Vísir - 20.05.1935, Síða 2

Vísir - 20.05.1935, Síða 2
VISIR lugnaveiðararnir ení?sæ^us^u T ást hjá okkur. SÍMI: 1-2-3-4 Stórkostlegt flngslys í Rússlandi. Stærsta flugvél í heimi, „Maxim Gorki“, rekst á litla flugvél skamt frá f lugstöðinni í Moskva, hrapar til jarðar og eyðilegst. 48 menn farast. Moskwa 20. maí. FB. Fjörutíu og átta menn biðu bana í stórkostlegu flugslysi, sem varö nálægt Moskwa-flugstöSinni. Var5 árekstur milli flugvélarinnar „Maxim Gorki“, stærstu flugvél- ar í heimi, og lítillar flugvélar. — Hrapahi „Maxim Gorki“ til jarö- ar eftir áreksturinn og eyöilagöist. Flugvél þessi var útbúin raf- magnsstöS til þess aö knýja loft- skeytastöð flugvélarinnar og emn- ig var í flugvélinni prentsmiöja, sem hægt var a8 prenta í blöö í þúsundum eintaka. — (United Press). Dónápríkj a- sáttmálinn. Benes og Waldenegg á fundi. Vínarborg 20. maí. IFB. Waldenegg ráöherra og Benes, utanríkismálaráöherra Tékkósló- slóvakíu koma saman á mikilvæg- an fund, sem haldinn veröur hér í Vínarborg á morgun. Þeir munu ræða mikilvæg mál í sambandi við hinn fyrirhugaöa Dónárríkjasátt- mála. (United Press). Lawpence, hinn „ókrýndi konung- ur Arabíu“ lést í gær. hann meiddist svo al- varlega þ. 13. þ. m., að hann fékk ekki með- vitund eftir það. London 20. maí. FB. Arabíuhetjan Lawrence andaðist í gær. Hann vaii5 víðfrægur í heimsstyrjöldinni og v.ar þá stund- um kallaður „hinn ókrýndi kon- uugur Arabíu“. Ævintýramaður hinn mesti var hann og gerði Bret- um ómetanlegt gagn og raunar öllum bandamönnum, vegna starfs síns í Arabíu, en þar varð honum mikið ágengt, að sameina arabiska þjóðflokka í baráttu gegn Tyrkj-" um. — Lawrence meiddist alvar- lega mánudag 13. þ. m., er hann var á-ferð á bifhjóli. Brotnaði höf- uðkúpan i fallinu. Var Lawrence meðvitundarlaus alt frá því hann meiddist og þar til hann dó. Hann jést í sjúkrahúsi hersins í Wool, Dorsetshire. Karlakóp Reykj avíkur á lieimleiö. 18. maí. FÚ. 'Karlakór Reykjavíkur lagÖi af stað heimleiðis í morgun frá Kaup- mannahöfn með Gullfossi. Fjöl- menni hafði safnast fyrir á bryggj- unni til þess að kveðja kórinn, og söng kórinn við burtförina. Ingimundup gamli ~ tekur enskan togara eftir að hafa skotið mörgum aðvörun- arskotum. Varðbáturinn Ingimundur gamli kom til Vestmannaeyja í gær- kveldi með togarann James Barrie frá Hull og er skipstjórinn ákærð- ur fyrir landhelgisbrot. Varðbát- urinn mun hafa orðið að skjóta nokkrum aðvörunarskotum, uns togarinn loks sá sitt ráð vænst að hlýða varðbátsforingjanum. Rann- sókn stendur yfir. Utan af landL Peningaþjófnaður í Vestmannaeyjum. 19. mai. — FÚ. I gær var lögreglunni í Vest- mannaeyjum tilkynt að stolið mundi hafa verið um 350 krón- um í peningum úr læstri kistu, er geymd var í ibúðarherbergi á Víðisvegi 7. Grunur féll á pilt sem nýlcominn var til Vest- mannaeyja frá Reykjavík, og var hann samdægurs tekinn fastur. Hefir hann játað að liafa framið þjófnaðinn i fyrradag. Ilafði hann farið inn i lierberg- ið, sem var ólæst, og fundið kistulykilinn í ólæstum skáp í herberginu og opnað síðan kist- una og tekið peningana, sem þar voru geymdir í veski. Þegar ])ilturinn var tekinn faslur var hann búinn að eyða 165 krón- um af peningunum. 0 Akureyri, 18. maí. FÚ. Kveðjuathöfn ý fór fram í kirkjunni hér á Akur- eyri í morgun, áður en lík Þórðar Gunnarssonar frá Höfða var flutt til greftrunar að Grenivík. Sóknhr- prestur flutti ræðu, og var fjöl- menni viðstatt. Gæsla landtaelginnar. Það mun hafa verið eitt af loforðum stjórnarflokkanna, fyrir síðustu kosningar, að gæsla lanhelginnar skyldi verða stórum bætt, ef þeir kæmist til valda. Blöð þeirra liöfðu þá að undanförnu vítt það mjög, að varðskipin væri látin liggja að- gerðalaus, en útlendum og inn- lendum togurum látið haldast það uppi, að plægja landhelgina með vörpum sínum, taka björg- ina frá aðþrengdum fiskimönn- unum í verstöðvunum víðsvegar um landið og spilla veiðarfær- um þeirra fyrir augunum á þeirn. Og áskorunum um að bæta úr þessu rigndi yfir stjórn- ina. , I tíð fyrrverandi stjórnar mun það þó aldrei hafa komið fyrir, að ekki væri að minsta kosti eitt varðskipið á verði, auk varðbáta hér og þar. Nú hefir liinsvegar, síðan stjórnar- skitfin urðu, ekkert varðskip- anna verið látið stunda land- helgigæslu tímunum saman. —- „Ægir“ hefir vikunum saman verið að bisa við hjörgun ensks botnvörpungs í Skerjafjarðar-' mynninu, en liggur nú uppi i Slippnum til viðgerðar, eftir áfall sem hann fékk við þetta slarf. „Óðinn“ hefir um hríð legið við festar suður i Foss- vogi og Þór hefir verið í Vest- mannaeyjum. Einn gamall mótorbátur hefir annast gæsl- una liér sunnan lands. Þetla eru þá efndirnar á lof- orðunum um umbætur á þessu sviði. Það er á sörnu bókina lært og annað. Viða er auðvitað kvartað um það, að togararnir vaði uppi i landlielginni. Jafn- vel hér á Faxaflóa eru svo mikil brögð að uppivöðslu erlendra togara, að það liáir mjög fiski- veiðum á smærri skipuni. En rikisstjórnin eða blöð liennar láta sig engu skifta um hag þeirra. Það var öðru máli að gegna i tíð fyrrverandi stjórnar. Þá voru smalar framsóknar- manna á þönum um verðstöðv- arnar til að safna undirskrift- um undir áslcoranir til stjórn- arinnar um að bæta liina „hneykslanlegu“ landhelgi- gæslu. Nú dettur ekki né drýp- ur af smölunum og stjórnar- blöðin steinþegja um það magn- aða sleifarlag, sem nú er á land- helgigæslunni. Af þessu er það auðséð, að það hefir ekki stafað af um- hyggju fyrir liag fiskimann- anna í verstöðvunum, að blöð framsóknarmanna og socialista voru að víta athafnaleysið i þessum efnum i tið fyrrverandi sljórnar, eða að smalar þeirra voru að safna undirskriftum undir umbótaáskoranir. Því að nú fá fiskimennirnir þau ein svör við kvörtunum sínum, að hafi þeim vegnað illa áður, þá skuli þeim þó enn ver farnast síðar. Stjómarfloklíamir eru búnir að hafa þau not af þess- um fiskimönnum, sem þeir gátu af þeim haft að sinni, við kjörborðið i siðustu kosningum. Og nú geta þeir séð fyrir sér sjálfir, í þessum efnum sem öðrum, stjórnarinnar vegna og kosningasmala liennar. GengisskrániDfl verðbréfa. Eitt af þvi marga, sem endur- bóta hefir þarfnast hjá okkar fá- mennu þjóð, eru verðbréfavið- skiftin i landinu. — Fyrir fáum árum var sala verðbréfa mjög lítil hér á landi, en eftir þvi sem versl- unár- og atvinnulíf þjóðarinnar færðist í aukana, óx að sama skapi kaup og sala verðbréfa, svo sem allskonar hlutabréfa og ríkis- skuldabréfa, svo cg þeirra verð- bréfa, sem gefin voru út af ein- staklingum. Fyrir rúmum áratug var fyrir atbeina Verslunarráðsins komið á fót Kaupþingi Reykjavikur, sem verða átti miðstöð verðbréfavið- skifta i landinu. Stofnun þessi starfaði, sem kunnugt er, aðeins skamma stund og olli því aðal- lega, að miðlarastarfsemi, sem slík miðstöð byggir starfsemi sína að mestu á, var hér ekki fyrir hendi. Mörgum hefir samt verið það ljóst, að slík stofnun myndi verða til þess að greiða fyrir viðskiftum á þessu sviði, enda eru þessi við- skifti þann veg vaxin, að þau snerta almenning í landinu að meira-eða minna leyti. Sérstaklega hefir það sýnt sig, eftir að Lands- bankinn hætti að kaupa sjálfur bréf Veðdeildarinnar, en breytti •Iánveitingum þannig, að í stað þess að lántakendur fengu peninga út hjá bankanum, svo sem áður var, þá fengu þeir nú Veðdeildarbréf- 'in og urðu sjálfir að annast sölu Jieirra. Þetta hafði svo í för með sér niðurboð á markaðinum, sem varð þess valdandi, að bréfin seld- ust óhæfilega lágu verði. A síðastliðnu ári var svo stofn- sett í Reykjavík firma, sem ein- göngu er ætlað það verksvið að annast verðbréfaviðskifti hér inn- anlands. Firma þetta, sem gengur undir nafninu „Kauphöllin", er ekki rekið á sama hátt og kaup- hallir erlendis, heldur sem miðl- arafirma. — Þessi firmastofnun var að vísu aðeins tilraun, en reynslan hefir nú sýnt það, að meiri viðskifti hafa beinst að firmanu, en búist var við í fyrstu. Það er venja erlendis, að al- menningi sé gefinn kostur á því að fylgjast með gangverði þeirra verðbréfa, sem seld eru á opnum markaði. Slíks hefir ekki verið kostur hér áður, og þá helst af þeirri ástæðu, að engar einstakar stofnanir eða einstaklingar hafa fundið ástæðu til þess að fræða almenning um þetta. Nú er í ráði, aö Verslunartíð- indin flytji mánaðarlega yfirlit um gengi þeirra verðbréfa, sem mest snerta almenning, og verður það gert að fengnum upplýsingum frá Kauphölljnni. Auðvitaö ber að' taka tillit til þess, að altaf er eitthvað selt af verðbréfum manna á meðal, bæði hærra og lægra verði en því, sem hér um getur, en upplýsiúgar þær, sem hér birtast, miðast við meðal- verð á hverjum tíma fyrir sig. Samkvæmt ofanritaðri greinar- gerð, fer hér á eftir yfirlit yíir söluverð verðbréfa Veðdeildar Landsbankans og Skuldabréfa Kreppulánasjóðs, eins og það hefir verið hjá Kauphöllinni í Reykja- vík, frá 1. janúar 1935. Veðdeildarbréf: Um og eftir síðustu áramót var framboð á þessum verðbréfum talsvert me.ira en eftirspurnin, og hafði það í för með sér fallandi gengi, og komst söluverð þeirra lægst niður í 74)4%. Síðan hefir gengið farið hækkandi smátt og smátt og hefir síðustu dagana verið 7Óý4 til 77%. Sem stendur er framboð þessara bréfa frekar lítið, sem stafar af því, að færri lánbeiðnir hafa bor- ist Veðdeildinni nú en fyrir og um síðustu áramót. í aprílmánuði 1935, var gengi Veðdeildarbréfa frá 76% til 77% og var hið síðarneíndá söluverð í lok mánaðarins. Kreppulánasjóðsbréf: — Gengi Kreppulánasjóðsbréfa hefir verið mjög óstöðugt frá því fyrst er þau komu á markaðinn. Fyrstu bréfin, sem seldust hjá Kauphöllinni seld- ust á gengi 66—68%, en fóru síð- an hækkandi smátt og smátt og hafa nú verið frá 73—77% hina síðustu mánuði. Mestur hluti þess- ara verðbréfa fer til kaupmanna og kaupfélaga, og þaðan í bank- ana og samkvæmt lögum um Kreppulánasjóð frjósa þau þar föst. Þau bréf þessarar tegundar, sem seljast á opnum markaði, eru undantekningarlítið keypt til þess að greiða skuldir með þeim, því samkvæmt lögum um Kreppulána- sjóð eru skuldabréx sjóðsins gjald- gengur greiðslumiðill upp í þær skuldir, sem stofnaðar eru fyrir 1. janúar 1933 og eigi eru trygðar með veði. I aprílmánuði var gengi Kreppu- lánasjóðsbréfa lægst 73% og var það ‘10. dag mánaðarins, en hæsta gengi á sömu bréfum í sama mán- uði var 77%, fyrstu daga mánað- arins. í ráði er, að í framtíðinni verði reynt að birta yfirlit yfir það, hve mikið er gefið út mánaðarlega af ofannefndum bréfum, en það er ekki hægt nú, sökum þess að til þess vantar heimild Landsbankans, urn þau bréf, er honurn viðkoma. (Verslunartíðindi). 1111 IIIIIIIIIlllM III lllllllllilllIIIIBI! Ilisis. i E Þeir, sem gerast áskrif- E = endur þessa dagana, fá E E blaðið ókeypis til mánaða- E E móta. E Ferðafélag íslands efndi í gær til emhverrar hinn- ar rnestu skemtiferðar, sem til þessa hefir verið farin á vegurn félagsins. Munu þátttakendur hafa verið vel hálft annað hundrað. — I'arið var til Þingvalla, bæði að morgni kl. 8 og einnig kl. 1 eftir hádegi. Þeir, .sem fóru um morg- uninn ætluðu margir að ganga á fjöll. Skiftu menn sér í tvo hópa, er austur kom 0g varð annar hóp- urinn eftir á Þingvöllum og fór í skemtiferð um Þingvallavatn og víðar, en hinn hópurinn þriskift- ist að lokum. Var farið í bifreið- um frá Þingvöllum sem leið iigg- ur til Bolabáss og Hofmannaflat- ar. Einn hópurinn ætlaði á Súlur, en hinir á Armannsfell. Lögðu hin- ir síðarnefndu af stað í hóp frá Hofmannaflöt sem leið liggur norður Kluftir. Gekk annar flokk- urinn upp Armannsfell að austan- verðu, en hinn fór lengra norður á bóginn og fyrir ofan Sandklufta- vatn og gekk á fellið þaðan megin; frá. Báðir flokkarnir komu niður í Bolabás, sá floklcurinn, sem gekk á fellið að austanverðu, nokkru fyrr. Báðir þessir flokkar eða rétt- ara sagt flokksbrot höfðu hina mestu ánægju af ferðinni, enda var veður hið hagstæðasta, létt- skýjað og sólskin annað veifið, og; mátulega svalt til göngu. Sá vítt: yfir af fellinu og var skygni dá- gott. Sá flokkurinn, er gekk á Súl- ur, var eigi eins heppinn, því aði ský voru sveipuð um Súlutinda.. * Kl. um 3 lögðu Ármannsfells- ílokkarnir af stað til Þingvalla. Þar flutti Ólafur prófessor Lárus- son erindi á Lögbergi um sögu- staðinn, en siðar var gengið austur' yfir ána og þar flutti Pálmii Hannesson rektor atutt erindi tili skýringar á því, hvað gerst hafðii i náttúrunnar ríki þar eystra, er Þingvellir mynduðust. Voru bæði erindin fróðleg og skemtileg. RÍKISSTJÓRNARAFMÆLI BRETAKONUNGS. Myndin er tekin fyrir utan Buckingham Palace, en þar og á öllum götum, sem skrúðfylkingin fór um, var múgur manns aðal- hátíðardaginn, 0g víða bíða menn í stórum hópum alla nóttina und- ir berum himni, þar sem men». vissu, að eitthvað væri að sjá.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.