Vísir - 26.06.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 26.06.1935, Blaðsíða 3
VISIR BOUISSON, forseti fulltrúadeildar Frakk- landsþings, er niyndaði stjórn þegar Flandin var fallinn. Varö stjórn Bouisson’s mjög skammlíf, seni kunnugt er, og tók Laval þá við stjórnartaum- unum. yfir hinu mikla starfi sínu á því sviði, en það er undravert, hversu miklu hún hefir afkastað, því að alt er þáð unnið af áhuga og ást á viðfang'sefninu, i tómstundum. Fýðingar hennar á íslenskum Ijóðum eru finar og nákvæmar og gerðar. af hiniii mestu smekkvísi og hin frumsömdu ljóð Jakobinu hafa sörou einkenni. „Eg hefi einnig heyrt, að þú haf- ir þýtt nokkur íslensk leikrit," segir tíðindamaðurinn, er samræðan hef- ir sveigst í átt til leikritanna og auðfundið er, að hún hefir hinar mestu njætur á leikritum, þótt hún sjálf liafi ekki lagt' fyrir sig leik- ritagerð. „Eg hefi þýtt þrjú leikrit, Ný- ársnóttina, eftir Indriða Einarsson, Galdra-Loft, eftir Jóliann Sigur- jónsson og Lénharð fógeta eftir Einar II. Kvaran. Eitt þessara leik- rita hefir verið leikið í Seattlé. Eg þýdd það á ensku fyrir flokk á- hugamanna, sem sýndi það í mars 1929, í viðurvist ræðismanns íslend- inga og Dana í Seattle og margra þarlendra manna og íslendinga. Leiksýningin þótti fara vel úr hendi og var lofsamlega getið. Leikstjórn- ina hafði með höndum Ingvi Þor- kelsson, sem hefir lokið prófi í lista- háskóla, en er nú í New York." Tíðindamaðurinn lætur í ljós ósk um, að hinum göfuga tilgangi skáld- konunnar, með að þýða framan- nefnd leikrit, verði náð, og það er auðfundið, að hún gerir sér vonir i þeim eínum, sem hún þó ekki vill ræða að svo stöddu. Talið berst að lokum að íslend- ingUm á Kyrrahafsströnd, og skáld- konan segir eitthvað á þessa leið: „Okkur þykir öllum vænt um ís- land, og það kemur best fram, þeg- ar við kommn saman, við ýms tæki- færi, því að við erum dreiffi, en Ijósást finst mér það koma fram, þegar við höldum okkar árlegu þjóðhátíð i Seattle. Við höldum hana í nokkurri fjarlægð frá borg- inni, og þátttakendur eru oft 400 —500. Þeir koma úr öllum átturn, frá vtnsum stöðum á Kyrrahafs- strönd Canada, þar sem íslending- ar er.u foúsettir, og frá ýmsum stöð- um í Washington-ríki, Tacorna, Póint Roberts, og niörgum öðrum og seinast, en ekki síst, frá Seattle; já, og stundum hafa verið gestir hjá okkur á þeim degi alla leið frá íslandi komnir.“ Ahrifin, sem innflytjendurnir og börn þeirra og barnabörn verða fyr- ir í Vésturálfu ber enn á górna, og af því tilefni segir Jakobina John- son: „Það er samt svo, að eg hygg, að hvarvetna þar sem íslenskir menn og konur eru búsettir vestra, eigi ísland góða fulltrúa.“ Þau orS skáldkonunnar eruvafa- laust sannmæli. — Megi koma h#inar heim, verða henni til ánægju og sambúð íslend- inga austan hafs og vestan til góðs. A. Th. Sultupinn besta æsinga- lyfiö. (Aðsent og- þýtt). Það er veltiár Iijá foringjum socialista og kommúnista, þvi að atvinnuvegirnir bera sig illa og i'Iestar atvinnugreinir verða að draga inn seglin. Enginn at- vinnurekandi kærir sig um það, að halda áfram von úr viti með sífeldu tapi. Og mér finst að ekki sé hæ'gt að lá þeim það. Þeir ía ekki annað en skammir að launum hvort sem er. Eða hvenær sést það í blöðum socia- lista og kommúnista, að talað sé máli sanngirniimar þegar atvinnurekendur eru annars vegar? Það sést aldrei. Það er alt af verið að svívirða atvinnu- rekendurna, þó að þeir reki fyr- irtæki sín með tapi ár eftir ár, bara til þess að gera sjálfa sig fátækari og borga fé úr eigin vasa, svo að fólkið missi ekki atvinmma og vandræðin aukist liægara en ella mundi. Það er alveg komið úr móð, að minnast á kauplækkun, hversu illa sem atvinnufyrir- tækin bera sig í rekstri. Það ]>ykir sjálfsagður lilutur, að vinnuveitandinn beri tapið. Það er að vísu satt, að erfiði verka- mannsins í ár við sömu vinnu og hann stundaði í fyrra, er jafnmikið og það var þá, livort sem vimiuyeitandinn lapar t. d. 50 krónum á viku-vinnu lians eða græðir á henni 50 krónur. — Það er þvi i rauninni ekki nema sanngjarnt, frá sjónar- miði verkamannsins, að kaupið sé bið sama. En fleira kemur til greina, t. d. það, hversu lengi atvinnufyrirtækið geti haldið áfram með miklu tapi. — Frá sjónarmiði vinnuvéitandans er því í rauninni sjálfsagt að kaup- ið lækki, þegar illa gengur. Og það er líka sýnn hagur l’rá sjón- armiði þjóðfélagsins, því að á því lendir að síðustu að sjá atvi nn uley singj uiium far- borða, þegar fyrirtækin eru sliguð orðin og verða að gefast upp. Þetla skilja allir, en vilja bara ekki kannast við það opin- berlega. Þetla er sú reglan, að hönd veiti bendi og fótur fæti, með öðrum orðum, að bver styðji annan, ])egar hælta er á ferðum. En svo kenmr annað til greina. Þeir, sem beita sér fyrir málefni socialista og kommún- ista, rísa bér um bil æfinlegíi gegn allri kauplækkun. Hvers- vegna gera þeir það? Er það sakir umhyggjunnar fyrir vel- ferð verkamannsins? Nei. Síður en svo. — Þeir vilja blátt áfram, að atvinnu- fyrirtækin gangi sér til luiðar. Þeir vitja lirun. Þeir óska þess, að atvinnuleysið magnist. Þeir óska þess að hópur atvinnu- leysingjanna stækki. Þeir vilja að fólkinu líði illa, því að þá hafa þeir von mnað það hnapp- ist um foringjana. Og geri það að vilja foringja sinna, þá á það að lála ófriðlega undir eins og færi gefst, Þegar það hnapp- ast um „foringjana“, er ekkert líklegra, en það geti orðið til þess, að þeim. miði áfram og upp á við til valda og enn liærri launa. Og þá er i rauninni þeirra takinarki náð. Þeir ju'ltar liugsa fyrst og fremst um sjálfa sig. (Hér er feldur úr kafli um nafngreinda socialista og kommúnista, sem tæplega viti aura sinna tal og búi í skraut- legum höllum). Þeir eru alt af að strekkja upp á við, hærra og liærra, til meiri valda, hærri launa. — En meðan þeir eru með allan lmgann við liag og Loftskipasamgöngur milli Hollands og Java. Amsterdam. 25. júní (FB) Þrátt fyrir loftskipaslys þau, sem oröið hafa í 'Bandaríkjunum og áöur í Bretlandi, eru Hollend- ingar þeirrar skoöunar, aS loft- skipin eigi nrikla framtiS fyrir sér og byggja þeir þaS álit sitt á reynslu þeirri senr fengin er i Þýskalandi meS loftskipaferðir. Hollenska eimskipafélagiS er þeirrar skoSunar, aS í framtiSinni veröi loftskip aSallega notuS til fólks og póstflutninga milli ný- lendna Hollands í Asiu og Hol- lands. Hefir félag þetta mörg skip 2 förum milli Batavia og Amster- ‘dam. í seinustu skýrslu félagsins er rætt um fyrirhuguS áform í þessum efnum og þar kenrur fram sú skoSun, aS orsök loftskipaslys- anna í Ameríku sé sú, aS amerísku loftskipin hafi ekki veriS bygS ná- kvæmlega aS þýskri fyrirmynd, hinurn upphaflegu teikningum, sem gerSar voru af ÞjóSverjum, hafi veriS breytt meö þeirri af- leiSingu, aS loftskipin urSu veik- bygpari.Félag hefir nú veriS stofn- aS meS þaS markmiS fyrir augurn, aS koma á reglubundnum loft- skipaferSum milli Hollands og ný-' lendnanna í Asíu. Þátt í félags- stofnuninni taka Kgl. hollenska flugfélagiS og hollensk eimskipa- félög, sem hafa skip í förurn aust- ur þangaS. Samkvæmt áætlunum ætti loftskipaferSir þangaS aS geta boriS sig, en aS undanförnu hefir stærsta hollenska eimskipafélagi'S, sem hefir skip í förum milli Java og Hollands orSi'S fyrir tapi. Nam baS 6 miljónum gyllina áriS sem leiö. Hollendingar ætla aö koma á loftskipasamgöngum til Japan án þátttöku annara þjóöa, en loft- skipin verSa smíSuö í Þýskalandi. (United Press). Hnefaleifcskepni í New Yorfc. Blökkumaðurinn Joe Louis vinnur algeran sigur á Primo Carnera •u>. New York, 2ö. júní. FB. Hnefaleikskepni fór fram hér í gær, sem íþróttavinir um all- an heim biðu fregna af með óþreyju. Keppendurnir voru Joe Louis, hlökkumaður, og italski kappinn Carnera. Joe Louis vann algeran sigur á Carnera og sló hann til jarðar (technical knockout) í sjöttu lotu. Joe Louis er talinn liafa unnið glæsilegasta sigurinn, sem unninn hefir verið i allri sögu hnefaleiksiþróttarinnar. — Joe Louis er 21 árs að aldri og er frá Detroit. Hnefaleikur- inn fór fram í Yankee Stadium. upphefð sjálfra sín, skjóta þeir á fundi með. atvinn uleysi ngj um og öðrum þeim, sem bágt eiga, svona einu sinni i viku eða hálf- um mánuði, og predika hátt og afdráttarlaust um sviðingshátt og glæpi atvinnurekandanna. Þeir livetja illa haldið fólkið til þess að fylgja „foringjum“ sin- um sem fastast, og sumir leika þá listina, að fara að þerra aug- un i miðri ræðu, rétt eins og þeir sé að tárast yfir eymd fólksins og glæpum „yfirstéttar- innar“, sem alla alþýðu vilji drepa úr liungri. En þetta er hara leikaraskapur og hræsni. Tár foringjans eru krókódila- tár. , Þeir vita það þessir menn, þessir svokölluðu foringjar, að sulturinn er eitt hesta æsinga- lyfið. Það er oftast auðgert að æsa svangan mann til þeirra verka, sem hann mundi ekki taka í mál að vinna, ef honum liði þolanlega. — Þess vegna er fólk ekki æst . lil illvirkja meðan það hefir nóg að borða. „Foringjarnir“ vita, að það er ekki til neins. — Þess vegna vilja þeir að atvinnufyrirtækin lirynji til grunna. Þeir vita að þá slækicar liópur atvinnuleys- ingjanna. Þeir vita líka að þá hlýtur sulturinn að vera á næstu grösum. — Þau gilda enn í dag orð liins gálausa scialista-foringja, er hann mælti eitt sinn. — Þau eru á þessa leið: „Velmegun almennings drep- ur okkur. En sultur f jöldans er okkar brauð og smjör“. s. Áhorfendur voru fjölda marg- ir, enda er Carnera fyrrver- andi heimsmeistari. (Max Baer vann signr á honum í júni i fyrra), en það dró menn elclci síður, að Joe Louis liafði vak- ið á sér mikla eftirtekt, sem efnilegur hnefaleikskappi, þótt ungur sé„ — Aformað hafði verið að keppa i 15 lotum. Fyr- ir þennan kaþpleik hafði Car- nera kept 82 sinnum í hnefa- leik, þar af unnið algeran sig- ur í 62 skifti, og elcki tapað nema 6 sinnum. Louis, sem að eins liefir kept eitt ár, hefir 22 sinnum tekið þátt i hnefaleik, þar af unnið algeran sigur 18 sinnum, og ekki beðið ósigur í linefaleikskepni enn þá. Menn greindi mjög á mn það, fyrir hnefaleikskepnina í gær- kveldi, hvor mundi bera sigur úr býtum, og flestir hölluðust að þvi, að Carnera mundi vinna, eklci vegna þess, að þeim væri ekki ljóst, að Louis hefði mikla framtíð fyrir sér i þess- ari grein, svo mikla, að sumir þeirra álita hann langbesta hnefaleiksmannsefni, sem uppi liefir verið, iieldur vegna ])ess, að hann hefði ekki enn sem komið er, næga reynslu. En fáeinir liugðu Louis mundu vinna, og þeirra spár rættust i gærkveldi. (United Press). Öfriðvænlegar horfnr í Abessinin. Amerískir trúboðar í Abessiniu senda kon- ur sínar og börn úr landi. — Breski sendi- herrann í Addis Ababa sem ætlaði úr landi til sumardvalar, fær skip- un um að halda kyrru fyrir. London 26. júní. FB. Fréttaritari Daily Express í Addis Ababa, höfuðborg Abess- iniu, símar til blaðs síns, að margir amerískir trúboðar í Abessiniu hafi sent konur sínar óg dætur úr landi. Fóru margar þeirra í járnbrautarlest, sem lagði af stað frá Addis Ababa á þriðjudagskveld. — Utanríkis- málaráðuneytið breska hefir símað Sir Sydney Barton, sendi- herra Bretlands í Abessiniu, að sumarleyfi hans sé frestað, og verði hann að bíða við skyldu- störf sín, uns annað verði ákveð- ið. (United Press). Bjarni Þ. Johnson hæstaréttarmálaflutningsmaður andaðist i gærkveldi að heimili sínu hér í bænum. — Banamein hans var hjartabilun. ----——Mwra*-,—----- Berlinga- tíöindi sýna íslandi og íslensk- um stúdentum óvirð- ingu. Khöfn 24. júni. FÚ. Sveinn Björnsson sendiherra iiefir i dag mótmælt þvi i Ber- lingske Tidende, að í ritstjórn- argrein í blaðinu i gær voru boðnir velkomnir þátttakencl- ur norræna stúdentamótsins, og nefnir sérstaklega til þess Svía, Norðmenn og Finnlend- inga, en íslendinga var að engu getið. Sendiherrann segir, að slíkt hefði ekki getað lcomið fyrir i neinum norrænu landi, öðru en Danmörku. Berl. Tid. liafa heðið afsök- unar á þessu, og' segja, að það sé að kenna ófyrirgefanlegri ó- nákvæmni frá blaðsins hálfu. Fypsta fulltpúaþing Sambands íslenskra barnakennara. —o— Undanfarin 14 ár hefir Samband íslenskra barnakennara gengist iyrir árlegum kennaraþinguni. Hafa þar veriS rædd hagsmunamál stéttarinnar ásamt ýmsum menn- ingarmálum þjóöarinnar, sérstak- lega þau, , er barnafræöjsluna snerta. Á síöustu áram hafa þing þessi veriS svo fjölmenn (í Sam- bandinu er nú yfir 400 manns) aö erfitt hefir veriS um afgreiöslu hinna mörgu og inerku mála, er fyrir hafa legiö. Skijndagsbreyt- ing var þvi nauSsynleg á þessu sviöi, og á síöasta kennaraþingi voru lög sarnin og reglur settar um árleg f-ulltrúaþing, er kæmu í staS hinna almennu kennaraþinga. Landinu var skipt í kjörsvæ'Si 23 aS tölu, og kjósa samþandsfélagar úr sínum hópi einn fulltrúa fyrir hvern tug félaga eöa brot úr tug, og gildir sú kosning til eins árs i senn. Þetta fyrsta fulltrúaþing var háS í Reykjavík dagana 17.—22. júní, og voru mættir 45 fulltrúar af 49, sem rétt höföu til þingsetu. Fjölmörg mál lágu fyrir þinginu og veröur hér aöeins getiö þeirra stærstu. 1. Launamálið. Kennarastéttin hefir árum sam- an átt í launabaráttu og leitaö til þingsins hvað eftir annað um launabætur. En lítiS hefir áunnist og er stéttin hin láglaunaSasta af ölium opinberum starfsstéttum. í sambandi viS minnihluta milli- þinganefndar í launamálum sam- þykti sambandsstj órn eftirfarandi kröfur um laun kennara. a) Kennarar viS fasta skóla ut- an kaupstaSa, heimangöngu og heimavþstarskóla, skulu hafa árs- laun 3200.00 kr. fyrir 6 mán. starf og hlutfallslega hækkandi, ef starfstími iengist. 1)) Kennarar viS skóla í kaup- stöSum og kauptúnum yfir 1000 í- búa skulu hafa árslaun 4500.00 kr. fyrir 7 mán. starf og hlutfallslega hækkandi, ef starfstími lengist. c) Skólastjórar skulu hafa, auk kennaralauna, kr. 200.00 fyrir hvern af fyrstu 5 kennurum skól- ans, kr. 100.00 fyrir hvern af næstu 5 kennurum og kr. 50.00 fyr- ir hvern kennara, sem fram yfir er, þó ekki yfir 7400.00 kr. í kaup- stööum, og ekki minna en kr. 400.00 fram yfir kennara satna skóla. d) Þar sem skólastjóri er jafn- framt eini kennari skólans, hefir hann fyrir skólastjórn kr. 400.00. e) Skólastjórar viS heimavistar- skóla skulu hafa i;r. 750.00 fyrir skólastjórn og umsjón, auk þess, seni greitt er framvíir, ef fleiri en hann kenni viö skólann. f) Farkennarar hafa aö launum kr. 850.00 á ári, auk þess fæöi, húsnæSi, ljós og hita þann tíma, -sem skólinn starfar, eöa jafngildi þess i peningum. g) Kennarar og skólastjóri Mál- leysingjaskólans í Reykjavík skulu hafa sörnU laun og kennarar og skólastjórar í kaupstöSum. h) Laun skóiastjóra og kennara viS barnaskóla greiöa: í Reykja- vík, ríkissjóSur %, en bæjarsjóSur Yí. I öörum kaupstööum, ríkissjóö- ur %> en bæjarsjóöur %. I heim- angönguskólum utan kaupstaSa. ríkissjóSur /3, en bæjar- og‘ sveit- arsjóSir /, i heimavistarskólum ríkissjóöur /, en sveitarsjóSur í farskólum ríkissjóöur kr. 700.00,, en sveitarsjóöur kr. 150.00, auk fæöis, húsnæöis, ljóss og hita fyr- ir kennara. i) Starfstími bainaskóla á ári skal vera í kaupstööum 9 mánuöir, í öSrum heimangönguskólum 6—9 mánuöir, í heimavistarskólum 6—9 mánuöir, í farskóium 6 mánuöir. j) Barnafjöidi skal aS: meSaltali vera á hvern kennara 45 börn 7 og 8 ára, eða 30 börn 10—14 ára. FulltrúaþingiS samþykti eftir- farandi breytingaríillögur: 1. a-liöur, kr. 3200 hækki í kr 3600 til samræmis viS b-liS. 2. f-liSur kr. 850 hækki í kr. 1200. NiSurlag. Veðrið í morgun: í Reykjavík 11 stig, Bolungar- vik 11, Akureyri 13, Skálanesi 15, Vestmannaeyjum 10, Sandi 9, Kvígindisdal 11, Hesteyri 11, Blönduósi 15, Sigluhesi 11, Gríms- ey n,Raufarhöfn 12, Skálum 9, Fagradal 14, Papey 9, Hólurn i Hornafiröi 10, Fagurhóls- mýri 10, Færeyjum 9 stig. Mestur hiti hér í gær 13 stig, m.instur 9. Sólskin 1,3 st. Yfírlit: LægS yfir hafinu milli íslands og Grænlands á hægri hreyfing-u austur eftir. Horfur: Suövesturland, Faxaflói. BreiSafjörður: Suðaustanátt, Suni-. staöar allhvass og dálítil rigning. VestfirSir: Stinningskaldi á suö- austan. UrkpmulítiS. Norðurland, norSausturland, Austíiröir :Sunnan og suSvestan gola. Úrkomulaust og víöa bjartviðri. SuSausturland : Sunnan kaldi. Dálitil rigning. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss fór héSan i gær áleiS- is vestur og noröur. Var á ísa- firSi í morgun. Lagarfoss er vænt- anlegur til Kaupmannahafnar á morgun. Selfoss fór frá Aberdeen i dag áleiöis til Antwerpen. GoSa- foss er á leiö til Vestmannaeyja frá Hull. Dettifoss fer héöan í kveld áleiöis til útlanda. Brúar- foss er í Kaupmannahöfn. Bálfarafélag Xslancls heldur aðalfund sinn í Kaup- þingssalnum kl. 5 e. h. í dag. B-jálpræðisherinn. AnnaS kvöld, kl. 8)4 heldur Hjálpræöisherinn frá Reykjavík, aSstoöaöur af horna- og strengja- sveitunum mikla hljómleikasani- komu í IlafnarfirSi, aög. ókeypis. Allir velkomnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.