Vísir - 05.05.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 05.05.1935, Blaðsíða 2
VlSIR 1D) & Olseim í 11 1 ÖNDLUR C I ætar 1 O 1 ■ 1 Samvinnugróður. BlöS kaupfélag-anna hafa veriö :aö guma af því í hve miklum blóma öll kaupfélagastarfsemi stæöi um þessar mundir, bæöi hér á landi og erlendis. Kaupfélögin eigi sivaxandi velgengni aö fagna og vörusala þeirra aukist ár frá ári. Þaö er nú viöurkent, að verslun og viðskifti hafi yfirleitt átt við hina megnustu öröugleika aö stríða síðustu árin. Og orsakirnar eru alkunnar. Þaö eru hinar marg- víslegu viðskiftahömlur og erfiö- leikar framleiðslustarfseminnar, sem þessu veldur. Það er því ó- ’ neitanlega mjög athyglisvert, ef ein sérstök grein viðskiftastarf- seminnar getur með réttu fagnað yfir því, að hagur hennar blámg- ist nú með alveg óvenjulegum hætti. Það er kunnugt, að með vax- andi örðugleikum á viðskiftasvið- inu, eftir ])ví sem meira þrengir að heilbrigðum verslunarviðskift- um, þá blómgast því meir allskon- ar óheilbrigð viöskiftastarfsemi. Það er um þetta, eins og um gróð- ur jarðarinnar. Nytja-gróöurinn þarfnast ræktunar jarðvegsins, en illgresið vex honum yfir höfuð og kæfir hann, ef ræktunarskil- yrðin bregðast. Það brestur mjög á það, að þau „ræktarskilyrði", sem heilbrigð viðskiftastarfsemi þarfnast og get- ur ékki verið án, séu fyrir hendi um þessar mundir. Það er því vissulega lærdómsríkt, ef það er þá svo í raun og veru, að vaxtar- skilyrði kaupfélagsstarfseminnar ,séu einmitt með besta móti. Blöð kaupfélaganna skýra svo frá, að vörusala þessara félaga fari vaxandi ár frá ári. Stjórnar- völdin keppa að þvi að minka sem mest innflutning á erlendum varn- ingi. — Hvernig getur þetta tvent isamrýmst? Það virðist ekki geta hjá því farið, að kaupfélögin njóti einhverra sérstakra hlunninda, sem geri það að verkum, að starfsemi þeirra geti vaxið á kostnað annar- ar viðskiftastarfsemi. — Það er kunnugt, að ýms kaupfélög hafa fært mjög út kvíarnar þessi ár- in. T. d. með þeim hætti, að setja á stofn nýjar verslunardeildir í samkepni viö sérverslanir, sem fyrir hafa verið! Sérverslanir hafa verið látnar sæta stórfeld- um takmiörkunum á innflutningi, en kaupfélögin virðast óhindrað hafa fengið að auka innflutning sinn i samkepni við þær. Með þessum hætti er það skilj- anlegt, að vörusala kaupfélaganna hafi getað vaxið. En það virðist lítil ástæða til að guma svo mjög af þeim vexti og viðgangi þeirra, sem þannig er til kominn. í venjulegu og heilbrigðu við- skifta-árferði hafa kaupfélögin átt í fult í fangi að standast eða alls ekki staðist samkepni einka- kaupsýslumanna. Eru dæmin um það mörg og sum nærtæk. En þó að nota megi hina megnustu óár- an í verslun og viðskiftum til að hlúa að þeim gróðri á kostnað frjálsra viðskifta, þá virðist svo :sem aðstandendum kaupfélaganna væri sæmst að þegja um það. Mörg | matariiolaii. Út af svikum alþýðubrodd- anna í mjólkurmálinu langar mig til að segja frá því, að um það leyti sem samsalan var að komast á laggirnar, átti eg tal við einn hinna svokölluðu for- ingja alþýðunnar — reyndar einn smærri spámannánna. — Eg spurði manninn, hvernig honum segði hugur um i'rani- kvæmd t mjólkurlaganna. — Jæja — hann kvaðst lialda að þelta gæli nú orðið nokkuð gott. Sjálfstæðismenn ýmsir. sem leigt hefði húsnæði fyrir mjólkurbúðir, mundu verða að láta húsnæðið standa autt, þvi að ekki færi samsalan að hyll- ast til að leigja hjá þeim, cf nóg húsnæði fengist annarsstaðar. Honum fanst og allgott, að hændur væri látnir annast þjón- ustuhrögð stúknanná í mjólk- urhúðunum að nokkuru leyti. Það ætli að geta orðið að minsta kosti 10 þúsund krónur á ári úr vasa bænda, og slík summa væri ekki tekin upp úr grjótinu. Þá barst talið að verðlækkun mjóllcurinnar, samkvæmt fyrir- heiti Alþýðublaðsins og Sigurð- ar Einarssonar. Tók hinn rauði maður lieldur dræmt í það qg sagðist Iialda, að ekkert hefði verið meint með þessum, fyrir- heitum um verðlækkunina. Al- þýðublaðið liefði líklega bara verið að þessu að gamni sínu, eins og l. d. þegar það væri að tala um þjóðnýtingu togaranna og eina miljón króna til at- vinnubóta. Svoleiðis blaður mætti ekki taka alvarlega, því að meiningin með þessháttar tali væri eigin- lega engin. — Þetta væri bara svona „slagorð“ handa fólkinu. Hann sagðist helst búast við, þessi rauði maður, að mjólkin lækkaði hreint ekki neilt. Það gerði heldur ekki svo mikið til. — Hitt væri hklega áreiðanlegt, að mjólkursamsalan yrði ýms- um að gagni, því að það skal sannast, að „mörg verður mat- arholan kring um blessaða mjólkina og skítt með alla verðlækkun!“ Rv. Þátttðka íslendinga í oSympiskn leikonum. Lausafregnir hafa borist um það hingað, að Þjóðverjar ætluðu að bjóða íslendingum að senda 60 menn á olympisku leik- ana, sem fram eiga að fara í Berlín næsta sumar og hefjast ]). 12. ágúst. í tilefni af ])essari frétt sneri tíðindamaður blaðsins sér til hr. Axels Tuliniusar, for- manns íslensku olympíunefndar- innar, og spurði hann hvað hæft væri í þessu. Hr. A. Tulinius kvað olympíunefndinni hafa iDorist bréf um þetta efni, og yrði það rætt á fundi nefndarinnar á mánudag, en því næst yrði það rætt við íþróttafélögin. Olympíu- nefndin íslenska hefir að undan- förnu staðið í bréfaskriftum við aðal olympíunefndina og einnig við þýsku nefndina,, m. a. til þess að afla sér upplýsinga um hlunn- indi og kjör, vegna væntanlegrar þátttöku íslendinga í leikunum. Hinsvegar kvað hr. Tulinius ekki hægt að gefa upplýsingar um efni bréfs þess, sem nefndinni hefir borist, en að loknum fundi nefnd- Um Alfreð Jönasson. —o-- Alfred Jónasson, sem síðast var ritstjóri á Akureyri, er fallinn frá skyndilega og um örlög fram, varð bráðkvaddur í skíðaferð þar nyrðra, aðeins 27 ára gamall. Eg kyntist Alfred í Versl'unarskólan- um; hann- var einn hinnt sérkenni- legasti i fyrsta hópnum sem eg út- skrifaði. Hann komst seint til menta og hófst af sjálfum sér úr fátækt. Mér hefir verið sagt, að áður en hann kom í skóla var hann í vinnumensku á stórbúi nálægt Reykjavík og las undir skólann í tómstundum sinum, en gamall maður á bænum, vinur hans og hvatamaður, hlýddi honum yfir í fjósinu á kveldin. Þekkingarþrá hans var óvenjumikil og lifandi og áhugi hans einlægur. Hann var mjög eindreginn fylgismaður sins málsstaðar í hverju sem var og ötull málafylgjumaður svo að and- stæðingum hans gat virst hann ein- strengingslegur og óvæginn, og hann átti hér í skólanum oft and- stæðinga, en aldrei óvini. Honum var óvenjulega létt um að tala og allra manna málglaðastur á mannfundum. Þegar á leið varð hann rólegri og rökleitnari, en þó skorinorður og djarfmæltur. Hann var fylginn sér og framgjarn og ósmeyfcur við að færast það í fang, sem honum þótti sér og sínu máli til frama en hafði einlagt „fair play“ við félaga sína. Hann var góður félgsmaður og áhugasamur, hafði hug á íþróttum og tafli og yndi af söng og samræðum um áhugamál sín, en mest þótti honum gaman að tala um stjórnmál. Hann var í ,tölu ])eirra, sem best voru orði farnir ungra manna og áhuga- mestir. Saga hans var ekki mikil eða margbrotin, en of stutt’ af því að hann var vaxandi maður og líklegur til þess að verða einn af þeim ungu mönnum, sem með auk- inni reynslu og víkkandi starfi hefði getað skilið við verkahring sinn fegurri og betri en hann tók við honum. Og þessháttar ungrá manna er nú mest þörf. V. Þ. G. Jean Heiberg. Osíó 4. maí. FB. Jean Heiberg málari hefir verið skipaður prófessor við „Statens Kunstakademi“ til 5 ára, frá 1. okt. n. k. að telja. ’ .V ’ l arinnar á mánudag mundi að vænta tilkynningar írá henni. ' - ■’ f ■ ■•• Á mál þetta mun hafa verið minst í erlendum í])róttablöðum. Þeir 60 menn, sem um er að ræða, munu ekki verða þátttakendur í leikunum sjálfum, heldur verður þeim lx)ðið til þess að kynnast undirbúningi og æfingum fyrir leikana og að vera áhorfendur. Væntanlega skipast svo, að héðan fari og menn til þess að keppa í íþróttum á leikunum. Væntanlega eru fregnirnar um hið höfðinglega boð Þjóðverja réttar og verður nú rætt um það af íslensku nefndinni og þarf ekki að efa, að það verður þegið með miklum þökk- um. Er hér um sjaldgæft tækifæri að ræða, sem mun koma íslensk- unf íþróttamönnum og islensku íþróttalífi að miklu gagni, og er boðið einn vottur þess höfðings- skapar, sem íslendingar hafa alla tíð mætt frá Þjóðverja hálfu. Leikhúsid. Alt er þá þrent er. í kveld sýnir Leikfélag Reykja- víkur í fyrsta sinn nýjan gaman- leik, sem það nefnir „Alt er þá þrent er“. Höfundur leiksins er leikhúsgestum að góðu kunnur, þar sem félagið hefir áður sýnt eftir hann gamanleikinn „Drauga- lestin“ haustið 1931, en Arnold Ridley er með kunnustu leikrita- skáldum Englendinga, þeirra er’ skrifa leikrit af léttustu tegund. Leikir hans hafa verið rómaðir, og það með réttu, fyrir framúr- skarandi lipra framsetningu, ó- svikið glens og gaman og öra við- burðarás. Hefir þeim verið jafn- að við leynilögreglusögur Edgar Wallace’s hvað „spenning“ áhrær- ir og allstaðar verið mikið sóttir. í gamanleiknum, sem sýndur verður í kveld er aðalhlutverkið ungur og feiminn prestur, sem lendir í hinum ótrúlegustu æfin- týrum þar sem hann atvikanna vegna neyðist til að taka þátt í innbroti. Prestinn leikur Alfred Andrésson og er þetta fyrsta stóra hlutverkið, sem hinn ungi og vin- sæli leikari fær að spreyta sig á. Önnur hlutverk leika helstu gam- anleikarar Leikfélagsins svo sem Gunnþórunn Halldórsd., Martha Indriðadóttir og Brynjólfur Jó- hannesson, sem leikur erkibófa og útsmoginn innbrotsþjóf og kemur fram í ýmsum gerfum m. a. sem sjálfur erkibiskupinn. Aðrir leik- endur eru Arndís Björnsdóttir, Valur Gislason og Gunnar Möller. LTngfrú Nina Stefánsson, sem lék hér í fyrsta sinn í „Straumrofum“ i vetur, hlutverk Öldu Kaldans, leikur hér unga stúlku, skjólstæð- ing prestsins, en Karl Sigurðsson, ungur drengur, leikur baldinn 'strák, „sem kemur öllu af stað“. í „Við sem vinnum eldhússtörfin“ lék Karl blaðasendilinn syo lifandi og eftirminnilega, að ýmsir gerðu sér vonir um, að hann væri leik- ara efni, en hann er aðeins fjórtán ára að aldri. Leikstjóri þessarar sýningar er Gunnar Hansen, og er þetta síð- asta verkefni hans hér, en hann fer utan með Gullfossi næst til að taka við leikstjórastöðu hjá leik- húsinu í Árósum. Leikvinur. Verzlnn Ben. 8 Þórarinssonar selr drengja-jakkafatnaö. með pokabuxum úr bezta efni, og i öllum stærðum. Snið ágætt. Ungmeyjakápur vatnsheldar úr silki og taui með sumarlitum. Léttar og þægilegar. , Ágæt sundföt og húfur nýkomnar í verzlunina. Í8land'ferðamannalami. —o—< Það er kunnara en frá þurfi að segja, að flestar þjóðir vilja hæna til sín sem mest af erlendu skemti- ferðafólki, raunar mætti segja all- ar, sem hafa upp á nokkuð að bjóða, sem erlendir skemtiferða- menn sækjast eftir. Og öllum nú- tíma menningarþjóðum, sem vilja vekja athygli annara þjóða á sér og landi sínu, hvort sem það er til þess að hæna til sín skemtiferða- fólk eða annars, er ljóst að til þess þarf vel undir búna starfsemi hæfra manna, sem hafa þekkingu og hæfileika til slíkra hlutverka. Það munu nú margir þeirrar skoð- unar, að íslendingum sé einna mest nauðsyn að vekja athygli á ís- lenskum afurðum erlendis, með það fyrir augum, að vinna að því, að þær verði kunnar og gangi vel út. En hversu mikilvægt sem það er, að vanda til framleiðslunnar og reyna að gera hana útgengilega á erlendum markaði og þar með vinna það tvent, að vinna þjóðinni gagn, traust og álit, er það og mik- ils vert, að farið verði að sinnaþví meira en gert hefir verið, að nota þau skilyrði, sem ísland hefir sem ferðamannaland, og þá bæði búa svo í haginn, að hægt sé að taka sómasamlega á móti ferðamönnum á helstu stöðum landsins og jafn- framt vinna að því, að aðrar þjóðir veiti íslandi sem ferðamannalandi meiri eftirtekt en verið hefir. Auð- ug’ri þjóðir en Islendingar hafa þau hyggindi til að bera, að nota öll skilyrði í þessa átt, sem allra best, því að þær vita, að því fleiri ferðamenn sem þær hæna til sín frá öðrum löndum, því meiri er- lendur gjaldeyrir verður eftir í landinu, viðskifti örvast og marg- víslegur hagur verður að. Það hefir verið vikið að því í greinum, sem birst h^ifa hér i blað- inu, hversu mikla áherslu ýmsar þjóðir leggja á starfsemi í þessa átt. Af því má sjá, að í þessum löndum er það talið afar mikilvægt mál, frá viðskiftalegu sjónarmiði, að draga til sín sem inest af ferða- mannastraumnum. Vitanlega hafa þær þjóðir, sem hér er um að ræða, upp á margt að bjóða, sem vér Is- lendingar höfum ekki, en samt ætt- um við að geta komið svo ár okk- ar fyrir borð, að við gætum aukið mjög ferðamannastrauminn til landsins á sumrin. Enn vantar hér góða vegi og gistihús í sveitum víðast hvar og er margt ógert, sem gera þarf í þessum efnum. Af þeirri orsök og vegna þess, að landið hefir ekki verið auglýst nægilega sem ferðamannaland, koma hingað tiltölulega fáir er- lendir ferðamenn til langdvalar, þótt þeim fari fjölgandi. iFjöldinn kemur á stóru skipunum, stendur við fáar klukkustundir, og án þess að hafa séð nema einn eða tvo af hinum mörgu sérkennilegu stöðum landsins- Ferðamennirnir, sem verulegur fengur er í, eru þeir, sem dveljast i landinu nokkurn tíma, tvær, þrjár vikur eða leng- ur, því að bæði skilja þeir eftir meira fé og fá nánari kynni af landi og þjóð, en væntanlega má enn segja um þjóðina eins og landið, að af auknum kynnum leiði æ hlý- ari hug. Þau eru mörg löndin, sem hafa af mikilli og sérkennilegri náttúrufegurð að segja, en sumar- tyr~- fegurra land en ísland getur ekki, ])egar trðaríar er hagstætt, og ])að viðurkenna fjölda margir merkir menn, sem hér á landi hafa ferð- ast, og með því að vekja nægilega eftirtekt erlendis á sumarfegurð landsins ætti að vera hægt að draga hingað þúsundir ferðamanna á hverju sumri. En „veldur hver á heldur“J Það þarf að undirbúa slíka starfsemi og þar þarf að fara að ráðum bestu manna og notfæra sér er- lenda reynslu. Frændur vorir Norðmenn skammast sín ekki fyr- ir það, þótt þeir hafi mikla reynslu i að auglýsa sitt fagra og sérkenni- lega land. — í hinni hörðu kepni um ferðamennina, sem nú stendur yfir meðal þjóða ferðamannalanda álfunnar ráða Norðmenn frægasta auglýsingsérfræðing Bandaríkj- anna til þess að segja fyrir um, hvernig auglýsa skuli ferðamanna- landið Noreg í Vesturheimi. Það hefir oftlega verið skrifað um ísland sem ferðamannaland, en of lítið verið gert, til þess að vinna að því, að erlendir skemtiferða- menn sæki hingað. Nú eru sérstak- ar ástæður1 fyrir hendi — hér sem annarsstaðar — til þess að eitthvað sem gagn og vit er i, sé gert á þessu sviði, og þær ástæður eru hinn fjárhagslegi hagnaður af heimsóknum ferðafólks frá öðrum löndum. a. Gamli Mentaskölabillinn er óiivíur. Nemendur hafa þegar hafið fjársöfnun til þess að kaupa nýjan bíl. Undanfarin 5 ár hefir Mentá- skólinn átt bíl, og hefir hann verið notaður fyrir nemendur til ferða- laga út úr bænum. Hafa nemendur notað sér þetta óspart. Munu fáir unglingar hér i bæ hafa farið oft- ar í skíðaferðir eða gönguferðir upp um fjöll, en sumir nemendur Mentaskólans og er það eingöngu lu'lnum að ])akka, þvi ferðirnar hafa orðið piltunum kostnaðar- lausar. En nú er bíll skólans orð- inn ónýtur og hafa nemendur, sem ógjarnan vilja missa þau þægindi, er hann hefir veitt þeim, hafið fjársöfnun til þess að kaupa nýjan bíl. Má liúast við að aðstandendur nemenda, gamlir nemendur og aðrir vinir skólans, bregöist vel við og leggi fram lítinn skerf, svo bílkaup ])essi megi takast. Allir vita hvers virði það er fyrir ungt fólk, sem elst hér upp i bænum, að komast sem oftast út úr borgarrykinu upp í f jallaloítið. Mentskólanemendum er frekar þörf á því en flestum öðrum, þar sem þeir hafa langa 0g þreytandi skólasetu ár hvert. N. Eftirlit með matvælategundum í N oregi. Osló 4. maí. FB. Rikisstjórnin hefir ákveðið, að hin nýju lög um eftirlít með mat- vælategundum, skuli ganga í gildi 1. júlí n. k. Hvergi er betra að kaupa, en í verzlun Ben, 8. Þðrarinssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.