Vísir - 21.06.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 21.06.1935, Blaðsíða 2
VlSIfi \ Stj ópnapskitti i J ugoslavíu. Króatisku ráðherrarnir báðust lausnar og varð það stjórninni allri að falli. Belgrad, 21. júní. — FB. Jevtitch-stjórnin hefir beðist lausnar, til þess að Paul prins, rkisstjórnandinn, geti endur- skipulagt stjórnina í samræmi við úrslit þingkosninganna, sem fram fóru fyrir nokkuru. Það sem varð. þess valdandi, að stjórnin féll, var lausnarbeiðni ráðherranna þriggja úr flokki Króata, sem saeti áttu í stjórn- inni, en fjármálaráðherrann og hermálaráðherrann höfðu áður beðist lausnar. Þegar svo var komið sá Jevtitch, að ekki var eftir neinu að bíða, og baðst lausnar fyrir sig og alt sitt ráðu- neyti. Talið er líklegt, að Stoyadino- vitch fjármálaráðherra fráfar- andi stjórnar, verði falið að mynda nýja stjórn, sem Króat- ar geti sætt sig við að taka þátt í. Vegna þessara stjómmálaat- burða hefir verið frestað um stundarsakir fundi Litlabanda- lags-ríkjanna, sem ráðgert var, að haldinn yrði í Belgrad á morgun (laugardag). 111 meöfepð ó ppestum. Er farið með þýska presta eins og glæpamenn? Berlín 20. júní. FB. Skjal, sem á er rituð ályktun, sem samþykt var á Augsborgar- synódunni, er nýlega var haldin,' hefir veriö afhent rikisstjórninni. í ályktuninni er kvartaö yfir því, aö farið sé með presta eins og þeir væri glæpamenn og án þess að fariö væri að réttum lögum. Enn- fremur segir í ályktuninni, að þa'S sé að fara fram á það sem ógerlegt sé að verða viö, þegar krafist sé hlýöni, sem ekki sé í samræmi viöi guðs orð. (United Press). Forratalækkon. París 20. júní. FB. Forvextir hafa veriö lækkaðir úr 6 í 5%'. 12.000 smálssta olíoskip ferst London, 21. júní. — FB. 12.000 smálesta olíuflutninga- skip, „D. L. Harper“, skrásett í Danzig, strandaði í niðaþoku nálægt Lizard í Cornwall. Leki er kominn að skipinu og er bú- ist við, að það brotni í spón. — (United Press). Utan af landi, Sauðárkróki 20. júní. FÚ. Vélskipið Skagfirðingur eign samvinnufélagsins Tinda- stóls á Sauðárkróki kom x fyrri nótt frá Akureyri og sá þá síldar- torfu innan viS Drangey. Einnig hefir sést til hafsíldar frá Hofsós og lítiö eitt náðst í net. Sniásíld hefir og veiöst á SauSárkróki en ,annars er þar aflalitiS. Verið er aS búa „Skagfirðing“ til síldveiða. Einnig hafa 6 ungir nienn á Sauðárkróki leigt Mjölni) frá Akui-eyri, 16 smálesta vélbát og búa hann til síldveiða með, herpinót. Kuldatíð. Tíð er þur og köld við Skaga- fjöi'ð. Sunxar nætur hefir verið frost og gróðri fer lítið fram. Húsavík 20. júní. FÚ. Hafnargerð á Húsavík. Nýkominn er til Húsavíkui-. Finnbogi Þorvaldss. verkfræðing- ur til þess að hafa eftirlit með bryg-gjugerðinni í Húsavík, rneðan verkstjórinn, Eyþór Þórarinsson, er fjarverandi vegna veikinda. Varðskipið Óðinn kom seint i fyrrakveld til Húsavíkur, með steinnökkvann sem á að vera bryggjuhaus. Gekk ferðin vel frá ísafirði. Nokkrir bátar fónx fullir af fólki móti skipinu, og bauö sýslumaður skipin velkomin og bar fram óskir um að hin rniklu hafnarmannvirki, bryggjan og nökkvinn, yrðu héraðinu til heilla og blessunar. Bryggjan er orðin 200 metra löng og kornin út á 5 metra dýpi um fjöru. Skáldsagan „Victoria“ eftir Ham- sun verður kvikmynduð. Oslo 20. júní. F|B. Frá Berlín er símað, að skáld- sagan Victoria eftir Knut Hamsun verði kvikmynduð í Þýskalandi innan skamms tíma. Erich Wasch- neck verður leikstjóri. (Skáldsaga þessi hefir sem kunnugt er verið gefin út í íslenskri þýðingu, gerðri af Jóni Sigurðssyni frá Kallaðar- nesi). BæjarstjórnaÉnditr í p. Lokunartími brauða- og mjólkur- sölubúða. Bæjarstjórnin samþykti með samhljóða atkv. að; láta sama lok- unartíma gilda urn sölustaði heimabökunarfólks og um bakara. Þá var og samþykt með 8 atkv. gegn 2, að hafa rnætti brauð- ogj mjólkursölubúðir opnar til kl. 5 e. h. á suunixdaginn næstan á undan bolludeginum. Verða þessar breyt- ingar síðan sendar til stjómarráðs- ins til staðfestingar. Hinsvegar var felt að leyfa þessunx búðurn að vera opnum alla sunnudaga til kl. 5 e. h. og laugardaga að sumr- inu til kl. 6. e. h. Guðmundur Eiríksson mælt með breytingum þeim, er feldar voru, og sagfði m. a., að hin niikla sala heimabökunarfólksins sýndi þá rniklu þörf, sem væri fyrir greið- an aðgang að þessunx vörurn, og þar með að núverandi sölutími væri of stuttur. Hinsvegar gegixdi hér alt öðru nxáli um vénjulegar sölxxbúðir, því að í mjólkurbúðum væru stálkurnar ekki nerna nokk- urix hluta dagsins, þar sem þær væru annarsstaðar allan daginn. Mundi og hægt að koma þessu svo fyrir, að hver búð yrði t. d. opin einungis annanhvern sunnudag. Þá taldi G. E. og að nú væri lokað of snemma á laugardögum að surnri til, því að vegna þess yrðu bakarar nú á laugardögum að byrja vinnu sína 2 tímum fyrr á nóttunni en ella. Frú Guðrún Jónasson o. fl. töl- uðu eindregið á móti þessum til- lögum urn lenging sölutimans og taldi enga ástæðu til að hafa hann lengri en xxú væri og um aðrar búðir gilti, að undanteknum sunnudöguim. Fólk væri nú orðið vant þessurn lokunaríma og kæmi hann ekki að sök. Taldi frú Guð- rún m. a. s. að réttast væri að loka búðurn kl 1 á laugardögum a. m. k. á surnrin, en leyfa kaupmönn- unx í þess stað að hafa opið til kl. 9 á föstudögum. Ekki bar hún þó franx neina tillögu um það. Kaup á Briemsfjósi og Vatnsmýr- arblettum. Meiri hluti bæjarráðs lagði til, að bærinn keypti Vatnsmýrarbletti V og VIII, Briemsfjós með til- heyrandi ló’ð, skepnum og áhöld- unx fyrir samtals 102 þús. kr., enda verði xitborgun ekki rneiri en 10 þús. kr. og eftirstöðvarnar gnei'ð- ist með 6% ársvaxtaskuldabréfi til 25 ára. En jafnframt skyldi bæjarráði heimilað að selja aftur 1 skepnur og áhöld fyrir 20 þús. kr. og leigja fasteignirnar. Kaupverð fjóssins, 40 þús. kr. skyldi greiðast úr skiþulagssjóði. Þessi tillaga var ; samþykkt nxeð 8 atkv. (sjálfst.m.), 'gegn 2 (Jóni Axel og Jóhönnu Eg- ilsd.). Jón Axel bar fram tillögu um að kaupin yrðu gerð í trausti þess, að komið yrði upp vinnuhæli í Gufunesi og löggjöf sett þar um og skyldi þá áhöfnin renna til þess. Þessi tillaga kom ekki til at- kvæða þar senx hin var samþykkt. Borgarstjóri, Jakob Möller og Bjarni Benediktsson mæltu með kaupunx á þessum eignum, þar sem hér væri um engan veginn ósann- gjarnt verð að ræða og góða borg- unarskilmála og væri því hægt, ef bæjarstjórn svo sýndist, að leigja eignina út með gó'ðum arði, enaa lægi þegar fyrir tilboð um kaup á skepnunx og búsáhöldunx fyrir 20 þús. kr., sem mætti teljast hæfi- legt verð. Hinsvegar væri óhjá- kvæmilegt að bráðlega kæmi að því, að taka þyrfti erfðafestulönd- in til almenningsafnota og að rífa þyrfti fjósið vegna útlits þess fagra bæjarhverfis er það stæði í. Með því að kaupa eignirnar nú hefði bærinn í heixdi sér hvenær þetta yrði gert, fengi nú mjög að- gengilega greiðsluskilnxála og þyrfti ekkí að ráðast í að rífa fjós- ið, fyrr en fé til þess væri fyrir hendi. Þeir töldu á hinn bógiixn fásimxu að setja þetta mál nokkuð í sanxband vi'ð ráðstöfun Gufuness- ins. Það væri að visu rétt, að bæj- arráðið væri sanxixxála uni að reyna að nýta það betur fyrir bæjarfélag- ið eix gert hafi verið til þessa og hafi memx í því sambandi talað um að setja þar upp vimxuhæli. En það íxiál væri allt órannsakað enn, og þó bæjarráð nxundi vera sammála um nytsemi slíkrar stofnuixar, yrði vitanlega að ákveða fyrst fyrir hviei'ja hún ætti að vera og hvert fyrirkomulag hennar ætti að vera, áður en farið væri að kaupa áhöfn ♦ til væntanlegs bús Jxar i sanxbandi við hana. Ef álitið væri óverjandi að kaupa Briems.fjósi.ð vegna kostixaðar við að leggja það nið- ur og rifa síðar meir, þá yrði sú ráðstöfun síst verjanlegri við það að binda bænum ný útgjöld xneð vinnúhæli í Gufunesi. Hér væri Jxvi um allseixdis óskyld mál að ræða, senx hvort yrði að meta út af fyrir sig eftir eigin vérð- leikum. Jón Axel Péturssoix reyndi að sýixa samband milli Jxessara mála, en sá rökstuðningur var að vonum óskiljanlegur. Ábyrgð fyrir Hótel Borg. Fyrri samþykkt viðvikjandi Hó- tel Borg var með sanxhljóða atkv. breytt á þanxx veg að bærinn skyldi nú ásamt ríkiixu gerast sjálfskuldarábyrgðarmaður gagn- vart lánveitanda fyrir 20 Jxús. ster- lingspunda láni, senx taka á til að greiða 1. og 2. veðréttarskuldir hótelsins, sem bærinn er nú í á- byrgð fyrir. Áður var bæriixn ein- ungis í bakábyrgð gagnvart ríkinu og helzt sú bakábyrgð, en láixveit- andi krafðist sjálfskuldarábyrgð- ar bæjarins. Borgarstjóri sýndi ’fram á, að lánabreyting þessi létti mjög undir með hótelrekstrinunx og væri bæixum því til beinna hags- muna og væri því rétt fyrir bæ- inn að greiða fyrir lántökunni. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis. Skv. nýjunx lögum kaus bæjar- stjórn 2 nienn í stjórn sparisjóðs- ins og voru kosnir: Helgi Her- nxamx Eiríksson af Sjálfstæðism. og Ágúst Jósefsson af alþýðufl. Endurskoðendur voru kosnirBjörix Steffeixsen af Sjálfstæðisfl. og Oddur Ólafsson af Alþfl. StjÓFnmála- fundup á Akureypi. Landsmálafundur var haldinn á Akureyri i gærkveldi. Hófst hann kl. 8 og- var ekki lokið fyrr en eft- ir miðnætti. Af hálfu flokkanna mættu á fundinum: Ólafur Thors f. Sjálfstæðisflokkinxx. Jónas Jóns- son f. Framsóknarflokkinn, Jónas Guðnxundsson f. Alþýðuflokkinn og Einar Olgeirsson f. kommún- ista. Fundurinn var afar fjölmenn- ur. Konxust færri en vildu inn í húsið sem rúmar á fimta hundrað manns. Sjálfstæðismenn voi-u í yf- irgnæfandi meirihluta á fundinum og var ræðunx þeirra einkar vel tekið, en stjórnarliðið átti lítilli hylli að fagna meðal fundarmanna. Kommúnistar áttu nokkurt fylgi á fundinum, enda munu þeir hafa hóað flestum sinna manna á fund. viröist . það vera og ran.glæti, að ríkissjóður skuli heimta í sinn hlut 20% af ágóða happ- drættisins. Happdrættið var stofnað háskólanum til styrkt- ar, eða húsbygginguin hans á sínum tíma, og þykir þvi í meira lagi óviðeigandi, að rikið skuli tefja fyrir því, að háskól- inn geti komið sér upp sæmi- legum húsakosti sem fyrst. Rvíkurbær leggur til ókeypis land undir háskólabyggingarn- ar og það ekkert smáræði, hk- lega nálægt 50 vallardagslátt- um, að því er mönnum hefir skilist. Það er á borð við stærstu tún i sveit. — Er það ærið rausnarleg gjöf og skiftir rnjög mörgum tugum þúsunda króna að verðmæti. Þessa gjöf lætur bærinn af hendi möglunarlaust og hefir hlotið að launum vanþakklæti og skammir. Hins vegar er framferði rikisins þannig, að telja verður fullkomið hneyksli. Það leyfir sér að taka til sinna nota svo tugum þús- unda króna skiftir árlega af fé hins fátæka og húsnæðislausa háskóla. Stjórnin mun að visu telja sig þurfa á fé þessu að halda til þess að sletta í gin ; smala sinna og leiguþýja. En það er sannarlega hart að há- skólinn skuli vera látinn taka þátt i „fóðurbætiskaupum“ handa þeim fénaði. Samkvæmt skýrslu þeirxi, sem prentuð hefir verið um starfsemi happdrættisins til árs- loka 1934, hefir ágóði af rekstri þess orðið krónur 116772.99, en af þessari fédgu tekur rikið kr. 23354.60, svo að hlutur háskólans verður ekki nema kr. 93.418.39. — Það er auðsætt, að fátækan háskóla og húsnæðislausan munar um minna, en að tekin sé fimta hver króna árlega af happdrættis- tekjum hans. Happdrættið er leyf t í 10 ár — en það leyfi verð- ur að sjálfsögðu framlengt — og mega allir sjá, að það er ekki nein smáræðis-upphæð, sem ríkið tekuraf háskólanum á þessum 10 árum, jafnvel þó að árstekjur liappdrættisins yxi ekki úr þvi senx var fyrsta starfsárið, en sennilega fara þær vaxandi næstu árin. Fyrsta árið þótti ekki ráðlegt að hafa á boð- stólum nenxa helming hvers númers, 25000 hálfa hluti í stað 25000 heilla. — Voru þvi að eins prentaðir fjórðungsmiðar, 50000 að tölu (með númerum 1—25000, merktum A og B). Það er að verða ærið óviðfeld- ið, að ríkissjóður skuli ekki geta séð nokkura krónu í friði, sem Ixann hyggur að hægt sé að klófesta með einhverju móti. Það er eins og þingi og stjórn sé ekki sjálfrált. Gamlar á- kvarðanir eru ónýttar og liirt í ríkissjóð það fé, sem lög vom sett um, að verja skyldi til ákveðinna og gagnlegra liluta. Þetta nær engri átt og er að réttu lagi ein tegund villi- mensku. Og svo er miklu af þessu fé, sem þannig er tekið, og öðm, sem pínt er út úr fá- tækri þjóð, varið i allskonar vit- leysu. Og það er sannarlega ekki von að vel fari, þegar eyðslu- semi, ( ráðleysi, illgirni og heimska haldast i hendur. Þingið í haust ætti nú að sýna af sér þann manndóm, að afnema skyldu happdrættisins lil þess, að greiða i ríkissjóð 20% af ágóða sínum. — Og jafnframt ætti að skylda ríkissjóð til að skila aftur þeim 23—24 þúsund kr., sem hann hefir þegar tekið á móti. Björn Rósenkranz kaupmaður. Björn Rósenkranz lést þ. 13. þ. m. Hann var fæddur í Reykjavík þ. 5. júlí 1874, og varð því tæplega 61 árs að aldri. Unx fermingaraldur fór Björa til Stykkishólms og gerðist verslunarmaður hjá Richter kaupmanni, og var það hvom tveggja, að hann reyndist mjög vel í þeirri stöðu fyrir sínar ágætu gáfur og dugnað, og var Richter mjög ánægður með þennan unga og skemtilega pilt og svo hitt, að Birni féll mjög vel að vera hjá Richter, sakir ágætra mannkosta hans sem húsbónda. Eftir nokkurra ára dvöl í Stykkishólmi kom Björn aftur til Reykjavíkur og gerð- ist verslunamxaður hjá versl. Edinborg liér í borginni. Var dugnaði hans og gáfum veití alveg sérstök eftirtekt, bæði af húsbændunx og samstarfsmönn- uin. Mun hann Jxess vegna ætið’ hafa fengið bestu launakjör, eftir því sem þá gerðist. Eftir það gerðist Björn sjálfur kaup- íxxaður og rak nú verslun fyrir eigin reikning i mörg ár, með miklum dugnaði og hagsýni. Bjöm var mjög söngelskur maður, og góður söngnxaður, söng tenór í söngfélögum hér og talinn mjög góður kraftur. Fáir af þeim, er eg hefi kynst, sögðu skemtilegar frá ýmsum æfintýmm og viðburð- um i kunningjaliópi, en Bjöm Rósenkranz. Hafði hann mikla ánægju af að kynna sér háttu sérkennilegra manna, og er það sem á undan er sagt í samræmi við það. Bamgóður var Bjöm svo að sjaldgæft mátti teljast. Trygglyndi hans við þá menn er kyntust honum vel, getum vér vinir hans best sagt um, er höfum notið góðra ráða og ann- ara greiðasemi hans. Björn Rósenkranz var kvænt- ur frú Sigurlaugu Pétursdóttur, góðri konu. , Við fráfall Björns hafa vinir og kunningjar mist skemtilegan félaga, er þeir munu lengi minnast. Þökk fyrir góða vináttu. Þ. Kirkjnfandnr. HingaS í borgina eru komnir ntíkkrir menn, læröir og leikir, Jxeiri-a erinda, aS sitja hér almenn- an kirkjufxmd, hinn annan í rö'S- inni. Fjölgar gestum nú daglega, cr hirígaö koma til þátttöku í þessum fundi. Kirkjufundurinn á aS byrja nxeS girösþjónustu í dómkirkjunixi næstk, suixnudag kl. 11 f. h. VeríS- ur svo fundarhöldum lxaldið á- fram í samkomuhúsi K, F. U. M. þann dag og eins á nxánudag og þriöjudag, skv. dagskrá. En á sunnudags- og mánudagskvöldiö verða erindi flutt fyrir alnxexm- ing í dómkirkjunni. Á fundunx í K. F. U. M. er öllum heimilt aö vera, þótt eigi séu fulltníar safn- aða, meðaix húsrúnx leyfir, en at- kvæðisrétt og málfrelsi hafa a‘S- eins fulltrúar safnaða og prestar, hvort sem þeir eru þjónandi eða ekki. Alnxennir kirkjufundir, eins og þessi, eru nýung í fsl. kirkjxilífi og þa‘5 góö nýung. Þaö ber vott um vaknandi kix'kjulegan áhuga, er fulltrúar og prestar, víösvegar úr sveitum landsins, koma hér saman um hábjargræðistímann, til a'5 ræðal mál kirkjunnar. Þa5 er eixg- um vafa undirorpiö, að einhvern

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.