varð Lerroux þæ
að biðjast lausnar. Ríkisforset-
inn befir falið honum að gera
tilraun til þess að mynda stjórn
á ný. (United Press).
Mlj émsveií
Meylcj avíkm*
Bach-Handel-hljómleikar
í Gamla Bíó.
Þessir liljómleikar voru lielg-
aðir þýsku tónsnillingunum Jó-
hann Sebastian Bach og Georg
Friedrich Hándel til minningar
um að 250 ár eru liðin frá fæð-
ingu þeirra. Þeir eru mestir
meistarar í fjölrödduðum (poh-
phoniskum) stíl. Enginn hefir
megnað betur en þeir að gera
fjölrödduð tónverk mikilfeng-
leg, og enginn hefir getað
spunnið meira úr tveirn nótna-
línum. Svo frábært var vald
þeirra á fqrminu. Hándel er
naumast jafnoki Bacbs, en verk
hans gangn betur í eyru almenn-
ings. Þeir áttu sinn hvorn kafl-
ann á programminu, en sonur
Bachs, Carl Philip Emanuel
Bach, þann þriðja, en eins og
kunnugt er, þá urðu þrír synir
lians heimsfræg tónskáld.
Þungamiðja hljómleikanna
var koncert í d-moll fyrir 3
Klaver eftir Joh. S. Bach. Á
píanóin léku kennarar Tón-
listaskólans, þeir Árni Krist-
jánsson, Páll Isólfsson og Dr.
Mixa, en hljómsveitin lék jafn-
framt með. Þessi 'glæsilega tón-
smíð vakti mikla hrifningu og
verður það ekki síst þakkað
Árna Kristjánssyni, sem lék að-
alhlutverkið þannig, að hin fjöl-
breyttu listaeinkenni verksins
náðu rétti sínum, og er áslátt-
ur hans frámunalega litauð-
ugur.
Hljómsveitin lék undir stjórn
Dr. Mixa forleikinn að „Mess-
ías“ og Andante og Allegro úr
Concerto grosso nr. 4 eftir
IJándel og loks symhoniu í
c-dur eftir Ph. E. Bach. Hún
gerði þessum verkum góð skil.
Hljómleikarnir voru vel sótt-
ir og er gott til þess að vita, að
sá hópur fer vaxandi, sem kann
að meta þá músik, sem hljóm-
sveitin býður upp á.
B. A.
Abessiniustjórn
leid á þófinu.
Utanríkismálaráðherra
Abessiníu neitar að eiga
frekara tal við sendiherra
ítala um deiluatriðin, án
milligöngu annara.
Rómaborg 30. apríl.
Tilkynt hefir verið opinberlega,
að ríkisstjómin í Abessiniu hafi
fyrirskipað að hætta samningaum-
leitunum við Ítali, án milligöngu
annara. Hefir utanríkismálaráð-
herra Abessiniu því neitað að eiga
frekara tal við sendiherra ítala um
deiluatriðin. (United Press).
Mjólk og
brennivín.
Eins og allir vita, liefir meiri
hluti mjólkursölunefndar —
með síra Sveinbjörn Högnasoní
broddi fylldngar — tekið þann
kostinn, ao stefna húsmæðrum
Reykjavíkur út af því, að þær
hafa farið þess á leit, að bætt
yrði lir óviðunandi ástandi að
því er snerlir mjólkursölu hér í
bænum. Þær báðu um það eitt,
að framkvæmd mjólkurlag-
anna yrði þannig, að hugsað
væri um hag neytanda mjólkur-
innar ekki siður en hag fram-
leiðanda. Þær vildu að gætt væri
hagsmuna beggjá aðilja. —
Þessar voru kröfurnar og mun
engum þykja ósanngjarnlega
að verið.
Þetta fékst ekki. Mjólltursölu-
nefnd þverskallaðist. Hún vildi
ekki úr neinu bæta.
Þá tóku húsmæðurnar þann
kostinn, sem sjálfsagður var.
Þær ákváðu að knýja fram um-
bæturnar með mætti samtak-
anna. Þær ákváðu að beita sér
fyrir því, að heimilisfeður og
mæður hér í bænum takmörk-
uðu við sig mjólkurneyslu, uns
umbætúrnar fengist.
Svona liorfir málið við frá
sjónarmiði almennings. Hér
hefir ekkert gerst annað en það,
að neytt hefir verið þeirra ráða,
til að knýja fram umbætur á
óhæfilegu fyrirkomulagi mjólk-
ursölunnar, sem tiltækilegust
þóttu — löglegum ráðum og
sjálfsögðum.
Þeir, sem gegn umbótunum
standa, eru hinir seku í þessum
efnum. Þeir kusu heldur að
eiga það á liættu, að mjólkur-
makaðurinn eyðilegðist, en að
verða við sjálfsögðustu kröfum
neytanda. Þeir kusu lieldur, að
því er framferði þeirra vitnar,
að eiga það á hættu, að bændur
yrði fyrir tjóni, en að sinna rétt-
mætum kröfum þess fólks, sem
bændum er lífsnauðsyn að
skifta við.
Og svo leggja þeir út í mála-
ferli við húsfreyjur bæjarins
(— „skiftavinina“ —) fyrir þær
sakir einar, að þær gerðu alvöru
úr því, að sætta sig ekki við
ráðsmensku meiri liluta mjólk-
ursölunefndar, nema þvi að
eins, að breytt yrði til hins
betra. ,
Meiri hluti mj ólkursölu nefnd-
ar virðist þeirrar skoðunar, að
það sé hegningarvert athæfi af
borgurunum, að kaupa ekki
liverja þá vöru, sem að þeim sé
haldið. Nefndin virðist þeirrar
skoðunar, að húsfreyjur bæjar-
ins baki sér ska'ðabótaskyldu
með því, að kaupa ekki sam-
sölumjólkina. Samkvæmt þessu
er það líklega skoðun meiri
hluta nefndarinnar, að einhver
kaupskylda hvíli á Reykvíking-
um!! Þeir sé skyldugir til þess,
að kaupa hverja þá vöru, sem
stjómarflokkamir skipi þeim!!
——o——
Þegar bannið yar afnumið —-