Vísir - 01.06.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 01.06.1935, Blaðsíða 2
VISIR NeyðarúrræOi. Mönnuin blandast auðvitað ekki lnigur um það, að bæjar- ráðið muni að eins út úr neyð hafa gengið að þvi að lála bæ- inn taka að sér flutninginn á efni og vélum til Sogsvirkjunar- innar fyrir 75 þús. krónur og greiða siðan vörubílastöðinni „Þrótti“ 28 krónur fyrir smá- lestina eða samtals 131600 lcrón- ur fyrir alJan flutninginn. Aðstaða bæjarins var full- komin nauðungaraðstaða. Ann- ars vegar neitaði verklakinn að ganga að nokkurum samning- um urn flutninginn fyrir bærra verð en 75 þús. kr., jafnyel þó að af því hlytist algerð stöðvun á framkvæmd Sogsvirkjunar- innar. Hins vegar héldu verka- lýðsfélögin fast við þá ákvörðun sina, að stöðva Iieldúr virkjun- ina um óákveðinn tíma, heldur en að gefa verktakanum frjáls- ar hendur um flutningana. Áhætta bæjarins í sambandi við stöðvun virkjunarinnar, var meiri en svo, að það væri verj- andi, að taka ekki heldur þann kostinn, að kaupa hana af sér jafnvel því verði sem gerl var. Að sjálfsögðu voru þraul- reyndir allir möguleikar til að greiða úr deilunni, áður en til þessa ráðs var gripið. En þrátt fvrir þá lækkun, sem vörubíla- stöðin „Þróttur“ gerði á tilboði sínu í flutninginn, úr rúmum 148 þús. kr. í 131600 kr., var bilið of mikið milli verktakans og bans. Bæjarráðið gerði til- raun lil að finna einvern meðal- veg og bauð í því skyni að ann- ast flutninginn fyrir 120 þús. kr. Þegar því boði var neilað, var gerð einbeitt lilraun lil þess að fá vörubílastöðina „Þrótt“ til að gefa verktakanum frjáls- ar hendur um flutninginn, gegn ákveðnum fyrirheitum af bæj- arins hálfu, vörubilaeigendum lil handa, En þeim lilboðum var einnig hafnað. Þegar svo var komið, var ekki nema um tvent að velja fyrir bæinn, að láta virkjunina stöðv- ast um óákveðinn tíma, eða að ganga að kröfum beggja og borga mismuninn! Því mun nú vera haldið fram af bæjarins liálfu, að verktak- inn l>eri ájbyrgð á því tjóni, sená af þessari deilu hefir hlolist, og þar með er talið tjón það, sem hlýst af lausn deilunnar, eða sú upphæð sem greiða verður fyrir flutninginn umfram 75 þús. kr. Er þetta bygt á þvi, að verktak- anum liafi átt að vera og verið kunnugt um flutningataxta vörubifreiða, sem liér voru í gildi, er hann tók að sér verkið, og honum bafi því borið að tryggja sig gegn því að lenda i verkfalli út af þeim töxtum. Nú var tilboð Þróttar lægra en sem svaraði þeim flutninga- töxtum, sem hér voru í gildi, þegar samningurinn um virkj- unina var gerður, Qg átli bær- inn þvi ekkert tjón að bíða af því, þó að verktaki yrði að hlita þeim töxtum. En það • vildi verktaki ekki og kaus héldur að stöðva framkvæiíid verks þess, er hann liafði tekið að sér og verður ekki um það deilt, vegna þess að hann lét flutningsskip sitt liverfa liéðan, er sýnt var að liann gat ekki náð þeim samn- ingum sem liann vildi. Með því neyddi hann i rauninni bæinn lil að ganga að þeim afgrkost- um, sem að lokum var.gengiðað. Því að af stöðvun virkjunarinn- ar befði beint og óbeint tjón bæjarins orðið margfalt meira en það, sem í sölurnar var lagt, þó að um enga skaðabótakröfu væri að ræða, þar sem bærinn liefði orðið að greiða áfallandi vexti af lánum til Sogsvirkjun- arinnar, um óákveðinn tíma, án J>ess að fá nokkuð í aðra bönd, auk þess sem erfiðleikar at- vinnuleysisins liefði þá einnig lagst J>yngra á bæinn. Það mun þá heldur ekki vera um það deilt, að það ráð hafi verið tekið, sem hollara var. Mussolini kveður 50.000 menn til vropna. Þeir verða sendir til Afríku, vegna liðsafn- aðar Abessiniu á landa- mærunum og skotfæra- flutnings til Abessiniu. — Rómaborg i. júní. FB. Mussolini hefir fyrirskipað að kveðja til vopna þrjú ný herfylki, alls 50.000 menn, og verður lið þetta sent til Afríku. Fullyrt er, að Mussolini hafi fyrirskipað þennan nýja liðsafnað vegna nýrra fregna um samdrátt abessinskra herdeilda við landamæri ítalska Somalilands og vegna þess, að mikill hergagna- og skotfæraflutn- ingur eigi sér enn stað frá Evrópu til Abessiniu. (United Press). Húsnæðis- ekla. Alþýðublaðið skýrði frá ]>ví núna um krossmessuna, að hús- næðisvandræði hér í bæ mundu nú öllu meiri en verið hefir undanfarin ár. Segist blaðið hafa þetta eftir kunnugum mönnum, og virðist þeirrar skoðunar, að þeir bafi rétt fyrir sér. , Eg er nú hvergi nærri viss um, að sköðun þessára kunn- ugu manna sé allskostar rétt. — En eg ætla ekki að lita á mál- ið frá þeirri lilið að sinni. Eg ætla að gera ráð fyrir, að skoð- un bláðsins og kunnugu mann- anna sé á rökum reist. En ef svo er, J>á vandast málið fyrir alþýðu-burgeisunum, því að þeir hafá ekki gert neitt til þess að koma í veg fyrir, að „stjóm Iiinna vinnandi stétta“ og meiri- liluti gjaldeyrisnefndar fremdi það hermdarverk gegn liús- bygginga-mönnum og bæjarfé- laginu í lieild, að hindra að miklu leyti innflutning bygg- ingarefnis. Það er öllum kunnugt, að al]>ýðuburgeisarnir ráða því er •þeim sýnisl í stjórn landsins. Þeir segja stjórninni fyrir verk- um. Þverskallist hún og sýni óhlýðni, verður hún að fara, ef Alþýðuflokkurinn krefst }>ess eða fulltrúar lians á Alþingi. Framsóknarmenn eru ekkert annað en ómerkilegar undir- tyllur socialista. Þeir vita það og liegða sér samlcvæmt þvi. Með því að takmarka inn- flutning byggingarefnis til landsins aukast húsnæðisvand- ræðin hér í Reykjavik og liúsa- leiga hækkar. Önnur afleiðing þess athæfis verður svi, að at- vinnuleysi hér í bæ og víðar vex stórkostlega. — Þriðja af- leiðingin verður sú, að fátækt fólk verður að sætta sig við lakara húsnæði og þrengra yfir- leilt, en orðið hefði, ef innflutn- ingur byggingarefnis liefði verið frjáls. —- Eins og áður var sagt og' allir vita, hefir Alþýðuflokkurinn það algerlega i hendi sér, hvort innflutningur á vörum til liús- bygginga er leyfður eða bann- aður. —■ Alþýðuflokkurinn get- ur ráðið því að vild — því að hann ræður yfir lífi stjórnar- innar — hvort húsabyggingar hér í bæ stöðvast eða ekki .— Það er á ábyrgð Alþýðuflokks- ins, eða burgeisanna í því liði, ef mörg hundruð byggingar- fnenn neyðast til að ganga iðju- lausir í sumar. — Það er á ábyrgð , alþýðuforkólfanna, hvort húsnæðisvandræðin í þessum bæ aukist stórkostlega í nánustu framtíð eða hvort úr þeim greiðist. — Það er og á ábyrgð hinna sömu forkólfa, ef fátækt fólk og umkomulaust verður að sætla sig við lakari húsakost en verið hefir síðustu misserin. Núverandi ríkisstjórn þykist1 vera „stjórn hinna vinnandi stétta“. — Vitanlega er það hin mesta fjarstæða. Hún er bara stjórn kosningasmala, bitlinga- lýðs og annara pólitískra mat- gogga. — En blöð hennar eru sí og æ að japla á þvi, að hún sé „stjórn hinna vinnandi stétta“ og' beri bag þeirra sér- staklega fyrir brjósti. Gegnir mikilli furðu að sjórnin skuli ekki blygðast sín fyrir, að láta blöð sín fara með svo augljósa og hlálega villeysu. „Framsókn“ er ekkert annað en örg og aum undirlylla hjá socialistum. Þeir geta rekið hana lir flatsænginni þegar þeim sýnist. — Óbreyttum al- þýðuflokksmönnum hefir og Bouisson myndar stjórn i Frakkiandi. Bouisson tókst að mynda stjórn, þótt social- istar neituðu að taka þátt í henni, nema hún væri skipuð eingöngu vinstrimönnum. — Laval, Petain, Herriot og fleiri kunnustu stj órnmálamenn inni. París 31. maí. FB. Bouisson á viS mikla erfiSleika a$ stríSa og verSur aS svo stöddu ekki sagt, hvort honum hepnast tilraunin til þess aS mynda stjórn. Socialistar hafa neitaS aS taka þátt í stjórninni, nema því aS eins, aS hún verSi eingöngu skipuS vinstriflókkamönnum. — Herriot hefir fallist á aS takast á hendur ráSherrastarf, a'S því tilskildu, aS flokkur hans veiti þvi samþykki sitt. (United Press). Paris 1. júní. FB. Snemma í morgun tókst Bou- isson að mynda nýja stjóm. Hann er sjálfur forsætisráðherra. Þeirj Petain og Caillaux eiga sæti í stjóminni. Ennfremur: Herriot, Frakka eiga sæti í stjórn- innanríkismálaráðherra, Laval, ut- anríkismálaráðhera, Palmade f jár- málaráðherra, Denain hershöfðingi flugmálaráðherra, Laurent Eynac verslunarmálaráðherra. — RíkiS- stjórnin gengur fyrir þingið á þriðjudag næstkomandi. (United Press). London 31. maí. FÚ. Bouisson mun fylgja sömu stefnu og Flandin, þ. e. hann mun láta ]>að verða sitt fyrsta! verk, að fara fram á einræði í fjármálum fyrir stjórnina, og hefir radikali flokkurinn þegar samþykt, að styðja hann, en flokkurinn neitaði Flandin um stuðning sinn, við sömu stefnu, fyrir minna en 24 klukkustundum. 'ANSLEI heldur Glímufélagið Ár- mann í Iðnó annað kvöld (sunnudag 2. júní) kl. 10. Hljómsveit Aage Lorange. (5 menn). Allir íþróttamenn hafa að- gimg að dansleiknum. Aðgöngumiðar á kr. 2.00 fást, í .Iðnói éftir kl. 4 á sunnudag. an og gegnan og allvaldamik- inn fulllrúa þar í sveít, Guðjón Guðlaugsson, kaupfélagsstjóra. Þótti það rösklega gert, því að Guðjón var gróinn í sessi og vimnargur. CJtan af landi. Loftvarna- sáttn Þjóðverjar senda Bretum uppkast að loftvarnarsátt- mála. • London 31. maí. FB. Stjórnmálamenn hér fullyrða, að þýska ríkisstjórnin hafi sent Bretastjórn uppkast að loftvarn- arsáttmála Vestur-Evrópuþjóða, en í samningsuppkastinu er geng> ið út frá því, að þær þjóðir, sem undirskrifi slikan samning, komi til hjálpar ef á einhverja þeirra' væri ráðist. Ennfremur er fullyrt, að Þjóðverjar fallist í grundvall- aratriðum á þær takmarkanir, sem gert var ráð fyrir í Lundúnatil- kyningunni frá 3. febr. (United Press). verið sagt, að það mundi verða gert, ef bún færi að derra sig og láta á sér skilja, að hún væri eitlhvað annað og meira en rétllaus ambáttar-skjáta, sem fengið hefði að skríða undir brekánið með því skilyrði, að hún möglaði elcki, hvernig sem með hana væri farið. — Það er .á valdi alþýðburgeis- anna — eins og áður er tekið fram — að koma í veg fyrir al- varlegt atvinnuleysi meðal bygg- ingarmanna í Reykjavík og víðar um land. Það er á valdi þeirra að koma í veg fyrir, að Inisnæðisvandræðin aukist Og ]>að er á valdi þeirra að koma i veg fyrir, að liúsaleigan hækki. — Komi þeir ekki í veg fyrir takmörkun á iniiflutningi bygg- ingarefnis virðist liggja í aug- uin uppi, að þeim sé nokkurn- veginn sama, þó að atvinnuleys- ið magnist, húsnæðisvandræðin aukist og búsaleigan fari liækk- andi. Verður 11 ú fróðlegt að sjá, Iivort þeir meta meira liag alls almennings og bæjarfélagsins í heild eða þá bitt, að fá að balda binni rausnárlegu „slefutuggu“ úr kálfsdalli stjórnarinnar, sém þeir hafa nú í gininu. Kunnugir menn ætla, að þeir muni ekki sleppa tuggunni með góðu og ekki fyrr en í síðuslu lög. 20. maí. * * Magnns Pétnrsson. liéraðslæknir i Reykjavík, á 25 ára embættisafmæli um þessar mundir. — Hann er Ilúnvetn- ingur að ætt og uppruna, fædd- ur að Gunnsteinsstöðum í Langadal 16. maí 1881. M. P. varð student 1904 og kandidat í læknisfræði 1909. Dvaldist er- lendis næstu missferi, en var skipaður Iiéraðslæknir i Strandahéraði vorið 1910. Vor- ið 1922 var hann skipaður bæj- arlæknir í Reykjavík og síðar héraðslæknir, er Jón Hj. Sig'- urðsson, prófessor, lét af því embætti. Árið 1919 var hann skipaður í milliþinganefnd um berklavarnir. — M. P. sat á þingi sem fulltrúi Stranda- manna 1914—1923 og léí all- mjög íil sín taka. Var m. a. falið það virðingarstarf, að vera framsögumaðijr fjárlaga- nefndar (fjárveitinganefndar). Magnús henr verið vinsæll em- bættismaður og söknuðu Strandameim hans mjög, er hann fór þaðan. Má m.a. marka vinsældir Iians norður þar og traust það, er lil hans var bor- ið, á þvi, að þeir gerðu hann að þingfulltrúa sínum skömmu. eftir að liann fluttist í héraðið. Lagði Iiann þá að velli gaml- Slys. Ljárskógum 31. maí. FÚ. í gærdag á fimta tímanúfn vildi það slys til á Fellsströnd, að Ein- ar Tryggvason, sonur Tryggva bónda Gunuarssonar í Arnarbæii, drukknaSi. Hann var á 22. árinu. Einar var að leita a‘S hestum, og kom aS DagverSarnesi um kl. 4 í gær, hitti hann þar Pétur bónda Jónsson og sagði P. J. honum, að hestarnir væru niðri i nesinu Um kl. 5 varð Pétri gengið niður að sjó, og sá hann þá lausan hest þann, er Einar hafSi riöiS, datt í hug að Einar kynni aS hafa dottiS af baki og meiSst, og fór aS svipast um eftir honum, en fann hann þá i fjörunni, örendan. Lí fgijnartil- raunir reyndust árangurslausar. Pétur getur þess til, aS Einar muni hafa ætlaS aS vaöa út í smá- hólma, skamt þaSan, og muni eitthvaS af hestunum þá hafa ver- iS þar, en straumur var talsverö- ur, og álítur Pétur aS straumur- inn muni hafa tekiS piltinn. . SauÖburður gengur vel, og eru fjárhöld góð. Tí8 ePgóS, og grasspretta óvenju mikil. í refabúinu á Ljárskógum líafa fæSst yfir 40 yrSlingar og á Hólum í Hvammssveit rúmlega 30, og lifa flestir og eru frískir. Garðyrkjunámskeið. NámskeiSi því í garSyrkju, sem staSið hefir ýfir á StaSarfelli, ABESSINIUMENN vígbúast nú af hinu mesta kappi. Flutningar í Abessiniu eru afar erfiSir, vegna vegaleysis, en Abessiniumenn eru burSarmenii góöir og geta boriS ]>uugar byrð- ar á höfSinu. Hér sjást þeir í skot- færaflutningi. ♦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.