Vísir - 23.06.1935, Qupperneq 4
VlSIR
Flotamála-
umræður.
Ganga Þjóðverjar á ný í Þjóða-
bandalagið ?
London í gær. F(J.
Ensk-þýskn flotamálaumræðun-
um í Londott er nú loki'ð. Von
Ribbentrop fer heimleiðis til Ber-
lín á morguti. Hann gekk á fund
Sir Samuel Hoare utanríkismála-
ráðherra í dag og ræddu þeir fram
og aftur um málin.
Talið er, að rætt hafi verið með-
al annars um mögmleika þess, að
Þjóðverjar gatigi aftur i Þjóða-
bandalagið og munu þeir nú ekki
vera því fráhverfir.
Viðræðum Lavals og Anthony
Eden lokið í bili. Fór vel á með
jþeim. Urgur í frönskum blöðum.
Rússar æfir.
Viðræðum þcirra Lavals og
Anthony Eden er nú lokið i bili,
■og Eden farinn áleiðis til Róm og
'kemur þangað á morgun til fundar
við Mussolini,
Laval sagði blaðamönnum í dag
áð ’þeir Eden hefðu talað mjög
vingjarnlega saman um fiotamálin
og stjómmálahorfurnar í Evrópu.
Hann sagðist vera ánægður með
■viðræðurnar, enda mundu Bretar
■og Frakkar halda áfram að vinna
saman að endurreisn friðarins í
álfunni.
Frönsku blöðin eru hinsvegar
ennþá fremur önug og tala heldur
óvingjarnlega um Breta.
Þegar Eden ketnur aftur frá
Róm, mun hann hitta Laval 'á ný.
í Moskwa blöðunum eru í dag
harðorðar árásir á ensk-þýsku
samningana. Seg-ja þau, að örygg-
ið í álfunni sé nú minna en áður,
vegna þessara samninga og séu
þeir líklegir til þess að ýta undir
vígbúnaðinn, fremur en að minka
'■hann.
* - •"
Norska þingið lýkur störfum
á þriðjudag.
Osio, 11. júní. FB.
Á þingfundi í gær lýsti Ham-
bro forseti yfir því, að yfir-
standandi þingsetu mundi
verða lokið næstkomandi
þriðjudag.
„ÓÐINSTURNINN“,
sem nýlega var reistur skamt frá þessi næst hæsti turn í álfunni.
Óðinsvéum í Danmörku. Er turn unni.
Útvappsfréttii*.
London, í gær. FÚ.
Flotamál Japana.
Tokio blöðin skýra frá því í
dag, að fundi japanskra flota-
málasérfræðinga, sem átti að
halda í London, sé nú frestað.
Það var ætlunin að flotamála-
ráðunautar Japana, sem eru í
Evrópu við sendisveitirnar
skyldu koma saman í London til
undirbúnings undir flotamála-
ráðstefnuna. ,
London, i gær. FÚ.
Irskar aukakosningar.
t aukakosningum, sem fóru
fram í dag i irska fríríkinu,
sigraði stjórn de Valera, en þó
ineð nokkuru niinni meirihluta,
en við síðustu kosningar.
London, í gær. FÚ.
Bolivía og Paraguay.
Friðarsamningar milli Boli-
víu og Paraguay eru undirskrif-
aðir í dag.
London, í gær. FÚ.
Abessiníudeilurnar.
Utanríkisráðherra Abessiníu
hefir enn sent Þjóðabandalag-
inu kæru yfir framferði ttala.
London, í gær. FÚ.
Refsing fyrir barnsrán.
45 ára fangelsi ákvað ame-
rískur dómstóll í dag, að skyldi
vera hæfileg refsing fyrir til-
raun til barnsráns, sem þar var
gerð nýlega.
Útgjaldalækkun í Frakklandi.
London 21. júní (F. Ú.)
Franska stjómin hefir ákveðið
stórkostlega lækkun á fjárlögun-
um en ekki er búist við að þessar
lækkanir komi til framkvæmda
fyrr en þingið kemur saman.
Þýskir prestar látnir lausir.
London 21. júní (F. Ú.)
12 þýskir prestar mótmælenda-
trúar hafa verið látnir lausir úr
fangelsum nasista. Ennþá sitja 25
prestar í fangaherbúðum í Þýska-
landi.
Utan af landi
Sjúkrahúsbygging.
22. júní. iFÚ.
Fréttaritari útvarsins á Húsavík
skrifar 12. þ. m.: Búið er að grafa
fyrir kjallara-grunni spítalans á
Húsavík, og er áformað að byrja
á byggingunni um næstu helgi.
Sparisjóður Húsavíkur hefir gefið
til spítalans 2000 kr., Kaupfélag
Þingeyinga 1000 kr., ónefndur
maður 1000 kr. og Kaupfélag
Húsavíkur 670 kr., auk þess eru
allmargar minni gjafir.
Síldarvart.
22. júní. FÚ.
Litilsháttar síklarvart hefir orð-
ið í Skagafirði um þessar mundir.
Vélskipið (Grótta kom í morgun til
Siglufjarðar með 6 tunnur herpi-
nótasíldar frá Skagafiiðí.
Harðfisknr
nýkominn.
Hvergi betri.
Vísíp.
HJA YDUR
-mildar ocj
ilmandi
Ciqarettur
TEOFANI - LONDON 1
Henning B. er horfinn frá,
haldinn nokkru sunnar.
Karlinn hefir kunnað á
kornpás Sogsvirkjunnar.
nrnmm
Ferðaskrifstofa íslands Austur-
stræti 20, sími 2939, hefir af-
greiðslu fyrir flest sumargistihús-
in og veitir ókeypis upplýsingar
um ferðalög um alt land. (538
iTAPAt rUNDIf)]
Bláköflótt tau tapaðist laugar-
daginn 22. Skilist á Hverfisgötu
32 B- (536
Stórt vatnskassalok af bifreið
tapaðist í miðbænum á hvíta-
sunnudag. Skilist'gegn fundar-
launum í bifreiðaverslun Egils
Vilhjálmssonar. (542
sem vilja ráða sig í vinnu við
hússtörf innanbæjar eða vor-
og kaupavinnu utanbæjar, geta
valið úr stöðum ef þær leita til
RáSningarstofu
Hovkiavíkurbæjar.
LæRiartorgí 1, I. lofti.
Sími 4966.
Reglusamur ungur maður
óskar eftir orgeli eða píanói til
leigu um ca. 3ja mánaða tíma-
bil.. Tilboð, merkt: „Hljóðfæri“
leggist inn á afgr. Vísis. (543
íTCsnæFH
Sá sem vildi lána 5 þúsund kr.
gegn góðri tryggingu, getur feng-
ið leigða heila hæð, eða minni i-
búð, með laugahita og öllum þæg-
indum, i. okt. Uppl. í síma 2425.
(540
Herbergi með húsgögnum til
leigu ódýrt á Bergstaðastræti 83.
Á sama stað lítið herbergi með
húsgögnum, afar ódýrt. (539
Herbergi til leigu nú þegar. —
Vonarstræti 12, 3. hæð. (537
Herbergi til leigu neðarlega á
Laugavegi. Verð kr. 25 á mán-
uði. Uppl. i sima 4334. , (535
Af sérstökum ástæðum er til
leigu fremur lítil séríbúð, 2 her-
bergi og eldhúsi. Uppl. í síma
3962. (527
htVINNAfl
Duglegur trésmiður óskast.
Sími Brúarland 9 A. (533
Unglingsstúlka 14 —15 ára
óskast í sveit, strax. A. v. á. —
(541
Úti eða innistúlkur og ungling
(14—16 ára) vantar á gott
sveitaheimili í Landeyjum. —
Uppl. i sima 4667. (532
Permanent.
Gefum 10% afslátt af Perma-
nent til mánaðamóta. Öll vinna
framkvæmd af fagmanni. Hár-
greiðslustofan Venus, Kirkju-
stræti 10. Sími 2637. (407
IKAUPSTARJM
Vandað orgel óskast til kaups,
má vera notað. Tilboð sendist
Vísi, merkt: „Staðgreiðsla“. —
v (544
Lítil, notuð eldavél óskast. —
Uppl. i sima 3899. (534
Skinnkápa, lítið notuð, til
sölu. Til sýnis i Edina, Pósthús-
stræti 13. (519
Ódýr húsgögn til sölu. Gömul
tekin í skiftum. — Hverfisgötu
50. Húsgagnaviðgerðarstofan.
(362
FELAGSPRENTSMIÐJA.N
'i ÁSTIR OG LAUSUNG. 1 *9
neitað. — Eg gæti þá alveg eins staðhæft, að eg
sé ekki Gyðingur.------ Þú ert listamaður að
eðlisfari, Caryl, eins og eg sagði áðan. —“
Caryl svaraði: „Eg hefi unnið eið að því með
sjálfum mér. að tala ekki framar við Sebastian.
— Eg mundi ekki geta horið virðingu fyrir sjálf-
um mér, ef eg ryfi þann eið eða heitstrengingu.
Eg mundi lita á mig sem aumingja frá þeirri
stundu, er eg sviki sjálfan mig á þann hátt — “
„En sú vitleysa! — Þetta nær ekki nokkurri
átt. — Eg fer að liallast að því, að þú sért lirein-
asta flón, ef þú heldur þessu áfram.“
„Eg er flón, Jacob. — Og verð vist aldrei
neitt annað ....“
„Við erum allir flón að einhverju leyti. —
Eg meinti ekkert. með þessu, sem eg sagði áð-
an. Mér þætti gaman að sjá þann mann, sem
■ekki væri einhversstaðar svo veikur fyrir, að
réttmætt gæti verið að kalla flón eða kjána —
svona í góðu.“
Caryl svaraði engu. Hann var orðinn svo
þreyttur á þessu einskisverða masi, að hann
ætlaði að láta það ráðast, hvort samtalið félli
niður eða ekki. Langhelst hefði hann kosið að
Birnbaum „hringdi af“. Sjálfur kunni hann
ekki við að gera það, því að Birnbaum var
vinur hans og hafði margt stórvel til hans
gert. — i
Eftir stundarkorn sagði Birnbaum og kendi
mikíllar óþolinmæði í röddinni:
„Ertu þarna, Caryl?“
„Já.“ — ,
„Jæja — hverju svararðu, góði minn?“
„Helst engu .... “
„Þú reynir að finna Sehastian?“
„Jæja. — Eg skal reyna .... “
„Þalcka þér fyrir kærlega, vinur minn!“
Caryl lagði frá sér heyrnartólið. Hann vildi
ekki bíða eftir frekara þakklæti. — Hann var
uppgefinn á sál og líkama. Og honum fanst það
einhvern veginn svo undarlegt, að liann skyldi
nú endilega þurfa að fara að leita að Sebaslian.
— Hann skyldi ekkert í því, að það gæti verið
rétl gert af forsjóninni, að demha nú þessu á
liann Iíka. Hann hefði þó vissulegá nóg að bera
fyrir. —
Hann sat kyr nokkur augnablik og krotaði
allskonar strik og jafnvel nótur á þerriblaðið,
sem lá fyrir framan liann á horðinu. Svo fór
hann að reyna að gera sér í hugarlund, hvar
líklegast væri að Sebastian mundi niðurkominn.
— Hugsanlegt fanst honum, að Trigorin vissi
það. En ef liann vissi það ekki, mundi einung-
is um eina manneskju að ræða í allri veröld-
inni, sem gæti vísað á hann. — Og til hennar
gat hann með engu móti snúið sér, að þvi er
honum fanst — að minsta kosti ekki þenna
daginn. Samt var hann neyddur til þess, að
draga það ekki mjög lengi, að tala við hana.
Honum fanst það bein skylda, að láta þana vita.
Iivernig ástatt væri um Gemmu. Og hann liafði
aldrei svikist undan neinu skyldustarfi. En i
dag treysti liann sér þó ekki til þess að reka
það erindi eða önnur. ,
I þessum svifum gekk ungfrú Price í
skrifstofuna og hnerraði mjög. Hún var rauð-
eyg og bersýnilega illa haldin. — Hún spurði
livort þau ætti ekki að halda áfram með bréfið.
Caryl leit við henni.
„Þér hnerrið stöðugt.“
„Já, eg get ekki ráðið við það. Eg er vist að
hnerra i mig svæsnasta kvef.“
„Eg held við sleppum öllum bréfaskrifímn
í dag. En hérna er dálitið, sem mig langar til
að biðja yður að gera.“
„Sjálfsagt.“
Hann tók blað og skrifaði nafn Fenellu og
símanúmer foreldra hennar. Þá hugsaði hann
sig um lítið eitt og skrifaði þvi næst:
1
I
„Herra Sebastian Sanger er farinn úr
„Hotel Cecil“ og þar fást engar upplýsing-
ar um, hvað af honum muni orðið. —
Veit ungfrú McClean hvert hann muni
liafa farið? — Og ef svo er, hefir þess ver-
ið óskað, að hún næði tali af honum nú
þegar og léti hann vita, að herra Jacob
Bimbaum í Paris þarf að tala við hann í
síma þegar í stað. Allur dráttur getur orð-
ið ærið bagalegur. Erindið er mjög brýnt.“
I
Ungfrú Price! Takið við þessari orðsendingu
og hringið tafarlaust heim til ungfrúarinnar og
tilkynnið henni það, sem á miðanum stendur.
Ungfrú Price tók við miðanum og fór hnerr-
andi út úr stofunni. —
Caryl tók nólnaheftið eða handritið, sem
liann hafði verið að reyna að lesa um morgun-
inn og gerði enn eina tilraunina lil þess að
komast í gegn um það. — En það vildi ekki
blessast. Hann hafði magnaðan höfuðverk og
hjartslátt — og svo mikla suðu fyrir eyrunum,
að hann lieyrði varla hávaðann í borunarvél-
inni fyrir utan gluggann.------Hann var ákaf-
lega þreyttur — eins og liann hefði vérið í
slrangasta erfiði dögum saman og ekki notið
neinnar hvildar. — Honum fanst það eiginlega
hafa verið þrekvirki, að geta talað við Birn-
baum allan þennan tíma, án jiess að gefast upp
með öllu eða „falla saman“, sem kallað er. —
Já — þessi þreyta — þreyta, bæði á sál og lik-
ama. Bara að hann gæti sofnað frá öllum þján-
ingum — sofið draumlaust og vært um alla ei-
lifð! — M,eð þessu laginu mundi hver dagur, er
úr djúpi risi, færa honum sorgir og söknuð.
Og nóttin mundi níðast á honum. Hann kynni
að visu að geta sofið, meðan likaminn væri
svona þreyttur. En svo kæmi „andvakan arga“
og hún væri kannske verri en alt annað. Þá
mundi hann byltast í rúmi sinu og þjást af örð-
ugum hugsunum. Og svona mundi það ganga
til, nótt eftir nótt — uns dauðinn miskunaði sig
yfir hann. ■